Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 31. desember 1972 TÍMINN 15 tJtgefandi: Framsóknarflokkurilin Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:| arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (rits,tjóri Sunnudagsblaðs TImans)j: Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislasqiíit. ■ Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-lS306j: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsý ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldjj 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur einJj takið. Blaðaprent h.f. Við áramót 1972—1973 Siðasti dagur ársins 1972 er senn á enda. Nýtt ár, 1973, gengur i garð og við höldum mót nýrri tið og hækkandi sól. Við áramót lita menn gjarna yfir farinn veg, hugleiða atburði liðins árs og reyna að rýna inn i hið ókomna á nýju ári og spá i það, sem fram- undan er. Árið 1972 er mikið merkisár i islenzkri sögu. Þá náði islenzka þjóðin merkum áfanga i bar- áttu sinni fyrir sjálfstæði og tilverurétti i landi sinu. Fiskveiðilögsagan við ísland var færð út i 50 sjómilur 1. sept. 1972. Sá atburður ris öllum öðrum ofar á íslandi á þessu ári. En árið 1972 varð einnig merkisár vegna þess að þá mátti heita að alger vinnufriður rikti i landinu. Það væri út af fyrir sigekki merkilegt, ef ekki hefði hagað svo til á 12 ára stjórnarferli fyrrverandi rikisstjórnar, að íslendingar slógu þá heimsmet á hverju ári i vinnudeilum og töp- uðum vinnudögum. Þess vegna verður þetta ár skráð meðal merkisára hjá samtökum verka- lýðs og atvinnurekenda. Fullyrða má einnig, að lifskjör á Islandi hafi aldrei fyrr i sögu þjóðarinnar verið jafn góð og á þessu ári og fyrir það hljótum við öll að þakka. Þjóðartekjurnar urðu að visu ekki alveg eins miklar og reiknað hafði verið með i upphafi ársins og þess vegna verðum við að hægja sóknina örlitið i bili. En það er siður en svo ástæða til að æðrast yfir þvi. Við heilsum nýju ári með nýjum von- um og nýjum heitum um að takast á við þá erfiðleika, og þau verkefni, sem við vitum að biða okkar á árinu 1973, með kjarki, elju og þrautseigju og taka einhuga nýja lotu i barátt- unni fyrir betra lifi þjóðarinnar og réttlátara þjóðfélagi á Islandi. Við vitum, að framfarasókn okkar markast fyrst og fremst af þvi, i hve miklum mæli fisk- ur gengur að landinu og hve fiskimönnum okkar byrjar vel til að draga björg i bú. Þess vegna biðjum við fyrir gjöfulum miðum og góðum gæftum á árinu 1973. Og ef náttúran bregst okkur ekki eigum við að hafa betri skilyrði en nokkru sinni fyrr til að draga mikinn feng i þjóðarbúið. Á árinu 1973 munum við fagna tugum nýrra og fullkominna fiskiskipa, sem dreifast munu á verstöðvar landið um kring. Við þessi nýju skip bindum við miklar vonir og þá bættu aðstöðu, sem unn- ið er að i fiskverkunarstöðvum landsins. Heitastar eru þó óskir okkar um að okkur tak- ist á nýja árinu að vinna fullnaðarsigur i land- helgismálinu. I þeirri von óskar Timinn les- endum sinum og landsmönnum öllum farsæls nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu 1972. TK ERLENT YFIRLIT Þátttaka Kínverja setur nýjan svip á alþjóðamálin Miklar breytingar hafa orðið á málefnum Evrópu ('liou En-lai EF EKKI hefðu komið til hinar nýju loftárásir Banda- rikjamanna á borgir i Norður- Vietnam, sem voru hafnar rétt fyrir jólin, hefði árið 1972 fengið góð eftirmæli sem ár aukins friðar og batnandi sambúðar milli þjóðanna. Árásir þessar vekja þá spurn- ingu, hvort allt, sem hefur áunnizt á árinu til að bæta sambúð þjóðanna, hafi verið unnið fyrir gýg. Veruleg ástæða er til að óttast það, ef Bandarikjamenn hætta ekki árásunum fljótlega og semja frið á grundvelli þess bráða- birgðasamkomulags, sem hafði náðst milli fulltrúa Bandarikjanna og Norður- Vietnams nokkru fyrir for- setakosningarnar, og átti mik- inn þátt i hinum glæsilega kosningasigri Nixons. Langt er siðan nokkur at- burður hefur vakið svo mikla furðu og eins mikla og al- menna andúð og reiði og þess- ar loftárásir Bandarikja- manna á borgir og fjölbýlis- staði i Norður-Vietnam. Af hálfu Bandarikjastjórnar hefur ekki heldur verið gefin nein eðlileg skýring^á þessu háttalagi. 1 einni svipan hefur Nixon glatað þvi trausti, sem hann var búinn að vinna sér með ferðum sinum til Moskvu og Peking og annarri friðvæn- legri starfsemi á undanförn- um mánuðum. Aftur var kom- inn til sögunnar hinn gamli Nixon, sem þykir óútreiknan- legur og fáir hafa þvi borið fullt traust til. Þetta mun vekja nýja tor- tryggni i sambúð þjóðanna og gera samningaviðræður tor- veldari eftir en áður. Þó myndi þetta geta lagast nokkuð, ef fljótlega tækist að koma á friði i Vietnam. AF ÞEIM atburðum, sem gerst hafa i alþjóðamálum á siðastliðnu ári, hafa ferðir Nixons vakið einna mesta at- hygli, en eftir er að sjá, hvort þær leiða til mikils árangurs. Margt bendir til, að þær hafi verið farnar öllu meira i póli- tisku áróðursskyni vegna kosninganna, en i þeim til- gangi að vinna að varanlegum bata i samskiptum stórveld- anna. Það, sem siðar meir mun sennilega setja mestan svip á árið, er þátttaka Kin- verja i alþjóðlegum samskipt- um. Á árinu 1972 hurfu Kinverjar fyrst til fulls, frá þeirri inni- lokunarstefnu, sem þeir hafa fylgt siðan Kommúnistar brutust til valda i Kina, þeir hafa ekki aðeins hafið fulla þátttöku i alþjóðlegum sam- tökum og stofnunum, eins og Sameinuðu þjóðunum, heldur hafa þeir opnað sendiráðs- skrifstofur i flestum löndum heims og látið hin margvisleg- ustu alþjóðamál til sin taka. Óneitanlega ber alþjóðlegt samstarf orðið breyttan svip eftir að nýtt stórveldi er hér komið til sögunnar við hlið Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. Þótt Kina sé enn langt frá þvi að vera eins efnahags- lega voldugt og risaveldin tvö, geta áhrif þess á alþjóðlegum vettvangi orðið eins mikil eða jafnvel meiri. Þetta stafar af þvi, að Kina hefur skilyrði til að samlagast betur þriðja heiminum svonefnda eða þró- unarlöndunum svonefndu, heldur en risaveldin tvö. Þess sjást lika orðið merki á ýmsan hátt, að Kina hyggst sérstaklega ætla að láta mál- efni þriðja heimsins til sin taka. Þetta gera Kinverjar m.a. i sambandi við hafréttar- málin og ber að minna á i þvi sambandi, að málstaður ís- lands á hauk i horni, þar sem Kina er. AF ÞEIM ástæðum sem hér eru greindar, væri það senni- lega rökréttast að velja Chou En-lai mann ársins 1972, þvi að hann hefur og mun hafa, átt meginþáttinn i þvi, að Kina hefur horfið frá einangrunar- stefnunni og lætur nú alþjóða- málin i vaxandi mæli til sin taka. Við Chou hafa lika eink- um rætt þeir mörgu þjóðhöfð*- ingjar, forsætisráðherrar og utanrikisráðherrar, sem hafa . heimsótt Peking á árinu 1972. En segja má, að milli rikjanna hafi verið einskonar kapp- hlaup um að senda helztu odd- vita sina i utanrikismálum til viðræðna við Chou og Mao. Gamansamur blaðamaður hefur sagt, að það þyki nú orð- in „finna” fyrir slika menn að fara til Peking en til Washing- ton og Moskvu, enda séu heimboð til siðarnefndu borg- anna orðin hversdagsleg. NÆST á eftir þátttöku Kina i alþjóðamálum, hafa söguleg- ustu atburðir ársins 1972 gerst i Evrópu. Þar ber fyrst að nefna, að Efnahagsbandalag Evrópu stækkar um áramótin og eru nú öll stóru rikin i Vest- ur-Evrópu orðin aðilar að þvi. Þetta getur átt eftir að hafa örlagarik áhrif og þó einkum, ef þær fyrirætlanir rætast, að Efnahagsbandalagið breytist i einskonar bandariki V-Evr- ópu. Athyglisvert er að hlut- lausu löndin i V-Evrópu standa utan þessa nýja banda- lags og mynda nú orðið kjarn- an i Friverzlunarbandalagi Evrópu (Efta), þar sem ís- land er þátttakandi. í öðru lagi ber svo að nefna i sambandi við Evrópumálin, samningana milli þýzku rikjanna; sem hafa i för með sér viðurkenn- ingu á sjálfstæði Austur- Þýzkalands og aðild beggja rikjanna að Sameinuðu þjóð- unum. Vonandi á þetta eftir að stuðla að stórbættri sambúð milli austurs og vesturs i Evrópu, þótt enn sé eftir að ryðja úr vegi mörgum torfær- um áður en sambúð þýzku rikjanna kemst i eðlilegt horf. Má þar fyrst nefna ferðalög milli landanna og þó einkum ferðalög Austur-Þjóðverja vestur á bóginn. Siðast en ekki sizt, ber svo að nefna Helsinki- fundinn, sem hófst i nóvember siðastliðnum og hefur það verkefni að undirbúa öryggis- málastefnu Evrópurikja, þar sem Bandarikin og Kanada verða einnig þátttakendur. Sú stefna getur átt eftir að reyn- ast árangursrik, ásamt þeim viðræðum um samdrátt her- afla i Mið-Evrópu, er mun hefjast i Genf i janúarlok, milli fulltrúa frá rikjum Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins. Eðlilegt er þó ekki að búast við mjög skjótum árangri. ÞEGAR Vietnamstyrjöldin er undanskilin, hvilir mesti ó- veðursskugginn yfir Austur- löndum nær, þvi að enn hefur ekki þokað neitt til samkomu- lags i málum Araba og lsraels< manna. Miklu fremur hefur ófriðarhættan aukizt, þar sem Israelsmenn virðast búa sig undir að innlima að nokkru eða öllu þá landshluta, sem þeir hernámu 1967. Það verður eitt af mikilvægustu verkefn- um stjórnmálamanna á næsta ári að vinna að lausn þessarar hættulegu deilu, þvi að annars eykst striðshættan þar óð- fluga. Þ.Þ. GLEÐILEGT ÁR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.