Tíminn - 03.03.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 03.03.1973, Qupperneq 9
Laugardagur 3. marz. 1973. T1MINN 9 Bókagjöf fró Sovét- ríkjunum Rússneska Unesco-nefndin beitti sér fyrir þvi á siðastliönu ári, að sendar yrðu viða um lönd bókagjafir, sýnishorn bókagerðar i Sovétrikjunum, og var tilefnið sú ákvörðun 16. þings Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna, að árið 1972 skyldi vera alþjóðlegt ár bókarinnar. Sendiherra Sovétrikjanna til- kynnti menntamálaráðherra 2. febrúar sl. um bækur þær, er beint hefði verið hingað til lands, en þær hafa nú nýlega, sam- kvæmt ákvörðun ráðherra, verið afhentar Landsbókasafni til varð- veizlu. 1 bókagjöf þessari eru alls 89 bindi bóka, fjölþætt að efni og mörg mjög fögur að allri gerð. Bókagjöf þessi veröur til sýnis næstu daga á bókavagni I aðal- lestrarsal Landsbókasafns. 55 aura flutninga- styrkur Þó, Reykjavik. — Stjórn Loðnulöndunarnefndar ákvað að veita sér- stakan styrk til flutninga á loðnu með togurum, og er þá gert ráð fyrir, að loðnan verði flutt til fjarlægra hafna, norðanlands — og austan. Styrkur þessi nemur 55 aurum á hvert kiló loðnu. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, hefur Bæjarút- gerð Reykjavikur boðizt til, að nota sina togara til þess- ara flutninga, — togarana Hallveigu Fróðadóttur, Þorkel mána og Jón Þorláksson. Gerir loðnu- nefnd ráð fyrir þvi, að Bæjarútgerðin sjái alveg um reksturinn á skipunum, það eina, sem útgerðin fær er fyrrnefndur 55 aura flutningastyrkur fyrir hvert kiló, sem flutt verður. HASSMÁUÐ SÍFELLT UMFANGS- MEIRA Suður i .Keflavik sitja varnar- liðsmaður og ungur Keflvikingur i gæzluvarðhaldi vegna sölu og neyzlu á hassi og LSD. t Reykjavik voru handteknir i gær tveir ungir menn og yfirheyrðir vegna sams konar brota og á báð- um stöðunum er lögreglan að rannsaka og yfirheyra fjölda ungs fólks, sem er við málið riðið. Rannsóknin beinist að þvi, hverjum Bandarikjamaðurinn og Hollendingurinn, sem setið hefur nær 3 mánuði i gæzlu á Keflavikurflugvelli, seldu varn- ing sinn, og hverjir endurseldu siðan. Ljóst er, að ungur maður úr Rvik keypti nokkurt magn og af þvi seldi hann aftur varnar- liðsmanni, sem enn afhenti islenzkum ungmennum eitthvað af hassinu. Unga fólkið hefur viðurkennt, að hafa reykt ekki minna en 300 gr. af hassi, sem kom i birgðum alþjóðlegu eitur- lyfjasalanna og gleypt um 30 pill- ur af LSD. Samkvæmt öllum sólarmerkjum er magnið sem þeir seldu margfalt meira. Telur lögreglan að hér sé aðeins um einn anga málsins alls að ræða, sem sifellt verður viðameira, eft- ir þvi, sem það er rannsakað nán- ar. Unglingar allt niður i 15 ára hafa játað hass- og LSD neyzlu. — OÓ. NÝSKIPAÐUR sendiherra Þýzka alþýðulýðveldisins, Peter Hintz- mann, afhenti i fyrradag forseta islands trúnaðarbréf sitt að viöstödd- um utanríkisráðherra, Einari Agústssyni. Sendiherrann þá siðdegisboð forsetahjónanna ásamt fleiri gestum. Austur-þýzkur sendi- herra kominn Peter Hintzmann er 37 ára gamall. Að loknu námi i þjóðfélagsfræði vann hann I fjögur ár i Kaupmannahöfn á verzlunarskrifstofu Austur- Þýzkalands þar. Siðan stundaði hann framhaldsnám I tvö ár. Hann var að þvi námi loknu skipaður verzlunarfulltrúi Austur-Þýzkalands í Osló og hefur nú verið skipaður sendiherra þar. Hann er giftur og á tvö börn. HEF OPNAÐ LÖGFRÆÐISKRIFSTOFU Álfaskeiði 40 Hafnarfirði Lögfræðiþjónusta - Fasteignasala Gissur V. Kristjdnsson lögfræðingur n Allar nánari upplýsingar veitir umboð International Harvester á íslandi: H $ Samband Véladeild International Harvester ARMULA3 REYKJAVÍK SIMI 38900. International Harvester eru stærstu framleiðendur bú- og vinnuvéla. Á undanförnum áratugum hafa I. H. verið brautryðjendur tækniþróunar og nýjunga í öllum vélum. Það er ein af ástæðum þess árangurs sem náðst hefur. Við- skiptavinum I. H. fjölgar daglega enda eru margar vélar í boði með mikil afköst og góða endingu. 5 Allir þekkja I. H. traktorana, sem oftast er hægt að fá af lager i algengustu stærðum. 6 Vörulyftarar 1000 til 5000 kg. lyftigeta. Stór hjól, vökvastýri, vökvaskiptingar, hámarksafköst við erfiðustu aðstæður. 1 Hinir nýju 3400/3500 trakt- orgröfur 52 eða 70 hestafla, eru nú til sýnis og söiu hjá umboðinu. 2 Jarðýtur frá 65 til 285 hest- afla. Allar gerðir vökvaskiptar og með fullkomnasta fáanlegum bún- aði. TD-8-B til á lager. 3 Scout II, 3ja eða 4ra gíra, með 6 strokka 135 ha. vél. Einnig fáanlegur með V8 mótor, sjálfskipt- ingu og vökvastýri. 4 Heybindivél kemur nú end- urnýjuð frá fyrri árum og stendur feti framar öðrum bindivélum á markaðnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.