Tíminn - 03.03.1973, Síða 3

Tíminn - 03.03.1973, Síða 3
Laugardagur 3. marz. 1973. TÍMINN 3 Göteborgs-Posten búinn að safna 15 milljónum Framlög berast til blaðsins frá öllum hlutum Svíþjóðar KJ-Reykjavik „Þetta er stdrkost- Iegt”, segir I upphafi fréttar I Göteborgs-Posten á miövikudag- inn, þar sem sagt er frá tslands- söfnun blaðsins. Þeir geta lika verið hreyknir af söfnuninni, þvi að söfnunarupphæðin nemur nú Skuttogarinn Bjartur kominn Þó, Reykjavik. —Enn einn skut- togari smiðaður i Japan kom til landsins I gærmorgun. Er það Bjartur NK-121, eign Sildar- vinnslunnar h.f. I Neskaupstaö. Bjartur, sem er rétt tæpar 500 brúttölestir að stærð, fór frá Jap- an 12. janúar. Siðasti viðkomu- staöur skipsins, áður en heim kom, var Panama. Skipstjóri á Bjarti er Magni Kristjánsson, og 1. vélstjóri Sigurður Jónsson. Bjartur er þriðja nýja fiskiskip- iö, sem kemur til Neskaupstaðar frá þvi um áramót. Hin eru Börk- ur og Gissur hvíti. Nómskeið um fíkniefni í Kennara- hóskólanum Þó, Reykjavik. — Kennarahá- skóli Islands og Bindindisfélag kennara efna til námskeiðs I fræðslu um fikniefni i dag, laugardaginn 3. marz og á morg- un sunnudaginn 4. marz. Námskeiðið fer fram i Æfinga- skóla Kennaraháskóla Islands og hefst það klukkan 14 báða dag- ana. Ollum kennurum og kenn- araefnum og áhugafólki um bindindisfræðslu er heimill að- gangur. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins veröur Norðmaðurinn Erling Sörli, sem mun kynna fræösluefni er notað er í norrænum kennara- skólum um flkniefnaneyzlu, en auk hans mun Hildigunnur Ólafs- dóttir cand. polit. skýra frá rannsókn á áfengisneyzlu ung- linga I Reykjavik og Þorvarður örnólfsson ræðir og kynnir lög- gjöf um bindindisfræðslu, fram- kvæmd hennar og nýskipan. Nánar verður sagt frá nám- skeiöinu I blaðinu eftir helgina. Sigurvegara- peningurinn uppseldur Sigurvegarapeningur- inn með myndinni af heimsmeistaranum Fischer, er steyptur var i f jögur hundruð eintaka samstæðu úr gulli, silfri og eir, er nú með öllu uppseldur. Er efalaust, að þessir minnispening- ar munu seinna meir komast i ofurverð, likt og sitthvað fleira, er tengt var heims- meistaramótinu i fyrra- sumar og söfnunargildi hefur. fimmtán miiijónum Isienzkra króna, eða 755 þúsundum sænskra. A forsiðu Göteborgs-Postens á miðvikudaginn er sagt frá einu framlaginu i söfnunina, en það var bréf meö fimmtiu sænskum hundrað króna seðlum, eða eitt hundrað þúsund krónur Islenzkar. Bréfið var nafnlaust, og svo er um mörg bréfin sem borizt hafa með framlögum I tslandssöfnun Göteborgs-postens. Christina prinsessa i Sviþjóö gaf eitt þús- und krónur sænskar i söfnunina á dögunum, en það samsvarar rúmlega 20 þús. islenzkum. I söfnunarfrétt blaðsins á mið- vikudaginn segir að peningarnir streymi nú inn frá öllu landinu, og sem dæmi um söfnunina, þá hafa 25 þúsund aðilar sent i gegn um giróþjónustuna I Svlþjóö, fyrir ut- an alla, sem sent hafa á annan hátt. 1 bréfi, sem fylgdi með blaðaúr- klippunum úr Göteborgs-Posten, segir, að söfnunin til Bach Mai sjúkrahússins i Hanoi, hafi alveg fallið i skuggan fyrir Islandssöfn- uninni, og þó eru bæði Bertil prins og Erlander fyrrverandi forsætis- ráðherra þar i fararbroddi. Töluðu við Ólaf Jóhannesson Á föstudaginn I fyrri viku var mikil skemmtun i Konserthöllinni i Gautaborg, og rann allur ágóði af söfnuninni til Islandssöfnunar Göteborgs-Posten. A þessari skemmtun komu fram margir frægir skemmtikraftar I Svl- þjóð. A þessari skemmtun voru góðir fulltrúar Islands, með þau Kristin Hallsson óperusöngvara og Láru Rafnsd. pianóleikara I fararbroddi. Skólastjórahjónin við Lýöháskólann I Kungalv Britta og Magnús Gislason sungu á islenzku og söngflokkurinn Vikivaki gaf samkomugestum innsýn I islenzka poppheiminn. Stjórnandi samkomunnar var blaðamaðurinn Hagge Geigert, og talaði hann viö Ólaf Jóhannes- son forsætisráðherra I slma á samkomunni, og var þvl þannig fyrirkomið að allir gátu fylgzt með samtalinu. „Hann var hrærður og það á einnig við um alla Islendinga” segir blaða- maðurinn eftir skemmtunina. „Það þurfti náttúruhamfarir til, svo að við tækjum eftir frændþjóð okkar” segir Hagge ennfremur i pistli slnum. Göteborgs-Fosten .RcdaVtöc ocli ajuvarís ut*ivarc: LARS HJÖRNE 5000 kr till Island i vanliet brev líí Prinsessa skankte tusenlapp Götelwrgs-Poítcns ijusoto- ling íör Island öknck* igár med yUerligarc langt övcr iiO.OOÖ kronor. PrinHCison CKristina övcrlamnade 1.000 kronor. En anonyni givare santlc 5.000 kronor i ett löshrcv tiJl in«amling&- rcdaktionen. Ytterligarc en anonyui tecknadc 5.000 kronor pa **n lista i G-P- lílialen i NK:s Ser icc- centruin. Kvrkolirrde Erik Hy- dén i Solberga pastorat rapportcrar att eu kollekt i stiwlajos i Solbcrga, Hálta och Jörlauda kyrkor gav 8.840 kronor till insain- lingen. Insamlingttn iír nu uppe i drygt 755.000 kronor. mera om den ph sidan 12. ______ .............................................................................. Po&tpirot ar 409 08-6.Femtto hwiá&Aappar Iðg % rtt iirev asm •Anony>n» tkktedx tiil insitiniingxndaktiiniim. Fotv: Lar* Sbderbom. Forsiðan á Göteborgs-Posten á miðvikudag. KIRKJUVIKA A AKUREYRI OG í AAOSFELLSSVEIT Um þessa helgi hefst kirkjuvika á tveim stöðum að minnsta kosti — á Akureyri og i Mosfellspresta- kalli i Kjósarsýslu. Verður á báö- um stöðum vandaö mjög tii messugerðar og samkomuhalds. 1 Mosfellssókn verða samkom- urnariLágafellskirkju.og verður fyrst æskulýðsguðsþjónusta klukkan tvö á sunnudaginn, þar sem sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurösson, predikar, spurningabörn flytja bæn úr kór- dyrum og telpnakór Varmárskóla syngur við stjórn Guðrúnar Tómasdóttur. A mánudaginn verður sam- koma klukkan niu. Þar flytur Dóra D. Þorkelsdóttir ávarp og Lýöur Björnsson kennari og Þór Magnússon þjóöminjavörður flytja erindi. Gunnar Gunnarsson og Helgi Bragason leika á flautu og orgel, strengjasveit úr Tón- listarskólanum leikur og Litiö eitt syngur og leikur. Auk þess verður svo almennur söngur, vixllestur prests og spurningabarna og fleira. Á þriðjudaginn veröur enn samkoma, sem hefst á sama tima og flytja þá erindi Björg Rikarðs- dóttir og Tómas Helgason prófessor, skólalúðrasveit Mos- fellssveitar, kvartett úr Tónlistarskólanum og Arni John- sen syngja og leika. Loks verður á miðvikudags- kvöldið föstuguðsþjónusta, þar sem séra Jóhann Hliðar predikar og kór Neskirkju syngur við stjórn Jóns Isleifssonar. A Akureyri veröur nú haldin kirkjuvika I áttunda sinn. Messar séra Þorsteinn L. Jónsson frá Vestmannaeyjum I Akureyrar- kirkju á sunnudaginn, en siðar i vikunni verða samkomur i kirkjunni á kvöldin eins og hér segir: Á mánudaginn verður sam- koma I kirkjunni, er hefst kl. 9. Þar flytur Björn Þórðarson ávarp en Jón G. Sólnes ræðu. Samleikur verður þar á orgel og blásturs- hljóðfæri undir stjórn Roars Kvanns, en Gigja Kjartansdóttir leikur einleik á orgel i upphafi hvers kirkjukvölds. Þá veröur ljóðalestur og samlestur prests og safnaðar. Á þriðjudaginn verður æsku- lýöskvöld og þar flytur ræðu Edda Eiriksdóttir skólastjóri, auk annarra atriða til skemmtun- ar og fróðleiks. Föstumessa veröur á miðviku- daginn og þar predikar séra tJlfar Guömundsson, ólafsfirði. Tryggvi Gislason er ræöumað- ur á fimmtudagskvöldið og þá syngja Sigurður Demetz Franz- son og nemendur hans. A föstudaginn flytur Gauti Arnþórsson yfirlæknir ræðu kvöldsins. Æskulýðsmessa verö- ur svo á sunnudaginn. Undirbúningsnefnd kirkjuvik- unnar skipa: Jón Kristinsson, Rafn Hjaltalin, Björn Þóröarson, Gunnlaugur P. Kristinsson og Ólafur Danielsson, auk sóknar- prestanna. liniWTlTIIJIIIWIWIMWiMlWdltal Lánamál land- búnaðarins DAGUR segir frá síðasta fundi bændaklúbbsins I Eyja- firöi á þessa leið: „Á annað hundrað manns sóttu siðasta bændaklúbbs- fund á Hótel KEA á mánu- dagskvöldið. Þar ræddi Stefán Valgeirsson alþingismaður og formaður bankaráðs Búnað- arbankans um lánamál land- búnaöarins. Skýrði hann vei hlutverk og störf Stofniána- deildar landbúnaðarins og þörf hennar á auknu fjár- magni, svo að hún verði þess umkomin að fullnægja brýn- ustu þörfum bænda, en á það skortir mjög ennþá, sagði ræðumaður. Hafði Stefán á reiðum hönd- um samanburðartölur um lán- veitingar á siðustu árum. Samkvæmt þeim lánaum- sóknum sem fyrir iiggja nú, þyrfti nú meira en stórum hærri upphæð en 1972, ti! þess að mæta þeim iánabeiðnum, sem fram hafa komið. Væri nú unnið að þvi að finna leiðir tii fjáröflunar fyrir Stofnlána- deiidina. Árið 1970 var lánuð 141 milij. kr. úr Stofnlánadeild, en 254.7 inillj. kr. áriö 1971. Arið 1972 nam þessi upphæö aftur á móti nær 370 millj. kr., sagði Stefán. Umsóknir liggja nú fyrir um byggingu heimingi fleiri fbúð- arhúsa en á siðasta ári, eða um 140 umsóknir. Þá má geta þess, að Utið hefur á undan- förnum árum verið lánað til vinnslustööva landbúnaðar- ins, sem kunnugt er. Nú er að verða á þessu breyting og voru lánaöar út um 60 millj. kr. á siðasta ári, en það þarf meira en tvöfalda þá upphæð, ef vel á að vera, og mæta á þeim um- sóknum, sem þegar eru komn- ar, m.a. frá Mjólkursamlagi KEA, sem nú vill halda áfram byggingu nýrrar mjólkur- vinnslustöövar. Óskaði ræðumaður eftir þvi að heyra áiit bænda um þau atriði, sem þeir teldnu heizt koma til greina til fjáröflunar, og ennfremur, hvaða tak- markanir þeir teidu að setja þyrfti yfir lánveitingum, ef nægilegt fjármagn yrði ekki fyrir hendi. Miklar umræður urðu um þessi mál á fundinum og komu fram ýmsar fyrirspurnir, sem frummæiandi svaraði. Grcini- lega kom það fram, að menn vildu láta veita fjármagni til landsbyggðarinnar i vaxandi mæli, og fiestir ræðumenn létu I ljós það álit sitt, að sem allra minnst ætti að takmarka val- frelsi manna um bústærð og gerö bygginga”. Þjóðhátíðin Dagur segir 26. þ.m. um þjóðhátiðarmáiið: Hér I þessum þætti hefur áður verið minnzt á þjóðhátið- ina miklu á Þingvötlum 1974, I tilefni ellcfu aida byggðar á tslandi, og hún talin meira en óþörf. Siöan hafa mörg félög gert samhljóða ályktanir um að fella þá hátfð niður með öllu, en minnast byggðaaf- mæiisins á annan hátt, auk þess að haida hátiðir heima i héruöum, eftir þvi sem Ibúun- um þykir við hæfi. Þaö mun naumast tilviljun hve fáir for- mælendur stórhátíðar á Þing- völlum láta til sln heyra. Hitt er miklu Hklegra, að Þing- valiahátfðin eigi sér raun- verulega fáa formælendur.” Horfur virðast á, að skoöan- ir verði skiptar um þetta mál, en Mbl. hefur nýiega mælt ein- dregið með Þingvallahátið. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.