Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Laugardagur 18. nóvember 1972
^2sinnui
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sími 16995
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
SENDIBILASrÖÐIN HT
EINGÖNGU GÓDIR BÍLAR
Bréf frá
lesendum
SKIIA
JÓIIANN
Ferðafélag Islands hefur i
sumar — og ef til vill áður —
staðið að einhverju leyti á vegum
útvarpsins að erindaflutningi, er
hlotið hefur nafnið „Landslag og
leiðir”. Þessi erindi hafa verið
vinsæl, einkum af eldra fólki.sem
hætt er að leggja land undir fót
vegna elli og hrörnunar, en hefur
gaman af að rifja upp gömul
kynni við land sitt með góðufn
ferðafélögum og fróðum farar-
stjórum.
Margir, sem skammt hafa
farið, hafa lika hlotið nokkurn
kunnugleika á landshlutum.sem
áður voru þeim ókunnir, af
þessum erindum þótt skammt nái
þau til verulegra kynna. Það er
lika nokkurs virði. Fyrir þennan
erindaflutning á útvarpið og
Ferðafélagið þakkir skildar. —
Ekki hef ég heyrt öll þessi
erindi og hef þvi hvorki getu eða
löngun til að gera á þeim neinn
samanburð, hvorki á nákvæmni
landlýsinga, efnismeðferð eða
flutningi. En konu hitti ég nýlega,
sem sagðist vilja eiga þau öll
bundin i fallega bók. Mundi hún
lita oftar i þau en Bibliuna, enda
ókunnug á hennar slóðum.
En nú nýlega var flutt, i þessum
sama flokki að mér skildist,
erindi af dálitið öðru sauðahúsi.
Það hét „Séra Jóhann” og var
flutt af Gesti skáldi Guðfinnssyni,
sem mun vera einn af framá-
mönnum Ferðafélagsins.
Ég efast um.að það séu yfir 8-10
0/0 af þeim 6 til 7000 félögum
Ferðafélagsins, sem hafa heyrt
„séra Jóhanns” getið eða
nefndan á nafn, og þvi siður
hvernig þvi viki við, að hann er nú
á þeim stað.sem Gestur skildi við
hann. Ferðalöngum i Þórsmörk
mun ekki fækka á næsta sumri við
þær fréttir, sem Gestur sagði af
Ólafsvík
Hjólbarðaviðgerðir - Hjólbarðasala
Bridgestone hjólbarðar með og án snjó-
nagla.
Hjólbarðaverkstæði
Marteins Karlssonar, Ólafsvik.
honum og umhverfi hans. Eflaust
má fagna þvi....
Innihald erindisins ætla ég ekki
að reyna að endursegja hér.
Erindið ætti að prenta i næstu
Arbók Ferðafélagsins um hvað
sem hún fjallar. Það er perla,
sem Árbækurnar eru ekki of rikar
af, þótt góðar séu margar. —
Annars þarf Ferðafélagið ekki
að skorta efni i Árbækur slnar
næstu árin. Um árabil hafa birzt i
Morgunblaðinu greinar, er
nefndar hafa verið „Á slóðum
Ferðafélagsins”. Margar af þeim
eru ágætlega samdar og stórfróð-
legar. úr þeim greinum mætti ef-
laúst velja efni i eina eða tvær
Árbækur og skreyta með góðum
myndum, þvi ekki skortir félagið
snjalla myndatökumenn. Sú út-
gáfa hygg ég,að mæltist vel fyrir
og væri til nokkurrar tilbreytni.
6/11 1972
B.Sk.
Hálfnað
erverk
þá hafið er
T
i
i
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
HflPP
drætti
Framsúhnarflnhhs
VINNINGAR:
Opel Record
árgerð 1973 — Kr. 605.000,00
Opel Kadett
árgerð 1973 — Kr. 475.000,00
DREGIÐ 18. NÓVEMBER
Tekið á móti skilum í skrifstofu happdrættis-
ins, Hringbraut 30, og á afgreiðslu Timans,
Bankastræti 7.
DREGIÐ í KVÖLD
Skrifstofan að Hringbraut 30 er opin til kl. 6,30 og á Tímanum
í Bankastræti 7 til hádegis - Vinsamlegast gerið skil