Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 TÍMINN 5 Harður árekstur í gærkveldi: Tveir sjúkrabílar urðu að flytja fólkið af slysstað Klp—Reykjavík. Um klukkan sex i gær varð mjög harður árekstur við um- ferðarljósin á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Þar óku tveir fólksbilar saman á nokkurri ferð og eru þeir mikið skemmdir. t öðrum bilnum voru tvö börn og einn fullorðinn en i hinum tvennt fullorðið. Slösuðust allir meira eða minna, en þó mun tvennt hafa sloppið nokkuð vel. Varð að kalla á tvo sjúkrabila til að flytja fólkið á Slysavarð- stofuna og var þrennt þar til að- gerðar þegar við hringdum þang- að i gærkveldi, en ekkert þeirra var talið i lifshættu. Sviðsmynd úr „Góðir eiginmenn sofa heima.” Ættarmót Bæjarættar í Domus Medica Prentuð ævisaga, ættartala og niðjatal Allmargar ættir i landinu hafa efnt til samtaka, og ættarmót eru orðin nokkuð algeng. Eitt slikt ættarmót veröur haldið i Domus Medica á föstudagskvöldið, og verður þar jafnframt stofnað til ættarsamtaka. Það er Bæjarætt svonefnd, er að þessu stendur. niðjar Guðmundar Guðmundssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur i Bæ á Selströnd. Þau eignuðust fjölda barna,sem upp komust og eru niðjar þeirra orðnir ærið margir, þótt ekki séu liðin nema hundrað ár frá fæðingu Guðmundar Guðmundssonar i Bæ. Ekki hefur verið flanað að þessu ættarmóti, þvi að samin hefur verið og prentuð heil bók, sem i er ævisaga Bæjarhjóna, ljðð eftir Ragnheiði og fleiri og viðtal við hana, er geymzt hefur á segulbandi, ættartala og niðjatal, ásamt miklum fjölda mynda, sjö til átta arka bók. Höfundur hennar er Ari Gislason, sem mörg ættfræðirit hefur samið. Þessi bók verður afhent á ættarmótinu i Domus Medica á föstudagskvöldið, svo að með sanni má segja, að þar verður ekki komið að tómum kofanum. Hér er þvi mjög myndarlega að verið hjá niðjum Bæjarhjóna. Engin álagning - Aðeins þjónusta LÆKKIÐ BYGGINGARKOSTNAÐ YÐAR LEITID IIÓPTILBOÐA OG KÁID MAGNAFSLÁTT. IÐNVERK HF. ALHLIDA BYGGINGAÞJÓNUSTA Sölu- og sýningarsalur 28 fyrirtækja NORÐURVERI v/Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Símar: 25945 4 25950 GOÐIR EIGINMENN SOFA HEIMA I ÞORLAKSHÖFN I gærkvöldi frumsýndi Leikfélag Þorlákshafnar leikritið Góðir eiginmenn sofa heima, enskan skopleik eftir Walter Ellis. Leikfélag Þorlákshafnar var stofnað árið 1970,og árið 1971 setti það upp tvo einþáttunga, og 1. janúar'72sýndi leikfélagið „Pétur kemur heim,” skopleik eftir Leslie Sands. Eyvindur Erlendsson leikstýrði tveim siðustu leikritunum,og er það lyftistöng svo ungu og óreyndu leikfélagi að njóta til- sagnar svo dugmikils leikstjóra. Aðsókn að sýningu félagsins i gærkvöldi var mjög góð, og eru fyrirhugacar tvær sýningar að auki á sunnudag. Þá hyggst félagið sýna leikinn i nærsveitum á næstunni. Ahorfendur skemmtu sér hið bezta á sýningunni i gær, og var ánægulegt að sjá þannáhuga, sem leikur óreynds áhugafólks lýsti i leiknum. Formaður Leikfélags Þorlákshafnar er nú Vernharður Linnet kennari, sem jafnframt fór með aðalhlutverk gaman- leiksins nú, og gerði það með þeim ágætum, að sæmt hefði at- vinnuleikara. Agnes Guðmundsd. og Þorsteinn Guðnason fóru með önnur aðalhlutverk. Sigurður Þ. Sigurðsson kennari teiknaði ágæt leiktjöld og fór auk þess með eitt aðalhlutverk leiksins. SANDVIK .snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 f desembermánuði gilda sérstök jólafargjöld frá útlöndum tii fslands. Farseðill með Fiugféiagi ísiands er kærkomin gjöf tii ættingja og vina erlendis, sem koma vilja heim um jólin. 30% afsláttur af fargjöldum frá útlöndum til Isiands. ■'ýiýiýýýýýýxýý.: ■ :;;ý;ýxýýýý:ý::::: L-.;.;:':;:ý:':'x:: ;'ý.;:- O'.Vl. ■ ■ .................... ■ ■'""'■■"■• ■■■ ^■xýýiýýýx-:' ' ■: ■ ■: ■' ,-:-:■■■ ■:.■■■■ :■■/ . llllllllpplillllllllll HiilSÍiilililil mmrnmmmmmtrnmwmm llilillillliillllll __________________________ /xxxxýý;:;:::::::::’::;/:;: ■ ■ ' ■:: ■ ■ ■ - ,-■ '■ ý::::::;x;x;:;:ýýý:x;:;x ý-íxVxx/:':-:':-: : :■: |// '■■■'■'■■ x. ' xxxx.:, . !*§ ;';x::::,:;:;::;. :x;:-:;:/:';' ;:x/:ý- ' ' V :; ýýýýýýilýýýýýýýiýýýýýý ■ . /iiiilii lilillii ;// V-ý . /■ ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.