Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 10
JO TÍMINN Sunnudagur 17. desember 1972 Efnahagsráðstafanirnar í undirbúningi Nú er rétt vika til jóla. Undirbúningur jólanna setur þessa dagana svip sinn á störfin á heimilunum. En mest verður nálægð jólanna vart i verzluninni. Einn er sá þáttur i framleiðslu- starfsemi landsmanna, sem bundinn er jólum og þeirri verzlunartið, sem er undanfari þeirra. Það er bókaútgáfan i landinu. Desember er svo sannarlega bókamánuður. Oft heyrast um það raddir, aö þetta sé hvimleiður galli á islenzkri bókaútgáfu. Dreifa þurfi bókaútgáfunni meira á allt árið. Þau lögmál viðskiptalifsins, er ráða þessum útgáfuháttum nýrra bóka á tslandi, eiga sér rætur i þvi, að tslendingar dá bækur öðr- um þjóðum meira. Islendingum þykir bænt um bækur, og ekki getur betri gjöf á tslandi en góða bók. Þessi bókaútgáfa skellur eins og flóðbylgja yfir landsmenn i desember, og athygli lands- manna á bókum er sannarlega haldið.vakandi i þessum mánuði með fréttum og auglýsingum i öllum fjölmiðlum. Landsmönnum er sannarlega haldið að efninu. Og menn kaupa bækur til jóla- gjafa. Enginn vafi er á þvi, að það myndu menn siður gera, ef bóka- útgáfan dreifðist á allt árið. Þá myndu menn fremur velja aðra hluti en bækur til gjafa og oft þarflaust glingur. Það er þvi ekki vist, að menningaraukinn yrði mikill, þótt útgáfusiðir breyttust. Hins vegar eru á þessu flóði bóka á nokkrum vikum ýmsir ókostir, þegar frá öðrum sjónar- hól er litið. Bókmenntagagn- rýnendur dagblaðanna geta t.d. alls ekki komizt yfir að lesa allan þennan urmul bóka og dæmt þær til lofs eða lasts, þannig að til gagns yrði þeim, sem kaupa bæk- ur á þessum vikum, við val úr þvi, sem á markaði er. En hvað sem um kosti og galla á þessu útgáfufyrirkomulagi er fleira að segja, er hitt vist, að þessi útgáfuháttur er sérstakur og sterkur þáttur i sérkennum islenzks þjóðlifs, þáttur, sem menn mundu áreiðanlega sakna sárt, ef hann hyrfi, jafnvel þótt þeir gallar, sem þessari „flóðút- gáfu" eru samfara, yrðu upprætt- ir um leið. Það er bókin, sem ger- ir jólakauptið á tslandi frá- brugðna jólaverzlun i nágranna- löndum, sem að öðru leyti búa þó við svipaða þjóðfélagshætti. Er það vel. I desember, geta þó ts- lendingar allténd kallað sig „bókaþjóð" með talsverðum rétti. Efnahagsaðgerðirnar Aðalumræðuefni manna undan- farna daga hefur að sjálfsögðu verið væntanlegar efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar og skýrsla valkostanefndar. Áður hefur verið greint frá meginefni skýrslu valkostanefnd- ar hér i blaðinu. Undanfarið hefur rikisstjórnin setið á fundum og rætt um skýrsluna og ennfremur ýmsa aðra möguleika og afbrigði þeirra þriggja meginleiða, sem valkostanefnd setti fram, og lik- legar eru til að mæta efnahags- vandanum. Þessar athuganir hafa kallað á ýmsa viðbótar út- reikninga, og sú er ástæöan fyrir þvi, að nokkur töf hefur orðið á þvi, að rikisstjórnin gengi endan- lega frá tillögum sinum. Segja má, aö nokkuð hafi færzt til betri vegar i þróun þjóðar- búskaparins, siðan valkostanefnd lagði grundvöll að starfi sinu með þjóðhagsspá fyrir árið 1973. Afli virðist ætla að verða heldur meiri en spáð var I haust, og út- flutningsverðlag hefur orðið ivið hagstæðara en gert hafði verið ráð fyrir. Þessar hliðar þurfa þvi að skoð- astaðnýju að nokkru leyti, þvi að rikisstjórnin mun ekki ganga nær kjörum almennings i landinu en ýtrasta nauðsyn þjóðarbúsins krefur. Rikisstjórnin mun þvi ekki rasa um ráð fram. Akvarðanir um efnahagsrað- .lólabókasalan er aðkomast i alglymingog hér má sjá aðúr mörgu er að velja á bókamarkaðinum. stafanir verða ekki teknar fyrr en að vandlega ihuguðu máli. Útreikningar valkostanefndar eru grundvallaðir á þeim mark- miðum, sem rikisstjórnin setti nefndinni, m.a., að kaupmáttur almennings héldist. Valkosta- nefndin telur i hinum 15 leiðum, sem hún setur fram, að þetta markmið náist sæmilega i þeim öllum, þ.e., að kaupmáttur launa á árinu 1973 yrði svipaður og hann er nú, hver leiðin, sem yrði valin, þótt áhrif efnahagsaðgerðanna yrðu ekki látin koma til fram- kvæmda i kaupvisitölu. Vegna þess að þróunin virðist hafa orðið nokkuð hagstæðari en spáð var i haust og vegna nýrra hugmynda, sem fram hafa kom- ið, hlýtur rikisstjórnin og sér- fræðingar hennar, ásamt þing- flokkum stjórnarflokkanna, nú að athuga gaumgæfilega, hvort unnt sé að láta áhrif efnahagsaðgerð- anna koma að einhverju eða verulegu leyti til framkvæmda i kaupgreiðsluvisitölu, þannig að ekki þurfi að skerða kaupmátt al- mennings neitt.heldur tryggja, að hann haldi áfram að vaxa á næsta ári. Það er ekki fyrr en að nákvæmum athugunum á þessum þætti málsins loknum, sem rikisstjórnin gengur endanlega frá tillögum sinum. t skýrslu valkostanefndar, þar sem rætt er um hinar þrjár meginleiðir, sem hún hefur tekið til athugunar, segir m.a.: Millifærsluleiðin „Hagvaxtarmarkmiðið, rekstrargrundvöllur atvinnuvega og hagkvæm nýting framleiðslu- afla eru að mörgu leyti samofin sjónarmið, ekki sizt, ef litið er lengra fram i timann en til næsta árs. Millifærsluleiðin hefur ýmsa ókosti frá þessu sjónarmiði, ef litið er svo á, að sá vandi, sem við er að fást i atvinnulifinu, sé varanlegur, eða a.m.k. ekki að öllu leyti háður timabundnum að stæðum, sem von sé til að breytist innan skamms til batnaðar. Sá kostur millifærsluleiðarinnar, að hún gerir kleift að mismuna eftir þörfum i styrkveitingum milli at- vinnuvega, er þvi aðeins kostur, að um timabundið rekstrar- vandamál einstakra greina sé að ræða. Eigi rekstrarvandamál at- vinnuveganna — og þá einkum útflutningsatvinnuveganna — sér sameiginlegan kjarna, þ.e., að innlent kostnaðarverðíag sé al- mennt orðið of hátt miðað við verðlag útflutningstekna (þ.e. gjaldeyris), getur þessi kostur orðin dýrkeyptur, þvi þá væri i reynd aðeins verið að leysa hluta vandans, en honum að öðru leyti skotið á frest. Þetta væri rétt, ef þau dæmi, sem við er stuðzt við mat á afkomu atvinnuvega, hafa almennara gildi en svo, að þau lýsti einungis sinu eigin þrönga sviði.Mismunun i styrkveitingum milli atvinnugreina, sem stendur lengi, hefur mikla tilhneigingu til að úreldast og gæti, þegar frá lið- ur, haft neikvæð áhrif á nýtingu framleiðsluþátta og þar með hag- vöxt. Af skiljanlegum ástæðum hneigjast slik kerfi til þess að við- halda þvi, sem fyrir er, oft á kostnað greina, sem ekki eru komnar á legg eða ná ekki að vaxa úr grasi, stundúm einfald- lega vegna þess, að litið er um þær vitað. Vandamálið um með- ferð álútflutningsins i hugsanlegu millifærslukerfi, sem á var drepið hér að framan, hefur þannig al- mennt gildi auk þeirra sérstöku vandamála, sem þvi gætu fylgt á næsta ári, bæði lagalega og ekki sizt fjárhagslega. Millifærsla til atvinnuvega eftir knappt metnum þörfum hefðbundins útflutnings gæti unnið á móti brautryðjenda- starfi i iðþróun og dregið úr vaxtarmöguleikum nýrra útflutningsgreina. Uppfærsluleiðin Uppfærsluleiðin er ekki með þessum vanköntum, og hefur þvi sem lausn á atvinnuvegavanda ýmsa kosti. Meginókostir hennar liggja i þvi, að hún gæti viðhaldið þeim rótgróna verðbólgu- hugsunarhætti, sem hér hefur verið landlægur áratugum sam- an. I þessu sambandi er þvi rétt að benda á, að fyrri gengis- breytingar hafa oft verið stór- felldar stofngengisbreytingar, framkvæmdar við slakt atvinnu- ástand og gjaldeyrisskort, ekki sizteftir að dregizthafði úr liömlu að leiðrétta varanlega rekstrar- skilyrði útflutningsgreina. Al- kunna er, að megintilgangur sumra þessara gengisbreytinga var að „hreinsa upp" flókin styrkja- eða fjölgengiskerfi, sem höfðu gengið sér til húðar. Gengisbreytingarnar 1967 og 1968, sem voru miklar , voru þó ekki af þessu tagi, heldur komu i kjölfar verul'egrar aflaminnkun- ar og verðlækkunar á fiskafurð- um. Reynsla okkar og mat á gengisbreytingum er þvi aðallega mótuð af mjög miklum breyting- um gengisskráningar. Slikum stórbreytingum fylgir að sjálf- sögðu veruleg hætta á bakslagi. Uppfærsluhugmyndirnar hér að framan gera ráð fyrir mun minni breytingum en urðu við siðustu gengisbreytingar, auk þess sem þær gætu nú tekið annað form, ekki sizt með tilliti til gjör- breyttra aðstæðna i gengismálum i heiminum og i viðhorfum manna til beitingar gengisskráningar sem hagstjórnartækis. Ýmislegt mælir með þvi, að reynt verði að fara niðurfærslu- leið að einhverju leyti til þess að leysa efnahagsvandann, sem við er að fást, ekki sizt með það i huga að reyna að eyða stöðugri verðbólguhugsun með þjóðinni. Hins vegar er hvort tveggja, að aðstæður i launa- og verðlags- málum virðast þær, að ekki sýnist fært að ná neinni umtalsverðri verðhjöðnun eftir þessari leið, og að óvissa um framkvæmd verð- lækkana i kjölfar kauplækkana er mikil. Þessi atriði hniga i þá átt, að erfitt sé að hugsa sér N sem aðaluppistóðu i heilarlausn, þótt hún sé ákjósanlegt ivaf hverrar þeirrar leiðar, sem valin kynni að verða. Hins vegar mætti skoða það sem verulegan árangur, ef með þessum hætti mætti tryggja verðfestu á árinu 1973. Til þess að niðurfærsla komi til greina sen aðaltæki, þarf að vera fyrir hendi mikil áherzla á gildi verðlags- markmiðsins, og vilji til þess að færa verulegar fórnir fyrir framtiðina, þvi ef niðurfærslan tækist, hlyti hún, til langs tima litið, að hvetja til meiri rekstrar- hagkvæmni og samkeppi". Afkoma atvinnuveganna Ennfremur segir: „I sambandi við timasetningu efnahagsaðgerðanna nú má al- mennt segja, að stjórnvöld standi nú betur að vigi en oft áður til þess að ná hagfelldum árangri með almennum aðhaldsaðgerð- um eða niðurfærslu, þar sem við búum nú við gott atvinnuástand og eigum traustan gjaldeyris- forða, og getum þvi með allt öðr- um hætti en við aðþrengdar að- stæður vegið og metið frambúðargildi hugsanlegra að- gerða. Aðalatriðið er, að bregðast við horfunum, áður en alvarleg veikléikamerki fara að gera vart við sig. Hæfilegar aðhaldsaðgerð- ir nú, sem ekki taka alltof stutta timaviðmiðun, koma i veg fyrir, að til kollsteypuaðgerða þurfi að gripa siðar. Auk þess má á það benda, að afar auðvelt mun reyn- ast að rétta sig af i átt til rýmri eftirspurnarskilyrða, yrði sliks talin þörf á næstu misserum. Á það er rétt að leggja áherzlu, að þær efnahagsaðgerðir, sem nú verður ráðizt i, þurfa að vera við það miðaðar að tryggja almenn- an rekstrargrundvöll sjávarút- vegsins og þá einkum þeirra undirstöðugreina hans, sem treysta á botnfiskafla. Skyndileg- ur, óviss, en að sjálfsögðu vel- kominn, búhnykkur á þröngu sviði innan sjávarútvegsins eins og nú er búizt við, að þvi er loðnu- afurðirnar varðar, má ekki valda þvi, að þessi vandi sé vanmetinn. Jafnframt mun reynast nauðsyn- legt að taka rekstrarvandamál togaraflotans til sérstakrar með- ferðar. Það verður að haldast i hendur, að gildi auðlinda sjávar- ins sé rétt metið og að nýjum greinum séu gefin lifvænleg va-xtarskilyrði. Til langs tima lit- ið falla þessi sjónarmið saman, og þvi þarf að gæta þess, að efna- hagsaðgerðirnar séu ekki ein- skorðaðar við þarfir þess, sem er og hefur verið, heldur taki einnig mið af þvi, sem koma skal, þ.e. taka þarf tillit til frambúðarhags- muna sjávarútvegsins, sem ráð- ast af styrk fiskistofna, og ekki siður til áætlana um skipulega ef- lingu útflutningsiðnaðar. Samráð við vinnumarkaðarins Eins og fram kom i fprmála nefndarálitsins, hefur samráð nefndarinnar við ASt og VI ein- göngu verið i þvi fólgið, að sam- ráðsmönnum frá þessum aðilum hefur verið skýrt frá mati nefndarinnar á horfum, en ekkert verið rætt við þá um leiðir. Eðli málsins samkvæmt er samráðið við launþegasamtökin sennilega það, sem mestu varðar i þessu efni, en einnig er mikil- vægt að hafa samráð við vinnu- veitendur. Ályktun nýafstaðins þings ASÍ um kjara- og atvinnumál, einkum kaflar III-VI, kann að hafa að geyma visbendingar um þau at- riði, sem máli gætu skipti við frekara samráð. Meginverkefnið verður að sjálfsögðu að finna það form fyrir meðferð kaupgreiðslu- visitölumálsins og launaákvörð- unar almennt, sem launþegasam- tökin gætu helzt sætt sig við. Vafalaust verður þetta vanda- samt. Visitöluhnúturinn virðist þess eðlis, að hann verði nú að leysa með einhverjum hætti i trausti þess, að i reynd sé til stað- ar almennur skilningur á nauðsyn slikrar lausnar, sem er forsenda þess, að þær leiðir, sem hér hefur verið lýst, nái markmiðum sin- um". Visitalan Þetta segir valkostanefnd I lokaorðum sinum um mat á leið- um. Eins og margoft hefur verið itrekað, gerðu allir þeir kostir, sem nefndin benti á , ráð fyrir þvi sem grundvallarforsendu, að áhrif efnahagsaðgerðanna kæmu ekki til framkvæmda i kaup- greiðsluvisitölu. Það atriði hefur rikisstjórnin látið athuga sérlega rækilega. Forsætisráðherra hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni, að æskilegt sé að ná samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um nýtt fyrirkomulag visitölunnar. Rikisstjórnin leggur áherzlu á samkomulag við verkalýðshreyf- inguna um þessi mál og þess vegna er hæpið, að hún muni lögbjóða nokkrar breytingar á visitölunni i sambandi við þær efnahagsaðgerðir, sem gerðar verða nú fyrir áramótin.— TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.