Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 31. desember 1972 Gat sjálf byggt húsið Það er heldur óvenjulegt að sjá stúlkur með múrskeiðar i höndum. Hin 22 ára gamla Inge Hulg&rd leyfði nýlega ljós- myndara að mynda sig við sveinsstykkið sitt, en hún hafði einmitt verið að taka sveinspróf i múraraiðn. Eftir að hún hafði tekið sveinsprófiö flutti hún með manni sinum inn i nýbyggt hús sem hún hafði sjálf byggt með eigin höndum. Þær eru vist ekki margar stúlkurnar, sem geta státað af þvi sama, að minnsta kosti ekki hérlendis, en kannski er auðveldara að hlaða hús, en steypa þau og byggja á þann hátt, sem hér er gert. Uppgefin af ofáti Gobis er 14 ára. Hún er i dýra- garðinum i Stokkhólmi. Dag hvern étur hún 20 kiló af heyi, 12 kg. af höfrum, 50 kg. af káli, 15 kg. af gulrófum og 20 kg. af banönum auk 75 litra af vatni. Þegar hún er búin að troða sig út á siðasta bitanum á kvöldin er hún orðin svo uppgefin, að hún myndi trúlega sofna standandi ef eftirlitsmaðurinn i dýragarðinum hann Ingvar Nylund myndi ekki taka~sig til og ýta á eftir henni inn i húsið hennar. so Sjóliðinn er barnshafandi Liðþjálfi 220548/1136 Jensen i danska sjóhernum gengur ekki i venjulegum sjóliðabúningi þessa dagana. Staðreyndin er sú, að liðþjálfinn, sem ber for- nafnið Monica, á von á barni. Hin verðandi móðir er ein af fyrstu konunum, sem gengu i danska sjóherinn i þeim tilgangi að verða atvinnuhermenn. Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem sjóliði i danska sjóhernum á von á sér, en liklega verður herinn að sjá til þess i fram- tiðinni, að framleiddir verði tækifæriseinkennisbúningar, þvi ekkert er liklegra, en fleiri sjóliðar eigi eftir að ganga með ogalabörn, úr þvi nokkur f jöldi kvenna hefur þegar ákveðið að leggja störf á vegum sjóhersins fyrir sig. — Mamma, hvers vegna byrja öll ævintýri á „Einu sinni var”? — Þaö gera þau ekki öli. Það eru lika tii fcvintýri, sem byrja svona: „Elskan vertu ekkert að biða með kvöldmatinn, það er svo mikið að gera á skrifstofunni...” — Ég hef lesið, að Einstein notaði stærðfræðiþrautir gegn höfuð- verk. — Jæja, i gamla daga i skólanum notaði maður höfuðverk gegn stærðfræði. Unga fólkið kvartar yfir að það sé erfitt að fá vinnu, þegar maður hefur sitt hár. Það ætti bara að vita, hvað það er erfitt, þegar maður hcfur grált hár-. Stórir heilar verða enn stærri við áfengi, en þeir litlu minnka held- ur. — Auðvitað elti hún hann ekki. Hvernig dettur þér í hug, að rottugildra elti rottur. Til eru menn, sem eru ekki alltaf að hugsa um konur, en þegar þeir hugsa, er það um konur. — Ég heyri að þú ert Sunn- lendingur. Þá erum við ekkert skyldir, þvi ég er Norðlendingur. — Þú segir það já, en það mikil- vægasta er nú, að þú ert heil- brigður. Lögreglan stansaði skrjóð, sem kom með erfiðismunum hóstandi og hikstandi eftir veginum. Eftir nokkra rannsókn, sagði lögreglu- þjónninn: — Þetta er svo sannarlega ekki hægt að kalla bil. — Það gleður mig sannarlega, sagði ökumaðurinn, — þvi ég hef ncfnilega ekki bilpróf. — Hvað er að borða elskan nu'n? — Falskur héri! — Einu sinni enn. Eru þessar vesalings skepnur aldrei friðað- ar? Maren var dugleg kona, stundum of dugleg, að áliti margra, og Jens Pétur var alls ekki húsbónd- inn á heimilinu. Þrátt fyrir það, héldu þau nú silfurbrúðkaup sitt hátíðlegt og Jens Pétur stóð upp og hélt tölu. Hún hófst á þessa leið: — Þið vitiö öll, aö ég var 25 ára. þegar ég gifti mig og nú hef ég verið giftur i 25 ár. i dag þakka ég fyrir 25 hamingjusömustu ár æfi minnar.. DENNI r% /r sc A I A I lí*« Láttu Tomma revna fyrst. Pabbi U/CmMLAUbl hans er læknir?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.