Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 16. nóvember 1972 „Tvimælalaust þaö fyndnasta, sem ég hef nokkurn tíma séð,” sagði Portman. ,,Og það bezta var, að húnhafðiekki hugmynd um þetta sjálf.” - Hann hafði sett upp sólgleraugu og horfði fram á veginn. Hann fylgdi bil Patersons i þrjú til fjögur hundruð metra fjarlægð og reyndi alltaf að hafa bilið milli þeirra eins langt og hægt var vegna ryksins. „bað er eiginlega ekki fallega gert að hlæja að henni veslingnum,” sagði frú Portman. „Það er sagt, að sunnudag einn ekki alls fyrir löngu hafi hún kastað bezta stráhattinum sinum i eldinn og sett ristina úr eldstæðinu á höfuð- ið,” hélt Portman áfram. „Já, já, okkur leiðist ekki, meðan hún er með okkur,” samsinnti frú Portman. „Heyrið annars meðan ég man!” Portman breytti um umræðuefni. „Majór Brain, hvaðfinnst yður um drenginn — Tuesday?” „Tuesday — ?” spurði majórinn. „Ég á við, ef við gætum fengið hann til að koma yfir til okkar.” Majórinn svaraði engu. Hann hafði ekki getað gleymt ungfrú Ross allan morguninn. Hann hlustaði tæpast á, hvað Portman var að segja. „Ég býst við, að nokkrar krónur mundu nægja. Við gætum haft mikla þörf fyrirhann, og vald peninganna er mikið, eins og við vitum. Hvað fyndist yður um það?” Connie McNairn horfði á djúpu hjólförin i veginum, á yfirhlaðna bil- ana, bufflana, sem voru orðnir gráir af rykinu og fólksstrauminn, sem baslaði áfram i rykskýi. Hún hafði ekki fylgzt með samtalinu i bilnum, og hún hafði ekki skemmt sér sérlega yfir mistökum veslings frú Betteson. Meðan hin glöddust, hafði hún verið með allan hugann við Paterson. Hún hafði fundið til óútskýranlegrar hamingju við að standa við hlið hans, vitandi að þetta var aðeins upphaf ferðarinnar og að ómögulegt væri að gizka á, hvað ætti eftir að gerast. Þau höfðu búið til te og skorið niður brauð, og þessi hversdagslegu verk höfðu veitt henni óblandna ánægju. Umhugsunin um Paterson kallaði fram ótal endurminningar frá þeim tima, þegar hún var að koma heim eftir veru sina i Englandi. Skipið hafði haft viðkomu i Kalkútta, og hún fór frá borði og eyddi deginum með skozkum kuningjum, sem áttu jútamyllu upp með ánni við veginn til Barracpore. Hún minntist margs: Innfæddrar konu, sem var að útbúa kökur úr kúamykju fyrir utan fátæklega kofann sinn og klessti þeim upp á veggina til að þær þornuðu i sólinni. önnur kona skreið á fjórum fótum milli járnbrautarteinanna og krafsaði saman kolamolana, sem dottið höfðu úr eimreiðinni. Bezt af öllu mundi hún þó fnykinn, sem alls staðar var i Indlandi, hrædauninn mettaðan flugum og ryki, fnykinn af skemmdum ávöxtum, likþráa og sóðaskap. Indverj- ar höfðu hörkulegan og fráhrindandi svip og þeir lömdu dráttardýrin sin miskunnarlaust áfram, þótt þau væru að niðurlotum komin undir þungum byrðunum. Hún mundi eftir skinhroðum hundbjálfum, sem ráfuðu um þúsundum saman i hverfum hinna innfæddu. Þarna höfðu rómantiskar hugmyndir hennar um Austurlönd beðið sinn fyrsta hnekki. Eftir allt, sem hún hafði reynt siðan þá, var hún orð- in svo fullorðin og þroskuð. aðhún var fær um að þola þá sjón, sem við henni blasti utan við bilgluggana. Að visu hafði hún ekki reynslu móður sinnar af lifinu i evrópsku samfélagi i Austurlöndum, með klúbb, kirkju og allt það, en jafnvel þótt móðir hennar hefði aldrei átt heima annars staðar en i fæðingarbæ sinum, Winchester, hefði hún tæplega vitað minna um Austurlandabúa. Þetta fólk, sem i óbærilegum hitanum hraðaði sér eftir rykugum veginum rétt utan við bilgluggana. bað var ekki vegna þess, að Connie vissi sjálf svo miklu meira um Austurlandabúa, en hún var viss um, að hún mundi gera alvarlegar til- raunir til að kynnast þeim og læra að skilja það. Þar sem hún sat þarna og horfði út um gluggann, varð hún altekin ótta við þessa þungbúnu, og tötralegu hersingu, sem streymdi til norðurs til að bjarga lifi sinu, slig- uð af alllof þungum byrðum. Hún sá ekki betur, en að i andlitsdráttum þessa fólks leyndist fyrsti angi örvita og skipulagslausra ofbeldis- verka. Það heyrðistsmellur, þegar billinn tók niðri, og það vakti hana aftur til veruleikans. Hún heyrði frú Portman segja: „Er þetta áreiðanlega eini vegurinn, sem um er að ræða? Hann er al- veg hræðilegur.” „A þetta eftir að ganga svona lengienn?” vildi frú McNairn vita. „Ég mældi leiðina i gærkvöldi,” svaraði Portman. „Eftir landabréf- inu að dæma er vegalengdin ellefu eða tólfhundruð kilómetrar, en það er erfitt að segja nákvæmlega um það vegna þess, hve vegurinn er krókóttur.” Portman kipraði augun. Dökku sólgleraugun komu ekki i veg fyrir, að hann þreyttist og fyndi til verkja. Sólargeislarnir brotnuðu óþægi- lega i gleraugnaumgerðunum, sem voru eftirlfking af horni og gegn- sæjar. Sólin glampaði á vélarhlifinni og mölinni á veginum, sem leiftr- aði eins og neistaregn. 1 fyrstu höfðu bflarnir tveir getað haldið um það bil tuttugu og fimm kilómetra hraða á klukkustund, en nú komust þeir oft ekki hraðar en tiu til fimmtán kilómetra. Vélinni hætti til að hitna, þegar hún gekk lengi i öðrum gir. En jafnvel þótt hraðinn yrði ekki meiri en fimmtán kilómetrar á klukkustund að meðaltali, gætu þau lagt að baki um það bil hundrað og fimmtiu kflómetra á dag, og eftir rúma viku kæmust þau að indversku landamærunum. Það hlyti þó að verða uppörvun, að fylgjast með, hversu þeim miðaði, hélt Portman. Hann lofaði sjálfum sér þvi að merkja við á landabréfinu á hverju kvöldi, hve langt þau væri komin. begar þau stönzuðu um hádegisbilið til að borða, voru allir sem lurk- um lamdir eftir aksturinn. Ungfrú Alison svaf ennþá, og enginn fann hvöt hjá sér til að vekja hana. Frú Betteson eigraði um með afganginn af bambusviskinni i annarri hendinni og þokukennt fjarrænt bros á andlitinu. Frú Portman haföi þó ennþá eitthvað til að gleðjast yfir. 7. Kafli. Um kvöldið voru bilarnir tveir komnir framúr aðal flóttamanna- straumnum. Aðeins af og til drógu þau uppi rykský á hreyfingu, sem höfðu að geyma fólk og fénað á leið til hins fjarlæga Indlands. Hitinn var alveg hræðilegur. Þau höfðu ekið yfir hundrað kilómetra þennan dag, en þrátt fyrir það var ekki sýnilegt, að þau hefðu nálgazt fjöllin. Þauvirtusthafa breytzt í hillingar i sólskininu og það var ekki fyrr en undir kvöld, að þau náðu aftur sfnum venjulegu fallegu línum. Þá varp- aði sólarlagið mildum rauðum bjarma yfir fjallahliðarnar. Spurningin um, hvar hver ætti að sofa liktist vandamálinu, sem upp kom, þegar skipa átti i sætin i bilunum, en til viðbótar þurfti nú að taka tillit til kynjanna og hinnar blönduðu ungfrú Alison. Hún var enn í fastasvefni, þegar bilunum var ekið út af veginum og lagt til næturinn- ar i jaðri litils bambuslundar. Þau höfðu þrjú tjöld og Paterson fannst bezta lausnin vera að láta frú Portman, frú McNairn og Connie sofa i einu, þá gætu Portman, Bette- son og majór Brain sofið i öðru, og ungfrú Alison, frú Betteson og Nadia i hinu þriðja. Þeir Tuesday gætu sofið i bilunum. Þessa áætlun lagði hann fyrir þau hin, þegar búið var að tjalda. 1260 Lárétt 8) 12) 16) 19) 1) Skagi.- 6) Tunna.- Ódugleg,- 10) Blástur.- Kind,- 13) Svik,- 14) Mál. Rödd.- 17) 1 uppnámi.- Kenndin,- Lóðrétt 2) Glöð,- 3) Kindum,- 4) Tók,- 5) Hasar.- 7) Misklið.- 9) Akaf- lynda.- 11) Fiskur,- 15) Lok.- 16) Óhreinki.- 18) Röð,- Ráðning á gátu No. 1259. Lárétt 1) Orgel.- 6) ögn,- 8) Súg,- 10) Nös,- 12) At,- 13) ST,- 14) Nit,- 16) Apa,- 17) Ast,- 19) Glæta,- Lóðrétt 2) Rög,- 3) GG.- 4) Enn.- 5) Asana.- 7) Æstar,- 9) Úti,- 11) ösp,- 15) Tálþ- 16) Att,- 18) Sæ.- D R E K I ■■■■ FIMMTUDAGUR 16. nóvember. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að segja sögu sina „Helgi stendur i striðu” (4) Tilkynningar kl. 9.30. bingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Þáttur um heilbrigðismál kl. 10.25: Geiðheilsa II: Gisli bor- steinsson læknir talar um meiriháttar geðtruflanir Morgunpopp kl. 10.45: Melanie syngur Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.15 Búnaðarþáttur Gisli Kristjánsson ritstjóri ræðir við Ingimar Sveinsson bónda á Egilsstöðum (endturt) 14.30 Bjallan hringir sjötti þátturum skyldunámsstigið i skólum: saga og félags- fræði. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tönlist Helmut Walcha leikur á orgel Fantasiu og fúgu i c-moll og Canzonu i d-moll eftir J.S. Bach. André Pepin, Rey- mond Leppard og Claude Viala leika Sónötu i D-dúr fyrir flautu, sembal og selló eftir Leonardo Vinci. „The Deller Consort” syngja enska madrigala'fráie. öld: Alfred Deller stj. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið Pétur Steingrimsson kynnir. 17.10 Barnatimi: Pétur Pétursson stjórnar a. Frásagnir og sönglög. b. Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (1) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gíslason. 20.00 Gestir I útvarpssal Sandra Wilkes og Neil Jenk- ins syngja log eftir Purcell, Bizet og Rossini, Við pianóið Ólafur Vignir Albertsson. 20.25 Leikritið: „Háskalegt hjónaband” sakamálagrín eftir Saul O’Hara Þýðandi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Persónur og leikendur. Cambell lögreglufulltrúi .... Ævar R. Kvaran Brocklesby ofursti....Gisli Halldórsson Lynda Barbent........Briet Héðinsdóttir Frú Dodd ...........Herdis Þorvaldsdóttir Fletcher.............Gisli Aifreðsson Poll............Kristbjörg Kjeld Perkins...............Karl Guðmundsson 21.50 Hugleiðing fyrir flautu og hljómsveit eftir Charles Griffes. Maurice Sharp og Cleveland sinfoniettu- hljómsveitin leika: Louis Lane stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Reykjavíkurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu eftir þessu. Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.