Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 16
Vopnafjörður: III tíð og at- vinnuskortur SS-Vopnafirði 14/11 Hér er vitlaust veður i dag, snjókoma og norðaustan átt, en frost er litið. Færð á vegum er orðin þung, og ef svona heldur áfram, má búast við, að þeir lokist. Atvinna er ekki upp á það bezta, þvi byggingavinna leggst niður i svona tið, og illa gefur á sjó. Rjúpnaveiði HÓ—Fornahvammi Hér er bezta veður, sólskin og kyrrt og ekki mjög mikill snjór. Holtavörðuheiði var opnuð á þriðjudag og er nú vel fær. Tvær ýtur vinna að þvi að jafna út snjóruðningana, svo að siður renni i göngin og leiðin haldist lengur opin. Töluvert er af rjúpu, og eítir hriðina um daginn heldur hún sig neðarlega og er eiginlega komin alveg niður i læki. Alltaf er nokkuð af skyttum.og hafa flestir fengið dágóða veiði, þetta 20-40 á dag. Hér er, eins og flestir vita, veiðiland gott og landrými nóg, og lengi f'innst gistingarrými i P'ornahvammi. Ilér scst fjárhúsið að Selfossi eftir brunann. Aðeins grindurnar I húsinu eru heilar. Timamynd PÞ. Þrjú lömb brunnu inni — kveikt í fjárhúsum? ÞÓ—Reykjavik Þrjú lömb brunnu inni, þegar eldur kom upp i hlöðu og fjárhúsi, sem Bjarni Sigurgeirsson, bóndi á Selfossi, álti rétt vestan við vegamótin við ölfusárbrú. Það var um klukkan hálf sex i gærmorgun, að slökkviliðinu á Selfossi var tilkynnt um eld i fjárhúsinu og hlöðunni, en milli 30 og 40 fjár voru i fjárhúsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, voru um 30 ær úti og sömuleiðis þrir hrútar, sem áttu að vera bundnir við jöturnar. Kom i ljós, að aðeins vantaði þrjú lömb, og reyndust þau öll dauð inni i fjár- húsunum, þegar búið var að SEND VERÐA ARITUÐ UM- Fimmtudagur 16. nóv. 1972 slökkva eldinn að mestu. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi bendir margt til þess, að kveikt hafi verið i húsunum, en i gær höfðu engin spor fundizt eftir brunavarginn. Það,sem hefur ýtt undir þann grun manna, að kveikt hafi verið i húsunum, er, að hrút- arnir þrir áttu að vera bundnir tryggilega á sinum stað i fjár- húsinu, Hlaðan og fjárhúsin brunnu að mestu, aðeins standa húsgrind- urnar uppi, en þær eru úr stáli. Landhelgissöf nunin: 20,2 millj.kr. hafa safnazt Klp—Reykjavik. Nú siðustu daga hafa borizt nokkrar góðar gjafir til land- helgissöfnunarinnar. Eru þær bæði frá hreppsfélögum og starfs- fólki á hinum ýmsu vinnustöðum en nú er verið að skila framlög- um, sem safnazt hafa meðal starfsfólks viðsvegar um landið. Hefur stór hluti fólks gefið eins dags laun i siðasta mánuði til söfunarinnar. Meðal þeirra aðila, sem gefið hafa i söfnunina, eru Samband sveitarfélaga i Austurlandskjör- dæmi, sem gaf 50 þús. krónur og Skútustaðahreppur, sem gaf sömu upphæð. Einnig hafa borizt gjafir frá félögum i Búnaðar- félagi Innri-Akraneshrepps 20.800 krónur, kennurum og starfsfólki Laugarnesskóla, 26.100 krónur, starfsfólki Fiskiðjunnar Sauðár- króki 22 þúsund krónur, skipverj- um Svalbak frá Akureyri 7.700 krónur og Félagi ungra framsóknarmanna i Árnessýslu, sem gaf 15 þúsund krónur. Samtals nemur nú söfnunarféð um 20,2 milljónum króna. SLÖG MEÐ LOFTBELGNUM Allsherjarverkfall vegna Stp—Reykjavik Um klukkan átta i gærkvöldi var gengið frá samningi milli loftfaranna og fyrirtækisins Fri- merkjamiðstöðin h/f um, að það annist gerð sérstakra áprentaðra umslaga er fara munu i pósti með lottbelgnum. Akveðið var, að upplagið skyldi verða tvö þúsund umslög. Hér er um að ræða nýtt úrræði, og það m jög skemmtilegt, sem loftfararnir hafa gripið til i þvi skyni að vega upp á móti út- lögðum kostnaði við loftbelginn og alla framkvæmd i sambandi við hann. Samningurinn er i megindrátt- um á þá leið, að af þessu tvö þús- und umslaga upplagi fái loftfarar um 1300 umslög til eigin ráðstöf- unar og afganginn, um 700 um- slög, fái Frimerkjamiðstöðin til að mæta útlögðum kostnaði við gerð umslaganna. Þeir loftfarar vonast til, að fyrirtæki rétti þeim hjálparhönd eða styrki þá með þvi að kaupa af þeim einhvern hluta af þessum 1300 umslögum, sem þeir hafa til eigin ráðstöfun- ar. Umslagið verður væntanlega með mynd af loftbelgnum, frek- ari skýringum á honum og fleira. Verða umslögin sett i vatnsþéttar umbúðir og komið um borð i loft- Frh. á bls. 15 Eldflaugav- póstur áíSIANÐI Frimerkf ~m: 2311 ISLAND / Fyrtti t)4 / / /c ^ 6 X / Mjil i n UCBIAND j Bréfi f.iejsu var komið fyr» ir í eidftaug f-.F.M.H, við j Sandfeif t, 4, 1971, dn bjargadv jsaðan úr bruna eftir misheppnsð skoi og ' siðön komið í pcist ti! i.uttn- j ings á venjulegan hátt j [ . Tímariíið Frfrnerkj i » - Tímaritið Frimerki Postc rcstnntc %ykjavífc Til gamans birtum við hér mynd af tveimur umslögum, sem eiga að skýra sig sjálf, Annað var gefið út í tilefni eldflaugarskots Holbergs og flejri voriö 1971, hitt er fra Flugdeginum 1957 en þá sveif loftbeglur upp frá Reykjavikurflugvelli I tilefni dagsins. heimkomu Peróns NTB—Buenos Aires Verkalýðssamtök Perónista i Argentínu tilkynntu i gær, að allsherjarverkfall yrði i landinu daginn, sem Perón kæmi heim úr útlegðinni, en það verður væntan- lega á morgun. Verkfallið á að standa i 16 klst. I höfuðborginni, en sólarhring annars staðar i landinu. Rikisstjórnin hefur þegar lýst daginn hátiðisdag. Samkvæmt heimildum i Buenos Aires,ákvað rikisstjórnin þetta til að auðveldara yrði að halda uppi lögum og reglu , svo sem venja er þegar allir eiga fri. Þá sögðu heimildirnar, að hermenn myndu standa við veginn frá flugvöll- unum lengi dags til að hindra,að manngrúinn ryðjist út á flug- völlinn til að fagna Perón. Talsmenn stjórnarinnar hafa látið i ljósi ugg um, að til alvar- legra óeirða komi i sambandi við heimkomu Peróns, og hafa öll leyfi til að bera vopn verið inn- kölluð i Buenos Aires. Perón kom til Rómar á þriðju- dagskvöldið á leið sinni til Argen- tinu. Hann átti fund með Andreotti, forsætisráðherra, og vonaðist til að fá áheyrn hjá páfa, áður en hann fer frá borginni i kvöld. Ekki er talið liklegt, að páfi vilji veita Perón móttöku, þvi áður en Perón var steypt af stóli 1955, gekk hann svo hart gegn kaþólsku kirkjunni i Argentinu, að Pius páfi bannfærði hann. Bannfæringunni var siðar aflétt. Ekki ríkisrekíð vændi í Svíþjóð NTB—Stokkhólmi Sænska þingið felldi i gær með 303 atkvæðum gegn fimm tillögu um að koma á fót rikisreknum vændishúsum i Sviþjóð. Flutningsmaður tillögunnar, hinn frjálslyndi Sten Sjöholm, breytti henni siðar, þannig að rikið hefði eftirlit með vændi. Hann sagði i umræðum um tillöguna, að yfir- völd leyfðu atvinnurekstur, sem væri mun hættulegri en vændi og kvaðst þar eiga við áfengið. — Ég held, að áfengisflaska sé hættu- legri en kona. Þar sem vændið er vandamál, sem við losnum ekki við, álit ég.að við ættum að sjá til þess, að þessi starfsemi fari fram á eins heilbrigðan hátt og unnt er, sagði Sten Sjöholm. Félagsmálaskóli Framsóknar- flokksins tekur til starfa Björn Björnsson. Erl—Reykjavik i kvöld tekur Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins til starfa, en hann var settur og vetrarstarfið skipulagt til fuils sl. þriðjudagskvöld. Byrjað verður á námskeiði i ræðumennsku og fundarstörf- um i kvöld, og mun Björn Björnsson leiðbeina þátttakendum. Eru sem flestir hvattir til að mæta og taka virkan þátt I nám- skeiðinu. Athygli skal vakin á þvi, að mætingar eru aigerlega frjálsar. Menn geta þvi komið I kvöld, þó að þeir hafi_ekki verið viðstaddir setningu skólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.