Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 TÍMINN 7 má Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:;i; arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson;x 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans)i:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. ■ Ritstjórnarskrif-;:;: stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306Í;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-i;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald;:; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-!;;; takið. Blaðaprent h.f. Það, sem Bretar verða að skilja ■ I byrjun næstu viku verður haldinn i Reykja- vik nýr viðræðufundurislenzkraog brezkra ráð- herra, þar sem reynt verður að finna bráða- birgðalausn á fiskveiðideilu íslendinga og Breta. Vafalaust hafa Bretar ekki siður áhuga á þvi en Islendingar, að samkomulag náist, þótt þeir eigi hér að visu miklu minna i húfi. Hjá þeim er ekki um að ræða nema hagsmuni örlitils brots af þjóðinni. Afkoma Islendinga veltur hins vegar nær eingöngu á þvi, að það takist að vernda fiskistofnana. Hingað til hefur samkomulag strandað á þvi, að Bretar hafa sáralitið gengið til móts við sjónarmið Islendinga.Ráðamenn þeirra og út- gerðarmenn hefur bersýnilega skort nægan skilning á þeim tveimur meginatriðum, sem hér skipta mestu máli. Fyrra atriðið er, að allar rannsóknir og allar staðreyndir benda til, að þegar sé um ofveiði að ræða á íslandsmiðum. Fiskafli íslendinga hefur minnkað verulega af þessum ástæðum.og niðurstöður fiskifræðinga benda til, að aflinn minnki miklu meira, ef engar ráðstafanir verða gerðar til að draga úr veiðunum. Þess vegna verður að gera tafarlaust ráðstafanir til að draga verulega úr sókninni á fiskimiðin. Siðara atriðið er sú þróun alþjóðaréttar, að almennt er að verða viðurkennt, að strandrikið skuli hafa forgangsrétt, þegar um er að ræða ráðstafanir til verndunar fiskistofnunum. Þetta er ekki aðeins stefna þeirra rikja, sem berjast fyrir útfærslu á fiskveiðilögsögunni, heldur einnig þeirra, sem eru ihaldssömust i þessum efnum. Þessu til sönnunar má t.d. benda á þær tillögur, sem Bandarikin og Sovét- rikin hafa flutt i hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim myndu Bretar verða að draga miklu meira úr veiðum hér við land en íslendingar, þegar tii friðunarráð- stafana þyrfti að gripa. Þetta eru þær tvær staðreyndir, sem Bretar hafa ekki tekið tillit til i viðræðunum við Islendinga til þessa. Þeir hafa ekki skilið þörfina fyrir auknar friðunaraðgerðir á íslandsmiðum. Þeir hafa verið eins og lokaðir fyrir þeim staðreyndum, er þar blasa þó við hverjum manni með ólokuð augu. Þeir hafa einnig lokað augunum fyrir þeirri augljósu viðurkenningu á forgangsrétti strandrikisins, sem hvarvetna verður nú meira áberandi á al- þjóðiegum vettvangi, þar sem þessi mál eru rædd. Þess verður fastlega að vænta, að á viðræðu- fundi þeim, sem hefst hér eftir helgina, komi i ljós, að Bretar hafi loks gert sér grein fyrir þessum meginatriðum. Sú er von íslendinga. Hafi Bretar gert sér grein fyrir þessum stað- reyndum,verður auðvelt að semja til bráða- birgða. Þá mun fordæmi það, sem felst i land- helgissamningi Bandarikjanna og Brasiliu, geta verið mjög til leiðbeiningar. I þessum samningi er i fyrsta lagi samið um ákveðna tölu og stærð skipa, og I öðru lagi um tiltekin svæði, þar sem bandarisk skip mega veiða i til- tekinn tima. Á þessum grundvelli hafa Is- lendingar verið og eru reiðubúnir til bráða- birgðasamkomulags. Grein frá APN: í Swétríkjunum vinnur ein milljón manna að vísindum Um 60% þeirra eru af Gyðingaættum I Sovétrikjunum hafa verið stofnuð 5.300 visindafyrirtæki, og meðal þeirra eru 2.648 vis- inda- og rannsóknastofnanir og undirdeildir þeirra. Sér- hverthinna 15 Sovétlýðvelda á sina Visindaakademiu, og i sjálfstjórnarlýðveldunum 20 eru undirdeildir visindaaka- demiunnar. 1 Siberiu, Austur- Siberiu og Úral hafa risið upp visindamiðstöðvar. Unnið er að undirbúningi visindastöðva i Norður-Kákasus og Volgu- héruðunum. I Sovétrikjunum eru rúmlega milljón manns, sem vinna að visindastörfum, en það er 1/4 hluti allra viá- indastarfsmanna heimsins. Skiptingin eftir lýðveldum er, sem hér segir: i rússneska lýðveldinu eru 670 þúsund manns, sem vinna að visinda- störfum, en ibúatala er rúm- lega 131 milljón manns. 1 Úkrainu rúmlega 137 þúsund, en ibúar eru 48 milljónir. t Kazahkstan rúmlega 27 þúsund. Ibúatala 13.5 milljónir. i Úzbekistan rúmlega 26 þúsund, en íbúar eru 12.5 milljónir. 1 Hvita- Rússlandi rúmlega 24 þúsund. Ibúar 9.1 milljón. i Grúsiu 21 þúsund og ibúa- tala 4.8 milljónir. i Azerbajdsjan rúmlega 18 þúsund, en ibúar eru rúmlega 5.3 milljónir. 1 Armeniu 14 þúsund, en ibúar eru 2.6 milljónir. i Litháen 10 þúsund, en ibúatala er 3.2 milljónir. ÍLettlandirúmlega 9 þúsund og ibúar eru rúmlega 2.4 milljónir. í Kirgisiu rúmlega 6 þúsund, en ibúar eru 3.1 milljón. i Tadsjikistan 5.5 þúsund, en ibúar eru 3.1 milljón. 1 Eistlandi5 þúsund, en ibúar eru tæplega 1.4 milljónir. i Túrkmeniu 4 þúsund og ibúar eru um það bil 2.3 mill- jónir. í Moldaviu 6 þúsund, en ibúar eru tæplega 3.7 mill- jónir. Um það bil 40 prósent þeirra, sem vinna að visinda- störfum, eru konur, og 60 prósent eru Gyðingar. Lenin skildi manna bezt áhrif visinda á þróun sam- félagsins. Þegar á þriðja áratug aldarinnar hafði verið komið á fót i Sovétrikjunum visindastofnunum i öllum þeim greinum, sem mestu skiptu, og á næstu 15-20 árum náðu sovézk visindi þeim þroska, sem metinn verður á heimsmælikvarða, einnig i þeim greinum.sem ekki voru til i hinu gamla Rússlandi. A fjórða og fimmta áratug aldarinnar báru visindamenn landsins fram sinar kenningar um efnafræðileg keðjuvið brögð og kjarnaklofnun. Árið 1938 var gengið frá kenningu um plasmaferli. A styrjaldar- árunum varð til svonefnd ' sjálfsfösun, aðferð, sem varð grundvöllur að starfi flestra öreindaflýta samtimans. I Sovétrikjunum varð einnig til ný aðferð, tengd rafeinda- tækni, til rannsóknar á föstum hlutum. Allt renndi þetta stoðum undir þær visindalegu fram- farir, sem gerðu Sovét- mönnum kleyft að leysa meiriháttar vandamál.eins og t.d. að beizla kjarnorkuna og hefja geimrannsóknir i stórum stil. A siðari árum hefur Visinda- akademia Sovétrikjanna fengið iðnaðinum til nytja mikinn fjölda uppgötvana og nýrra aðferða. Minna má á 500 kwt. rafeinda- „fallbyssu” til málmbræðslu i mjóum geisla. Tekin hefur verið upp ný aðferð til stálherzlu, sem nær 300 kg. á fermillimetra. Viða um lönd hafa sovézkar aðferðir við málmsuðu og málmvinnslu hlotið almenna viðurkenningu. Jarðfræðingar hafa uppgötvað mikið magn af nytjaefnum i jörð — oliu, jarðgas, demanta ofl. Visindaakademiur landsins vinna að tillögum um stórmál eins og framtið Kaspiahafs, landnám i eyðimörkum. 1 Sovétrikjunum hefur verið reistur einhver stærsti prótónaflýtir i heimi (76 milljarðir elektrónvolta). Fyrsta kjarnorkurafstöð i heimi var sovézk og sömu- leiðis fyrsta kjarnorkuknúna skipið — isbrjóturinn Lenin. Til hcfurorðið ný grein vis- inda — kvantarafeindafræði. Nýir geislagjafar sameina mikla orku og hárnákvæma stefnuákvörðun geislans. Eru þeir notaðir viða — bæði við stjarnfræðirannsóknir, korta- gerð, i læknisfræði osfrv. Búnir hafa verið til gervi demantar, sem hafa ekki minni hörku en náttúrulegir demantar, en þola meiri hita. Gervikristallar eru þegar notaðir i vélsmiði. Mikið starf hefur verið unnið að fræðum þeim og tækniisem lúta að orkufram- leiðslu. Einn ávöxtur þess er aflstöðin i Krasonodar, 6 milljón kwt., hin öflugasta i heimi. Mikið hefur verið lagt af riðstraumslinum með 500- 750 þús. volta spennu og 800 þús. volta rakstraumslinum. Áformað er að tengja saman helztu orkusvæði landsins með 1,150 millj. volta riðstraums- linum og 1,5 volta rak- straumslinum. A timabilinu 1971-75 verður unnið að stækkun túrbina i hitaaflstöðvum og kjarnaofna i atómrafstöðvum. Unnið verður að rannsóknum á sviði beinnar breytingar hita- og atómorku i raforku. Mikil áherzla er lögð á tölvutækni og rannsóknir. Tölvumiðstöðvum hefur ekki aðeins verið komið á fót i helztu borgum heldur einnig i Siberiu og i Kyrrahafs- héruðum. Verður reyndar seint ofmetin þýðing þess, að visindamiðstöðvar hafa risið mjög öflugar austur þar. Sibiriudeild visindaaka- demiunnar, sem stofnuð var 1957, hefur þegar náð forystu i ýmsum greinum stærðfræði, kjarneðlisfræði, efnafræði og tölvutækni. Sovézkir visindamenn hafa samstarf við næstum þvi öll lönd heims. Visindaaka- demian tekur á ári hverju á móti allt að 10 þúsund er- lendum visindamönnum. Hún er aðili að 140 alþjóðastofn unum og tekur mjög virkan þátt i alþjóðlegu samstarfi um hafrannsöknir, umhverfis- rannsóknir og rannsóknir á Suðurskautslandinu — svo nokkuð sé nefnt. Visindaakademian sér um framkvæmd áætlunar um al- þjóðlegt samstarf á sviði geimrannsokna. Einkar náin er samvinna sovézkra og franskra visindamanna á þessu sviði. Visindalegt samstarf við Bandarikjamenn þróast nú mjög greiðlega. Frá þvi 1959 hafa akademiur landanna unnið saman eftir samningi sin á milli. Arin 1970-71 heim- sóttu um 200 bandariskir sér- fræðingar Sovétrikin og um 20 þúsund heimsóttu landið sem ferðamenn. Samningur sá, sem undirritaður var á fundi æðstu manna landanna i Moskvu i vor, um samstarf um umhverfisvernd, heilsu- vernd og geimferðir er nýr áfangi i samskiptum Sovét- rikjanna og Bandarfkjanna. Getur framkvæmd hans flýtt mjög fyrir lausn flókinna vandamála á sviði visinda og tækni og umhverfismála. Eins og kunnugt er.mun árið 1975 efnt til tilraunageim- flugs, þar sem sovézkt og ameriskt geimfar tengjast á braut og geimfarar ganga á milli. Verður það fyrsta til- raun sinnar tegundar. Leiörétting Sú villa varð i grein frá APN hér i blaðinu fyrir skömmu, að sagt var.að 75 þúsund stúdent- ar i Sovétrikjunum hlytu námslaun. Hið rétta er,að 75% stúdenta fá námslaun,en sam- tals eru stúdentar taldir 4.6 milljónir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.