Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.12.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 17. desember 1972 TÍMINN 17 Heimspeki Framhald af 13. sibu. mynd var á þeim. Hver þeirra hafði fjórar ásjónur og hver þeirra hafði fjóra vængi. Fætur þeirra voru keipréttir og iljarnar eins og kálfsiljar, og þeir blikuðu eins og skyggður eir. Og undir vængjum þeirra á hliðunum fjór- um voru mannshendur o.s.frv." Þegar ég rissa þetta hér upp, þá sérðu, að hér er langsennilegast verið að lýsa einhvers konar flug- vél.Spámanninn var að dreyma i vöku, og hann sér flugvélar á öðrum hnöttum, þar sem djöful- gangur hefur verið mikill. Útilok- að er, að hann geti skýrgreint flugvél á þessum tima, en verður að gripa til þess ráðs, að tengja sýnina við eitthvað, sem hann þykist þekkja, þ.e. engla, yfir- náttúrulegar verur og annað slikt. Og það koma einnig fyrir helikopterar i Esekiel og fleiri tæki. Opinberun Jóhannesar er ekki spádómur, heldur sýn i ,,vöku- draumi" til annars hnattar, sem er að syngja sitt siðasta. Afstaða okkar til trúarbragða er sú, að við segjum þau vera misskilning á meginsannindum, eða eins og doktor Helgi orðar það: Ultra religinomen non contra þ.e.: út fyrir trúarbrögöin, en ekki á móti þelm. Maðurinn á sér óendanlega íramtiö Ein af aðalniðurstöðum Helga er sú, að tilveran sé óendanleg, eða eins og hann segir: „Saga heimsins er endanlegur þáttur i óendanlegri tilveru". Maðurinn eigi sér þvi óendanlega framtið. Hér er gengið út frá kenningunni um gagnverkandi áhrif allra efni- sagna alheimsins. Ef við tökum fyrir eina ódeilis- sögn, þá sjáum við samkvæmt þessu, að hún getur ekki hafa skapazt án sambands við annan hlut. Sá hlutur hefur þvi tilheyrt fortiðinni, og þannig má rekja koll af kolli aftur á bak, i það óendanlega, og eins fram á við. I þessum sem og öðrum fræðum verður að gera ráð fyrir skapandi krafti (guð?). Samkvæmt þvi, hljótum við öll að vera afkomend- ur þessa krafts og fer þvi ekki hjá þvi, að við berum eiginleika hans að meira eða minna leyti. Þess vegna hlýtur að búa i okur frum- eiginleiki hans, sköpunarþráin. Taugaveiklun og annar aum- ingjaskapur i okkar „svokölluðu velferðarþjóðfélögum" er til komin vegna þess, að fólk fær ekki tækifæri (yfirleitt) til að beita sköpunargáfu sinni. Það er ósjálfstætt og undirokað af þjóð- félaginu, og getur ekki losað sig. Taugarnar bila og viðkomandi fer til læknis eða sálfræðings, sem dælir i hann deyfilyfjum, sem lama sköpunargleði hans um stund, en hann verður bara enn meiri aumingi, þegar þau áhrif eru liöin hjá. Er þetta lækning? En t.d. bóndinn, sem yrkir akur sinn, og listamaðurinn, er býr til list, eru sjálfstæðir og sjá báðir nokkurn árangur sköpunar sinn- ar. Þeim mönnum liður lika oft- ast nær mun betur en hinum. Það segi ég óhikað, að sálfræðin i dag er likt stödd og efnafræðin var i hinum vestræna heimi á miðöldum, þegar menn i villu og svima voru að fikta við gull- gerðarlist og aöra slika efna- fræðilega hluti. Þeir gengu út frá þvi sem meginforsendu, að eldur- inn væri klofnun efna. Svo er það einn góðan veðurdag, að fram kemur maður, sem sannar, að einmitt hið gagnstæða á sér stað, þ.e. sameining efna. Efnafræði- visindin tóku ógurlegt stökk fram á við eftir 1750, og endurreisnin hefst. Með þessari einföldu upp- götvun varð gerbylting á öllum visindum. Þá fyrst fór vitbylgjan i visindum að risa á nýjan leik eftir margra alda dásvefn. Sálfræðin i dag samsvarar al- gjörlega gullgerðarlist miðalda. Menn halda, að i huga eða sálar- lifi mannsins eigi sér stað klofn- ing, og það er talað um hugklofa, kleifhuga og annað slikt. Það þveröfuga er hins vegar stað- reyndin. Mannshugurinn rennur saman við aðra me.ðvitund. Þetta er parasálfræði (parapsycho- logy). Þetta er grunnatriði i sál- fræði, er á eftir að valda stórkost- legribyltingu i lifsafstöðu manns- ins. Frumlif — Framlif — Við köllum það lif frumlif er við lifum á þessari jörð. Það hlýt- ur að vera upphafslif mannkyns- ins, sem byggir þessa jörð. Má þar vitna til þróunarkenningar Darwins o.fl. Minning okkar nær ekki lengra aftur en svo, og þvi er markleysa að tala um forlif okkar, sem hér búum. Eftir dauðann hverfum við frá þessari jörð og endurlikömumst á einhverjum af hnöttum alheims- ins, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Það köllum við framlif. Við erum þar holdi klædd og fullkom- lega eins og ibúar þessarar jarð- stjörnu. Þetta kemur allt fram hjá'hinum framliðnu, er þeir tala miðlum á fundum okkar. Af frásögnum trúarbragðahöf- unda og reynslu manna, sem fengizt hafa við miðilsstörf, er óhjákvæmilegt að álykta, að i framlifinu megi að vissu leyti tala um „helviti" og himnariki" i þeim skilningi, að jarðarbúar lenda eftir dauðann á öðrum hnöttum, þar sem lif er þeim skylt. í fáum orðum sagt, þá velj- ast saman „illir" menn á sama hnött og „góðir" á annan. Og lif- erni manna verður áfram i sam- ræmi við það, sem var i frumlif- inu, nema menn sjái sig um hönd, ef illa hefur verið lifað. Við tölum einnig um vistarverur guðlegra manna i alheiminum, hnetti, þar sem er aðsetur þeirra manna, er svo hafa þroskazt að vizku og gæðum, að þeir eru okk- ur jarðarbúum guðlegir. Þeir, svo og aðrir góðir framlifsmenn, reyna að hjálpa okkur jarðarbu- um. Þarna eru þeir guðir, sem mannkynið hefur dýrkað, saman- komnir, Guð okkar kristinna manna, Búddha, Brahma, Óðinn, Freyja og allir hinir. Það Ásariki, sem menn trúðu á hér á tslandi i fornöld, kom fram i draumum manna og sýndi raunverulegt guðariki á einhverjum hnetti, vöxt þess og viðgang. En til þess að jarðarbúar geti notið hjálpar guðanna, verða þeir að geta veitt móttöku heillavæn- legum áhrifum frá þeim. Þessu má likja við útvarpsviðtækið. Það er sama, hve sterk og vönduð út- varpsstöðin er, það heyrist alltaf illa i viðtækinu, ef það er lélegt. Brot úr sögu Félags Nýalssinna — Félagið var stofnað að frum- kvæði Þorsteins Jónssonar, bónda á Olfstöðum i Borgarfirði. Sem ungur maöur las hann rit dr. Helga Pjeturss, og varð þegar sannfærður um, að þarna væri allt rétt sagt og varð mjög hug- fanginn af. Skrifaði hann siðar bækurnar. Til þín, Samtöl um is- lenzka heimspeki, og Tungsgeisla og auk þess fjölda greina i blöð og timarit, eftir þvi sem tækifæri gafst. — Árið 1954 ræðst Þorsteinn i stofnun Félags Nýalssinna. Sam- an komu fimm eða sex menn hér vestur i bæ og stofnuðu félagið SÍNE FUNDUR Mánudaginn 18. haldinn fundur Hringbraut. desember kl. 20 verður i Stúdentaheimilinu við Umræðuefni: 1. Lánamál. Fjallað verður um núverandi ástand ílána- málum, með tilliti til fjárlagafrumvarps rikisstjórnarinn- ar og einnig um endurskoðun laga um námslán og náms- styrki. 2. Önnur mál. Stjórnin. formlega. Tilgangur félagsins var að útbreiða uppgötvanir dók- tors Helga á eðli og tilgangi líls- ins.og sá er hann enn þann dag i dag. Félagið var ekki máttugt til að byrja með, en svo vill verða þeg- ar hinn almenni, valdalausi borg- ari á i hlut. En það hefur þróazt gegnum árin, þannig að i dag höf- um við komið okkur upp bæki- stöð, góðu húsnæði, sem við köll- um Stjörnusambandsstöð. Við erum farnir að beita okkur meir og meir, og reynum að sýna möhnum fram á, að hér eru á ferðinni visindi, sem ef þegin yrðu, breyta heimssögunni þann- ig, að framfarir yrðu meiri á fá- um árum, heldur en allar götur fyrr. Félagsstarfið byggist aðallega á þvi, að haldnir eru sambands- fundir, eða miðilsfundir eins og kallað er, þar sem reynt er að ná sambandi við fólk á öðrum hnött- um. Þá reynum við og með allri vinsemd að koma skoðunum okk- ar á framfæri opinberlega, eftir þvi sem færi gefst til. Einnig gef- um við út félagsblað. ' Nú er einn félagsmanna okkar, sem i dag eru um 150, að vinna að bók, þar semdregnar verða sam- an allar uppgötvanir doktors Helga Pjeturss og þær t«ngdar nútima þekkinu.. Hið eina, sem virðist vanta nú- orðið, er að tengja þetta saman og átta sig á þvi, að maðurinn er að undirstöðu sambandsvera. Við getum ekki hugsað okkur einangraðan jarðarbúa sem ein- hvern útgarðaþjóðflokk hér á þessari stjörnu, án sambands við aðrar stjörnur. Það er hin stór- kostlega uppgötvun doktors Helga, að við erum liffræðilegur þáttur, liffræðileg heild i hinum mikla alheimi, afkomendur hans og væntanlegir erfingjar. SKALDUM FÁST EFTIR GOETHE í ÞÝÐINGU YNGVA JÓHANNESSONAR_______ í bókinni birtist allur fyrri hluti leik- verksins og atriði úr síðari hluta ásamt öllum lokabættinum. Að upphafi bókar rekur þýðandi efnis- þráð fyrri hlutans til glöggvunar lesendum og tengir atriðin úr seinni hluta saman með frásögu- köflum. — Þýðing Yngva Jóhann- essonar á Fást birtist hér endur- skoðuð frá því er hún var notuð við sýningar verksins í Þjóðleikhúsinu veturinn 1970—71. — 253 bls. SEINT Á FERÐ.__________ ellefu smásögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, ritaðar á árunum 1935 —42. Hefur engin beirra birzt áður í bók, og ein þeirra er hér frum- prentuð. 1 eftirmála nefnir höfund- ur, að sögurnar „séu nokkur vitn- isburður um tilraunir ungra manna úr Grafningi til að setja saman stuttar sögur, á tímum sem sannar- lega voru erfiðir og ýttu lítið undir slíka iðju". — 186 bls. LANDIÐ TÝNDA__________ eftir danska nóbelsskáldið Jó~ hannes V. Jensen er upphafsbókin í hinum víðfræga sagnaflokki Leiöinni löngu, í þýðingu Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. í eftirmála segir þýðandi: „Grunn- tónn skáldsögunnar er sá, að mað- urinn er ekki skapaður, heldur er hann skapari sjálfs sín. Hann verð- ur maður fyrir eigið atgervi." Aðal- persóna Landsins týnda er Logi, maðurinn sem fyrstur sigraði ótt- ann við eldinn. — 142 bls. EFTIR HALLDÓR LAXNESS flytur 20 ritgerðir og greinar um nafnkennd íslenzk skáld á síðari tímum, samdar á árabilinu 1927— 63. Elztur höfundanna er séra Hall- grímur Fétursson, en yngstur Steinn Steinarr. Hannes Pétursson valdi og sá um útgáfuna. Bókin er prentuð á mjög vandaðan pappír, prýdd teikningum eftir Gerði Ragn- arsdóttur, en um alla ytri gerð bók- arinnar annaðist Guðjón Eggerts- son hjá Auglýsingastofunni hf. — 209 bls. TRYGGVI GUNNARSSON, ÆVISAGA, III. BINDI Höfundur ritsins er Bergsteinn Jónsson. Þetta bindi ber undirtit- ilinn Stjórnmálamaður og fjallar einkum um stjórnmálaviðburði þá, er Tryggvi Gunnarsson var við rið- inn á áttunda og níunda tug síð- ustu aldar. Þetta er mikið rit, yfir 700 bls. lesmáls auk allmargra myndasíðna. fSLENZK LJÓÐ 1954—1963 eftir 45 skáld. Þetta er sýnisbók ís- lenzkra Ijóða á öðrum áratugnum frá því að lýðveldið var endurreist og framhald íslenzkra Ijóða 1944 —1963, er út kom 1958. Eru bækur bessar úrval íslenzkrar Ijóðagerð- ar á hinni nýju lýðveldisöld. Gils Guðmundsson, Guðmundur Gísla- son Hagalín og Helgi Sæmunds- son hafa valið kvæðin. — 240 bls. BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR, II. BINDI________________ Dr. Finnbogi Guðmundsson sá um útgáfuna. Bréfritarar eru m. a. gamanskáldið Káinn, hugsjóna- maðurinn Frímann B. Arngrímsson og dr. Rögnvaldur Pétursson. — 220 bls. BÓKAÚTGÁFA ^2£# MENNINGARSJÓDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.