Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. nóvember 1972 TÍMINN 11 Umsjón:Alfreð Þorsteinsso Evrópubikarkeppnin í körfuknattleik: KR mætir v-þýzka meist- araliðinu Geissen og - leikur báða leikina í Frankfurt 28. og 30. nóvember þátt í alþjóðamóti í Dublin og leikur þar fimm leiki Eftir rúma viku leggja Bikarmeistarar KR í körfu- knattleik upp i einhverja erfiðustu keppnisför, sem is- lenzkt flokkaiþróttalið hefur farið. Eins og menn eflaust vita, tekur KR-liðið þátt i Evrópukeppni bikarmeistara i körfuknattleik — liðið leikur gegn v-þýzka meistaraliðinu Geissen i 1. umferð, og fara báðir leikirnir fram i V- þýzkalandi KR-ingarnir halda utan föstudaginn 24. nóvem- ber, en áöur en þeir fara til V- Þýzkalands, leika þeir i alþjóðamóti i körfuknattleik, sem verður haldið i Dublin dagana 25.-26. nóvember. i þessu móti taka átta lið þátt; liðin eru frá fjórum lönd- um, irlandi, Englandi, Noregi og svo KR frá isiandi. Liðun- um hefur verið skipt i tvo riðla og leikur KR-liðið með tveim- ur irskum liðum og einu ensku i riöli. Tvö efstu liðin I riölun- um komast svo i úrslitakcppn- ina, en i henni leika sigurveg- ararnir i riðlunum gegn liðun- um, sem urðu nr. tvö. KR-liðið á að teljast nokkuð öruggt I úr- slitakeppnina, og leikur liðið þá fimm leiki á tveimur dög- um, sem er örugglega erfið- asta dagskrá, sem islenzkt flokkaiþróttalið hefur fengið upp i hendurnar. Eftir keppnina i trlandi heldur KR-liðið svo til V- Þýzkalands og leikur þar báða Evrópuleikina — þeir fara fram á heimavelli v-þýzka liösins Geissen, sem er frá út- borg Frankfurt. Leikirnir fara fram dagana 28. og 30. nóvember. Geissen er talið mjög sterkt lið og hefur verið i fremstu röð i V-Þýzkalandi i áraraðir. Það er ekki langt siðan liðið mætti Real Madrid i Evrópukeppni — Real n.k. Liðið tekur einnig á tveimur dögum Madrid sigraði báöa leikina með litlum mun, sem sýnir,aö Geissen er ekki lið af verri endanum. KR-liðið hefur æft mjög vel i sumar, undir stjórn Jóns Otta Ólafssonar, þjálfara — t.d. hefur liðið tekið þátt i mótum á Keflavikurflugvelli og staðiö sig vel i þeim. Allir sterkustu leikmenn liðsins fara með þvi til irlands og V-Þýzkalands. í förinni verða 12 leikmenn, þjálfari og tveir fararstjórar. Hér á myndinni fyrir neðan sjást nýbakaðir Bikarmeist- arar KÍt 1972: Efri röð frá vinstri: Jón Otti Ólafsson, þjálfari, Ililmar Viktorsson, Kolbeinn Pálsson, Hjörtur Hansson, Birgir Guðbjörns- son, Bjarni Jóhannesson og Einar Sæmundsson, formaður KR. Fremri röð: Sófus Guðjónsson, Kristinn Stefáns- son, fyrirliði, Guttormur Ólafsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Blöndal. Þess má að lokum geta, að KR-liðiö keinur heim úr keppninni 2. desember, en Islandsmótið i körfuknattleik hefst 3. desember. Mótiö verður með svipuðu sniði og undanfarin ár; leikirnir fara fram á tveimur stöðum, iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og skemmunni á Akureyri. Reykjavikurmótiö I körfu- knattleik lilheyrir nú fortið- inni. Það vcrður engin keppni inilli Reykjavikurliða i öllum flokkum —afturför, sem er til þess, að ungir piltar fara aö liætta að leggja rækt við körfuknattleik. — SOS. Ilappdrætti Nú hefur verið dregið i happdrætti Körfuknattleiks- deildar KR, og fær sá heppni, sem á miða nr. 463, að fara með KR-liðinu i Evrópuförina til frlands og V-Þýzkalands. Beztu frjálsíþróttaafrek Islendinga 1972: Ungu mennirnir vöktu mesta athygli í spretthlaupunum ÖE—Reykjavik. Næstu vikur munum við birta beztu frjálsiþróttaafrek Islendinga árið 1972. Þegar litið er yfir skrána, kemur i ljós, að af- rekin hafa batnað, sé borið saman við skrá næsta árs á undan. Að visu eru afrekin mjög misjöfn, og i einstaka greinum langt frá þvi að vera nógu góð. Þess skal þó getið, að margir af þeim beztu eru ungt fólk, og með dugnaði og samvizkusemi getur afreksfólkið náð langt, en til þess þarf mikla sjálfsögun og dugnað. Það er bezt að hafa þennan formála ekki lengri, en snúa sér i Breiðablik Aðalfundur félagsins verður haldinn i kvöld kl. 20 i félags- heimilinu. Venjuleg aðalfundar- störf, félagar hvattir til að mæta. þess stað að skránni, en fyrsta greinin er 100 m lilaup: sek Vilm. Vilhjálmsson, KR 10,8 Bjarni Stefánsson, KR 10,9 Sigurður Jónsson, HSK 11,0 Guðm. Jónsson, HSK 11,4 Róbert Óskarsson, HSH 11,4 Stefán Jóhannsson, A 11,4 Stefán Hallgrfmsson, KR 11,4 Skarphéðinn Larsen ÚSÚ, 11,4 Friðr. Þ. Óskarsson, 1R 11,’5 Valmundur Gislas., HSK 11,5 Ólafur Guðmundsson, KR 11,5 Ari Skúlason, HSH 11,5 Július Hjörleifsson, UMSB 11,5 Lárus Guðmundsson, USAH 11,6 Jóhann Pétursson, UMSS 11,6 Sigurður Sigurðsson, Á 11,6 Marinó Einarsson, KR 11,6 Jason tvarsson, HSK 11,6 Oft hefur nú skráin verið betri i þessari grein, en afrek þriggja beztu eru þó vel viðunandi. Mesta ánægju vekur afrek Vilmundar 10,8sek., sem er hans bezta. Hann er aðeins 18 ára gamall og ætti að Vilmundur Vilhjálmsson. ná langt á Evrópumóti unglinga i Duisburg á næsta ári. Sigurður Jónsson, sem hljóp á 11 sek. sýndi og miklar framfarir. Bjarni hljóp á 10,6 i meðvindi, en náði aldrei betri tima en 10,9 við löglegar að- stæður. Af yngsta fólkinu vekur Sigurður Sigurðsson, A, mesta at- hygli, en hann er aðeins 14 ára gamall og setti nýtt piltamet. 200 m hluup: sek. Bjarni Stefánsson, KR, 21,8 Sigurður Jónsson, HSK 22,4 Vilm. Vilhjálmsson, KR 22,5 Valbj. Þorláksson, Á, 22,7 Stefán Hallgrimsson, KR 23,4 Elias Sveinsson, 1R 23,6 Trausti Sveinbj. son, UMSK, 23,8 Friðrik Þ. Óskarsson, IR 23,8 Hannes Reynisson, UMSE 23,9 Borgþór Magnússon, KR, 23,9 Þorsteinn Péturss., UMSK, 24,2 Böðvar Sigurjónss., UMSK 24,2 Hannes Reynisson, UMSE 24,2 Lárus Guðmundsson, USAH 24,3 Merk ártöl í hand- knattleik I. HandknattleiksíþróUin er allra vinsælasta iþróttin hér á landi, enda iiafa islenzkir handknatt- leiksmenn náð injög langt, skap- að sér gott orð og verið i fremstu röð. Siðan handknattleikurinn barst til islands 1921 hefur margt skeð — bæði til gleði og sorgar. Ilér ætlum við i stuttu máli að rifja upp tnerk ártöl i handknatt- leikssögunni. l925-’30: Opinberir kappleikir hefjast. 1940: Fyrsta tslandsmótið i handknattleik innanhúss, háð i húsi Jóns Þorsteinssonar. Valur sigraði i meistaraflokki karla og 2. fl. karla. Armann sigraði i meistaraflokki kvenna. 1941: t.B.A. sigraði i fyrsta Islandsmóti kvenna utanhúss. 1942: Handknattleiksráð Reykjavikur stofnað 29. janúar. 1945: Hálogalandshúsið tekið i notkun og markaði það timamót i handknattleik á tslandi. Fyrstu Islandsmeistarar i húsinu urðu: 1R i meistarafl. karla, Haukar i m.fl. kvenna, 1R i 1. fl. karla, Vik- ingur i 2. fl. karla, Haukar i 2. fl. kvenna og Armann i 3 fl. karla. l947:Fyrsta erlenda heimsókn- in (IF Kristianstad). 1948: Armann sigraði i fyrsta tslandsmóti karla utanhúss (m.fl.) 1949: Fyrsta utanferð islenzks handknattleiksflokks (Ármann). 1950: Fyrsta utanferð landsliðs karla. Það lék tvo leiki i ferðinni og lék gegn Sviþjóð i Lundi 15. febrúar. Leiknum , sem var liður i Heimsmeistarakeppninni, lauk með sigri Svia 7:15. 19. febrúar lék landsliðið gegn Dönum i Kaupmannahöfn og tapaði 6:20. !950:Deildarskipting tekin upp. 1950: Fyrsti landsleikurinn, sem var leikinn hérlendis, var leikinn á Melavellinum og mætt- um við Finnum, leiknum lauk með jafntefli 3:3 Framhald. Bjarni Stefánsson Stefán Jóhannsson, Á, 24,4 Ólafur Guðmundsson, KR 24,6 AgústBöðvarsson, ÍR 24,6 Helgi Hauksson, UMSK 24,9 Guðlaugur Ellertsson, UMSD,25,0 SigurðurSigurðsson A, 25.1 Magnús G. Einarsson, 1R 25,1 Sömu menn eru beztir i 200 m og i 100 m.Bjarni var þó lang- beztur, en Sigurður og Vilmundur eru næstir á sinum langbeztu tim- um. Valbjörn skipar fjórða sætið, en bilið i næstu menn er alltof langt. Það lagast vonandi næsta sumar. Næst verður rætt um 400 og 800 m hlaup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.