Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 2:t. desember 1!)72 TÍMINN 15 Regina Bragadóttir, verzlunarstjóri. Ættingi og alnafna enn í sama húsinu — og hart nær tvær aldir liðnar í hjarta gamla miðbæjarins i Reykjavik stendur gamalt og æruverðugt hús. Það er rétt um 175 ára og vantar þannig ekki nema svo sem rúm tuttugu ár til þess að hafa séð tvær aldir ganga yfir höfuðstað islands. Sá, sem húsið byggði og verzl- aði i þvi fyrstur manna, var Bjarni riddari Sivertsen. Kona sonarsonar Bjarna riddara hét Regine Magdalene, og var hún með fyrstu freyjum þessa húss. Og timinn leiö. Svo var það vorið 1944, þegar islendingar fögnuðu fuflveldi sinu, að sett var á stofn bókabúð innan þessara veggja. Sá.sem það gerði. hét Bragi Brynjólfsson, og þarf nú ekki lengur neinn að efast um, hvað verið er að fara: Það er Bókabúð Braga, sem hér er til umræðu. Núverandi verzlunar- stjóri búöarinnar, Regina Bragadóttir, varö góðfúslega við þeim tilmælum að spjalla við okkur stundarkorn. Það má gjarna segja til lróðleiks þeim, sem ekki vita, að Regine Magdalene, sú sem fyrr var nefnd, var langa-langamma Reginu Bragadóttur, þeirrar, sem nú ætiar að spjalla við okkur. Hér er enn sama nafnið á ferð i ættinni. Það er eitthvað notalegt við það að setjast niöur úti i horni á svo gömlu og virðulegu húsi, og mér varð fyrst fyrir að spyrja: — Var þaö i þessu húsi, Regina, sem faðir þinn hóf verzlun sina? — Já, það var hér. Hann stofn- aði verzlunina hér i júnimánuöi vorið 1944 — hátið er til heilla bezt LOFTPRESSA Það ergott að muna 22-0-95 Ef ykkur vantar loftpressu þá hringið og reynið viðskiptin. Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. Við velíum rnintaf það borgar sig IHSnbl • OFNAR H/F. Síðumúla 27 ♦ Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 — og hér hefur búðin verið til húsa siðan, eða i 28 ár. — Og svo hefur hann rekið verzlunina sjálfur til dauðadags? — Já, já. Hann lézt i maimán- uði 1961. Þá tók ég við rekstrinum og hef séð um þetta siðan. — Varstu ekki hrædd við ábyrgðina fyrst i stað? — Ég var aðeins átján ára, þegar ég tók við verzluninni, og ég neita þvi ekki, að ég var dálitið hrædd i byrjun. Ég hafði aðeins Til tœkifœris g)afa f Dema n ts hringar Steinhringar GULL OG SILFUR fyrir dömur og herra Ní) Gullarmbönd Hnappar ^ Hálsmen o. fl. Sent i póstkröfu Vs GUDMUNDUR ÞORSTEI NSSON ^ gullsmiður ^ Bankastræti 12 S' Simi 14007 'p unnið hér i viðlögum, til dæmis á sumrin og eins fyrir jól. Ég var meira aðsegja á skóla i Englandi, þegar ég allt i einu þurfti að koma heim til þess að taka þetta að mér. — En þetta hefur samt gengið vel? — Já, já. Það er ekki annað hægt að segja en að það hafi gengið ágætlega. — Er of nærgöngult að spyrja, hvort verzlunin hefur vaxið eða minnkað i höndunum á þér? — Það er alveg saklaust að spyrja. Aftur á móti er ekki alveg vist, að ég geti svarað spurning- unni svo að óyggjandi sé. Jú, ég held nú,að það fari ekki á milli mála, að verzlunin hafi heldur dregizt saman. Bókaverð er orðið hátt, og svo eru nú alltaf viss timabil á árinu, sem salan er litil, eins og til dæmis um mitt sumar- ið. — Bætir ekki ferðamanna- straumurinn upp deyi'ð sumars- ins? — Jú, vist gera þeir það tals- vert. Það kemur hér mikið af út- lendingum til þess að kaupa myndabækur frá lslandi, póstkort og erlend dagblöð. — Þú verzlar alltaf með útlend blöð? — Já, einkum dönsk, sænsk og ensk vikublöð og svo erlend dag- blöð. — Er eitthvað dálitið um. að menn séu fastir áskrifendur að útlendum dagblöðum og viku- blöðum. — Já, ég er með þó nokkra fasta áskrifendur, einkanlega að dönskum og enskum dagblöðum. — Er þá ekki mikil ös hjá þér, þegar blöðin eru nýkomin? — Það er oft mikil ös á mánu- dögum, en það eru nefnilega eink- um sunnudagsblöðin ensku, sem keypt eru hjá mér. — En svo maöur snúi sér að sjálíum bókunum: Hvernig bæk- ur eru það, sem þér virðist mest keypt al'? — Jah. Nú vandast málið. Jú, ævisögur og bækur um dulræn efni seljast mjög mikið. Og svo eru nú alltaf vissir höfundar, sem alltaf ganga. — Finnst þér vera mikill kyn- slóðamunur á þvi, hvers konar bækur fólk kaupir? (Að barna- bókunum undanskildum, auðvit- að) — Já, það er nú talsveröur munur á þvi. Það er til dæmis fleira af fullorðnu og miðaldra fólki, sem kaupir dulrænu bæk- urnar, sem ég var að taia um áðan. Aftur á móti eru hasar bækur i æsifréttastil mikið keypt- ar af ungu kynslóðinni, einkum stálpuðum og hálffullorðnum strákum. — Já.strákar, segirðu. En hvað um kerlingabækurnar, svoköll- uðu, sem margir hafa verið að hnýta i? — Já. Þær seljast bara vel. En annars verð ég nú að árétta þetta, sem ég var að segja um strákana. Þessar hasarbækur eru keyptar af karlmönnum á öllum aldri og meira að segja ekki eingöngu af karlþjóðinni. — En hvað um ljóðabækur? — Þær eru þvi miður of litið keyptar, en þó finnst mér það fara batnandi. — Eru okkar gömlú snillingar, eins og Stephan G., Einar Ben. og aðrir slikir ekki alltaf i miklum metum? — Jú, jú, mikil ósköp. Okkar gömlu.sigildu ljóðskáld halda alltaf sinu sæti. Og eins og ég var að segja, þá finnst mér vera að verða gleðileg breyting i þeim el'num. Þaðer fleira af ungu fólki, sem núna kaupir bækur þeirra en var fyrir nokkrum árum. — Spyr fólk þig um bækur og leitar ráða hjá þér, hvað það eigi að kaupa? — Já, það spyr um alveg ótrú- legustu hluti. Einkum er það áberandi fyrir jólin, þegar flestir eru að kaupa til þess að gefa, en ekki handa sjálfum sér. — Það er ekki svo mjög leiðin- legt að vera verzlunarstjóri i bókabúð? — Nei, það er nú eitthvað annað. — Ég man ekki betur en.að þú segðir það i viðtali fyrir mörgum árum, að það væri skemmtileg- asta fólkið, sem kæmi i bókabúð- ir? — Það er alveg rétt. Ég sagði þetla, og ég er fús til að standa við það. Þessi skoðun min hefur styrkzt.en ekki veikzl með árun- um. — Heldurðu.að jólasalan i ár verði meiri en i íyrra? — Það er enn spölur til jóla, svo liklega er bezt að spá ekki of ákveðið. Krónutalan vex auðvit- að, en það er ekki að marka, þvi verð á bókum er um það bil tutt- ugu og fimm til þrjátiu hundraðs- hlutum hærra en i lyrra. En eftir þvi sem þelta lilur út núna, gæti ég vel trúað þvi,að sjálfur ein- takafjöldinn yrði einnig meiri en undanfarin ár. Ég er ánægð með jólasöluna i ár, það sem af er. - VS llér má sjá framstafn þessa gamla húss, setn bráðunt á tvær aldir að haki. Einu sinni hét það Smjörhúsið, þvi að þá var selt þar smjör og eitthvað fleira reyndar. Nú sækja menn þangað andlega næringu, þegar sálina þyrstir i lestur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.