Tíminn - 23.02.1973, Síða 2

Tíminn - 23.02.1973, Síða 2
2 TíiYlIMN Föstudagur 23. febr. 1973. sjálflokandi viðgerðarhlekkir fyrir snjókeðjuþverbönd Ef keðjuband slitnar, er sjálflokandi viftgerftarhlekkur settur i stabhins brotna. lllekkurinn lokast af þunga bilsins og keðju- bandið er þarmeð lagfært. — Nauðsynlegt þeim, sem nota snjókeðjur. — S stykki i pakka. — Póstsendum um land allt KJ ARMULA 7 - SIMI 84450 Stóðhestar Þeir hrossaræktarmenn eða félög, sem óska eftir að leigja eða taka á leigu stóð- hesta á komandi vori, tali við mig sem fyrst. Þorkell Bjarnason Búnaðarfélag tslands. Selóseigendur Aðalfundur félags landeigenda i Selási verður haldinn kl. 15; 25. febrúar n.k. að Freyjugötu 27. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Vafalaust eru til skritnir fuglar meðal allra þjóða, og þannig er það að minnsta kosti á meðal tslendinga. Stöðugt keppast menn við að tjá frjálslyndi sitt og víð- sýni með þvi að þykjast fylgjandi jafnrétti — jafnrétti landshluta, stétta, kynja og fram eftir götun- um. Þegar til kastanna kemur, er svo annað upp á teningnum. Til dæmis er það eitt, sem sifellt skin i gegn, að konur mega reyndar ekki hafa afskipti af neinu, sem er „innan verkahrings” karlmanna, þvi að þá risa skritin fornaldar- dýr upp á afturfæturna og reka upp ramakvein. Allir minnast þrálátra skrifa sumra kallaðra og liklega út- valdra um „kerlingabækur”. Þessi nafngift er vitaskuld vitnis- burður um, að ekki sé vitalaust, að konur fáist við að skrifa bækur, og ef þær taki upp á þeim fjanda, þá séu ritverk þeirra fyrirfram dæmd og menningar- skylda að hafa allt á hornum sér við þær. Ekki tekur betra við, ef félög kvenna fara að gera sam- þykktir um landsmál: Það er auðvitað ein af höfuðsyndunum. „Kerlingafélög” eru með af- skiptasemi i stað þess að þegja kurteislega og láta vitiborna F/?A FLUGFELÆGIIVU Skrifstofustarf í London Flugfélag íslands óskar að ráða stúlku til afgreiðslu og skrifstofustarfa á skrifstofu félagsins i London. Ráðningartimi frá 1. mai n.k. Góð kunnátta i ensku og vél- ritun nauðsynleg. Umsóknareyðublöð, sem fást i skrifstof- um félagsins, skilist til starfsmannahaids, i siðasta lagi 5. marz n.k. FLUCFELAC /SLAJVDS Nýtt og enn betra Nescafé Nescafé er nú framleitt með alveg nýrri aðferð sem gerir kaffið hreinna og bragðmeira. Ilmur og bragð úrvals kaffibauna er nú geymt ómengað í grófum, hreinum kaffikornum sem leysast upp á stundinni. „Fínt kaffi" segja þeir sem reynt hafa. Náið í glas af nýja, krassandi Neskaffinu strax í dag. kaffi med réttum keim Nescafé Luxus — stórkomótta kaffið i glösunum með gyllta lokinu verður auðvitað til áfram, þvi þeir sem hafa vanizt því geta að sjálfsögðu ekki hætt. LBRYNIOLFSSON & KVMUW Hafnarstræti 9 karlmenn i friði með gáfuleg áform sin. Nýlegt dæmi um þennan skritna skilning á jafnrétti, sem raunar er ekki annað en ódulbúin fyrirlitning, birtist i greinarstúf eftir einhvern Jón Árnason i Morgunblaðinu, þar sem fjar- viðrazt er yfir þeirri ósvinnu, að kvenfélög skuli hafi mælzt til þess að sniðinn verði toppurinn af hæstu þjóðhátiðar-skýjaborgun- um. Jónka þessum virðist finnast það firn mikil, að kvenfólk skuli láta uppi hugsun sina um þetta fyrirtæki hinna visu karlmanna, nánast glæpsamleg framhleypni og auðvitað með öllu ómerk af- skiptasemi. Nú vill aftur á móti svo til, að við konur teljum okkur hluta af þjóðinni, og þar á ofan þykjumst við þess fullvissar, að við séum ekkertógreindari, lakar skrifandi eða miður færar til ályktana, svona upp og ofan, heldur en blessað karlkynið, hvernig sem það belgir sig út. Og þar undan- skil ég ekki sjálfan Jónka Árna- son, sem mér sýnist satt að segja ekki kafa mjög djúpt, enda senni- lega grunnt vatn og þunnt þetta „hland fyrir hjartanu”, sem hann fjölyrðir um. Ég get ekki metið hann mikils. Hitt kann ab vera, að hann eigi sér einhverja afsökun, og þess vegna skulum við ekki dæma greyið of hart. Þess eru til að mynda dæmi, að karlmenn megi sin ekki mikils heima fyrir. En vegna þess, að það sé regin- skömm fyrir karlmann að lúta i lægra haldi fyrir konu, þurfa þeir iðulega að belgja sig þeim mun meira út i augsýn annarra og sannfæra með þvi aðra, og þó ef til vill fyrst og fremst sjálfa sig, um að þeir séu ekki neinir veifiskatar. Nei, vægjum karltuskunni heldur, þó að við tökum ekkert til- lit til hans, þvi að maður veit ekki, hvað hann kann að eiga við að striða. Aðgát skal höfð i nær- veru sálar, sagði Einar Bene- diktsson, og það er liklega þeim mun meiri aðgæzlu þörf sem sálin er velktari og flækjurnar harð- snúnari. Það minnir mig, að sál- fræðingarnir segi. Samt sem áður hverfum við ekki aftur til þeirrar aldar, þegar konur áttu að þegja i samkundu- húsunum. Við skrifum bækur, ef okkur býður svo við að horfa, og við gerum þær samþykktir, sem okkur þykja skynsamlegar, hvernig sem hjartahlandssjúkl- ingum eins og Jóni þessum Arna- syni kann að falla það. Það væri of langt gengið að ætlast til þess, að vandkvæði hans hafi mótandi áhrif á helming þjóðarinnar. A.J. Landspjöll víð Búrfell ÉG KOM austur i Landsveit i sumar. Þá fór ég fram með Búrfelli austan ár, og brá mér þá heldur i brún. Þar hafa orðið landspjöll mikil, og þar fékk ég skýringu á hinum mikla fram- burði af sandi og vikri i Þjórsá, sem óneitanlega hefur haft þau áhrif, að fiskur hefur ekki gengið i ána að ofanverðu, nema að mjög litlu leyti, miðað við það sem áður var. Landspjöllin hafa orðið vegna skurðs, sem grafinn var i Bjarnarlæk. Vatn það, sem um hann fer. grefur allt undirlendið á kafla austan Búrfells, og er nú svo komið, að skriður eru farnar að skriða niður úr miðjum hliðum. Þetta getur orðið ljótt sár eftir nokkur ár. Ekki skil ég i öðru en hægt hefði verið að komast hjá þessum landspjöllum, ef skurður- inn hefði verið grafinn lengra fram. — En lærðu mennirnir ráða.! G.ó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.