Tíminn - 18.01.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 18.01.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 18. janúar 1973 Breiðholtsbúar í viðtölum við Tímann: Við verðum löggæzlu að fá fasta í hverfin borgarfulltrúar málið upp Framsóknarflokksins taka í borgarstjórn í dag Varla líður nú orðið sá dagur, að ekki berist fréttir um afbrot i Breiðholtinu, allt frá smáhnupli unglinga til stórglæpa. öllum munu i fersku minni tvær morð- árásir i hverfinu. Um ástæðuna er ekki gott að fullyrða, en áreiðan- lega á það einhvern hlut að, hversu hverfið er dimmt og hve lögreglan er þar langt i burtu. Að visu kemur lögreglan úr Ár- bæjarhverfi i eftirlitsferðir i Breiðholtið, og nú nýverið hefur verið ákveðið, að þar verði föst lögregluvakt á kvöldin og um helgar. En er það nægilegt? f dag taka borgarfulltrúar Framsóknarflokksins málið upp i borgarstjórn og bera fram eftir- farandi tillögu: „Borgarstjórn beinir þeim eindregnu tilmælum til lögreglustjóra, að löggæzla i Breiðholtshverfum verði aukin þegar i stað og komið upp sem fyrst löggæzlumiðstöð i þessum hverfum með svipuðu sniði og nú er i Árbæjarhverfi”. Blaðamaður og ljósmyndari Timans lögðu leið sina i Breið- holtshverfin i gær og hittu þar að máli nokkra ibúa. Fara ummæli þeirra hér á eftir; Thora llanna Jóhannesson, húsmóðir: — Þetta er alveg voða- legt ástand i hverfi, sem er svona stórt og dreift. Við þurfum að fá hér löggæzlu sem allra fyrst. Ég hef sérstaklega börnin i huga. Maður er beinlinis hræddur við að láta þau fara i skólann. Ég á fimm börn og veit, hvað þetta er. Ef við fáum ekki fasta löggæzlu, finnst mér, að karlmennirnir i hverfinu verði bara að vera á vöktum til skiptis, eða þá skátar. Við höfum verið að ræða um þetta, en eitthvað verður að gera og það sem fyrst. Jón Ouðlaugsson: — Þetta er alveg ófært svona. Að visu eru hverfin ekki alveg eftirlitslaus, en þetta er ekki nægilegt eins og það er. Það verður að vera hér fast eítirlit, og það verður ekki, nema lögreglan fái aðsetur hér. Að visu bý ég ekki hér i hverfinu, en vandamálið ætti að vera öllum ljóst. Sveinborg Jónsdóttir: — Við þurfum endilega að fá hér fasta stöð, ekki endilega sina i hvort hveríið. Að visu kemur lögreglan hérog ekur hér um hverfin á dag- inn, en það nægir alls ekki. Maður er alltaf hræddur um börnin á leiðinni i skólann og leikskólann. Jörð óskast Jörð óskast á fallegum stað, má vera u.þ.b. 600 km frá Reykjavik. Veiðihlunnindi i ám eða vötnum æskileg. Upplýsingar óskast sendar Árna Hjörleifssyni, Laufvangi 1, Hafnarfirði, eða i sima 5-24-53. Sigurður Pétursson: — Við verðum ^ð fá lögreglustöð i hverfið, þetta getur ekki gengið svona lengur. Nei, ég hef ekki þurft á lögreglu að halda, en það er aldrei að vita.... Birna Bessadóttir: — Mér finnst ekki nama sjálfsagður hlutur, að hér sé lögreglustöð. Það er varla nægjanlegt að hafa hér að- eins lauslegt eftirlit öðru hverju. Þetta er orðið svo mannmargt hverfi og sérstaklega barnmargt. Það er ekki laust við, að maður sé svolitið uggandi um börnin. Nei, ég hef aldrei þurft á lögreglu að halda, en það væri öryggi i að vita af henni nálægt sér. Jón Bjarni Þórðarson, verzlunarstjóri i Breiðholtskjöri: — Það er ágætt að koma þessu inn i borgarstjórnina, og þó fyrr hefði verið. Ég hef sjálfur gert tilraunir til að tala við ráðamenn, en kannske ráða þeir ekki öllu, og kannski vantar peninga. En mér finnst, að það megi skipta lög- regluliðinu jafnar niður. Hér i Breiðholtinu býr fimmti hluti Reykvikinga, en hefur enga lög- reglu. Jú, ég hef þurft á lögreglu að halda. Hér var sifellt verið að brjóta rúður og brjótast inn. Nú er ég búinn að fá mér fullkomið þjófakerfi, sem hefur þegar bjargað mér frá tveimur innbrot- um. En það eru ekki bara glæpir, sem heyra undir lögregluna. Fyr- ir getur komið, aðeinhver læsi sig úti, barn týnist eða eitthvað smá- vegis. Það liði öllum hérna miklu betur, ef þeir vissu af þessu öryggi hér i hverfinu. Björg og Guðrún, 13 og 14 ára: — Já, við viljum fá lögreglu hing- að, það er oft svo dimmt á kvöldin hérna og við erum hræddar. Það væri miklu betra, að vita af lög- reglunni i hverfinu. Stundum er- um við bara heima, þegar mjög dimmt er, og þorum ekki út. Nei, við förum ekki niður i bæ, erum bara hérna i hverfinu að leika okkur. Elis Helgason, verzlunarstjóri i Kron við Norðurfell: — Ég hef nú ekki þurft á lögreglunni að halda, en ég er sannfærður um, að hér þarf lögreglustöð. Annars lætur Árbæjarlögreglan okkur svo sem ekki afskiptalaus. Þeir hringja hingað og komu til min til að at- huga verzlunina með tilliti til inn- brota. En það er fleira en stór- glæpir, sem lögregla þyrfti að skipta sér af hérna. Ég hef tekið sérstaklega eftir þvi, að litil börn eru hér úti langt fram á kvöld. Við höfum opið til tiu á föstudags- kvöldum, og það eru sjö og átta ára börn að koma og verzla allan þann tima. Guðmundur Sigurðsson: — Jú, það þarf svo sannarlega fasta lögreglustöð hérna, en ég má ekki vera að þvi að segja meira. Þarf að ná i strætó.... Þorvaldur Halldórsson : — Nei, ég bý ekki i hverfinu, en ág fer að flytja hingað, og ég vildi helzt, að hér yrði þá komin lögreglustöð. Það er alveg greinilegt, að hana vantar. — Svo var Þorvaldur rok- inn, áður en timi gæfist til að smella mynd af honum. En i stað- inn fyrir myndina, má upplýsa, að hér var á ferðinni hinn lands- frægi söngvari frá Akureyri. SB.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.