Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 5. nóvember 1972
„Takið eins litið og þið komizt af með,” skaut Paterson inn i, ,,en
takið með ykkur hlý föt, ef þið eigiö þau til. Næturnar eru kaldar á
þessum árstima, og á daginn er alltaf hægt að fækka fötum, ef veður
verður of heitt.”
Frú Portman brosti vingjarnlega til Patersons og saup siðan á
glasinu. Hún kærði sig ekki um að tala meira við Connie og gramdist,
að hún, sem hafði átt svo lengi heima i þessu loftslagi, skyldi þurfa að
fá svar hjá honum við heimskulegri spurningu um klæðnað.
Paterson fann, hvernig kampavinið hitaði honum. Blóðið streymdi
þægilega fram i andlitið, og vinið hafði þau áhrif, að hann leit mildari
augum á mannskapinn kringum borðið, hann fann jafnvel hvöt hjá sér
til að vera vingjarnlegur við þau. Hann langaði óneitanlega til að
drekka sig fullan, en við það biði traust þessa fólks á honum of mikinn
hnekki. Það var kenning Portmans viðvikjandi drykkjuskap. Einnig
gæti það leitt til vandræða og gauragangs, það var Bettesons-kenning.
Samt fann Paterson meö vaxandi ánægju, hvernig góðmennska hans
náði smám saman yfirhöndinni. Sifellt varð styttra og styttra milli sop-
anna. Hann naut þeirrar hitatilfinningar, sem kampavinið veitti. Að
lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að þegar öll kurl væru komin til
grafar, væri þetta fólk liklega ekki sem verst. Betteson, sem hann fyr-
irleit venjulega ennþá meira en hann fyririeit Portman, frú McNuirn
greindari og þar af leiðandi hættulegri andstæðingur en frú Portman,
og að lokum vesalings frú Betteson, sem sennilega var alls ekki eins
skrýtin og menn héldu. Hvað Connie viðvék var hann svo vinsamlegur,
að nálgaðist viðkvæmari tilfinningar. Með siðasta kjúklingsbitann i
munninum fannst honum þó, að þau gætu tæplega átt allan þennan
veljvilja skilinn. 1 þessu ljósi sæi hann þau vafalaust aldrei framar.
Tuesday var fremur lengi að koma isréttinum á boröið, og Paterson
reis upp og fór að hella i glösin.
„Nei þökk”, sagði frú McNairn. „Nei kærar þakkir”. Hún hélt hend-
inni yfir glasinu sinu. „Ég býstekki við, að Connie vilji meira heldur”
„Við Connie komumst að þvi i sameiningu”, svaraði Paterson. „Það
eru tvær flöskur i isskápnum ennþá”.
Þetta var likt honum, hugsaði Portman og það ekki i fyrsta skipti.
Hann sat þráðbeinn i stólnum, virðulegur og dálitið stór upp á sig.
Hann hafði ekki i hyggju að gefa Paterson færi á sér. Paterson fyllti
glasið hans.
Siðan sagði Paterson eins og hann sneri sér einungis til Portmans:
„Við ættum að fara yfir áætlunina frá upphafi til enda til þess að allir
séu vissir um, hvernig þetta verður, hvernig, hvenær og svo framveg-
is”.
„Ég vona að minnsta kosti, að við getum orðið sammála um að
leggja öll al' stað i einu”, sagði frú McNairn.
„Já, þar hafið þér rétt íyrir yður”.
Tuesday kom inn með fallega skreyttan isréttinn. Það varð þögn við
borðið, meðan hann bauð isinn hringinn i kringum borðið, rólega og
hávaðalaust. Portman datt i hug, að Paterson vildi biða með framhald-
ið þar til drengurinn væri farinn. Paterson fyllti glösin úr annarri
kampavinsflöskunni.
Frú Portman sat aftur heilluð og starði á Paterson. Hrollur fór um
hana við þá tilhugsun, að hann hygðist hella þau öll full.
„Það er aðeins ein leið, sem við getum notað, og það er vegurinn
norður”, sagði Paterson.
„Rétt”, samsinnti Betteson.
„Jú, loftleiðin”, mótmælti Portman.
„Við höfum tvo bila, minn og Portmans. Ég á tengivagn á minn".
Frú Betteson hafði ekki augun af Tuesday, sem stóð úti i horni og
brosti sinu breiðasta brosi. Það var eitthvað yfirnáttúrlegt.við þetta
bros, þótt það hyríi, leið aldrei á löngu þar til það birtist aftur, og frú
Betteson, sem fannst þetta dásamlegt bros, reyndu árangurslaust að
vekja athygli Joes á þvi.
Betteson var upptekinn við að fylgjast með Paterson, sem hélt um
glasið sitt báðum höndum. Það færi ekki hjá þvi, áleit Betteson, að
þetta yrði einn helvitis gauragangur.
„Ég gæti trúað, að okkur tækist að búa til tengivagn á bílinn hans
Portmans. Heppnist það, getum við haft bensinið i öðrum vagninum og
vistir og vatn i hinum. Portmanhjónin og frú McNairn og Connie eiga
að vera i Portmans bil.
Frú McNairn fékk sting i hjartað við að heyra Paterson nefna Connie
með fornafni, en hún bjóst við að mega þola þess háttar smekkleysi,
þegar hún neyddist til að umgangast Paterson. Hann var bæði smekk-
laus og kumpánlegur i senn.
Siðan verða ég, Bettesonhjónin og majór Brain I hinum bilnum”.
„Meðal annarra orða”. greip frú'Portman inn I, „hvar er majór
Brain?”
„Ég fékk skilaboð frá honum þess efnis, að hann hefði farið á
sjúkrahúsið. Það litur út fyrir, að ungfrú Alison fari lika”.
Einmitt það, hugsaði Connie, leynileg samtök milli Brain majórs,
blendings hjúkrunarkonunnar og Patersons. Hún fann til nýrrar
auðmýkingar við þetta. Mjor Brain var mjög geðþekkur maður og
Connie hafði eytt með honum mörgum stundum. Þannig lá þá i þvi.
Brain hafði þá allan timann verið i vitorði með Paterson. Það var
þokkalegt eða hitt þó heldur að vita þetta fyrst núna.
„Hversu mörg verðum við þá samtals?” sagði Betteson eins og við
sjálfan sig.
„Fari ungfrú Alison með, verðum viöellefu”, svaraði Paterson.
„Ellefu?” sagði Portman, „hvernig má það vera?”
Betteson dýfði isvöfflu i kampavinið og athugaði hana gaumgæfilega,
áður en hann stakk henni upp i sig.
„Mér reiknast til, að viö verðum niu”, sagði ungfrú McNairn.
„Þér gleymið drengnum og systur hans”, svaraði Paterson.
„Guð varðveiti okkur”, muldraði Portman.
Athugasemd hans kafnaði i orðaflaumnum, sem hófst, þegar allir
fóru að tala. Það var óhugsandi að greina, hvað hver sagði, þar til
Paterson sagði, hærra en venjulega:
„Kærið ykkur ekki um það, það geta auðveldlega verið sjö i buikkn-
um”.
„Það er ekki einungis það, sem um er að ræða”, svaraði Portman.
Hann þagði litla stund þvi þetta snerti hann illa, og hann vissi ekki vel,
hvað hann ætti að segja. „Úr þvi að við tökum tvo innfædda með, þvi
þá ekki að taka tiu eða tuttugu? Hvað segðuð þér, ef við kæmum drösl-
andi með þjóninn okkar?”
„Komið bara með hann, við finnum áreiðanlega stað handa honum”.
„Hversu margar systur á hann?” sagði Betteson hlæjandi, hann stóð
i þeirri meiningu, að hann hefði verið fyndinn, en enginn hló með hon-
um.
Ungfrú McNairn var brugðið. Hún var algerlega orðlaus. Hin sögðu
ekkert heldur, og Paterson greip tækifærið og sagði:
„Við skulum koma og fá okkur kaffisopa”.
Hann er nú hálfgerð gunga lika, hugsaði ungfrú McNairn. Þau færðu
sig inn i dagstofuna. Hún var i forsælu, og þar var þægilega svalt og
skuggsýnteftir hitasvækjuna og birtuna i borðstofunni. Aftur leit Port-
man á gluggatjaldalausa gluggana, og imyndaði sér þá með mynstruð-
um silkitjöldum, sem hann gæti fengið i birgðageymslu hersins i
Kalkútta. Frú Betteson sagði skrækri röddu:
1251
Lárétt
1) Borg,- 6) Litu,- 8)
Hlemmur,- 10) Svik- 12)
Burt.- 13) Leit - 14) Fæðu.-
16) Tók,- 17) Kveði við,- 19)
Drang,-
Lóðrétt
2) Ilát,- 3) Viðurnefni,- 4)
Kona - 5) Draugs.- 7) Jökull -
9) Ýta fram,- 11) Kona.- 15)
Verkfæri- 16) Egg- 18)
Jarm,- 18) Jarm.-
Ráðning á gátu No. 1250
Lárétt
1) Glápa.- 6) Úða,- 8) Los.-
10) Rós,- 11) Dr.- 12) Mó,- 13)
Uml,-16) Kam,-17) Áka,- 19)
öskra,-
Lóðrétt
2) Lús.- 3) Áð.- 4) Par,- 5)
Eldur - 7) ósómi - 9) Orm,-
11) Öma.- 15) Lás,- 16) Kar -
18) KK,-
Rólegur 'lGetum við ) Hvað um það
fursti / treyst nenni ^okkur að mark- inu.
eftir þetta yHöldum áfram með
verkefni okkar.
hún kom
D
R
E
K
I
Þeir dauðu risa ekki upp Þeir
dauðu koma ekki til baka
1
iiiiill
SUNNUDAGUR
5. nóvember
17.00 Kndiirtekið efni.
Afreksmemi á iild hraða.
Bandarisk mynd um
hraðakstur og tilraunir
manna. til að setja hraða-
met i akstri bifreiða.
Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson. Aður á dag-
skrá 30. ágúst s.I.
18.00 Stundin okkar. Fyrst
koma Glámur og Skrámur i
héimsókn. en að þvi búnu
verður flutt barnasaga með
myndum. Þá syngur skáta-
kór nokkur lög og loks
verður sýndur þáttur úr
myndaflokki samska sjón-
varpsins um Linu
Langsokk. Umsjónarmenn
Ragnheiður (íestsdóttir og
Björn Þór Sigurbjörnsson.
18.15 Knska knattspyrnan.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Kldstiiðvar i jöklum.
Þýzk mynd um jarðfræði fs-
lands og jöklarannsóknir. I
myndinni greinir frá rann-
sóknarleiðangri. sem farinn
var vorið 1971 til
Grimsvatna og
Kverkfjalla. Þýðandi
K r i s t j á n Sæmundsson,
jarðfr. Þulur Jóhann
Pálsson.
21.00 Klisabet 1.
Framhaldsleikrit frá BBC.
5. þáttur. .Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Efni 4. þáttar:
22.30 Að kvöld dags.Séra Árni
Pálsson flvtur "hugvekju.
22.40 Dngskrái'lok.
MaNUDAGUR
6. nóvember
20.00 Krétlir
20.25 Veður og auglýsingar
2 0.3 0 B o k a k y n n i n g .
Eirikur Hreinn Finnboga-
son, borgarbókavörður,
getur nokkurra nýútkom-
inna bóka.
20.40 Fra mboösflokkurinn.
Heimildarkvikmynd, gerð
af Þorsteini Jónssyni, um
hlut flokksmanna Fram-
boðsf lokksins i siðustu
Alþingiskosningum.
21.05 Vineent van Gogb. Brezk
mvnd um hollenzka
málarann van Gogh, ævi
hans og list. Brjálaði
Hollendingurinn. eins og
hann er stundum kallaður,
fæddist árið 1853. Hann
byrjaði ungur að mála. og
eftir hann liggur mikið
magn málverka. en veru-
legri viðurkenningu eða
hylli hafði hann ekki náð. er
hann lézt. ta'plega l'ertugur
að aldri. i þessari mynd er
ævi hans rakin og leikin
atriði úr lili hans siðustu
árin. Með aðalhlutverkið fer
Michael Gough. Þýðandi
Höskuldur Þráinsson.
22.05 Tonlistin byggir brú.
Mvnd fra Sameinuðu
þjóðunum. Vehudi Menuhin
og Muir Mathieson ræöast
við og bera saman tónlist
Austurlanda og Vestur-
landa. Þýðandi óskar
Ingimarsson.
22.30 Dagskrárlok.
lllll lllÍÍfi
Sunnudagur
5. nóvember
8.00 Morgunandakt. Séra Pét-
ur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Hljóm-
sveitin Nýja Philharmonia
leikur franska óperufor-
leiki, Richard Bonynge stj.
Hljómsveit Hans Carstes
leikur vinsæl tónverk.
9.00 Fréttir. útdráttur úr for-
ustugreinúm dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
veðurfregnir). Þrjú tónverk
eftir Bach:
11.00 Messa i Skálholtskirkju.
(Hljóðr. 1. f.m.) Prestur:
Séra Jón Guðjónsson