Tíminn - 18.01.1973, Qupperneq 9
Fimmtudagur 18. janúar 1973
TÍMINN
9
iwé
Otgefandi: Framsóknarflokkurínn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-i;
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).;:
Auglýsingastjóri: Steingrimur Oislasoni, • Ritstjórnarskrif-:
stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-1.8306Í;
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsiusími 12323 — aúgiýs-:;
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaldl;
225 krónur á mánuði innan lands, í lausasölu 15 krónur ein-l;
takið. Blaðaprent h.f.
Þriðja stefnan
Ungir Sjálfstæðismenn i Reykjavik hafa
boðað til ráðstefnu, þar sem á að ræða um
sósíalismann og sjálfstæðisstefnuna, sem
heitir öðru nafni frjálshyggja á máli Sjálf-
stæðismanna. Með þvi að tefla saman þessum
tveimur stefnum, virðist vera reynt að láta lita
þannig út, að hér sé um að ræða þær tvær
höfuðstefnur, sem nú beri mest á, bæði hér-
lendis og yfirleitt i heiminum.
Þegar rætt er um sósialisma eins og hann
hefur reynzt i framkvæmd, er allajafnan átt
við stjórnarhættina i Austur-Evrópu. í stytztu
máli má segja, að höfuðeinkenni þeirra
stjórnarhátta sé skipulag án frelsis. Þar er
reynt að skipuleggja alla hluti sem mest ofan
frá, en afleiðing þess verður, að pólitiskt frelsi
og raunar annað valfrelsi einstaklinganna
verður litið eða ekkert. Þótt ýmislegt geti
unnizt á með slikri ofurskipulagningu, hafa
jafnhliða komið i Ijós svo margir og miklir
annmarkar, að slikir stjórnarhættir geta ekki
þótt eftirsóknarverðir.
Þegar rætt er um frjálshyggjuna, eða sjálf-
stæðisstefnuna öðru nafni, er fyrst og fremst
haft i huga það stjórnarfar, sem er rikjandi i
Bandarikjunum. Segja má, að höfuðeinkenni
þess sé frelsi án skipulags. Einstaklingnum er
þá gefinn sem frjálsastur taumurinn,og öll
opinber afskipti höfð sem allra minnst.
Afleiðingar þess verða þær, að auður og völd
dragast mjög á fáar hendur,- annars vegar
blasir við mikill stórgróði tiltölulega
fámennrar auðstéttar, en hins vegar örbirgð
mikils fjölda, m.a. fjölmenns kynþáttar. Hin
harða og óvægna samkeppni leiðir til margvis-
legra glæpa. Óneitanlega leiðir þetta sam-
keppnisfyrirkomulag til mikilla verklegra og
tæknilegra framfara, en ókostirnir, sem fylgja
þvi, eru lika stórkostlegir.
Það verður þvi ekki sagt, að þessi tvö stjórn-
arform, eða annars vegar skipulag án frelsis
og hins vegar frelsi án skipulags, hafi gefizt
vel. Þess vegna hefur komið til sögu þriðja
stefnan, sem hefur mótað stjórnarfarið á
Norðurlöndum og hjá fleiri vestrænum þjóðum
og borin hefur verið uppi af hófsömum
jafnaðarmönnum og umbótasinnuðum mið-
flokkum. Einkenni þessarar stefnu er frelsi
með skipulagi. Markmið þessarar stefnu er að
veita einstaklingnum sem raunhæfast frelsi,
án þó þess að verða öðrum að tjóni, og beita til
þess hóflegu skipulagi, tryggingum og öðrum
aðgerðum til að búa jafnt hinum veikbyggðu
sem hinum sterka mannsæmandi lifskjör.
Óneitanlega hefur þessi stefna náð beztum
árangri og sést það gleggst, þegar borið er
saman ástandið á Norðurlöndum annars vegar
og i Sovétrikjunum og Bandarikjunum hins
vegar.
Óneitanlega hefur Sjálfstæðisflokkurinn
tekið nokkurt tillit til þessarar stefnu, þegar
hann hefur þurft að vinna með öðrum flokkum,
eins og Framsóknarflokknum og Alþýðu-
flokknum. Siðan flokkurinn lenti i stjórnarand-
stöðu, hefur hann hins vegar færzt til hægri og
virðist nú ekki aðra fyrirmynd sjá en hina
skefjalausu og óheftu samkeppni. Til að rétt-
læta þessa öfugþróun, reynir hann að gera sem
mest úr sósíalismagrýlunni. Umbótastefnu
Norðurlandaþjóðanna þykist hann ekki sjá.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Metsölubók Esther Vilar
um ófrelsi karlmanna
Hún hefur ekki síður vakið deilur en athygli
Esthcr Vilar
SENNILEGA hefur engin
kona vakið meiri athygli sem
rithöfundur á siðastl. ári en
Esther Vilar með bók sinni um
leiksoppinn (The Manipulated
Man). Bók þessi kom að visu
út snemma árs 1971 i Vestur-
Þýzkalandi, en vakti ekki telj-
andi athygli fyrr en gerður
hafði verið um hana sjón-
varpsþáttur, sem var fluttur
seint á árinu. Siðan hefur hún |
selzt meira en nokkur önnur
bók i Véstur-Þýzkalandi, en
þar nemur salan orðið meira
en hálfri milljón eintaka. Þá
hefur bókin verið þýdd á 18
tungumál og verið er að þýða
hana á mörg fleiri. Viða hefur
bókin vakið miklar deilur og
verið gerður aðsúgur að
höfundinum, þegar hún hefur
flutt fyrirlestra hjá stúdentum
um efni bókarinnar.Oftast eru
það kynsystur hennar, sem
þar hafa verið að verki. i
London hefur hún sætt mót-
mælaaðgerðum á götum úti,og
i Zurich hefur henni verið hót-
að með sprengjutilræði.
ASTÆÐAN til þess, að
Leiksoppurinn hefur selzt jafn
mikið og orðið eins umdeildur
og raun er á, er fyrst og fremst
sú, að þar er málstað karl-
mannsins tekið mjög hressi-
lega, en konunni borin jafnilla
sagan. Bókin lýsir karlmann-
inum allglæsilega. Hann er
sterkur, snjall og gáfaður.
Konan er hins vegar veiklund-
uð, heimsk og löt. Samt er það
hún, sem hefur náð undirtök-
unum i sambúð þeirra og hef-
ur raunar gert karlmanninn
að þræli sinum. Hún hefur
með ástarleikjum sinum náð
yfirráðum yfir honum og
selur bliðu sina dýru verði.
Gifta konan er sizt betri i þeim
efnum en hin ógifta. Hún lætur
karlmanninn þræla baki
brotnu fyrir heimili og börn-
um og hefur oft sjálf hina náð-
ugustu daga, þótt að sjálf-
sögðu megi finna undan-
tekningar i þessum efnum.
Hjónabandið er miklu meiri
hnapphelda fyrir manninn en
konuna. Réttleysi mannsins
megi m.a. ráða af þvi, að viða
hafi konur rétt til fóstur-
eyðinga, en karlmenn ekki. í
raun réttri eigi karlmaðurinn
einnig að hafa rétt til að láta
eyða fóstri, ef það er afkvæmi
hans, þvi að i mörgum tiifell-
um vilji hann ekki eignast
barn með viðkomandi konu
eða að þurfa að ala önn fyrir
þvi. Annars eru fóstureyðing-
ar ekki leyfðar i Vestur-
Þýzkalandi, og eini stjórn-
málaflokkurinn, sem hefur
lýst sig fylgjandi þeim, er
Frjálslyndi flokkurinn. Esther
Vilar mætti á þrjátiu
kosningafundum i haust til að
mæla með flokknum vegna
þessarar afstöðu hans.
I stuttu máli er það boð-
skapurinn i Leiksoppnum, að
karlmaðurinn eigi að rifa sig
úr þeim fjötrum, sem konan
hefur hneppt hann i og gerast
frjáls vera. Þetta muni verða
báðum kynjunum til hagsbóta,
þvi að konur muni einnig
græða á þvi, ef karlmaðurinn
hættir að vera leiksoppur og
getur til fulls notið frelsis sins.
Þótt margar ályktanir, sem
Vilar dregur i bók sinni, séu
bæði óvenjulegar og hljóti að
verða mjög umdeildar, færir
hún oft skemmtilega rök að
þeim og er yfirleitt ómyrk i
máli. Þess vegna er bók
hennar þægilegt lestrarefni.og
óneitanlega vekur sitthvað i
henni til umhugsunar um
sambúð kynjanna, þótt annað
verði að flokkast undir ýkjur
og öfgar. Margir draga lika i
efa, að liferni karlmannsins
yrði neitt betra, þótt hann los-
aði sig undan aðhaldi konunn-
ar.
ESTHER VILAR er 37 ára
gömul. Faðir hennar var
Gyðingur, sem flýði frá
Þýzkalandi i stjórnartið nas-
ista og tók sér bólfestu i
Argentinu. Þar lagði hann
stund á búskap. Kona hans var
ekki Gyðingur og var mót-
mælendatrúar. Þau skildu,
þegar dóttir þeirra var ung, og
ólst hún siðan upp hjá móður
sinni. Hún reyndist mjög nám-
fús og ötul við nám, enda hafði
hún lokið læknisprófi, þegar
hún var 25 ára. Þá lagði hún
leið sina til framhaldsnáms i
Vestur-Þýzkalandi, en ætlunin
var að halda til Argentinu
aftur. Af þvi varð þó ekki, þvi
að i Þýzkalandi kynntist hún
rithöfundi, sem gengur undir
nafninu Wagn, og giftust þau
skömmu siðar. Siðan hefur
hún búið i Vestur-Þýzkalandi.
Þau hjón skildu eftir nokkur
ár, en hafa þó haldið áfram að
búa saman og annast dóttur,
sem þau eiga. Skilnaðurinn
stafaði ekki af neinni ósætt,
heldur eingöngu af þvi, að þau
vildu bæði vera laus við bönd
hjónabandsins, þótt þau héldu
áfram að búa saman. Einkum
vildi Vilar vera sjálfri sér
samkvæm og losa mann sinn
við það ófrelsi, sem hún telur
felast i hjónabandinu. Geta
má þess, að nafnið Vilar er
ekki ættarnafn hennar, heldur
er það nafnið á götu þeirri þar
sem hún átti heima á uppvaxt-
arárum sinum i Buenos Aires.
FYRIR nokkrum árum
kynntust þau hjón eða hjóna-
leysi efnuðum Bandarikja-
manni, sem siðar settist að i
Genf. Hann veitti þeim hjálp
til að stofna útgáfufyrirtæki og
hafa þau unnið við það siöan.
Útgáfufyrirtæki þetta gefur
ekki út aðrar bækur en þær,
sem útgefendurnir skrifa
sjálfir. Aður en Vilar gaf út
Leiksoppinn, hafði hún skrifað
og gefið út þrjár bækur. Hin
fyrsta var skáldsaga, en hinar
tvær voru ritgerðarsöfn. Allar
fjalla þær meira og minna um
sama efni og Leiksoppurinn,
eða ófrelsi karlmannsins.
Mesta vinnu lagöi hún i það að
semja Leiksoppinn. Meðal
annars dvaldist hún um skeið I
New York og safnaði sér þar
efni i bókina. Fjárhagurinn
mun oftast hafa verið þröng-
ur, eða þangaö til Leiksoppur-
inn fór að seljast. En nú þarf
Vilar engu að kviða i þeim efn-
um lengur. Hún hefur nýlega
keypt sér góöan sumarbústað
skammt frá Mlinchen, en þar
hafa þau Wagn heimili sitt.
Yfirleitt segist hún annast
sjálf matreiðsluna, þvi að til
þess sé hún betur fallin, og
sama gildir um flest hússtörf.
Hins vegar skipta þau á milli
sin að gæta dótturinnar og
raunar mun það lenda öllu
meira á Wagn en henni.
Þeim sem sjá Vilar i svip,
mun vart þykja liklegt, að þar
sé á ferðinni slik frelsishetja
og bækur hennar bera vott
um. Hún er litil vexti og grönn
og virðist mjög hlédræg. t
framkomu er hún sérlega
hæversk og röddin er veik, en
þó þægileg. Þegar hún stigur i
ræðustól kemur hún hins veg
ar vel fyrir sig orði, en bezt
nýtur hún sin, þegar hún tekur
sér penna i hönd og skrifar i
einrúmi. Þá verður hún óum-
deilanlega kvenskörungur,
sem lætur taka eftir sér og
hirðir ekki neitt um, þótt hún
fái kynsystur sinar á móti sér.
Þ.Þ.