Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. nóvember 1972 TÍMINN 3 Færeyingar riðu á vaðið með kaup á beituskurðarvélinni og þvi héldum við ótrauðir áfram við að laga þá galla, sem voru á gömlu vélinni og eins fikruðum við okkur áfram með ýmsar tækninýungar. Lukum við svo við nýju vélina s.l. vor. Margar breytingar hafa verið gerðar á vélinni á þessum árum. Gamla vélin var t.d. fótstigin, en nýja vélinerrafmagnsdrifin. Það þótti vist mörgum erfitt að stiga gömlu vélina, enda kannski engin furða, þar sem frosin sild er eins og grjót. Einnig voru hnifarnir i gömlu vélinni ekki nógu góðir, og vildu þeir brotna. Það var þvi eitt verkefnið að finna nógu gott hnifastál i nýju vélina, og er það nú fundið. Þá er nýja vélin tveggja hólfa, sem þýðir að hún getur skorið frá báðum endum og tvær stærðir af fiski. — Hver varð svo útkoman á Færeyjarferðinni? — Þeir pöntuðu tvær vélar til reynslu og sögðu um leið að ef þærgæfust vel, þá myndu allir út- gerðarmenn i Færeyjum panta sér slikar vélar, enda spara þær alveg einn mann. Aftur á móti er aðra sögu að segja af ís- lendingum. Þeir fengu svo mikla ótrú á gömlu vélinni, að þeir vilja ekki trúa þvi, að nýja vélin taki þeirri gömlu mikið fram. Þess vegna hetéghugsað mér, að heim- sækja nokkrar stórar verstöðvar i vetur og sýna vélina, og búið er að biðja mig að koma á nokkra staði. Það er bara sá galli á gjöf njarðar, að ég get litið gert nema fá aðstoð, sem ég reyndar vonast til að fá á næstunni. Að lokum má geta þess, að beituskurðarvélin sker 100 sildar á minútu og i 1000 beitur, sem er 15% meira, en ef sildin væri hand- skorin. Beituskurðarvélin verður framleidd hj& Vélsmiðjunni Visi á Blönduósi. ÞÓ-Reykjavik Siðastliðið vor, var beituskurðarvél kynnt fyrir út- vegs- og sjómönnum, en enginn islenzkur aðili hefur enn sem komið er pantað slika vél. Aftur á móti eru frændur okkar Færeyingar búnir að panta tvær slikar vélar og að sögn færeyska blaðsins Dimalætting, þá rikir mikill áhugi i Færeyjum á beitu- skurðarvélum, og telur blaðið að innan skamms tima verði beitu- skurðarvél komin i hvern beitingaskúr og um borð i hvern linuveiðara i Færeyjum. Dimalætting segir, að höfundur beituskurðarvélarinnar, Jó- hannes Pálsson, hafi sjálfur kynnt beituskurðarvélina fyrir Færeyingum, og vegna þessa snérum við okkur til Jóhannesar, er hann kom heim til Islands nú fyrir stuttu. — Ég dvaldi i tvær vikur i Færeyjum i þeim tilgangi að kynna vélina og athuga hvernig gengi að skera með henni annan fisk en sild,eins og t.d. makril. Útkoman á þessu varð mjög góð og er sizt verra að skera makril en sild með vélinni. Færeyingar sýndu vélinni mjög mikinn áhuga, og þurfti ég að sýna hana á nokkrum stöðum i Færeyjum, fyrst var ég hjá Bacalao i Þórs- höfn siðan i Fuglafirði og á tveim stöðúm i Klakksvik, samkvæmt ósk færeyskra útgerðarmanna. — Hvert er upphaf beituskurðar- vélarinnar? — Fyrir 20árum byrjuðum við að framleiða slikar vélar og seldum mikið af þeim, en þvi miður reyndist vélin ekki sem skildi, og endaði það ævintýri með þvi, að vélarnar ónýttust allar. Þó svona færi, þá þýddi ekki að gefast upp, Jóhannes Pálsson til vinstri, við hliðina á beituskurðarvélinni, þegar hann kynnti hana Skólafólk á Austurlandi ræðir áfengisbölið Stóra blómabók Fjölva Bókaútgáfan Fjólvi neiur sent á markaðinn nýja bók i bókaflokkn- um Stóra fjölfræðisafnið. Nefnist hún Stóra blómabók Fjölva, 600 bls. að stærð prýdd miklum fjölda mynda og með itarlegu registri. A bókarkápu segir að hér sé um að ræða fyrsta yfirlitsritið á Islenzku um gróðurríki heimsins. Ingólfur Daviðsson þýddi og endursagði með staðfærslu að íslenzkum hátt um. Áður eru komnar út fjórar bækur i þessum flokki og i undir- búningi er bók um þróun mannsins. ÞJ—Húsavik 1 haust hefur það komið fram i fréttum, að komið hefði verið upp húsum á hálendinu sunnan Eyja- fjarðardala til afnota við könnun á raflinustæði niður i Eyjafjörð. 1 tilefni af þessum framkvæmdum samþykkti bæjarstjórn Húsa- vikur eftirfarandi tillögu á fundi sinum 10. nóvember sl.: „Bæjarstjórn Húsavikur beinir þeim eindregnu tilmælum til Orkustofnunar, að jafnhliða könnun á þessari leið, verði gerð hliðstæö könnun á hálendinu sunnan Bárðardals, svo að raun- hæfur samanburður fáist á þvi, hvort hagkvæmara muni að leggja raflinu milli Suður- og Norðurlands um Mýri i Bárðardal að Fosshóli, eða i Eyjafjörð. Jafnframt bendir bæjarstjórnin á erindi dr. Jakobs Björnssonar, væntanlegs orkumálastjóra, er Þann 4. nóv. sl. var fundur i félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum um áfengismál. Fundinn setti formaður félagsins, Einar Þ. Þorsteinsson Eiðum, en fundarstjóri var Sigurður Ó. Pálsson, skólastjóri Eiðum. A fundinum mættu um 40 full- trúar frá niu skólum á Austur- landi: Alþýðuskólanum á Eiöum, Unglinaskólanum á Eiðum, Mið- skólanum á Egilsstöðum, Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað, Unglingaskólanum á Hallorms- stað, Miðskólanum á Seyöisfirði, Gagnfræðaskólanum á Nes- kaupsstað, Miðskólanum á Reyð- arfirði og Gangfræðaskólan- um á Fáskrúðsfirði. Framsöguerindi á fundinum flutti Ólafur Þ. Hallgrimsson kennari á Hallormsstað. Að þvi hann hélt á fundi Sambands islenzkra rafveitna á Akureyri sl. vor, þar sem hann leggur til, að leiðin i Bárðardal verði valin. Tekjur bæjarstjónin undir rök dr. Jakobs i erindinu, en hann bendir á, að linan iBárðardal liggi betur við helztu orkuvinnslumögu- leikum á austanverðu Norður- landi, jafnframt þvi, sem hann álitur hálendið suður af Eyjafirði hættulegasta kaflann á linulögn milli landshlutanna. Að lokum vill bæjarstjórn Húsavikur benda á, að linulögn i Bárðardal mundi i höfuðatriðum fylgja Sprengisandsvegi, sem nú þegar er fjölfarinn yfir sumar- mánuðina. Linulögn i Bárðardal mundi þvi eigi kosta landsmenn verulegar fjárhæðir i óarðbærri vegagerð, sem óhjákvæmilegt er að ráðast i, verði Eyjafjarðar- leiðin valin”. búnu fóru fram hópumræður, en siðan skilaði hver hópur áliti i sameiginlegum umræðum. Það helzta, sem þar bar á góma var eftirfarandi: Er áfengisböl rikjandi á Islandi? Hverjar eru höfuðástæðurnar fyrir drykkju- skap eldra og yngra fólks? Hvaða ráðstafanir eru liklegar til úrbóta ÞÓ—Reykjavik. Þátttakan i skyrsamkeppninni er þegar orðin allgóð, sagði Ingi Tryggvason, hjá Búnaðarsam- bandi tslands, er við spurðum hann um þátttöku i samkeppni þeirra, sem komið var á vegna mjólkurdagsins 24. október s.l. um skyrrétti og skyr til matar- gerðar. — Sumar húsmæður viröast .kunna fleira en eina upp- skrift á skyrréttum,sagði Ingi; ég sá t.d. eitt bréf,sem innihélt átta uppskriftir, og voru sumar þeirra mjög frumlegar. Skyrsamkeppnin nær yfir allt landið,og er öllum heimil þátttaka, Ekkert stóð MK—Norðtungu Akveðið hefur verið að banna rekstur hrossa á svæði það, sem smalað er til Þverárréttar, þar til öðru visi verður ákveðið. Sam- þykkt þessi var gerð sl. vetur, en kom ekki til fullra framkvæmda i sumar, en þá var upprekstur leyfður eftir 20. júli. Til Þverárréttar er smalað fé og hrossum úr fjórum sveitar- félögum, Hvitarsiðu, Þverárhlið, hluta Norðurárdals og úr Staf- holtstungum, en þar eru flestir i áfengismálum? Er mögulegt að halda áfengisiausa útisamkomu á Austurlandi eins og gert var fyrir nokkrum árum? Fundinum lauk svo með þvi, aö kosin var nefnd skólanemenda til frekari undirbúnings að stofnun bindindissamtaka í skólum á Austurlandi. og eru góð verðlaun veitt fyrir fimm beztu uppskriftirnar. Frestur til að senda inn upp- skriftir rennur út næstkomandi laugardag 18. nóvember, og má skila uppskriftum i mjólkurbúðir, mjólkursamlög, hvar sem er á landinu. Tilgangur keppninnar er, sagði Ingi, að stuðla að fjöl- breyttari notkun hins forna þjóðarréttar okkar, skyrsins, i matargerð. Fyrstu verðlaun i samkeppn- inni eru ferð fyrir tvo til Kanari- eyja með Flugfélagi Islands, og 2.-5. verðlaun eru frystikistur. í Þverárrétt hrossabændanna. Þar sem sam- þykkt þessi á að koma til fram- kvæmda næsta sumar, er ekki út- lit fyrir að stóð verði oftarréttað i Þverárrétt, a.m.k. ekki i náinni framtið. Siöustu árin hafa komið þar nokkur hundruð hross árlega, en þó til muna færri en áður var. Hætt er við, að einhverjir sakni réttarinnar, en hins ber að gæta að hross hafa löngum þótt fara verr með landið en sauðkindin, og hafa hirt það bezta frá henni, ef þau hafa verið rekin fyrr á fjall. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkir: Línustæði niður í Bárðardal verði kannað Góð þótttaka í skyrsamkeppninni Birgir „hinn óttalegi" Mbl. sagði um daginn, að skrif stjórnarblaöanna um borgarstjóraskiptin I Reykja- vik væri sönnun um ótta minnihlutaflokkanna i borgar- stjórn Reykjavikur við hinn nýja borgarstjóra, Birgi ísleif Gunnarsson. Minnihlutaflokk- arnir væru hræddir við Birgi og þá. að manni helzt skilst, fyrir það, að hann verði enn vinsælli en Geir. En sannleikurinn er sá, að ef uggur er i einhverjum vegna borgarstjóraskiptanna og vals hins nýja borgarstjóra, þá er þann ugg að finna innan Sjálf- stæðisflokksins. Hvar sem Sjálfstæöismenn i Reykjavik koma saman eru borgar- stjóraskiptin helzta umræðu- cfnið. Menn bcra þar ugg i brjósti um.að nýi borgarstjór- inn valdi ekki hlutverkinu og vcrði þvi ekki hæfur, þegar til kosninga kemur, að hefjast i dýrlingatölu, eins og fyrri borgarstjórar Sjálfstæðis- flokksins. Jafnframt byggist ótti flokksmanna á þvi, að kjósendur telji litið að marka drengskaparheit forystu- manna Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn og þannig hafi fallið talsvert á dýrlinga- myndina. Þannig má Mbl halda áfram að kalla nýja borgarstjórann „Birgi hinn óttalega”, ef þvi svo sýnist, þar sem þaö er ekki isvoýkja miklu ósamræmi við ástandiö i Sjálfstæðisflokkn- um eftir borgarstjóraskiptin. Geir og Birgir isleifur hafa haldið fundi með borgarbúum undanfarið, eina sex fundi, sem nú mun iokið. Á fundum þessum liafa þeir félagar haldið lofræður hvor um annan. Áíundunum hefur Geir Hallgrimsson sýnt skugga- myndir — aðallega visitölur og iinurit um afrek i malbiki og gagnstéttum. Er þetta þvi af Geirs hálfu eins konar upp- gjör og úttekt á glæsilegum malbiksferli , og er sýnt, að hann ætlar sér ekki aö eiga nein eftirmál um það við Birgi, hvernig hann skildi viö. Á þessum fundum hefur hinn nýi borgarstjóri að sjálf- sögðu vcrið kynntur fyrir fólk- inu. Fólkið er að sjálfsögðu þákklátt fyrir það hve vel val ið hcfur tekizt, þótt þaö hafi ckkcrt vcrið spurt ráða. Enda cr vigorðið úr siðustu borgar- stjórnarkosningum „Fólkið velur borgarstjórann” — orðið að snöru i húsi Sjálfstæðis- flokksins. Enn um Bernhöftstorfuna i fyrirspurnatima á Alþingi á þriðjudag sagði ólafur Jó- hannesson, forsætisráð- herra, að hann teldi enga eftirsjá aö Bernhöftshúsunum við Lækjargötu. Þau væru enginn bæjarprýði, þar sem þau stæðu Rikisstjórnin hefur boðið Reykjavikurborg þessi hús til varðveizlu og friðunar uppi við Arbæ, þar sem mörg gömul og sögufræg hús eru varðveitt á skemmtilegan og smekklegan hátt. Þar myndu þessi hús geta sómt sér vel i réttu umhverfi. Þau eru hins vegar aðeins til leiðinda, þar sem þau standa nú. En hvers vegna vöknuðu arkitektar ekki fyrr? Það eru nærri tveir áratugir siðan Al- þingi ákvað, að stjórnarráðs- hús skyldi risa þar, sem þessi gömlu og lágu timburhús standa nú. Fyrrverandi rikis- stjórn lét teikna og gera Hkan af stjórnarráðshúsi á þessum stað, og formenn þáverandi stjórnarandstöðuflokka voru spurðir álits og samþykktu. Ekki væri vitað annað fram til þessa en engin væri fullkomin Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.