Tíminn - 07.11.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 07.11.1972, Qupperneq 8
TÍMINN Þriöjudagur 7. nóvember 1972 mii ■ Fleiri mælir mjólkursölustaðir - með því og hvað á Hvað móti? Varnir gegn mengun sjávar Stp-Reykjavik. Ellert B. Schram mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum frá 1966 um fram- leiðsluráö landbúnaðarins, sölu á landbúnaðarvörum, verðskrán- ingu o.fl. en flutningsmenn frum- varpsins auk Ellerts eru Ragn- hildur Helgadóttir, Matthias Bjarnason, Lárus Jónsson og Sverrir Hermannsson. Þegar hefur verið gerö grein fyrir þessu frumvarpi (siðasta laugardags- blað Timans), en meginefni þess er um það, aö matvöruverzlunum verði veitt leyfi til mjólkursölu, til jafns við þær mjólkurverzlanir, sem fyrir eru i landinu. 1 greinargerð fyrir frumvarp- inu i gær sagöi Ellert B. Schram m.a., að flutningsmenn þess væru sannfærðir um, að mjólkurfram- leiðendur myndu ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni með tilkomu hins nýja mjólkursöluleyfis, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu, enda séu i þvi ákvæði, er komi i veg fyrir slika þróun. Þetta ákvæði segir, að sérstök , tilskip- uð 7 manna nefnd, sem fulltrúar allra aðila, er málið snertir, eiga sæti i, skuli kynna sér fjárfest- ingar og dreifingarkostnað mjólkursamsölu eða mjólkur- samlagsá viðkomandi verzlunar- svæði með það i huga, að mjólkurframleiðendur verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni við veit- ingu nýs mjólkursöluleyfis, áður en umsókn aðila um söluleyfi, sem ekki hefur haft það áður, er samþykkt. Ellert nefndi þrjú atriði, sem hann taldi aðalrökin fyrir frum- varpinu. 1 fyrsta lagi væri með þvi komið til móts við sjónarmiö neytenda um aukna þjónustu. Kleiri mjólkursölustaðir myndu auka hagnað mjólkurframleiö- enda. Og i þriðja lági væri með þvi eytt þeim ásökunum, að i mjólkursölumálum sé á ferðinni viss tegund einokunar. Ellert sagði og, að enda þótt frumvarpið fjallaði um mjólkursölu, þá væri það einnig spurning um það, hvort tslendingar viðurkenni frjálsræði i viðskiptaháttum. Mismunur i þessum efnum væri til vanza fyrir siðmenntað þjóð- félag. Sagðist hann ennfremur telja, að hagsmunir neytenda og framleiðenda færu hér saman. Ágúst Þorvaldsson, 2. þing- maður Suðurlands, tók til máls um frumvarpið og lýsti afstöðu sinni til þess. Má geta þess, að Agúst hefur um alllangt skeið átt sæti i stjórn Mjólkursamsölunnar i Reykjavik. Agúst kvaöst ekki efast um, að flutningsmönnum frumvarpsins gengi ekki nema gott eitt til með flutningi þess, en svo virtist sem þeir gerðu sér aðeins grein fyrir einum þætti málsins, aðeins þeim, er beindist að þvi að geta orðið við óskum kaupmanna um það að fá mjólk i allar matvöru- búðir. Aö þessu einu miðuðu til- lögur flutningsmanna. Varðandi kröfur neytenda um að fjölga útsölustöðum mjólkur sagði Ágúst, að þeirra hefði mjög litið orðið vart. 1 þvi sambandi greindi hann frá þvi, að samsalan i Reykjavik hefði stundum orðið að hætta við að leggja niður mjólkurbúð, sem hún vildi leggja niðurog láta nálægan kaupmann taka að sér mjólkur- söluna, vegna þess að neytendur hefðu mótmælt sliku kröftuglega. Ágúst sagði það ekki orka tvi- mælis, að skipulag Mjólkursam- sölunnar heföi reynzt vel. Það hefði verndað neytendur fyrir hærri álagningu en þeirri, sem rétt nægði fyrir brýnasta kostaði við söluna. Ýmsar mjólkurbúðir M jólkursamsölunnar væru reknar meö halla, þó að aðrar væru reknar með nokkrum hagn- aði til að vega á móti. Sagðist hann þó ekki imynda sér, að nú- verandi skipulag Mjólkursamsöl- unnar eða yfirleitt nokkurt annað skipulag væri svo gott, að ekki mætti þar á einhvern hátt bæta um, en sagöist álita, að þar ætti ekki að leggja fram breytingatil- lögur eingöngu breytinganna vegna, ekki til þess a.m.k. að breyta þeim þáttum, sem vel hafi gefizt. Mjólkursamsalan hefði skyldur við neytendur um það að hafa næga mjólk á boðstólnum og tryggja gæði hennar, og hún bæri ein alla ábyrgð, ef eitthvað færi úrskeiðis. Sagðist Agúst telja þetta mjög erfitt og vandasamt starf, og mikill kostnaður væri þar á bak við. Til að rækja þetta starf hafi Mjólkursamsalan m.a. komið upp dýrri rannsóknarstofu með hóp af starfsfólki og ræki þetta rannsóknar- og eftirlitsstarf eingöngu á sinn kostnað. Enda þótt flutningsmenn teldu, að meö bættum umbúðum og geymslu- þoli mjólkurinnar sé nú hægt að hafa hana alls staðar, án þess að hún skemmdist, kvaðst Agúst telja, að mjólkin væri vandmeð- l'arnari en nokkur önnur mat- vara, svo væri enn, þrátt fyrir ýmsar bætur. Þvi væri hún undir eins ströngu heilbrigðiseftirliti og hægt væri, m.a. væri alltaf maður frá heilbrigðiseftirlitinu við- staddur i Mjólkursamsölunni i Reykjavik, er mjólkin kæmi til samsölunnar. Þannig hlyti eftir- litið að þurfa að vera framvegis. Þá vakti Agúst athygli á þvi, að i frumvarpinu væru engin ákvæði um það, að smásalarnir yrðu að hlýta neinum fyrirmælum um hófleg sölulaun. Væri ekki annað sýnt, en með sliku myndi, þegar fram i sækti, leiða til mjög hækk- aðs dreifingarkostnaðar á mjólk, og gæti það jafnvel leitt til mjólkurskorts á sumum lands- svæðum. Af breytingunum, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu, gæti leitt, að Mjólkursamsalan yrði að hætta að reka þær búðir, sem bezt bera sig, en sæti svo eftir með þær búðir á svæðum, þar sem kaupmenn vildu eða gætu ekki rekið matvöruverzlan- ir. Mjólkursamsalan sæti sem sagt eftir meö þær mjólkurbúöir, sem nú væru reknar með halla. t ræðu sinni gat Ágúst þess einnig m.a., að frumvarp um sama efni og það, sem hér væri flutt, er flutt var á Alþingi i fyrra, hefði verið mjög til umræðu meðal bænda i fyrravetur og sætt mikilli gangrýni á ýmsum fund- um, sem haldnir voru meðal mjólkurframleiðenda. Sagði Ágúst, að á fundi Mjólkursamsöl- unnar, stjórnar Mjólkurbús Flóa- manna og stjórnar Mjólkursam- lagsins i Borgarnesi fyrir skömmu, að hefði verið samþykkt ályktun um frumvarp það, sem nú væri flutt og las Ágúst hana eins og hún var. t henni segir m.a., að fundurinn telji þær breytingar á mjólkursölu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, ekki liklegar til þess að bæta skipan mjólkursölumála frá þvi, sem nú séu. Þá myndi af breytingunum leiða stórhækkaðan kostnaö við mjólkurdreifingu, og að likindum einnig minnkuð vörugæði og skort á mjólk á sumum mjólkursvæð- um. Varar fundurinn i ályktun- inni alvarlega við þvi, að skipu- lagsbreyting verði gerð i mjólkursölumálum án samráðs við Sölusamtök landbúnaðarins, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttasamband bænda. Ágúst minnti i ræöu sinni einnig á, að m jólkurframleiðslan, a.m.k. á Suðurlandi, væri i veru- legri hættu. Ýmsir atburðir hafi gerzt i atvinnulifi þjóðarinnar, sem valdi þvi, að fjöldi fólks hverfi nú frá þessari framleiöslu. Búið væri aö loka f jölda af fjósum á Suðurlandi, sumum þeirra ný- byggðum. Fyrir nokkrum árum hefðu verið nokkuð á 12. hundrað mjólkurframleiðendur, sem flutt heföu mjólk til Mjólkurbús Flóa- manna, en nú væru þeir talsvert undir 900 að tölu, og mjólkur- framleiðslan yxi ekki neitt að ráði. Agúst gat þess einnig, að Mjólkursamsalan heföi ekki hvaö sizt verið stofnuð á sinum tima (fyrir 38 árum) til að ráða bót á þvi ófremdarástandi, sem riki vegna alltof margra mjólkursölu- staða. Þeir hefðu á þessum tima veriö i Reykjavik um 100, en Mjólkursamsalan hefði hafið starf sitt meö 28 mjólkurbúðum. Stp—Reykjavik. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsmálaráðherra mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um heim- ild fyrir rikisstjórnina til þess að staðfesta fyrir tslands hönd alþjóðasamning, er gerður var 15. febrúar 1972, um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úr- gangsefna frá skipum og flugvél- um. 1 siðasta laugardagsblaði Timans, þar sem birt var dagskrá Alþingis mánudaginn 6. nóvem- ber, var gerð nokkur grein fyrir þessu frumvarpi, og er þvi ekki ástæða til að rekja þaö frekar nú. Fram kom m.a. i ræðu sjávar- útvegsmálaráðherra i gær, að nú stendur yfir i London ráðstefna um varnir gegn mengun, sem fulltrúar tslands sitja. Markmið ráðstefnunnar er einkum að vinna að enn frekara samkomu- lagi um varnir gegn mengun, i framhaldi af þeim alþjóðasamn- ingi, er undirritaður var i Osló 15. febrúar á þessu ári, af fulltrúum þeirra 12 rikja sem að honum stóðu. Varðandi það, hvaða ráðuneyti, stofnun eða nefnd stæði næst að fjalla um þessi mál fyrir Islands hönd, sagði ráðherra, að sjávar- útvegsmálaráðuneytið hefði unn- ið að þessum málum undanfarin ár, og þvi væri talið rétt, að svo yrði einnig nú. En sjálfsagt væri að taka til endurskoðunar, hvern- ig þessu yrði háttað i framtið inni. 1 þessu sambandi mætti þó nefna, að Hafrannsóknarstofnun- in heyrir einmitt undir sjávarút- vegsmálaráðuneytið og er málið skylt, en umræddur alþjóða- samningur fjallar eins og áður segir um varnir gegn mengun sjávar. Könnun samkeppnis- aðstöðu Stp—Reykjavik Lárus Jónsson, Matthias Á. Matthiesen, Jón Arnason og Ólafur G. Einarsson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um könnun á samkeppnisaðstöðu islenzks skipasmiðaiðnaðar gagnvart erlendum. Efni til lögunnar er, að Alþingi álykti að fela rikisstjórninni að láta gera slika könnun, einkum i þeim löndum, sem nú, eða i náinni framtið, smiða fiskiskip fyrir tslendinga. Skal hún einkum taka til samanburðar á beinni og óbeinni fyrirgreiðslu viðkomandi rikisstjórna til skipasmiöaiðn- aðarins, samanburði á skattlagn- ingu hans, mismunandi vinnu- launum, misjafnari aðstöðu til innkaupa á vélum og enn fleiri atriðum. Niðurstaða könnunar- innar verði svo til leiðbeiningar stefnu Alþingis og stjórnvalda um nauðsynlega fyrirgreiðslu við islenzkan skipasmiðaiðnað. Nýting orkulinda Stp—Reykjavik Undanfarna daga hafa verið lagðar fram allmargar þings- ályktunartillögur og fyrir«spurnir á Alþingi. Svo nokkurra þeirra sé getið, má nefna: Nýting islenzkra orkulinda- Tillaga um áætlun um nýtingu islenzkra orkulinda til raforku- framleiðslu hefur verið lögð fram, og eru flutningsmenn Steingrimur Hermannsson, Stefán Jónsson og Bjarni Guðnason.Efni tillögunnar er, að Alþingi álykti að fela rikisstjórn- inni að láta gera og leggja fram áætlun um nýtingu islenzkra orkulinda til raforkuframleiðslu með tilliti til vistfræðilegra og bú- setusjónarmiða og um ráðstöfun slikrar raforku. Við það verk beri m .a. að upplýsa og leggja áherzlu á endurskoðun framkominna hugmynda um mesta nýtanlegt vatnsafl i landinu, athugun á lik- legri nýtingu jarðvarmans til raforkuframleiðslu o.fl. Lánsfé til hitaveituframkvæmda. Tillaga Stefáns Gunnlaugsson ogJónsÁrm. Héðinssonar fjallar um, að Alþingi álykti að skora á rikisstjórnina að gera ráðstafanir til að tryggja sveitarfélögum lánsfé til hitaveituframkvæmda. 1 greinargerð með tillögunni segir m.a., að oft hafi verið bent á gagnsemi þess að hagnýta jarðvarma til húshitunar. Þjóð- hagslega séð, sparist við það dýrmætur gjaldeyrir vegna kaupa á húsoliu. Og út frá þvi sjónarmiði viðkomandi sveitar- félags sé hitaveita i stað oliu- kyndingar ekki aðeins hreinlætis- og heilbrigðismál, heldur hafi hún i för með sér verulega lækkaðan hitakostnað, þegar til lengdar láti. Viða um land sé áhugi á virkjun jarðvarma til upphitunar húsa. 1 Reykjanes- kjördæmi hafi nokkur sveitar- félög hafizt handa við undir- búning og rannsóknir fyrirhugaðra hitaveitna. Hefur Orkusjóður gert þessar jarðvarmarannsóknir kleifar, en hann sé mjög fjárhagslega van- megnugur, og sé þvi kynjandi þörf á að efla hann verulega. Þá þurfi nauðsynlega að koma á fót sérstökum sjóði eða peninga- stofnun til að fjármagna hitaveituframkvæmdir sérstak- lega, en enginn slikur sjóður sé nú til. Vistheimili fyrir vangefna- Þingsályktunartillaga flutt af Helga F. Seljan, Karvel Pálmasyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni um, að Alþingi skori á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi i samráöi við Styrktar félag vangefinna, að komið verði upp vistheimilum fyrir vangefna i þeim landshlutum, þar sem slik heimili séu ekki tiL nú. Fram kemur i greinargerð með tillögunni , að fjögur vist- heimili muni vera til á landinu fyrir vangefna: að Skálatúni, Sólheimum, Tjaldanesi og á Akureyri. Þrjú þessara heimila eru sunnan- og suövestanlands, en eitt nyrðra. Auk þessa eru svo tvö dagheimili i Reykjavik á vegum Styrktarfélags van gefinna. Flutningsmenn benda á, að engar slikar stofnanir séu til i tveimur landsfjórðungum, þ.e. á Austfjörðum og Vestfjörðum. Telja flutningsmenn rétt að dreifa slikum stofnunum um landið, svo sem þörf kalli á, ekki sizt vegna þess, að með þvi fái aðstandendur vistfólksins stór bætta aðstöðu til að fylgjast með högum þess og framvindu mála, einkum fyrstu mánuðina og reyndar ætið. Kavíarverksmiðja á Norð- Austurlandi Flutningsmenn: Bragi Sigur- jónsson og Björn Jónsson. Efni þingsályktunartillögunnar er, að Alþingi álykti að leggja fyrir rikisstjórnina, að hún láti kanna hið fyrsta möguleika á þvi að koma upp og reka fullkomna kaviarverksmiðju á Norð-Austur- landi til að vinna grásleppuhrogn. Staðarval fari eftir hagkvæmni og atvinnuþörf. — 1 greinargerö fyrir tillögunni segir m.a. að fyrir öllu Norð-Austurlandi, allt frá Ólafsfirði og til Langaness, sé nær árviss mikil grásleppuveiði á hverju vori og verulegt magn grásleppuhrogna flutt út. Þær þjóðir, er þessa vöru kaupi af okkur, hafi drjúgar tekjur af þvi að breyta þessu hráefni i neyzlu- vöru, kaviar. Liggi beint við að kanna, hvort lslendingar geti komið hér upp hagkvæmum lag- metisiðnaði af þessari fram- leiðslu Gisii Guðmundsson hefur lagt fram breytingartillögu við áður- nefnda þáltill., þess efnis, að i stað fullkominnar kaviarverk- smiðju” komi: kaviarvinnslu- stöðvar. Um veitingu ríkisborgara- réttar Lagt hefur verið fram frum- varp til laga um veitingu rikis- borgararéttar. 1 fyrstu grein frumvarpsins eru taldir upp tiu manns, sem með frumvarpinu skuli öðlast rikisborgararétt. Segir i athugasemd við frum- varpið, að áðurnefndir tiu ein- staklingar fullnægi allir þeim skilyrðum, sem sett hafi verið af allsherjarnefnd beggjaþingdeilda. I frumvarpinu segir einnig, að fái maður, sem heiti erlendu nafni, islenzkt rikisfang með lögum, skuli hann þá taka sér is- lenzkt fornafn. Börn skuli taka sér islenzk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Ekki er enn ljós, hve*nær frum- varp þetta verður tekið fyrir, en það verður væntanlega mjög bráðlega. Er vert að vekja at- h«gli þeirra, sem frumvarpið snertir, að fylgjast með dagskrá Alþingis næstu daga.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.