Tíminn - 23.02.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 23. febr, 1973.
|Umsjón: Alfreð Þorsteinssoni
Haraldur Helgason formaður og Hilmar Gíslason framkvæmdastjóri Iþróttasvæðisins.
Stjórn Þórs, talið frá vinstri: Guðný Jónsdóttir, Ellert Guðjónsson ritari, Haraldur Helgason formaður,
Bjarni Rafnar varaformaður, Herbert Jónsson gjaldkeri, Friðný Jóhannesdóttir.
Fjárhagslegur höfuð-
verkur að lenda
fm m I m JLa m R dS tt Vlð H Q TQ/cf H 6 lc/Q S 011,
•5ff f 1amm formann Þórs á A kureyri
Enda þótt iþróttafé-
lögin á Stór-Reykja-
vikursvæðinu eigi við
margvislega örðug-
leika að etja, sér i lagi
fjárhagslega, mega
þau prisa sig sæl mið-
að við mörg utanbæjar-
félögin, sem þurfa að
bera talsvert þyngri
byrðar til að geta tekið
þátt i landsmótum i
hinum ýmsu iþrótta-
greinum. Er þá auðvit-
að átt við ferðakostn-
aðinn, sem leggst með
meiri þunga á utan-
bæjarfélögin, sem
fjærst eru Reykjavik,
þvi að öll meiriháttar
mót fara fram i höfuð-
borginni eða nágrenni
hennar.
Þetta kemur fram i viðtali,
sem iþróttasiðan átti við Harald
Helgason, formann tþróttafé-
lagsins Þórs á Akureyri, en
hann sagði m.a.: „Það er fjár-
hagslegur höfuðverkur fyrir
okkur að komast i úrslita-
keppni, sem háð er i Reykjavik.
Að sjálfsögðu keppum við að þvi
að ná sem beztum árangri á
iþróttasviðinu, en því lengra
sem við náum, þvi kostnaðar-
samara verður það”.
Trúlega eru þessi ummæli
Haralds samnefnari fyrir skoð-
anir flestra iþróttaforustu-
manna úti á landsbyggðinni á
þessum málum, og vissulega er
það verkefni fyrir forustumenn
ÍSt að huga meira að þessum
málum, áður en i hreint óefni er
komið.
En nóg um það i bili. Ætlunin
var að rabba litilsháttar við
Harald Helgason um iþróttir á
Akureyri og einkum og sér i lagi
félag það, sem hann er formað-
ur fyrir, en Haraldur hefur
verið formaður Þórs siðan
1959, eða i 13 ár.
Að sögn Haralds er aðalverk-
efni Þórs um þessar mundir að
koma sér fyrir á nýju athafna-
svæði félagsins við Glerárþorp,
en það svæði verður byggt upp i
samvinnu við nýja barnaskól-
ann, sem þar er að risa. Verða
iþróttavellir við skólann, svo og
iþróttahús, til sameiginlegra af-
nota fyrir skólann og félagið.
Með þessu eru Akureyringar að
fara inn á sömu braut og Reyk-
vikingar.
Haraldur sagði, að vel miðaði
að koma malarvelli til
knattspyrnuiðkana upp. Undan-
farnar helgar hefðu sjálfboða-
liðar úr félaginu unnið við
vallargerð og bráðlega yrðu
framkvæmdir komnar á það
stig, að ekkert vantaði nema
efsta slitlagið. Það efni væri til á
Akureyri og yrði blandað og sett
á i vor. Ennfremur sagði
Haraldur, að ætlunin væri að
hefjast handa um uppbyggingu
grasvallar næsta sumar.
„Það hefur verið mjög auð-
velt að leita til félaga um sjálf-
boðavinnu. Hér hafa unnið um
siðustu helgar allt að 30 manna
hópur, og ég er mjög bjartsýnn
á, að okkur takist, með aðstoð
bæjaryfirvalda, sem hafa lánað
okkur tæki og vinnuvélar endur-
gjaldslaust, að koma báðum
völlunum upp áður en langt um
liður. Malarvöllurinn er þegar
langt kominn, en okkur er ekki
siður nauðsyn að koma grasvelli
upp hið fyrsta”.
— En hvað um iþróttahús?
— Skólinn mun byggja
iþróttahúsið og það er áformað
að hefja framkvæmdir við það á
þessu ári. Þór mun njóta góðs af
aðstöðunni þar.
— Hvað verður gólfflötur
iþróttasalarins stór?
— Upphaflega var ákveðið,
að stærð hússins ákvarðaðist af
svokölluðum „normum”, sem
þýðir að gólfflötur salarins hefði
ekki orðið stærri en 14x27 metr-
ar. Hins vegar hefur það nú
fengizt fram, að gólfflöturinn
verður 18x33 metrar. Að visu er
það ekki full stærð, en gerir
okkur þó kleift að láta fara fram
kappleiki i handknattleik og
körfuknattleik, þvi að i húsinu
verða áhorfendapallar fyrir 500
manns.
— Eruð þið ánægðir með
staðsetningu þessa nýja svæðis
ykkar?
— Já, mjög svo. Okkur hafði
verið úthlutað svæði annars
staðar, þrátt fyrir eindregnar
óskir okkar um að fá þetta
svæði. Af skipulagslegum
ástæðum reyndist ekki heppi-
legt, þegar að var gáð, að hafa
athafnasvæði okkar á þeim
stað, sem okkur var upphaflega
úthlutað, svo að brugðið var á
það ráð fyrir fjórum árum að
úthluta okkur aftur — og þá
VERÐUR SETT
Alþjóðlegt
KOMIÐ
OG SJAIÐ
SKEMMTI-
LEGA OG
SPENNANDI
KEPPNI
lyftingarmót
I LAUGARDALSHÖLLINNi
I KVÖLD KLUKKAN 20,30
Meöal keppenda eru:
OLYMPIU- OG HEIMS-
MEISTARINN
LEIF JENSEN,
FYRRVERANDI HEIMS-
METHAFI
HANS BETTEMBURG, —
ásamt
Eivind Rekustad,
Aage Mölstad,
Bent Harstmann,
Frank Clark — og beztu
lyftingamönnum Islands.
Lyftingadeild
Ármanns
varð þessi staður, sem er utan
Glerár og fyrir norðan nýja
barnaskólann i Glerárþorpi,
fyrir valinu.
— Svo það má segja, að óska-
draumur ykkar hafi rætzt?
— Já, svo sannarlega.
Staðurinn er ákaflega hentugur
frá náttúrunnar hendi, og þarna
er meiningin að risi tveir knatt-
spyrnuvellir, auk minni valla
fyrir körfuknattleik, handknatt-
leik, tennis og fleira, auk þess,
sem aðstaða verður fyrir frjáls-
iþróttafólk.
— Er svo ekki meiningin að
reisa sérstakt félagsheimili?
— Til að byrja með verðum
við að treysta á skólann, en það
eru uppi hugmyndir um það að
reisa félagsheimili þarna i
grenndinni.sem kæmi að notum
fyrir önnur félagasamtök
einnig, svo sem kvenfélög, safn-
aðarfélög og fleiri aðila.
— Þið eigið ekkert félags-
heimili sem stendur?
— Nei, og höfum aldrei átt.
Sannleikurinn er sá, að iþrótta-
félögin á Akureyri hafa alla tið
verið á hrakhólum með aðstöðu
til félagsstarfs. Sem dæmi get
ég nefnt það, að raunverulegt
félagsheimili Þórs hefur verið á
neðri hæðinni i húsi minu að
Goðabyggð 2 undanfarin ár.
— En hvað viltu þá segja um
aðstöðu til iþróttaiðkana. Er
hún fullnægjandi?
— Nei, það er langt i frá. Til
að mynda er iþróttaskemman
svo þröngt setin, að þar fá sum-
ar iþróttadeildir ekki fleiri en 1
tima á viku. Aðstaða til knatt-
spyrnuiðkana er heldur ekki
góð, nema hluta af árinu, þegar
grasvöllurinn er i lagi. Eini
raunverulegi malarvöllurinn,
sem hægt er að æfa á, er Sana-
völlurinn svokallaði, en hann er
þvi miður ekki nógu góður.
— Svo að það er ekki seinna
vænna að koma sér upp nýrri
aðstöðu?
— Nei, ekki ef eðlilegt
iþróttalif á að geta þróazt hér á
Akureyri. Ahuginn er geysimik-
ill og þeim fjölgar stöðugt, sem
vilja leggja rækt við iþróttir. Að
visu má segja, að við séum
heppnir að einu leyti, þvi að að-
staða til skiðaiðkana er góð, ein-
hver sú bezta á landinu.
— Við hvaða vanda er að etja
i sambandi við daglegan rekstur
iþróttafélaga á Akureyri?
— Það er auðvitað fjölmörg
atriði, sem eru erfið viðfangs,
eins og gengur og gerist, en við
eigum við alveg sérstakan
vanda að etja i fjármálum
vegna aukins ferðakostnaðar
samfara aukinni þátttöku i
landsmótum. Og það er engin
launung að það er fjárhagslegur
höfuðverkur fyrir okkur að
komast i úrslitakeppni, sem háð
er i Reykjavik. Auðvitað kepp-
um við að þvi að ná sem beztum
árangri á iþróttasviðinu, en þvi
lengra, sem við náum, þvi
kostnaðarsamara verður það.
Framhald á bls. 19