Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 9
Kimmtudagur l(j, nóveinber 1!)72 TÍMINN 9 Þorsteinn frá Hamri: Veörah já Imur. útgef- andi: Heimskringla, Reykjavík, 1972. Nýrrar ljóðabókar Þorsteins frá Hamri biða ljóðalesendur með eftirvæntingu. Hann hefur löngu skipað sér i fremstu röð samtið- arskálda; bækur hans bera vott listfengi og kunnáttu skálds.sem bregzt við öld sinni með eftir- tektarverðum hætti. Sveinn Skorri Höskuldsson hefur túlkað megineinkenni listar Þorsteins og lifsviðhorfs með þes^um orðum: ,,Hann er sérstakur meistari myndmáls og tjáir i snilldarleg- um myndhvörfum róttæka félagsafstöðu, mannlega sam- kennd og skynjun á veruleika nú- timalifs”. Ennfremur segir Sveinn Skorri: ,,Af ungum ljóð- skáldum þekki ég engan, sem mér þykir ganga geiglausari á hólm við vanda nútimans en Þor- steinn frá Hamri.” (Að yrkja á atómöld, 1970). Næstsiðasta Ijóðabók Þor- steins, Jórvik, var þroskaður ávöxtur af markvissri framvindu á skáldferli hans. Sú bók lýsir einkar næmri skynjun máls og mynda undir ströngum formaga, og ljóðmálið er auðugt af skir- skotunum til fornra minna sögu og bókmennta, sem skáldið tengir samtiðinni i áhrifarikum mynd- likingum. Þorsteinn beitir slikum skirskotunum flestum nútiðar- skáldum meira, en tök hans á ljóðmáli eru löngu orðin öldungis persónuleg.þótt þau séu föstust og listrænust i Jórvik. En þvi miður verður ekki sagt, að nýja bókin, Veðrahjálmur, fullnægi þeim kröfum.sem nú verða gerðar til skáldsins. Hún virðist raunar bæði að hugmyndalegri afstöðu og efnistökum i samræmi við fyrri bækur skáldsins. Nýju ljóðin eru aðeins slakari og svipminni skáldskapur. Hér sýnist stefnt að meiri hnitmiðun ljóðmálsins: það hefur varla áður verið sparlegra en nú. Slikt hefur þó engan veginn orðið til að efla það myndmál.sem skáldið hefur beitt til sifellt meiri fullnustu. Hér kann að koma til breyting á viðhorfum skáldsins, sem slævi list þess með nokkrum hætti. Skal nú reynt að lýsa bók- inni i stuttu máli. Nafnið Veðrahjálmur er skýrt svo i orðabók,að það sé kallað er verða tveir hringar um sólu með aukasólum: það eru úlfarnir,sem gleypa sól og tungl i ragnarökkri. Af þessu má ráða,að vitundin um skelfileg örlög jarðar og mann- kyns setji mjög svip á bókina. Slikt er að visu kunnugt af fyrri ljóðum skáldsins; Þorsteinn frá Hamri hefur einmitt gengið öðrum „geiglausari á hólm við vanda nútimans”. svo að vitnað Þorslciun frá llamri. sé til orða Sveins Skorra. En nýja bókin er að þvi skapi dauflegri og drungalegri en hinar fyrri sem þess verður hér minna vart.að skáldið ,,gangi á hólm”, veiti við- nám þeim ógnum, sem að steðja. Svo virðist sem maðurinn sé seld- ur undir sök, sem hann fær ekki af sér hrundið: dómurinn hefur gengið yfir heimi hans. Upphafs- ljóð bókarinnar, Gunnarshólmi, er á þessa leið: Nóttin breiðir grænt yfir húngurvöku heimsins — enn stynur dæmda hjartað: Fögur er hliðin. Bókin greinist i þrjá kafla: Handan grasa, Orð i útskeri og Veður. öll eru ljóðin stutt og myndir þeirra fáum dráttum dregnar, og væri það ekki að lasta ef þau miðluðu þannig máttugri hugsýn. En lesandi Þorsteins get- ur ekki varizt að sakna þess, að i Veðrahjálmi gerir skáldið ekki upp sakir við samtiðina i mynd- auðugri og veigameiri ljóðum likt og í tveim siðustu bókunum. Ármannskvæði i Lángnætti á Kaldadal og ljóðaflokkurinn Tii fundar við skýlausan trúnað i Jórvik veittu þessum bók- um áherzluþunga og styrk, sem Veðrahjálmur býr ekki yfir. Það,sem gefið hefur skáldskap Þorsteins frá Hamri mest lif og lit, er sú togstreita,sem hann lýsir. Þorsteinn er innhverft skáld og temur sér lágmæltan og úrdrátt- arsaman ljóðstil. Vandi ein- staklingsins i samfélaginu er jafnan i fyrirrúmi. En afstaða skáldsins er mótuð af vitundinni um samábyrgð allra manna, ,,að gildin séu tvö: maður og maður” eins og segir á einum stað i Veðrahjálmi. Og i hægiátum og stillilegum ljóðstil hans hefur ein- att verið falin heit eggjun til andófs gegn lortimingaröflum heimsins. Á þessari spennu hefur slaknað mjög; Veðrahjálmur er ein innhverfasta bók skáldsins. Þótt hér sé ort um andstæður dags og nætur, vöku og svefns, tekst ekki að gæða þær verulegu lifi. Og háð skáldsins um mann- lega vesöld, vanmátt nútima- mannsins til að kveða sina höfuð- lausn, sem ljóðið Jórvik i sam- nefndri bók er til vintis um, virð- ist einnig hafa sljóvgast. Þannig ber allt að sama brunni: mót- sagnir, mannlegs lifs sýnast óleysanlegar, útgönguleið er éng- in fær: samt höldum við áfram að unz villudyrnar stara opnast og lykjast um okkur. Einginn sér okkur fara. (Útleið) Það er þessi eyðileikatilfinning. sem grúfir yfir bókinni og hana á lesandinn erlitt með að sætta sTg við. Eitt er að horfast i augu við mannlegt umkomuleysi, mis- ræmi og þjáningu heimsins, og annað að finna sér leið út úr sortanum. En í ljóðinu Veður er þó látin i ljós vonarglæta um að unnt sé að standa af sér fárviðrið: jafngildi veraldar sem ég lifa af verð aðlifai eða láta bugast fyrir. Manninum ereftirlátinn sá einn kostur að standa uppi ber- skjaldaður og taka þvi,sem að höndum ber.með karlmennsku og bersýni þar sem hann stendur: Orð mitt hefur fliíið i fjariægt útsker til að biða þar ragnarökkurs litið óttaslegið orð er kannski eina rétta orðið. (Stiklarstaðir) i Veðrahjálmi má vissulega finna kvæði gerð af listfengi i meðferð máls og mynda,eins og vænla má af skáldinu. Þar má nefna góða notkun andstæðna (Kynslóðaskipti, i stiganum), og dulmagnað andrúmsloft er i ljóð- inu Þú opnaðir dyrnar, sem mér þykir einna listrænasta kvæðið. Viðar en skyldi gengur þó hið að- skorna form og einhliða dökka lifssýn of nærri þvi persónulega andrúmi, sem gert hefur beztu ljóð skáldsins svo eftirminnileg. Kemur enn að þvi, að úr- dráttarsemi i ljóðstil snýst upp i stildeylð.ef lesandinn þykist ekki lengur finna þá máttugu undir- öldu, sem hann vænti. Þannig veldur þessi bók nokkr- um vonbrigðum. Kostir hennar eru þó nógu miklir til að endast myndu lakara skáldi en Þorsteini frá Hamri til frægðar. En skáld, sem kann jafn vel til iþróttar sinnar og hann og hefur gert sér þess svo glögga grein hvar hann stendur, hlýtur að geta gengið harðar l'ram i glimunni við ágengan veruleika nútiðarlifs og brugðið á hann skærara ljósi en þessi bók votlar. Gunnar Stefánsson. Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra: LÝÐRÆÐI OG NEFNDASTORF Nú siðustu dagana hafa orðið nokkrar umræður um nefndar- störf á vegum rikisins i tilefni útkomu skrár um stjórnir, nefndir og ráð, sem störfuðu á vegum rikisins árið 1971. Eins og ég hef greint frá, bæði i fjárlaga- ræðu og svari við fyrirspurn á Alþingi, þá var þessi háttur upp tekinn fyrir atbeina yfir- skoðunarmanna rikisreiknings við afgreiðslu reikningsins yfir árið 1968. Fyrir yfirskoðunar- mönnum vakti með þessu, að fá heildarskrá yfir þessi störf i rikis- kerfinu og þá jafnframt tryggja það að ekki væru við liði nefndir lengur en þörf var á. eða að menn nytu launa lengur en nefndir störfuðu. Það er ljóst, að nefndir eru nauðsynlegar i lýðsræðis- og þingræðisþjóðfélagi. Með þeim hætti er frekast hægt að tryggja það, að sjónarmið almennings i landinu njóti sin við skipun og undirbúning mála. Ég minnist þess, að sem stjórnarandstæðingur tók ég og fleiri samherjar minir þátt i þvi að gagnrýna það, að þá var meira og minna horfið frá þvi að láta milliþinganefndir undirbúa mál, sem siðan kæmu fyrir Alþingi. Rök okkar fyrir þessu voru þau, að með þvi að hverfa frá slikum milliþinganefndum fjarlægðist málatilbúnaður fólkið sjálft og færri sjónarmið kæmust að við athugun málanna en nauðsyn bæri til. Þessi sjónarmið ættu menn að hafa i huga og minnast þess, að það væri ekki i þágu almennings eða til að auka lýð- ræðið i landinu, ef horfið væri frá þvi að fela nefndum undirbúning mikilvægra þingmála. Ef vel tekst til um val i nefnd, speglar hún sjónarmið þeirra hópa i þjóð- félaginu, sem málið varðar mest og brýnast er að komi sinum skoðunum á framfæri. Á það má svo benda, að væru nefndir ekki notaðar við könnun og undirbúning mála, kæmi hann i hlut embættismanna einna, og hygg ég það siður en svo almenningi meira að skapi. Farsælla hygg ég að hvorttveggja nái saman i nefndunum, reynsla og sérþekking embættismanna og sjónarmið hins almenna borgara. Enda er seilzt eftir þvi að fá i nefndir menn, sem hafa sýnt málunum áhuga, hafa reynslu á viðkomandi sviði og njóta trúnaðs viðkomandi hópa. Þvi verða forystumenn ýmissa stórra félaga samtaka oftfyrir valinu i nefndir, þar sem fjallað er um mál, sem varða viðkomandi félagsheildir. Ég vil að gefnu tilefni benda á, að það er oft langt frá þvi, að við- komandi menn, sem oft þarf að leita til hvað eftir annað, sækist eftir nefndarstörfum eða þeim launum, sem fyrir þau eru greidd. Ég tek eftir þvi, að i hópi þeirra manna, sem Hannes Pálsson frá Undirfelli telur upp i grein i Timanum, nú fyrir fáum dögum, vegna þess að þeir hafa setið i mörgum nefndum og þegið veru- legar greiðslur, eru menn, sem ég hef á minum stutta starfsferli sem ráðherra, orðið að leita veru- lega til. Það hefur orðið mitt hlutskipti að leita til þessara manna, þó að ég viti, að þeir eru störfum hlaðnir og að aukastörfin hafa orðið til þess, að þeir urðu að vinna kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi. A siðast liðnu ári var einmitt mikið um að vinna þurfti slik aukastörf vegna stjórnar- skiptanna, og vegna þess, hve takmarkaðan tima stjórnin hafði til að undirbúa þau mörgu umbóta mál, sem hún vildi koma fram á Alþingi fyrir siðustu áramót. Ég vil taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þeir embættis- menn, sem hér um ræðir, hafa engar aðrar greiðslur fyrir þá yfirvinnu, hversu mikil sem hún er, sem þeir verða að leggja á sig, aðra en þá, sem þeir kunna að fá greidda fyrir bein nefndarstörf. Mér er svo ljóst að fjölskyldur þessara manna kunna þeim aöilum litlar þakkir, sem leggja svo mikil störf á heimilisfeðurna. Eins og ég hef bent á, er, auk embættismanna, mikið leitað til forystumanna á félagssviði, með lialldór K. Sigurðsson. það að starfa að undirbúningi mála. 1 þvi sambandi verður mér hugsað til tveggja manna, sem nefndir eru i grein Hannesar Pálssonar, en það eru þeir Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda. Þeir eiga það sameigin- legt, að vera forystumenn i mikil- vægum stéttarsamtökum og verða að heyja harða baráttu fyrir réttindum og kjörum stétta sinna og ætti að vera ljóst hve mikiö lagt er á slika menn. Það er vegna þeirrar tiltrúar, sem þeir njóta, sem þeim hafa verið falin þessi mikilvægu trúnaðar- störf. Vegna þess og þeirrar þekkingar, sem þeir búa yfir á kjörum og aðstöðu viðkomandi stétta, sækjast stjórnarvöld eftir þeim i nefndir til undirbúnings að mikilvægum málum. En ég vil einnig vekja athygli á þvi, að i sumum af þessum nefndum verða þessir menn sjálf- krafa að taka sæti, lögum sam- kvæmt, svo er til dæmis að taka um formann Stéttarsambands bænda. Hann á sjálfkrafa sæti bæði i Framleiðsluráði og sexmannanefnd. 1 öðrum til- fellum er beinlinis ætlazt til þess að þeir taki sæti i nefndum og ráðum sem lulltrúar samtaka sinna. Ég vil geta þess, að það hefur orðið mitt hlutskipti að leita til beggja þessara manna, sem ég hér hef nafngreint. Ég hef gert það bæði vegna þeirra persónu- legu hæfileika og þess trúnaðar, sem þeir njóta hjá viðkomandi stéttum. Ég kvaddi t.d. Björn Jónsson til þess að sitja i nefnd til að endur- skoða skattalögin. Með þvi taldi ég bezt fyrir þvi séð, að þau sjónarmið, sem launþegasam- tökin, sem hann er forystumaður fyrir, nytu sin við framgang málsins. Mér var þó ljóst, að Björn Jónsson var mjög störfum hlaðinn, og tók aðeins við þessu starfi sem skyldukvöð sakir þess trúnaðar, sem honum er sýndur af alþýðusamtökunum i landinu. Það sama er að segja um Gunnar Guðbjartss. form. Stéttars.bands bænda. Vegna margháttaðra starfa fyrir stétt sina, sem beiniinis hafa fyigt formanns- starfinu, hefur hann á hvaða árstima sem er orðið að vera við þvi búinn að hverfa frá búi sinu og heimili, þegar þessi störf kölluðu aö. Mér er persónulega kunnugt um, aö honum hefði verið ómögulegt að halda áfram búskap á Hjarðarfelli, ef ekki hefði verið hægt að velta ábyrgð- inni yfir á konu og syni, sem nú eru uppkomnir. Mér er einnig kunnugt um, að hann hefur ekki sótzt eftir störfum þessum né launum, heldur fremur taliö það sem skyldu sina við stéttina, að láta ekki undir höfuð leggjast að sinna þeim, þó að það kostaði ærið erfiði. Fyrir vikið hefur hans mikla þekking á hagsmuna- málum bændastéttarinnar komið að notum við margháttuð störf. Rétt er að láta það einnig koma hér fram, að það sem tiundað er sem greiðslur til þessara manna fyrir nefndarstörf, eru meira heldur en launagreiðslur. Af þeim hafa þessir menn, sem ég nefndi, sem búsettir eru utan Reykjavikur, orðið að greiða sitt uppihald hér á meðan á þessum störfum stóð. Ég nefni þessi tvö dæmi til þess að minna á það, hvaða rök geta legið fyrir þvi að mönnum eru falin svo margvisleg störf, og vil jafnframtíullyrða, að slikir menn sinna þeim eins vel og starfsorka þeirra frekast leyfir. Það kann svo að vera að stundum sé farið yfir þau mörk. Auðvitað er van J- inn sá að finna hér hinn gullna meðal veg og ofhlaða engan af störfum. Æskilegt er að dreifa slikum störfum eftir föngum, án þess að verða að vera án þeirrar þekkingar, reynslu og tiltrúar, sem styrkir undirbúning nvers málefnis. En á hitt vil ég svo benda, að það er alrangt og ómaklegt að beina geiri sinum að þeim mönnum persónulega, sem hér um ræðir, sé við einhvern að saka- st eru það viðkomandi stórnar- völd á hverjum tima. Ég á bágt með að þola það, að menn, sem leggja á sig störf fyrir min orð, hljóli íyrir það almennt ámæli, slikt ætti þá að bitna á mér en ekki þeim. Ég vil svo að lokum taka það fram, að ég álit að hér sé að mörgu leyti um vandasamt mál að ræða, sem taka verður til nákvæmrar athugunar og yfir- vegunar. Eins og ég hef lýst yfir i svari við fyrirspurn á Alþingi eru i undirbúningi tiliögur um bætta skipan þessara mála. 1 tillögu sem ráðuneytisstjórinn i Fjárm- álaráðuneytinu og deildarstjóri launamáladeildar hafa gert og athugaðar verða betur, er lagt til að þær reglur verði settar m.a. að starfsmenn ráðuneytanna taki ekki sæti i nefndum i málum, sem heyra til þeirra eigin ráðuneyta, og að rikisstarfsmenn þyggi ekki laun fyrir nefndarstörf nema að tryggt sé að þau séu unnin utan vinnutima. Á þessu geta þó verið vissir meinbugir, sem verður að taka tillit til I einstökum til- fellum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.