Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur :tl. desember 1972 Iðjusemi, nægjusemi; hjálpsemi Nýlega fóru 20 norrænir blaða menn til Kina Frásögnin, sem hér birtist, er eftir Per AAonsen, fréttamann norsku fréttastofunnar NTB Við lögðum af stað frá Helsing- fors og fórum styztu leið til Pek- ing, gegn um Moskvu og Siberiu með sovézka flugfélaginu Aero- flot. Venjulega tekur þessi ferð um 20 klukkustundir, en við kom- um á áfangastað nákvæmlega þremur sólarhringum eftir að við lögðum af stað. Á leiðinni urðum við að gista við óþægilegar að- stæður og án farangurs okkar. Við vorum á barmi örvæntingar og lungnabólgu, þegar við loks komumst á leiðarenda. Frá kinverskum sjónarhóli er það sjálfsagt gott og blessað að gestirnir komi yfir Siberiu. Sá sem kemur frá hinu eyðilega, is- kalda Irkutsk til hins fjölmenna og frjósama héraðs kring um Peking, þar sem ljúfur blær leik- ur um pilviðartrjánum, kemst ekki hjá þvi að hugsa hlýlega til Kina. Gestgjafar okkar létu mjög á sér skilja, að ekki væri óvana- legt, að Kinafarar lentu i þreng- ingum á leiðinni gegn um Sovét- rikin. Þeir vissu alls ekki til að Pekingflugvöllur hefði nokkurn tima verið lokaður, á meöan við sátum i kuldanum i Siberiu og biðum. Kinverks hreinskilni Þetta var i fyrsta sinn, sem við urðum vör við fjandskap þann svo ekki sé meira sagt, sem virð- ist rikja i sambandi Kina og Sovétrikjanna. Jafnframt feng- um við forsmekkinn af þeirri und- arlega miklu hreinskilni i stjórn- málum, sem kinverskir kommún- istar sýna nU orðið útlendingum. Á þeim hálfa mánuöi, sem heim- sóknin varði, spurðum við fjölda spurninga og svörin voru opinská, ekki sizt, þegar um var að ræða persónulegar aðstæður. Einnig kom þarna i ljós hæfileiki, sem maður rekst sjaldan á hjá kom múnistiskum valdhöfum. Háþróuð kimnigáfa. Kinverjar þora að hlæja að sjálíum sér. Venjulega eru einhver vand- kvæði á að fá að nota myndavélar að vild i einræðislöndum, en i Kina urðum við ekki vör við slikt. Jafnvel á flugvelli, þar sem við fengum að sjá lendingar og flug- tök herflugvéla og sumir drógu varlega upp myndavélar, skipti sér enginn af þvi. Ýmislegt af þvi, sem við höfum lesið um myrkv- anir og eltingaleiki við „ókunna djöfla” og spratt upp Ur menning- arbyltingunni, virtist nú heyra fortiðinni til. Fátækt land Kina er fátækt land og þróunar- land. Það fengum við alls staðar að heyra, bæði frá stjórnmála- og embættismönnum. En við leituð- um árangurslaus að þeirri fátækt, sem blasii við manni i öðrum Asiulöndum, i formi mannlegra hörmunga og neyðar. Þegar Kin- verjar telja land sitt fátækt, eiga þeir ekki við, að fólkið vanti mat, föt eða þak yfir höfuðið, en að efnahagur landsins sé grund- vallaður á frumstæðum landbún- aði, sem á að framleiða mat handa 600 milljónum manna, sem þau störf vinna og 150 milljónum sem búa i borgunum. Ennþá búa um 80% þjóöarinnar utan borg- anna og allt það fé sem þarf til að byggja upp iðnaðinn og nútima þjóðíélagsform, verður að koma i'rá landbúnaðinum. Kinverjar eru ákveðnir i að bjarga sér sjálf- ir, án nokkurrar aðstoðar utan frá. En til þess þarf mikið strit. Hvar sem við fórum á ferð okkar, sáum við bændafjölskyldur að störfum. Á eftir uxaplógnum gegnu berfættir vinnuflokkar, sem pældu i moldinni með löng- um verkfærum. Meðal þessa fólks voru bæði konur og börn. Milu eftir milu er hver fermetri ræktaður og akrarnir sundur- skornir langs og þvers af áveitu- skurðum. Eftir þjóðvegunum er sifelldur straumur þungt hlað- inna vagna af grænmeti. Þeir eru á leið til borganna. Hestar og asn- ar draga suma, en menn aðra. Kinverskir bændur eru vanir striti, en þó að uppskera bregðist i einstökum héruðum vegna flóða eða þurrka, þýðir það ekki lengur hungursneyð og flótta milljóna til að bjarga lifinu. Framleiðslan hefur verið skipulögð, svo og dreifingin, þannig að þessi ógnvaldur er nú á brott rekinn Ur lifi þjóðarinnar. Maturinn er nægur(þvi verði uppskerubrestur, kaupir stjórn korn á alþjóða- markaði. Tvær breytingar Þessi breyting á lifsaðstöðunni er áreiðanlega sú merkasta, sem orðið hefur i Kina eftir bylting- una. Þegar þetta er haft i huga, er auðveldara að skilja þau sterku itök, sem Mao formaður og kom múnistaflokkurinn eiga meðal þjóðarinnar. Kinverjar hafa öðlast öryggi, sem þeir þekktu ekki áður. Þegar kinverskir kommúnistar tala um valdatökuna 1949, nota þeirekki orðin bylting. Þeir kalla það frelsunina og leggja i orðið tvöfalda merkingu: P’relsun frá gamla kerfinu, sem hélt fólkinu niðri og frelsun frá nýlendufyrir- komulaginu. 1 hundruð ára höfðu nýlenduveldin þvingað veikar kii>' verskar stjórnir til að viðurkenna sérréttindi útlendinga á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Kinverjum var þessi timi mikil auðmýking. Kommúnistar bundu endi á þetta. Kina reis upp, svo orö formannsins séu notuð. Þjóð- arvirðing Kina var endurreist. Að sjálfsögðu er þetta mjög notað i áróðri öllum. Alls staðar fengum við að heyra hversu mik- ilvægt það væri, að erfiði þjóð- arinnar kæmi henni til góða. En á bak við þetta er raunsæi. Það væri ekki mögulegt að láta 700-800 milljónir Kinverja vinna jafn mikið og þeir gera, ef þeir hefðu ekki sterka tilfinningu fyrir þvi, að þeir væru að byggja upp framtið þjóðarinnar. Reikningsskekkja 1 þessu var það, sem Sovétmenn reiknuðu skakkt. Kinverjar þörfnuðust mjög hjálp- ar Sovétrikjanna á sviði efnahags og tækni. En frelsið varð þyngra á metunum og Kinverjar vildu ekki Það er aöaljámbrautarstööin i Peking, sem ber mynd Maos formanns. Frainar er eins konar leigubill og er farþeginn i þann veginn að borga bflstjóranum fargjaldið. þiggja aðstoð með skilyröum. Þegar Rússar fóru heim árið 1960, skildu þeir eftir mörg hálf- köruð mannvirki. Eitt þeirra, brúin yfir Gulafljót við Nanking, hefur siðan orðið eins konar þjóð- artákn um kinverskan vilja og sjálfshjálp. ,,Þetta byggðum við með eigin höndum" stendur á stórum, rauðum skiltum við brú- arsporðana. Hingað kemur fólk alls staðar að úr landinu og ungir leiðsögumenn segja stoltir frá þvi, hvernig þetta hátæknilega mannvirki varð til árið 1968, þrátt fyrir svik Rússa. „Byggt með eigin höndum” geta verið einkunnarorð álþýð- unnar i Kina. Hvar sem við fór- um, hittum við fyrir vinnusamt og þolinmótt fólk, sem hafði yfir að ráða einstökum vinnuaga, iðjusemi , þoli og nægjusemi. All- ir sýndu okkur kurteisi og hjálp- semi. Þetta eru allt góðar, gamaldags dyggðir, sem hafa mætti i háveg- um viðar i heiminum en hjá Mao i Kina. ( Þýtt—SB) Hópur verkafólks á leið á akrana. A skiltinu eru tilvitnanir i Rauða kverið hans Maos, en þær eiga að hjálpa fólkinu að vinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.