Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. desember 1972 TÍMINN 23 JÓLA-STÓR- Meðal vinninga er t.d.: ísskápur — Flugfar til útlanda — Fatnaður — Ur Matvœli — Búsáhöld Armstóll — Bœkur Snjódekk o. //. o. fl. Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í kvöld kl. 8,30 að Hótel Sögu Aðgöngumiðar við innganginn frá kl. 8 Heildarverðmœti vinninga áœtlað rúmar 200 þúsund krónur EITT STÆRSTA BINGÓ SEM HALDIÐ HEFUR VERIÐ Tveir nýir skuttogarar frá Frakklandi — Annar togarinn búinn ferskvatns kælingu af nýrri gerð ÞÖ—Reykjavik Fyrirtækið Eggert Kristjáns- son h.f. hefur nýverið samið um smiði á tveim nýjum skut- togurum i Frakkl. fyrir islenzk útgerðarfyrirtæki. Skuttogarar- nir eru rúmlega 500 lestir að stærð, og er annar smiðaður fyrir Einar Guðfinnsson á Bolungarvik og hinn fyrir Sæberg h.f. á Ólafs- firði. Kviksandur Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér skáldsöguna Kviksandur eftir Victoriu Holt. Victoria Holt er einn af vinsælustu höfundum undanfarinna ára, meðmikinnles- endafjölda beggja megin Atlants- hafsins. Hún hefir skrifað tugi bóka, og meðal vinsælustu sagna hennar eru Menfreya-kastalinn, Frúin i Mellyn og Kastala- greifinn, sem allar hafa verið þýddar á islenzku. Á bókarkápu segir um efni bókarinnar. „Ég gat imyndað mér skrautmyndirnar að baki mér hlæja að mér. Mér fannst eitthvað segja mér, að ég ætti ekki að dvelja hér að ef ég gerði það, myndi ég særast á einhvern dularfullan hátt."....Þvi betur, sem Caroline Verlaine kynntist Lov at Stacy þvi sterkari urðu þessar tilfinningar. Hún fræddist um sorgaratburðina tvo og um vofuna, sem sumir sögðu, að reikaði um stóra húsið. Hún kynntist ungu stúlkunum þrem, sem áttu að verða nemendur hennar — hver annarri frá- brugðin, hver um sig eðlilega for- vitin, hver með sitt leyndarmal. Hún kynntist Sibyl Stacy, geðbilaðri piparmey, sem alltaf virtist vita meira, en hún lét uppi. Og hún kynntist Napier, erfingja Lovat Stacy, sem virtist undar- lega aðlaðandi, þrátt fyrir — eða ef til vill vegna sinnar dökku fortiðar. Þá kom hið siðara dular- fulla mannshvarf, og þegar Caroline var lokuð inni i húsinu, sem Róma hafði búið i gerði hún sér ljóst, að henni var lika ætlað að hverfa". Báðir skuttogararnir eru smið- aðir fyrir fast verð og kostar sá sem fer til Bolungarvikur rúmar 125 milljónir króna, en sá, sem fer til ólafsfjarðar 123 milljónir króna. Verðmunurinn á togurunum liggur þvi, að togarinn sem fer á Bolungarvik, verður búinn all ný- stárlegri fiskkælingu. f þeim togara verður þriðji hluti lestar- rýmisins innréttaður sem tankur. Er ákveðið að ferskvatnskæla fiskinn i tanknum. Þetta mun vera i fyrsta skipti, sem reynt verður að ferskvatnskæla bolfisk, en áður hefur þessi aðferð verið reynd á sildveiðum og við veiðar á túnfiski, en þó ekki á alveg sama hátt. Á sildveiðunum hefur verið notaður sjór, en ekki vatn við kælinguna, og is notaður til að kæla sjóinn. Sú aðferð, sem notuð verður i togaranum, sem fer til Bolungarvikur, en nokkuð öðru- visi. Það verður höfð hringrás á vatninu, og fer vatnið i gegnum sérstakan kæli og á þvi hitastigið á tanknum ávallt að vera það sama. Ef þessi nýja geymsluað- ferð heppnast vel, er ráð fyrir þvi gert, að hægt verði að nota allt lestarrýmið til ferskvatnskæl- ingar. t báðum skipunum verða eim- ingartæki til að vinna ferskt vatn úr sjó. Skuttogararnir eru smiðaðir i skipasmiðastöðinni Siccna, i St. Malnuo i Frakklandi. Sú skipa- smiðastöð er rekin á samvinnu- grundvelli, og eru allir sem i stöðinni vinna hluthafar. Rekstur stöðvarinnar hefur gengið mjög vel á undanfórnum árum, en hún hefur einbeitt sér að byggingu fiskiskipa. 1 skipasmiðastöðinni hafa verið byggðir margir skut- togarar fyrir Englendinga og Frakka. Aðalvélar togaranna, sem hingað koma verða franskar af gerðinni Crepelle, en skut- togarinn Sólbakur frá Akureyri er búinn samskonar vél. Þessir nýju skuttogarar, verða 48.80 metrar á lengd og 10 metrar á breidd. En skuttogararnir, sem Islendingar eru að kaupa frá Japan og Noregi eru um 46.50 metrar að lengd og 9.50 metrar á breidd. CABER FYRSTA SENDING SELDIST UPP ERUM AÐ TAKA UF NÝJA SENDINGU DELTA 100 Aldrei meira úrval af skíðavörum SlUHMUI b Memiittorgi s,mi m%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.