Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 31. desember 1972
Hefur atvinna nokkru sinni ver-
iðalmennari og betri en þetta ár?
Það dreg éfi i efa, nema þá e.t.v.
einhver styrjaldarárin.
Ég hygg, að þau séu ekki mörg
árin sem meiri vinnufriður hefur
rikt en nú.
Eitthvað kann að vera deilt um
kaupmáttaraukningu, en enginn
óvitlaus maður hygg ég, að neiti
þvi, að hún hafi orðið mjög veru-
leg.
Hér á landi hafa aldrei verið
meiri framkvæmdir en þetta ár,
sem er að kveðja. Aldrei áður
hefur verið framkvæmt eða
undirbúið þvilikt átak i atvinnu-
málum landsbyggðarinnar sem
einmitt nú.
Ég læt þetta nægja um þessar
einföldu staðreyndir, sem menn
hafa fyrir augum eða þreifa á. En
til viðbótar ætla ég að gefa örstutt
yfirlit um afkomuhorfur ársins,
eftir þvf sem nú verður næst kom-
izt, einkanlega atvinnuveganna.
Ég held, að slikt staðreyndatal
geti verið til nokkurrar leiðbein-
ingar fyrir þá, sem áhuga hafa á
málefnalegri umræðu um þessi
efni. Margar af þeim upplýsing-
um hefi ég að visu áður gefið á Al-
þingi.
Þjóðarfram leiðsla
og þjóðartekjur
Horfur virðast nú á, að aukning
þjóðarframleiðslu verði um 6%
að raunverulegu verðgildi á árinu
1972. Aukning raunverulegra
þjóðartekna verður að likindum
nokkru minni, eða nálægt 4 1/2%.
Astæðan fyrir þessum mun er
rýrnun viðskiptakjara i utan-
riki; verzlun, einkum vegna
gengisbreytinga gjaldmiðla
helztu viðskiptaþjóða Islendinga
og einnig vegna verðhækkana i
þessum löndum. Gengi flestra
evrópskra gjaldmiðla, sem ráða
mestu um innflutningsverðlagiö,
hækkaði sem kunnugt er i lok s.l.
árs gagnvart islenzku krónunni
og Bandarikjadollar, en hann
ræður aftur á móti mestu um út-
flutningsverðlagið. A undanförn-
um árum, og þá einkum á siðustu
tveimur árunum áður, hafa við-
skiptakjör verið íslendingum
hagstæð og þjóðartekjur hafa
vaxið meira en framleiðsla.
Sjávarútvegur
1 upphafi ársins var búizt við,
að vegna aukningar fiskiskipa-
flotans i ár og á árinu 1971 og
vegna þess, að þorskárgangurinn
frá 1964 var talinn sterkur, gæti
orðið um nokkra aflaaukningu að
ræða á þessu ári eða allt að 4%.
Reynsla ársins 1971 hvatti þó til
varkárni i slikum spám og sýndi,
að mjög gæti brugðið til beggja
vona um aflabrögð. Eftir að
vetrarvertið lauk var ljóst, að
ekki var að vænta neinnar
heildaraflaaukningar á árinu
þrátt fyrir mikið aflamagn á
loðnuvertið. Framvindan siðan
hefur verið með þeim hætti, að
sýnt er, að sjávarafli minnkar á
þessu ári. Tölur um aflaverðmæti
i októberlok, metið á föstu verð-
lagi, sýna 4-5% minnkun afla
miðað við sama tima i fyrra og á
sama timabili hefur framleiðsla
sjávarafurða til útflutnings
minnkaðum nálægt6%. Má búast
við að framleiðslan minnki á ár-
inu um 6-7%. Er þetta annað árið i
röð, sem sjávarvöruframleiðsla
dr-egst saman að magni til þrátt
fyrir aukna sókn. I fyrra var
framleiðsluminnkunin 4 1/2%,
sem þá var miklu meira en vegin
upp af 25% hækkun útflutnings-
verðs. Miðað við verðlag til októ-
berloka má búast við, að út-
flutningsverð hækki á þessu ári
um 8-9%, þannig að verðmæti
sjávarvöruframleiðslunnar verði
þrátt fyrir aflamismuninn um 1-
2% meira en i fyrra.
Landbúnaður
Arið 1972 hefur verið land-
búnaðinum fremur hagstætt.
Veturinn var mildur og vel vor-
aði, en sumarið var fremur kalt
og óþurrkasamt sunnanlands og
suðvestanlands. Þó varð heyfeng-
ur meiri að magni en nokkru sinni
áður. Gera má ráð fyrir, að bæði
nautgripa- og sauðfjárafurða-
framleiðsla vaxi um 5-5 1/2%, en
vegna lélegrar uppskeru jarð-
ávaxta verður aukning heildar-
framleiðslu landbúnaðarafurða
varla meiri en rúm 3% á árinu.
Er þetta annað árið i röð, sem
framleiðsla landbúnaðar eykst
eftir erfiðleikatimabilið 1966-1970.
Kikisstjórnin hefur beitt sér fyrir, að samið hefur verið um kaup á 29 nýjum skuttogurum,
premur 3ja — 6 ára skuttogurum eða samtals 32 skipum — auk þeirra 8 togara, sem samið
var um i tið fyrrverandi ríkisstjórnar. Verður þessum nýju skipum dreift tii allra lands-
hluta og þar með lagður grundvöllur að stöðugri hráefnisöflun frystihúsa, aukinni atvinnu
og bættum hag landsmanna. A myndinni er skuttogarinn ögri að sigla inn á Revkia*
vikurhöfn I fyrsta skipti.
Með útfærslu landheiginnar skapast skilyrði til þess að ríkisstjórnin
setji strangar friðunarreglur til verndar fiskistofnunum og beiti sér
fyrir skynsamlegri hagnýtingu auðæfa sjávar umhverfis tsland.
Þannig er unnið aö langtimahagsmunum allra þeirra þjóða, sem
stunda veiðar á islandsmiðum. Myndin er af fiskaðgerð um borð i tog-
Iðnaður
Eftir óvenju mikla aukningu á
árinu 1971 hefur iðnaðarfram-
leiðslan aukizt enn á þessu ári,
þótt i minna mæli sé en i fyrra.
Benda athuganir á framleiðslu-
breytingu, fyrstu þrjá ársfjórð-
ungana til þess að framleiðslu-
aukning almenns iðnaðar verði
um 8-9% á árinu. Er þá ekki með-
talin ál- og kisilgúrframleiðsla,
en að þessum greinum meðtöld-
um eykst framleiðslan sennilega
um 9-10%. Aukning framleiðsl-
unnar er nokkuð mismunandi i
hinum ýmsu iðngreinum, en
hvergi virðist um neinn teljandi
samdrátt að ræða.
Útflutningur
Horfur eru nú á, að verðmæti
vöruútflutnings verði um 22-23%
meira i ár en i fyrra, en um 10-
11% meira ef álið er undanskilið.
Þessi mikla aukning i krónutölu
byggist þó að verulegu leyti á
áætlaðri minnkun útflutnings-
vörubirgða, bæði áls og sjávaraf-
urða, þar sem i reynd er nú gert
ráð fyrir, að sjávarvörufram-
leiðsla til útflutnings minnki um
6-7% en verðlag hækki um 8-9%.
Útflutningur áls mun nálega þre-
faldast á árinu að verðmæti þrátt
fyrir nokkra verðlækkun, en ál-
birgðir hafa minnkað verulega á
árinu. Útflutningur annarra
iðnaðarvara hefur aukist mjög
verulega á árinu, og er þar bæði
um aukið magn og hækkað verð
að ræða.
1 heild má nú gera ráð fyrir, að
útflutningsframleiðslan minnki
að magni um 2-3% á árinu, en
vegna birgðabreytinga aukist út-
flutningur um 16% að magni og
um 22-23% að verðmæti og nemi
rúmlega 16.000 m. kr. f.o.b.
Innflutningur
Nokkur óvissa rikir enn um
endanlegar innflutningstölur árs-
ins I ár, einkum vegna óvenju
mikils innflutnings á undanförn-
um vikum. Allt bendir þó til þess
að almennur vöruinnflutningur
aukist á árinu um 11% að magni
og 20-21% að verðmæti og verði
um 16.500 m. kr. f.o.b. Sérstakur
innflutningur, þ.e. innflutningur
skipa, flugvéla og vegna stór-
virkjana og álvers, minnkar hins
vegar verulega frá fyrra ári eða
um 17%, þannig að i heild mun
vöruinnflutningur aukast á árinu
um 17% að verðmæti og nema
tæpum 20.000 m. kr. f.o.b.
Gengislækkunin
Sá vandi efnahagslifs, sem úr
þurfti að reyna að leysa nú fyrir
áramótin, birtist einkum i
tvennu: Ótryggum rekstrar-
grundvelli útflutningsatvinnu-
veganna og vaxandi eftirspurn
umfram framleiðslugetu. Rikis-
stjórnin skipaði i sumar nefnd 7
sérfróðra manna, svo kallaða
valkostanefnd. Hún skilaði
skýrslu sinni um siðustu mánaða-
mót. Þessir sjö sérfróðu menn,
sem að ýmsu leyti hafa ólik
sjónarmið, urðu sammála um
niðurstöður. Nefndin benti á þrjár
leiðir — niðurfærsluleið, milli-
færsluleið og uppfærsluleið, en
kjarni hennar var gengislækkun.
Hún gerði ekki ákveðna tillögu
um ákveðna leið, en benti á kost
og löst á hverri, en ekki fór á milli
mála, að hún gaf uppfærsluleið-
inni hæstu einkunn.
Eins og eðlilegt er, voru til að
byrja með ólik sjónarmið uppi um
það I stjórnarflokknum á hvaða
leið skyldi helzt byggja, svo og
meðal þingmanna innan hvers
flokks. Innan rikisstjórnarinnar
voru i rauninn flestir hlynntastir
niðurfærsluleið að meginstefnu
til. En við athugun sýndi það sig
að til hennar voru ekki fyrir hendi
pólitisk skilyrði, enda liklegt að
hún kæmi i upphafi harðast niður
á launþegum, þó að til lengri tima
litið hefði annað getað orðið uppi
á teningnum. Hana varð þvi að
afskrifa. Um hinar leiðirnar tvær
komu fram nokkrar hugmyndir i
rikisstjórn, sem menn skoðuðu og
létu sérfræðinga kanna, en eigi
var þar um neinar endanlegar til-
lögur eða úrslitakosti að ræða.
Þegar ég hafði rækilega kynnt
mér skýrslu valkostanefndar, út-
reikninga sérfræðinga og viðhorf
þingmanna, varð niðurstaða min
sú að gengislækkun væri skásta
leiðin með tilliti til þess vanda, er
leysa þurfti og áður er getið og sú,
er samkomulag gat orðið um.
Þess vegna lagði ég fram á rikis-
stjórnarfundi formlega tillögu um
þá leið, sem valin var, þ.e. um
gengislækkun og tilteknar aðrar
ráðstafanir, og var hún samþykkt
þar með tveimur breytingum.
Þetta tel ég rétt að taka hér svo
skýrt fram, til þess að leiðrétta
örlitið Morgunblaðsheimildina.
En að sjálfsögðu ber rikisstjórnin
öll fulla og sameiginlega ábyrgð á
þeirri ákvörðun, sem tekin var.
Ég játa fúslega, að það voru
mér ekki létt spor að standa fyrir
gengisbreytingu. Gengislækkun
er alltaf neyðarúrræði að minum
dómi. Stöðugt gengi er mikilvæg
forsenda fyrir traustu og fastmót-
uðu efnahagskerfi. En aðrir horn-
steinar eru þó enn þá óhjákvæmi-
legri undir afkomu þjóðarinnar.
Það eru blómlegir atvinnuvegir i
fullum gangi. Breyting á gjald-
eyrisverði eða önnu hliðstæð
ráðstöfun var óumflý anleg til að
renna styrkari stoðam undir út-
flutningsatvinnuvegina og raunar
til að afstýra yfirvofandi stöðvun
þeirra um áramót. Hefði verið
skynsamlegra að biða eftir henni,
þar af leiðandi atvinnuleysi og
öllu þvi neyðarástandi, sem þar
af flýtur innan tiðar? Ég segi nei.
Það var skylda stjórnarinnar að
gripa i taumana i tæka tið. Hvað
hefði gerzt, ef stjórnin hefði gefizt
upp við að leysa þennan tiltölu-
lega litla vanda? Ætli sagan frá
1959 og 1960 hefði ekki endurtekið
sig? Hefðu menn kosið það?
Reynslunni rikari hefðu menn
áreiðanlega ekki viljað það.
Ég vona, að gengisbreytingin
dugi til að hægt verði að ganga frá
fiskverðssamningum um áramót-
in og koma vetrarvertið af stað
með eðlilegum hætti. Þá er mikið
fengið, hvað sem öðru liður. Ég
skal ekki vera með neinar full-
yrðingar um það hversu varan-
lega lausn þessi ráðstöfun feli i
sér. Það er komið undir fram-
kvæmdinni og ýmsum óvissum og
raunar óviðráðanlegum atvikum.
Ég legg áherzlu á hliðarráð-
stafanir til þess að draga úr um-
frameftirspurn.
Þessi gengislækkun er engan
veginn að öllu leyti sambærileg
við þær gengisfellingar, sem
menn hafa hér átt að venjast. Hún
er miklu minni og henni fylgir
ekki visitöluskerðing. Hún verður
þvi ekki tilefni til þeirrar koll-
steypu, sem orðið hefur afleiðing
hinna fyrri gengisfellinga. Aðal-
ókostur gengislækkunar er sá, að
hún ýtir undir verðbólguhugar-
farið og bitnar á sparifjáreigend-
um.
En þrátt fyrir alla ágalla, held
ég, að við höfum, miðað við allar
aðstæður, valið réttu leiðina i
sambandi við lausn efnahags-
vandans.
Ég skal ekki hér rifja upp skoð-
un mina á núgildandi vísitölu-
kerfi, en eins og ég hefi áður látið
i ljós, tel ég það mjög gallað. Ég
tel t.d. óviðunandi, að tekju-
öflunarleiðir rikisins séu tak-
markaðar með þeim óbeina hætti,
að vissar skattheimtuaðferðir
verða i raun og veru ekki notaðar,
nema að skila hinum opinberu
gjöldum að nokkru leyti aftur og
ýta um leið undir verðbólgu-
þróunina. Ég tel það þversögn, að
tekna,sem aflað er til að halda
vöruverði niðri, skuli gæta i visi-
tölu, og þær skuli þannig eiga þátt
i að stækka þann vanda, sem
vinna átti gegn. Ég tel ófært að
hinu opinbera sé haldið I þvflfku
skrúfstykki. Þessi mál öll þarf að
skoða á komandi ári.
Vindhögg og vantraust
stjórnarandstöðunnar
Stjórnarandstaðan hefur þyrlað
upp miklu moldviðri I sambandi