Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 c 263. tölublað — Fimmtudagur 16. nóvember — 56. árgangur Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um nýtingu fiskimiðanna: Allar veiðar háðar leyfum nemo línu- og handfæraveiðar Reistur hefur veriö 4 metra hár veggur við endann á fangelsinu, svo að fangarnir geti fengiö sér ferskt loft, án þess að á þá sé horft. Tlmamynd: GE „HóterSíðumúli aftur í notkun — verour varðhalds- Klp—Reykjavík Þessa dagana er unnið af fullum krafti við að lagfæra fanga- geymslu lögreglunnar við Siðu- múla, sem hætt var að nota fyrir tveim árum. Þar er unnið að þvi að setja upp kvennafangelsi og varðhaldsfangelsi, sem fyrir- hugað er að taka i notkun um næstu áramót. Að sögn Jóns Thors, deildar- stjóra i dómsmálaráðuneytinu, var ákveðið fyrir nokkru að taka þetta hús undir kvennaf angelsi og varðhaldsfangelsi, Var það orðið mjög aðkallandi, því hér er ekkert fangelsi fyrir konur nema i nýju lögreglustöðinni við Hverfis- götu, þar sem örfáir klefar eru handa þeim, sem teknar eru úr umferð um stundarsakir. Einnig og kvennafangelsi eftir áramótin varðhald, eiga rétt á þvi. Húsið hefur mjög vantað varðhalds- fangelsi, en það er staður, þar sem menn eru geymdir i stuttan tima. Sem dæmi mætti nefna, að þeir, sem hljóta dóm fyrir ölvun við akstur.eru oft dæmdir i varð- hald, og þarna ættu þeir að taka hann út. Sama gildir einnig um þá, sem dæmdir yrðu i varðhald i stuttan tima einhverra hluta vegna. Við brugðum okkur i gær að skoða þennan stað, sem lengi bar nafnið Hótel Siðumúli og á sjálf- sagt eftir að halda þvi i næstu ár. Þegar okkur bar að garði, var verið að Ijúka við smiði á 4 metra háum vegg, sem er við endann á húsinu. Er hann gerður til að fangarnir geti verið úti undir beru lofti, en þeir, sem eru dæmdir i hefur verið málað i hólf og gólf. _____ Frh. á bls. 15 ÞÓ—Reykjavik. Hafrannsóknarstofnunin hefur nú sent frá sér tillögur um nýtingu islenzkra fiskstofna. Til- lögur þessar eru mjög viða- miklar, enda er hér um Jangtima- áætlun að ræða, og allir vita hve tæpt fiskstofnarnir við tsland standa um þessar mundir. I til- lögum Hafrannsóknarstofnunar- innar er gert ráð fyrir, að svo til allar veiðar verði háðar leyfum, nema linu- og handfæraveiðar. t inngangsorðum tillagnanna segir, að Hafrannsóknarstofnunin telji nauðsynlegt, að þær ráð- stafanir, sem gerðar verða til að hafa stjórn á fiskveiðum innan 50 sjómilna markanna, miði fyrst og fremst að þvi, að fiskstofn- arnir verði nýttir á sem hagkvæmastan hátt, án þess að viðkomu þeirra og viðgangi sé stefnt i hættu Almennt megi segja, að hagnýtingin verði bezt, ef veiðar á ungfiski eru tak- markaðar þannig, að fiskurinn fái frið til að vaxa og þyngjast áður en hann er veiddur. Til þess að tryggja viðkomu og viðgang fiskistofna þarf hins vegar að stilla fiskveiðum svo i hóf, að hrygningarstofn haldist tiltölulega stór og draga þar með úr lfkum fyrir þvi, að klak misfarist sökum smæðar hrygningarstonfsins. Stofnunin bendir á, að til þess að ná þvi tviþætta marki, sem um ræðir, hafi einkum verið beitt fimm mismunandi aðferðum: 1. Ákvæði um lágmarksstærðir 2. Lokun eða friðun veiðisvæða, sem ýmist er timabundin, eða gildir allan ársins hring 3. Akvæði um hámarksafla. 4. Ákvæði um gerð veiðarfæra. 5. Ákvæði um leyfis- veitingar til veiða. Hafnrann- sóknarstofnunin leggur til, að öllum þessum aðferðum verði beitt eftir þvi, sem við á,. t kafJanum um skipulag fisk- veiða segir að leggja verði rfka áherzlu á, að hlutlausu visinda- legu efitrliti verði beitt i mun rikari mæli en hingað til, svo unnt verði að breyta gildandi reglum með stuttum fyrirvara i samræmi við ástand hverju sinni. Varðandi reglur, sem settar eru um hag- kvæma nýtingu fiskstofna okkar, vill llafnrannsóknarstofnunin taka fram, að eflirlit með vciðunum er i molum, auk þess sem alltof vægt cr tekið á brotum á þeim. Segir, að ef ekki verði ráðin bótá þessum atriðum, verði skynsamlegri nýtingu aldrei náð. Til að auka aðhald með veiðum Frh. á bls. 15 Tölvan ringluð Þessa daga rignir yfir fólk lögtakshótunum frá rikis- útvarpinu vegna vangreiddra afnotagjalda. Eitthvað virðist þó hafa skolazt tiJ i sumum til- vikum, þvi að blaðið veit þess þó nokkur dæmi, að fólk, sem greiddi afnotagjaldið á réttum tima og á i fórum sínum kvittanir, hefur fengið þessar lög- takshótanir. Sökinni er kastað á tölvu, sem kvað vera eitthvað ringluð. EG AÐ ER FUS TIL GERA ALLT — sem embættisskyída mín leyfir, segir framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins I t Það hefur ekki strandað á okk- ur hér, að piltarnir úr Hamrahlíð- arskóla fái sínu framgengt og rcyni loftfar sitt. Ég skil mætavel löngun þeirra til þess að koma þcssu i kring og met áhuga þess- ara ungu manna. Og ég er fús til þess að hjálpa þeim eins og ég get og gera það fyrir þá, sem emb- ættisskylda inín leyfir. Þannig fórust Sigurði Jóns- syni, framkvæmdastjóra loft- ferðaeftirlitsins,orð við Tímann i gær. — Ég er ekki andvigur tilraun- inni eins og sjá má af þessu, þótt á hinn bóginn sé þess að gæta, að þetta er allra óheppilegasti árs- timinn til slikra tilrauna. En satt bezt að segja hefur ekki enn á þessari stundu, er ég segi þetta, verið formlega sótt um leyfi til þessarar flugferðar né fyrir mig Frh. á bls. 15 Bæði tuttugu og eins árs - og verða í vetur í athugunarstöðinni á brúnum Eyjafjarðardals Séðeftir ganginum I varöhaldsdeild fangelsisins viðSIÖumúla. Ung hjón úr Reykjavlk, Guðrún Sigurðardóttir og Hafsteinn Ingvarsson,bæði tuttugu og eins árs, hafa verið ráðin til vetursetu i skálanum, sem reistur hefur verið á brúnum Eyjafjarðardals. Guðrún hefur unnið i Kjötbúð Vesturbæjar og Hafsteinn hjá Kassagerð Reykjavikur. — Þetta verða auðvitað tals- verð viðbrigði, sagði Guðrún, þegarTiminnáttital viðhana, en við gerum okkur beztu vonir um, að okkur liði vel þarna i fásinninu uppi á hálendisbrilninni i vetur, þó að þar sé sjálfsagt stormasamt. Jú — þetta verður dálitið annað en að spjalla við húsmæður, sem eru að kaupa handa sér i matinn, eða vigta lifur og lærissneiðar. Viö förum með fulla kassa af bókum til þess aö lesa, og við höfum ánægju af bóklestri. Nú getum við veitt okkur það. Og svo ætlum við kannski að stunda eitt- hvert tungumálanáro inn á milli. Þau Guðrún og Hafsteinn voru valin úr fjölmennum hópi umsækjenda, þvi að sú er jafnan reyndin, að enginn hörgull er á fólki, sem vill hafa vetursetu i athugunarstöðvum af þessu tagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.