Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. nóvember 1972 TÍMINN 7 (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkuríún Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson; 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)J Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gl8laS<ýi,. Ritstjórnar^krif-i stofur í Edduhúsinu viö Lindargiítu, sfmar 18300-t8306.j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300.. Askriftargjald: 2^5 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur einj takiö. Blaðaprent h.f. Spartak Beglof, fréttaskýrandi APN: Nixon naut frumkvæðis síns á sviði alþjóðamála Lítill munur var á utanríkisstefnu hans og McGoverns Alþýðusambandsþingið Morgunblaðið og Visir gera sér nú tiðrætt um væntanlegt þing Alþýðusambandsins og Alþýðublaðið bergmálar skrif Visis^ eins og algengast er i seinni tið. öll hamra þessi blöð á þvi, að það sé mikilsvert, að þing Alþýðu- sambandsins haldi fast á kröfum launafólks og láti einu gilda, hvaða áhrif það hafi á efnahags- þróunina i landinu. Jafnhliða syngja þau svo þann söng, að rikisstjórnin sé i þann veginn að stöðva allt atvinnulif i landinu með ofmiklum kauphækkunum og styttingu á vinnutima. Þessi skrif umræddra blaða eru vissulega i öðrum dúr en þau voru, þegar flokkar þeirra sátu i rikisstjórn. Þá voru fulltrúar á þingum Alþýðusambandsins hvattir til mikillar var- færni og beðnir um að sætta sig við visitölu- bann, visitöluSkerðingu og versnandi lifskjör. Það væri þjóðarnauðsyn. Á þeim rúma áratug, sem þessir flokkar stjórnuðu, jukust þó þjóðartekjurnar meira en nokkru sinni fyrr. Afleiðingarnar af stjórnarstefnu þessara flokka tala gleggstu máli um raunverulega afstöðu þeirra til verkafólks. Árið 1970, sem var siðasta heila stjórnarrár þeirra, var kaup- máttur timakaups verkamanna aðeins 7% meiri en árið 1959, þegar þessir flokkar komu til valda, ef miðað er við framfærslu-visitölu. Hins vegar var hann minni 1970 en 1959, ef miðað er við visitölu vöru og þjónustu. Þó hefði kaupmátturinn verið miklu minni 1970 en hann var, ef verkalýðshreyfingin hefði ekki háð stórverkföll á árunum 1968-70 til þess að fá hann bættan, Það varð að sjálfsögðu eitt fyrsta verk núv. rikisstjórnar að bæta hlut verkafólks. Á tima- bilinu frá 1. júli 1971 — 1. júli 1972 hefur tima- kaup verkamanna hækkað um 42-45% og kaup- máttur þess hefur aukizt um 30% miðað við framfærsluvisitölu, og um 25% miðað við visi- tölu vöru og þjónustu. Þetta er meiri hækkun en verkafólk hefur nokkru sinni fengið áður fyrr. Óneitanlega þrengir svona mikil hækkun á einu ári að atvinnulifinu. Þvi þarf nú að hafa fyllstu gát, ef afstýra á nýrri verðbólguöldu, sem gæti eyðilagt að mestu eða öllu þann mikla árangur, sem verkamenn hafa náð i tið núverandi rikisstjórnar. Nú gerist það furðulega, eins og áður er rakið, að bræðralagsblöðin þrjú, þ.e. Mbl., Visir og Alþýðublaðið, hvetja fulltrúa Alþýðu- sambandsþings til að herða kröfurnar. Nú er ekki talað um hættu á verðbólgu, eins og þegar Jóhann og Gylfi sátu i rikisstjórninni. Ótrúlegt er annað en að fulltrúarnir á Alþýðusambandsþingi geri sér ljóst af hverju þessi breyttu skrif Mbl., Visis og Alþbl. stafa. Þau vilja fá aftur sömu stjórnina og var hér á árunum 1960-70. Þau halda, að þetta sé leiðin að þvi marki. Þessvegna ættu fulltrúar á Alþýðusam- bandsþingi ekki að falla i neinn dásvefn vegna þessa hafmeyjarsöngs ihaldsblaðanna. Vissu- lega eiga þeir að gæta vel hags umbjóðenda sinna, en það er ekki sizt mál þeirra, að dregið verði úr verðbólguþróuninni, næg atvinna tryggð og treystur sá árangur, sem hefur náðst i tið núv. stjórnar. En það er vissulega ekki þetta, sem vakir fyrir Morgunblaðinu, Alþýðublaðinu og Visi. Nixon Dómar rússneskra blaöa um úrslit forsetakosning- anna i Bandarikjunum eru yfirleitt heldur jákvæöir og velviljaöir i garð Nixons. Þeir bcnda eindregið tii þess, aö stjórnendur Sovét- rikjanna leggi nú vaxandi kapp á bætta sambúö viö Bandarikin og þó einkum á aukna samvinnu á sviði efnahagsmála. Eftirfar- andi grein eftir Spartak Beglof mun allgott dæmi um. hvernig rússnesk blöö hafa skrifað um kosninga- úrslitin. NIÐURSTÖÐUR banda- risku kosninganna komu ekki á óvart. Framkvæmdavald er áfram i höndum Nixons, en demókratar héldu meirihluta sinum i báðum þingdeildum, unnu meira að segja á i öldungadeildinni. Siðarnefnd staðreynd ber þvi augljóst vitni, að hörð bar- átta fer sem fyrr fram um bandarisk innanlandsmál. Að þvi er utanrikismál varðar kusu kjósendur að framlengja umboð rikjandi forseta. Þetta þýðir ekki að utanrikismála- stefna forsetaefnis demó- krata, McGoverns, hafi virzt siður aðlaðandi eða jákvæð. í reynd var afstaða beggja frambjóðenda til utanrikis- mála mjög svipuð nema að þvi er varðar nokkur blæbrigði, tengd ákveðnum brýnum vandamálum. En Nixon for- seti hafði það forskot, að hann kom fram fyrir Bandarikja- menn, sem sá maður er þegar hafði byrjað á praktiskri lausn þessara mála. Þvi virðist sem þeir fréttaskýrendur hafi rétt fyrir sér, sem lita á úrslit kosninganna sem viðleitni Bandarikjamanna til að tryggja stjórnarleiðtoganum alla möguleika til að ljúka þvi mikilvæga frumkvæði i al- þjóðamálum, sem Bandarikin glima nú við. ÞAÐ VORU ekki mismæli að segja að Bandarikin glimi við þessi mál — m.ö.o. Banda- rikin sem heild. Enda þótt það hafi verið forsetinn sem bar fram vigorðið um að hverfa frá timabili átaka til timabils samninga, þá er pólitisk merking þess vigorðs ekki ákveðin af vilja eða duttlung- um einstaklinga heldur af knýjandi nauðsyn. Veruleikinn sjálfur, raunveruleg valda- hlutföll í heiminum, augljóst skipbrot valdboðsstefnunnar — allt hefur þetta fyrir löngu leitt algáða Bandarikjamenn að þröskuldi sársaukafulls endurmats á utanrikispóli- tiskum kreddum kalda striðs- ins og herskás andkommún- isma. Leið heilbrigörar skyn- semi var alls ekki bein og greið, tregða fyrri tima hefur lagt á hana margan hlykk. t þessu sambandi er vert að minna á siðustu kosningar i Bandarikjunum — þingkosn- ingarnar 1970. Þá reyndu ýmsir stjórnmálamenn repú- blikana að vinna atkvæði og þingsæti með þvi að „drama- tisera utanrikismál”, m.ö.o. með þvi að auka á spennu i al- þjóðamálum með allskonar andsovézkum og and- kommúniskum áróðri. Aróðursfræðingar ráðlögðu forsetanum þá að „herða á” stefnunni gagnvart Sovét- rikjunum i þvi skyni, að skapa mynd af „sterkum” repúblikanaflokki andspænis „meyrlyndum” demókrötum. En úrslit kosninganna 1970, sýndu, að sovétfjandskapur hafði gengið sér til húðar á pólitiskum verðbréfamarkaði. STJÓRNIN kom nú til kosn- inga með aðrar pólitiskar inn- stæður i alþjóðamálum. Bandariskum almenningi skilst æ betur, að Bandarikin mæta ekki skilningi og virð- ingu, þegar ráðamenn þeirra sveifla „stóra stafnum” held- ur þegar þau tala máli alþjóð- legrar samvinnu og friðsam- legrar sambúðar. Svo er fyrir að þakka frumkvæði sósia- liskra rikja og friðarafla, að mjög hefur dregið úr viðsjám og meginreglur friðsamleg sambúðar skjóta æ dýpri rót- um i samskiptum rikja. Þetta hlaut staðfestingu i skjali þvi um meginreglur um sambúð Sovétrikjanna og Bandarikj anna, sem gert var i sambandi við viðræður Nixons við sovézka ráðamenn i Moskvu fyrr á árinu. Sama dag og kosningar fóru fram i Banda- rikjunum minntust Sovét- menn 55 ára byltingarafmæl- is. Þá vék Kirill Mazúrof að fyrrnefndum viðræðum, sem hefðu „opnað nýja möguleika á þvi að bæta ástandið i al- þjóðamálum...Það ber einnig að leggja áherzlu á það að samkomulagið, sem þar náð- ist var ekki gert á kostnað neinna annarra rikja. Það er fyllilega i þágu ekki aðeins sovézku og bandarisku þjóð- anna heldur og alþjóðlegs öryggis.” I SÖMU ræðu var lögð áherzla á að Moskvu- viðræðurnar hefðu borið góð- an árangur, vegna þess að þær byggðu á jafnrétti og jöfnu öryggi landanna, höfnun vald- beitingar. Niðurstöðurnar sýndu að með raunsærri af- stöðu má ná áþreifanlegum árangri við lausn jafnvel hinna flóknustu alþjóðamála. Það skiptir nú mestu að fylgja i raun vel eftir þvi, sem um var samið. Þetta á bæði við um samn- inga um viðskipti og samstarf á sviði visinda og tækni og til ráðstafana til að takmarka árásarvigbúnað. Það eru eng- ar ýkjur að segja, að allur heimur biði eftir nýjum skref- um, sem skapi betri forsendur fyrir lausn afvopnunarmála á heimsmælikvarða. AÐ ÞVl er önnur brýn mál varðar, biður heimurinn með sérstakri athygli eftir þvi sem Washington hefur nú fram að færa um Vietnammálið. Skömmu fyrir kosningar voru stigin ákveðin skref þvi til lausnar. 1 Parisarviðræðunum var gengið frá samkomulagi um að ljúka þvi striði, sem hafði kostað svo miklar fórnir og þjáningar vegna hinnar bandarisku ihlutunar. Allir vita hvilikum von- brigðum það olli um allan heim, þegar skjal þetta var ekki undirritað á tilsettum tima. Menn veltu þvi fyrir sér, hvort örlög þessa skjals væru tengd pólitisku tafli kosninga- baráttunnar. Menn verða að vona að þær vangaveltur séu út i bláinn. Samkomulagið verður að undirrita hið fyrsta. Það verður i þágu bæði viet- nömsku og bandarisku þjóð- anna og allra þjóða heims. Al- menningsálitiðiheiminummun ráða af þvi, hvað og hvenær Washington gerir i þessu skyni, hverjar eru framtiðar- horfur i alþjóðamálum eftir kosningar i Bandarikjunum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.