Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 211. desember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>ór- : arinn Þórarinsson (ábm.l. Jón Helgason, Tómas Karlsson,: : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans),: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — aúglýs-í:j::: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaltlg: ^25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:::::|: takið. Blaðaprent h.f. 12% — 18% í fyrrinótt lauk þingstörfum á Alþingi fyrir jól með afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1973. Við lokaumræðuna um fjárlögin var gerð grein fyrir þeirri þjóðhagsspá, sem Hag- rannsóknardeild Framkvæmdastofnunarinnar hefur gert eftir gengislækkunina, og þróun verðlags og kauplags á næsta ári og áhrifum þess á útgjöld og tekjur rikisins. Samkvæmt þessari spá Hagrannsóknar- deildarinnar er gert ráð fyrir þvi, að #ráð- stöfunartekjur heimilanna i landinu aukist um 18% á árinu,en verðlag hækki um 12-13% að meðaltali. Forsendurnar eru þær, að grunn- kaup mun hækka um 6% hjá hinum almennu verkalýðsfélögum 1. marz og um 7% hjá opin- berum starfsmönnum. Verðlagsbætur verða svo greiddar á laun skv. kaupgreiðsluvisitölu. Verðlag mun hækka vegna gengislækkunar- innar og af öðrum ástæðum einnig,og er reikn- að með,að kaupgreiðsluvisitalan verði að með- altali á árinu 122,5 stig,en hún er nú 117 stig. Þessar tölur eru þó allar með þeim fyrir- vara, að hugsanlegt er, að rikisstjórnin og verkalýðshreyfingin semji um einhverjar þær ráðstafanir gegn verðbólguþróuninni á næsta ári, sem þýddu,að hækkun visitölunnar yrði minni en þarna er spáð. Þar sem þeir ráða Enn er ihaldið i borgarstjórn Reykjavikur samt við sig. „Aðförin að Reykjavik”, eins ihaldið kallaði skattalagabreytingar rikisstjórnarinnar, hefur reynzt búhnykkur fyrir borgarsjóð Reykjavik- ur og er fjárhagur hans góður, þrátt fyrir það, að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa aldrei verið meiri en á þessu ári, enda voru framlög til þeirra aukin um 100% á árinu. Þá hefur dregið úr ýmsum útgjöldum borgarsjóðs vegna annarra lagabreytinga rikisstjórnarinn- ar og átaka i tryggingamálum. Framkvæmda- áform borgarinnar voru svo mikil,að ekki tókst nærri þvi að koma þvi öllu i verk, sem á fjár- hagsáætlun þessa árs var, og eru þvi á annað hundrað milljónir á biðreikningum. Við þessar aðstæður lögðu andstöðuflokkarn- ir i borgarstjórn til, að ekki yrði lagt 10% álag ofan á útsvör borgarbúa og 50% ofan á fast- eignagjöld af ibúðum þeirra og lögðu til lækkanir á fjárhagsáætlun,svo til þess þyrfti ekki að koma. Þessa tillögu felldi ihaldið. 1 málaflutningi Sjálfstæðismanna og i mál- gangi þeirra Mbl. er harðast deilt á rikisstjórn- ina fyrir of miklar framkvæmdir, sem valdið hafi ofþenslu á framkvæmdamarkaði og dregið vinnuafl frá atvinnuvegunum. Hefði mátt ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn lifði eftir þessum kenningum, þar sem hann fengi einn að ráða. Þvi er ekki aldeilis að heilsa. Tillögum um að- hald er visað frá og ákveðið að nota allar heimildir til hins ýtrasta til sem mestrar skatt- heimtu á hendur Reykvikingum. Um leið er kvartað yfir þvi, að lög leyfi ekki enn meiri skattheimtu! — TK. Cyril Cray, The Scotsman: Offjölgunin er mesta vandamál mannkynsins Hún getur reynzt Bretum þung í skauti ÞAÐ var dr. John A. Lor- aine við hásk. i Edinborg, sem samdi bréfið, sem 52 frægir læknar og háskólamenn i Bretlandi undirrituðu i janúar i vetur, þar sem skorað var á Breta að taka forustu um tak- mörkun mannfjölgunar. Dr. Loraine ritar grein i timaritið Prevent og vikur þar á ný að knýjandi þörf á þvi, að rikis- stjórn Bretlands hefjist handa um ráðstafanir gegn mann- fjölgun. Timarit þetta er nefnt ,,rit allra, sem vilja koma i veg fyrir sjúkdóma.” f grein sinni krefst dr. Loraine þess, að ..rikisstjórnin segi offjölgun skýlaust strið á hendur, heiti frjálslyndum lögum um fóstureyðingar og einnig þvi, að hver og einn geti látið gera sig ófrjóan sér að kostnaðar- lausu. Fyrrnefnt bréf læknis- ins frá i janúar var birt i riti brezka læknafélagsins og „Lancet” og vakti allmikinn áhuga. Um það kemst hann svo að orði: „Það virtist fá góðar undir tektir hvarvetna i starfsgrein okkar. Ég ræð þetta meðal annars af þvi, að við höfum fengið um 2000 hliðholl svar- bréf við fyrsta ákalli okkar. Það er i senn skylda okkar og réttur að sjá til þess, að þessi svarköll magnist og verði að voldugri hljómkviðu”. HVARVETNA blasa við ægileg vandamál, sem eru i nánum tengslum hvert við annað. Meðal hinna helztu má nefna offjölgun, mengun umhverfis, þrot takmarkaðra auðlinda, vaxandi fátækt mitt i allsnægtunum, ógnvekjandi ófreskju ófyrirsjáanlegrar þjóðfélagsspillingar og sivax- andi hættu á hungursneyð um alla jörðina. ,,En ofar öllu þessu gnæfir offjölgunin sjálf eins og ægi- legur risi, sem heldur hnettin- um i heljargreipum”, segir dr. Loraine. Hann segir stjórnmálamenn allra flokka hvarvetna reyna að ástunda útbreiðslu háska - legrar firru. Þeir viðurkenni fúslega offjölgunarvandann meðal vanþróuðu þjóðanna i hinum svonefnda þriðja heimi, Asiu, Afriku og Suður- Ameriku, en þverneiti hins vegar. að við slikan vanda sé að etja meðal hinna þróaðri þjóða, svo sem Breta, Japana, Bandarikjamanna og aðildar- þjóðanna að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. MEÐAL hinna vanþróuðu þjóða koma einkennin fram i gifurlegum vexti borga, sárri fátækt og sulti, en þau eru öll önnur og mildari meðal hinna þróaðri þjóða. „Plágan læðist þar með veggjum, einkennin breiðast hægt út, en sóttin eln- ar eigi að siður, og allt stefnir að hinum eina, ömurlega enda”. Meðal þróuðu þjóðanna kemur offjölgunin niður á svo- nefndum sameiginlegum lifs- gæðum. Þar spillist loft, vatn og land, auðlindir eru þurr- ausnar, borgirnar breiðast út i öllum sinum herfileika , og þrengslin i óendanlegum borgaóskapnaðinum valda sálrænni streitu. ÞARNA koma einnig við sögu mjög hatrömm mannleg vandamál eins og atvinnu- leysið, sem nú er meira og til- finnanlegra meðal hinna þró- aðri þjóða en nokkru sinni fyrr siðan i kreppunni miklu um og upp úr 1930. Ösennilegt er, að það minnki til muna þrátt fyrir ákafar tilraunir stjórn- málamanna samtimans til að auka efnahagslega grózku. „Geimskipið jörð hefir varla efni á mikilli fjölgun meðal hinna þróaðri þjóða. Sérhver fæðing meðal iðnaðar þjóða Vesturlanda reynir miklu meira á takmarkaðar auðlindir okkar en sams konar atburður meðal þjóða þriðja heimsins. Þróuðu þjóðirnar búa á fimmtungi landsins, en nýta eigi að siður fjóra fimmtu hluta þeirra náttúruauðlinda, sem jörðin býr yíir. Heita má, að svo hagi til um sérhvert hinna þróaðri rikja, að alls- nægtir þess byggist á þvi, að fá hráefnin frá löndum i þriðja heiminum, sem eru viðsfjarri eðlilegum landamærum þess”. „SATT að segja mætti likja framferði hinna þróaðri rikja við aðfarir tröllaukins, hnatt- þrúgandi snikjudýrs, sem verður þess gráðugra, sem iðnþróunin og hagvaxtarstefn- an breiðist viðar út”, segir dr. Loraine. Hann segir Breta illa á vegi stadda i mannfjölgunarmál- inu. Se'u eyjar og borgriki und- anskilin,sé Bretland niunda i röð hinna þéttbýlustu landa, næst á eftir Bangladesh, For- mósu, Suður-Kóreu, Hollandi, Belgiu, Vestur-Þýzkalandi, Japan og Libanon. Séu Eng- land og Wales hins vegar talin sér, komist þau i þriðja sæti á eftir Bangladesh og Formósu. Horfurnar fyrir brezka konungdæmið um næstu alda- mót og upp úr þvi séu næsta uggvænlegar. Spáð er 66,5 milljónum manna i brezka konungdæm- inu árið 2000 og 70,9 milljónum árið 2010. Fæðingar eru 300 þús. fleiri en dauðsföll ár hvert, en það jafnast á við ibúatölu Bradford eða Hull. I meðalfjölskyldunni eru 2,4 börn, en eigi að stöðva fjölg- unina.þarf sú tala að fara niður i 2,2 , „FLESTIR okkar hallast að þvi að stöðva fjölgunina alveg”, segir dr. Loraine. „En þvi miður gæti framvindan orðið allt önnur og fjölgunin allt i einu farið að aukast hröðum skrefum. Samkv. niðurstöðum nýlegrar könn- unar Myra Woolf á óskum fólks um fjölskyldustærð kemur sú fróðl, en eigi að siður uggvekjandi staðreynd i ljós, að hjón vildu að meðaltali eiga 3, 4 börn.ef fjárhagsað- stæður væru hagkvæmar”. „Offjölgunin er þegar orðin Bretum næsta dýr, þar sem 50 þúsund ekrur ræktarlands hverfa i hit þéttbýlisins ár hvert. Nýjar borgir eru sólgn- ar i land og auka sifellt á erfið- leikana.” Oífjölgunin er lrumorsök mengunarinnar, ásamt iðn- væðingu og velmegun, en bill- inn herðir að hálsinum ef svo má segja. „Þegar að lokum aldarinnar liður”, segir dr. Loraine, „hefir þéttbýlið i Englandi og Wales sennilega lagt undir sig meira en fjórð- ung yfirborðs landsins,ef svo heldur fram, sem horfir”. LÆKNAR eru áhrifamenn, segir dr. Loraine, láta sig samíélagsmál miklu varða og hala á liðinni tið orðið sigur- sælir i baráttu við sóttnæma sjúkdóma. Baráttan gegn of- Ijölguninni á og þarf að verða brezkum læknum og læknum allra þróaðra þjóða heilagt mál, segir hann. Þeir verða að vakna af dvala sinum og taka sér i hönd „járnsóp sögunnar,” eins og Leon Trotsky komst að orði. Læknarnir verða að leggja fast að rikisstjórninni að skera upp herör gegn off jölgun þjóð- arinnar og boða viðeigandi aðgerðir bæði innan lands og á alþjóða-vettvangi. Stjórn- málamennirnir verða að sýna og sanna, að ein þjóð hafi þó að minnsta kosti verið reiðu- búin að horfast i augu við mesta vanda tuttugustu aldar- innar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.