Tíminn - 03.03.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 03.03.1973, Qupperneq 15
14 _______________________________________________________ TlMINN Laugardagur 3. marz. 1973. Laugardagur 3. marz. 1973. TÍMINN 15 VÍÐA STANDA RÆTUR ÍSLENZKS LANDBÚNAÐAR BtJNAÐARÞING er nú senn að ljúka störfum. Að þessu sinni hefur það tekið fyrir um þrjátiu mál og er oft um að ræða mál sem horfa til mikilla heilla fyrir land- búnaðinn og þjóðarbúið i heild. Blaðamenn Timans hittu á dögunum að máli nokkra fulltrúa á þinginu og báðu þá að segja lesendum eitthvað frá merkustu málum, sem fjallað hefur verið um að þessu sinni eða önnur mál, sem vörðuðu landbúnaðinn mjög um þessar mundir og fara svör þeirra hér á eftir. Grímur Arnórsson Féð rennur til marg- háttaðrar starfsemi Fyrst hittum viö aö máli Grim Arnórsson, bónda að Tindum i Geiradal i A-Barðastrandarsýslu. Hann er starfandi i fjárhags- nefnd, og fræðir okkur um störf hennar. — Aðalstarf fjárhagsnefndar, segir Grimur, er aö skipta þvi fé, sem Búnaöarfélag íslands hefur til umráða. Meginhluti þessa fjár er fenginn beint frá rikinu á fjár- lögum hverju sinni, og var á slðasta ári tekjuhlið Búnaðar- félagsins um 35 milljónir króna, og þar af var fjárveiting á fjár- lögum um 32 milljónir. — Hvert rennur svo þetta fé? — Það fer að langmestu leyti til leiðbeiningaþjónustu, þ.e.a.s. faglegrar leiðbeiningaþjónustu fyrir landbúnaðinn. — Og hversu margir eru starf- andi að slikum málum? — Auk búnaðarmálastjóra og starfsliðs á skrifstofum Búnaðar- félagsins eru starfandi 5 ráðu- nautar i jarðrækt, garðyrkju og fóðurrækt og 5 i fullu starfi sem búfjárræktarráðunautar, áuk þess sem þar er einn Ihálfu starfi. Þá eru og starfandi tveir tækni- legir ráðunautar, verkfæraráðu- nautur og annar i bygginga- og bútækni. Búnaðarfélagið hefur einnig á sinum vegum búnaðarhagfærði ráðunaut, sem jafnframt veitir búreikningastofnuninni forstöðu. Það eru launagreiðslur til starfsfólksins, sem taka langmest af tekjum Búnaðarfélagsins, en auk þess liggur allmikill kostnaður i tækninýjungum eins og þeim að Búnaðarfélagið er smátt og smátt að taka tölvur I sina þjónustu, einkum i búreikingunum, og svo skýrslum nautgripa- og sauðfjárræktar- félaganna. Þessu fylgir óneitan- lega nokkur kostnaður, en það veitir jafnframt svo marga möguleika, að ekki ber aö sýta það fé. Þá er og nú gert ráö fyrir að veita nokkurt fé til leiðbeininga i þvi, sem við getum kallað auka- búgreinar, þ.e.a.s. æðarrækt og minkarækt. Þetta er að visu enn i smáum stíl, en getur vonandi farið vaxandi með árunum. Þaöan sem ég er af landinu og I minu nágrenni, þ.e. við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum, er æðar- rækt nokkur þáttur i búskap sumra, sem illu heilli hefur heldur dregizt saman siðustu árin. Því vonum viö að þessar fjárveitingar geti á einhvern hátt greitt úr fyrir mönnum til að efla þennan þátt á ný. Þarna eru tals- verðir möguleikar sé fyllsta að- gæzla höfð, og vel á málum haldiö. En versti óvinur æðar- ræktarinnar, a.m.k. hjá okkur, er flugvargurinn, og honum þarf á einhvern hátt að halda i skefjum. í þvi sambandi má kannski geta þess, að veiðistjóri heyrir undir Búnaðarfélagið, en til þess embættis rennur þó sérstök fjár- veiting, sem ekki kemur til kasta Búnaðarþings að úthluta. Nú, þá er einnig allmiklu fé varið til fræðslu og kynningar- starfsemi, en Búnaðarfélagið gefur út búnaðarblaðiö Frey og Búnaðarritið, auk þess sem það stendur að kvikmyndagerð um ýmis efni i sambandi við land- búnaðinn. Fjárhagsnefnd Búnaðarþings sér einnig um veitingu starfsfjár til Búnaðarsambandanna, sem eru að visu ekki háar upphæðir og minnstur hlutinn af fjárþörf þeirra. — Eru annars nokkrar sér- stakar nýjungar, sem fé er veitt til nú á þessu þingi? — Nei, það held ég að sé varla hægt að segja. Þó er nú veitt nokkurt fé til bændanámskeiða- halds, en þau hafa legið niðri nokkra hrið. Nú er meiningin að reyna að endurvekja þau, en þau voru mjög vinsæl á meðan þau voru og þá vanalega fullsetin. t fratiðinni verður svo vonandi framhald á fjárveitingum til þeirra. — En svo við vlkjum nú heim I hérað hjá þér, Grimur. Er það eitthvað sérstakt, sem þú hefur að segja mér þaöan? — Það held ég að geti nú varla heitið. Að undanförnu verður þó að teljast að frekar hafi rikt góð- æri, og heyfengur var mikill i sumar, en misjafn að gæðum. Veturinn hefur aftur á móti verið umhleypingasamur og tfðarfarið rysjótt þótt oftast hafi verið fært. Eitt er það mál, sem að sjálf sögðu ber hæst i minni heima- byggð, en það er fyrirhuguð þangmjölsverksmiðja á Reykhól- um. Til þess fyrirtækis lita menn almennt með bjartsýni, og vænta þess, að það verði til mikillar uppbyggingar. Það sem okkur háir mest, er hve atvinna i byggðarlaginu er fábreytt, og að þar er enginn þéttbýliskjarni. Vonandi verður þessi bygging til þess að úr hvoru tveggja rætist. Þetta er þvi á vissan hátt lifs- hagsmunamál fyrir okkur, að þetta fyrirtæki komist upp. Fallgur bær með fágaðri umgengni prýðir allt umhverfið Þá hittum við að máli Jón Egilsson á Selalæk, sem situr á Búnaöarþingi fyrir Búnaðarsam- band Suðurlands. Hann situr einnig i fjárhagsnefnd, en er einn- ig mikill áhugamaður um fegrun býla,en Búnaðarsamband Suður- lands sendi einmitt Búnaðarþingi erindi um bætta umgengni og fegrun byggðra býla. — Það hefur meiri áhrif, en margir I fljótu bragði gera sér Jón Egilsson grein fyrir, hvernig umgengni er háttað á bæjum, segir Jón. T.d. útlit og málning á hliðum, heim- reiðum og húsum. Það er alls ekki viljaleysi bænda, sem er þess valdandi, hversu viða pottur er brotinn I þessum efnum, heldur fyrst og fremst það, að þeir eru yfirsetnir öðrum störfum, og þá daga, sem helzt er hægt að eiga við málningu og annað slikt, eru þeir bundnir viö þurrk og annað sumarannriki. Þvi þyrfti m.a. að gefa út fræðslurit meö leiðbeiningum um hvernig búa skuli hús undir máln- ingu, varðveita glugga og hurðir. Til að ná tilætluðum árangri á þessu sviði þyrfti einnig að veita leiðbeiningar með sýnishornum af snyrtilegum trjá- og matjurta- görðum, og ráðleggingar um lag- færingar á hliðum og heimreið. t Þó að ekki séu garðar um hús vil ég telja það mjög mikilsvert atriði að hægt sé að loka fbúðar- hús þannig af, að ekki sé hægt að keyra þangað alveg heim að dyr- um. Eftir að tankvæðing komst á svo viöa er e.t.v. enn mikilvægara en áður að heimreiðar séu i góöu lagi, þegar bilarnir koma heim i hlað á hverjum bæ. 1 þessu sambandi þyrfti aö at- huga, hvort ekki væri hægt að komast aö hagstæðum samning- um um hagstæð efniskaup til allr- ar fegrunar og betri bygginga, og eins verði gengið eftir þvi, að búnaðarsamböndin setji sér byggingasamþykktir en til þess eru ákvæði i lögum, þó að mér vitanlega séu það aöeins A-Hún- vetningar, sem þvi hafa fram- fylgt. t öllu þessu þyrfti að hafa samráð og samvinnu við Bygg- ingastofnun landbúnaðarins, og eins þyrfti að vinna að þvi, að veitt verði fé á fjárlögum til kaupa á mótum og tækjum fyrir búnaðarsamböndin, til að þau geti hafizt handa um þessar framkvæmdir, og tekið að sér sem mest af byggingum I sveitum með stöðluðum mótum og tækjum og þjálfuðum vinnuflokkum. Sök- um fámennis i sveitum verður bændum æ erfiðara að stunda byggingavinnu á búum sinum sjálfir, og það er bæði erfið og dýr úrlausn að fá iðnaðarmenn úr þéttbýli til þessara starfa. Þaðeraldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum, hve mikið góð um- gengni getur haft að segja, og þvi eru allarhvatningar I þá átt æski- legar. Þvi má kannski geta þess hér, að undanfarin ár hefur stjórn Búnaðarsambands Suðurlands reynt að fá bændur til að fegra býli sin, og veitt i þvi skyni þeim fimm býlum, sem þá þóttu skara fram úr fyrir góða umhirðu og umgengni, verðlaun. Þetta var gert 5 ár i röð, en sl. ár voru hins vegar þrjár sveitir verðlaunaðar, fyrirfallega heildaryfirsýn á býl- in. Nú er framundan 1100 ára af- mæli Islandsbyggðar og þvi tima- bært að gera stórátak i þessum málum. Fallegur bær með fág- aðri umgengni prýðir allt um- hverfið, og það er þvi verulega háð þvi, hvort bændum tekst að prýða býli sin, hvort Island verð- ur talið fallegt land eða ekki. Iljalti Gestsson Innlent kjarnfóður Hjalti Gestsson situr einnig þingið fyrir Búnaðarsamband Suðurlands, en hann er fram- kvæmdastjóri þess. Hann er vel heima um innlendar heyköggla- verksmiðjur, fengna reynslu af þeim og horfur I þeim efnum. Við fáum hann þvi til að fræða okkur ofurlitið um hvað þeim málum liði. — Við erum allmikil land- búnaðarþjóð, segir Hjalti, eða þykjumst að minnsta kosti vera það. En við erum engin korn- framleiðsluþjóð, og þvi háðir inn- flutningi á þvi. Aður var það ekki talin vandræði að fóðra á grasi og heyi, en nú telst það aftur á móti afturúrstefna að ætla að fóðra eingöngu á sliku. Þvi er það, að það virðist æðsti draumur margra, að hérlendis verði hafin kronrækt, og telja það allra meina bót, og vist er um það, að tilraunir undangenginna ára sýna fram á, að á ákveðnu belti hér sunnanlands sé grund- völlur fyrir nokkuð árvissri þroskun korns, og þvi má segja, að þau mál ætti að taka til at- hugunar. En svo er það annað, sem komið hefur til siðustu árin og viðist geta leyst málin nokkuð. vel. Það er heykögglun og hrað- þurrkun grassins Það virðist mjög lystugt og gott fóður, og auðvelt i framleiðslu og rann- sóknir benda til þess að ekki þurfi nema 1,2 kg I fóðureiningu, sem er frambærilegt við gróft innflutt kjarnfóður. Heykögglagjöf með heyi virðist fullnægjandi fyrir sauðfé , geldneyti og lágmjólka kýr, og saman sé það nægilegt að 70% fyrir hámjólka kýr. Auk þess virðist svo sem það sé hentugt I fóðurblöndu fyrir svin og hænsni. Það virðist þvi vera mjög sterkur grundvöllur fyrir framleiðslu þessa innlenda kjarnfóðurs. Eggjahvitufóður er mjög dýrt nú á dögum, en kögglarnir eru einmitt auðugir af eggja hvitu, og gæti þvi gjöf þeirra á vissan hátt komið i staðinn fyrir fiskimjölsgjöf. í>á mætti einnig i þvi sambandi hugsa til útlfutn- ings á þeim, en það er þó ekki timabært. Undanfarin ár hafa hér verið starfandi tvær verksmiðjur á vegum rlkisins, önnur á Hvols- Rætt við nokkra fulltrúa á Búnaðarþingi Viðtöl: Erlingur Sigurðarson <>9 Jón Guðni Myndir: Róbert Ágústsson velli, þar sem fyrst var framleitt grasmjöl, en framleiðir nú köggla, og hin i Gunnarsholti. Með rekstri þessara verksmiðja fæst á hverju ári aukin þekking og dýrmæt reynsla, sem hjálpar mikið í starfinu fram undan. A siðast liðnu ári mun fram- leiðslukostnaður á kiló af kögglum hafa verið um 10 krónur og er það þvi samkeppnisfært við erlent kjarnfóður. Það er eigin- lega meira en hægt er að segja um flestar aðrar framleiðslu- greinar islenzks landbúnaðar, að þær þoli erlenda samkeppni, og ætti það enn að sýna fram á hag- nýti þessarar framleiðslu. Nú, svo má ekki gleyma öllum þeim gjaldeyrissparnaði, sem þessi innlenda kjarnfóðurfram- leiðsla hefur i för með sér, en mér telst svo til, að um 75% af verðinu séu beinn gjaldeyrissparnaður. Það stafar af þvi, að enn hefur ekki fundizt annað efni til hag- nýtingar við þurrkunina en svart- olia, sem að sjálfsögðu er innflutt, og er einnig verulegur kostnaður fólginn I vélum og tækjum og af- skriftum á þeim. Við getum þvi sagt sem svo, að i 12.000 tonna ársframleiðslu verk- smiðjanna sé fólginn 90 milljón króna gjaldeyrissparnaður, og það munar um minna. Eins og ég sagði áðan hafa til þessa verið tvær grasaköggla- verksmiðjur starfandi á vegum rikisins, en þá hafa einnig verið tvær á vegum annarra aðilja, en þær eru á Brautarholti á Kjalar- nesi og i Stórholti i Dölum. Þá voru einnig á sl. sumri i notkun hér tvær færanlegar hey- kökuverksmiðjur, en þær eru ekki eins fullkomnar og hinar föstu t.d. er þar engin sekkjun né geymsluaðstaða, og þeim fylgja engar byggingar. Þær eru lika til muna ódýrari I uppsetningu, eða um 6 milljónir á móti þvi, að föst heykögglaverksmiðja væri i stofnkostnaði sjálfsagt aldrei undir 30 milljónum króna. Nú er i lögum um Landnám rikisins og Stofnlánadeildina ákveðið að reisa þrjár nýjar hey- kögglaverksmiðjur, þ.e i Hólminum I Skagafirði, i Saltvik i S-Þing og i Flatey á Mýrum i A- Skaft. Þessar 7 verksmiðjur, sem þá yrðu hér, myndu þó sennilega aldrei geta framleitt meira en eins og 10.00 tonn, en það er um þriðjungur þess, sem þörf væri á. Þvi yrði það næsta verkefnið að stórstækka þessar verksmiðjur, og þá væri fengin styrk stoð undir islenzkan landbúnað. — Við höfum lært með hverju ári og höfum vel efni á þvi að vera bjartsýnir um þessi mál, sagði Hjalti að lokum. Rannsóknir á gæðum kartaflna Þá fáum við til okkar Jóhann Jónasson forstjóra Grænmetis- verzlunar Lanbúnaðarins, en hann situr á Búnaðarþingi fyrir Búnaðarsamband Kjalarness- þings. Jóhann á sæti I jarðræktar- nefnd þingsins, en þar kom fram tillaga um auknar tilraunir i kart- öflurækt. —Búnaðarþingi barst erindi frá yfirmatsmanni garðávaxta, Edvard Malmquist, þar sem hann fór þess á leit, sem hann taldi fulla ástæðu til, að fram færu at- huganir á geymsluþoli, bragð- gæðum og heilbrigði kartaflna. Mál þetta hefur nú verið sam- þykkt frá þinginu, og þar er þvi beint til rannsóknastofnunar landbúnaðarins, að hlutast til um skipulagðar rannsóknir á þessu sviði, og sérstök áherzla lögð á að kanna i þvi sambandi samanburð á búfjáraburði og tilbúnum ásamt áhrifum snefilefna. Þá var og talið rétt að kanna mismunandimeðferðá kartöflum við upptöku flokkun og geymslu með tilliti til heilbrigði og geymsluþols þeirra. Jóhann Jónasson Talin er sérstök ástæða til að reyna að hrinda þessu i fram- kvæmd, þar sem þær tilraunir, sem fram hafa farið I sambandi við kartöfluræktina á undan- förnum árum hafa eingöngu gengið útá að hera saman ýmsa áburöarskammta með tilliti til uppskerumagns, jafnframt þvi sem fram hefur farið saman- burður á afbrigðum. Þvi teljum við að nú sé þörf nýrra tilrauna til að athuga hvaða áhrif tilbúinn áburður hafi á bragðgæðiog geymsluþol, en það er samdóma álit flestra, að þvi hraki yfirleitt með aukinni notkun hans. Hér er þvi um að ræða tilraunir um aukna vöruvöndun en hún er ekki siður mikilvæg en mikil framleiðsla. Varan á að sjálf- sögðu bæði að vera mikil og ekki siður góð. Þá þarf og að rannsaka, hvaða áhrif vélanotkunin hefur á mót- stöðu gegn sjúkdómum. Kartaflan merst I vélunum og missir motstöðuaflið, en ýmsir sveppir eiga greiðan aðgang i sárið . Þetta eru nú helztu tiltektir Búnaðarþings um garðyrkju til þessa,og eru mjög þarfar, þvi að þær ættu fyrst og fremst að stuðla að aukinni vöruvöndun, en henni má ekki gleyma. Sigurjón Friðriksson Bændur þurfa að gera sér betri grein fyrir þýð- ingu ullarinnar. Það er vist ekki ofmælt að ullin hefur i bókstaflegri merkingu haldið lifinu i islenzku þjóðinni I margar aldir, sagði Sigurjón Friðriksson frá Hlið i Vopnafirði. Það er þvi engin furða þótt yrðu fjörugar umræður um erindi Búnaðarfélags tslands um bætta meðferð ullar. Tilefni þessa erindis var það að stjórn BI ferðaðist nokkuð um landið sl. ár og kynnti sér þá m.a. ýmislegt, sem að þessu laut. Það er allt of algeng sjón að sjá órúnar kindur meðfram vegum i lágsveitum, jafnvel heima undir túngirðingum. Þar er bæði um að ræða fé sem kemur snemma heim af afréttarlöndum, og eins fé sem gengur meira og minna I heimalöndum. Þaö er auðséð, að bændur nota ekki sem skyldi stundir sem gefast frá heyskap til að rýja fé, sem gengur á heima- slóðum. Upphaf erindis stjórnar BI er á þá leið að „Búnaðarþing 1973 láti til sina taka og geri ályktun um hirðingu og meðferð bænda á ullarframleiöslunni i þvi skyni, að ráð bót á þvi ófremdarástandi, sem rikir i þvi efni i ýmsum sveitum landsins”. Búfjárræktarnefnd Búnaðar- þings fékk málið til meðferðar og þingið afgreiddi málið siðan sam- hljóða. Segir i ályktuninni m.a: Búnaðarþing vill vekja athygli á þvi, að íslenzka ullin er þýðingar- mikil framleiðsluvara og dýrmætt hráefni, fyrir islenzkan iðnað. Búnaðarþing telur, að mikið hafi skort á hin siðustu ár, og ullin hafi almennt verið nægilega hirt og vel með farin. Búnaðarþing leggur áherzlu á að Búnaðarfélag tslands beiti sér fyrir úrbótum á þessu sviði og taki m.a. til athugunar eftirtalin atriðisem stutt gætu að meiri og betri ullarframleiðslu. 1. Auknar leiðbeiningar og áróður 2. Hækkað heildarverð á ull. 3. Ullin verði metin við móttöku og verulegur verðmismunur verði milli gæðaflokka. 4. Vetrarrúningur þar sem góð fjárhús eru fyrir hendi og góð og örugg fóðrun. 5. Námskeiö i vélrúningi- 6. Vélrúningur verði námsgrein við búnaðarskólana. Þetta var ályktun þingsins og hún talar auðvitað sinu máli. Það er orðið æði langt siöan verð á ull tilbænda varð óeðlilega lágt. Þar af leiðir svo að bændur hiröa minna um að ná ullinni af fé sinu en skyldi. Einnig hafa I sumum landshlutum komið svo slæm illviðri á sumrum að fjár- skaðar hafa hlotizt af á nýrúnu fé. Ég nefni sérstaklega eitt slikt veður, sem gerði fyrstu daga júli- mánaðar 1947. Nú hefur aftur á móti verðlag á ull stórhækkað og hún verður æ eftirsóknarverðari sem iðnaðarhráefni. Það er þvi sýnt að það verður að setja aukinn kraft á að kynbæta fé með tilliti til ullargæða, og sinna ullar- hirðingu miklu betur en nú er gert. Ég tel að undirstaðan undir þvi sé sú að veruleg hækkun verði á ullinni til framleiðenda og að verðmismunur á góðri og lélegri ull verði stóraukinn. Þetta tel ég að bezt verði gert með auknum leiðbeiningum á hinum ýmsu sviðum og auknum áróðri fyrir þvi að ullin sé verulegt verðmæti og vaxandi þáttur 1 framleiðslu sauðfjárbænda. Það eru nú liðin 5-7 siðan vetrarrúningur hófst i smáum stil viða i sveitum. Ég tel höfuð- atriöi og undirstöðu að auknum vélrúningi vera betri fjárhús og góð og örugg fóðrun. Sé þetta fyrir hendi, tel ég sjálfsagt, að klippa yngra fé að vetri til. Sumir eru meir meira að segja farnir að klippa gemlinga um jólaleytið og með góðum árangri að þvi er þeir telja. Með þessari 'aðferð fá bændur meiri og betri ull af fénu og losna auk þess við þá miklu vinnu, sem vorrúningur krefst, þegar hvað mest er að gera við önnur bústörf. Það er min reynsla aö við fáum vænni lömb undan yngri ánum þegar þær eru klipptar að vetrinum. Um eldri ærnar er það að segja, að ullin á þeim er oft þynnri og ódrýgri. Þær eru lika viökvæmari fyrir utanaðkomandi áhrifum eins og kuldaköstum, og ég álit ekki rétt að rýja þær fyrr en eftir miðjan júli, ef þær eru þá við hendina, en hins vegar svarar varla kostnaði að ná i þær á afrétti til að rýja þær. Þessar bollaleggingar minar varðandi sauðfjárrækt byggjast aö sjálf- sögðu á þeirri hámarksafurða- stefnu, sem Búnaðarfélag Islands hefur fylgt siðustu áratugina og ég tel I flestum tilfellum heppi- legasta fyrir sauðfjárbændur, sagði Sigurjón að lokum. Jósep Rósinkarsson Votheysverkun tryggasta heyverkunaraðferðin Jósep Rósinkarsson bóndi á Fjarðarhorni I Hrútafiröi situr á Búnaðarþingi fyrir Strandamenn. Hann gerði að umtalsefni ályktun Búnaðarþings um votheys- verkun. „Þessi ályktun er eiginlega til- komin vegna erindis, sem Búnaðarsamband Suðurlands sendi Búnaðarþingium þetta mál. 1 ályktuninni er þess farið á leit við Búnaðarfélag Islands og Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, að þessar stofnanir hafi um það samvinnu að ráða hingað til lands norskan sér- ufræðing I votheysverkun og sem ásamt sérfræðingum Búnaðar- félagsins geri áætlun um sýni- Jiennslu á votheysverkun og sjái um framkvæmd hennar á sumri komanda. Jafnframt verði geröar athuganir á fóðurgildi heysins. Votheysverkun er tryggasta heyverkunaraðferðin og gefur jafnbezta fóðrið, segir Jósep. Það má geta þess I þvi sambandi að Norðmenn hafa náð svo góðu vot- heyi, að þeir telja það jafnast á við hraðþurrkað hey. Og einn höfuðkostur votheysins er sá, að það er ódýrasta fóðrið miðað við gæðhsem stafar af þvi, að það er jafnbezt og krefst ekki eins mikillar fjárfestingar i vélum og þurrheyið. Aö verka vothey eingöngu hentar einkum á smærri búum og meðalbúum. En votheysverkun ætti alls staðar aö vera stór hluti af heyverkun- inni. Islendingar hafa orðið mikla reynslu I verkun votheys og sumir segja að við höfum ekkert með erlenda sérfræðinga að gera. Viða um land er nú mikil votheysverkun t.d. i Stranda- sýslu. Fjöldi bænda þar ræktar það eingöngu. Reynslan af þvi er sú, að þar er afurðamagn eftir hvern grip mikiö án mikillar fóðurbætisgjafar. Með framkvæmd þessarar ályktunar á þinginu viljum við sanna bændum, aðhægtsé að framleiða tiltölulega ódýrt en mjög gott fóður. Bændur vilja lika flestir stefna að þvi að minnka innflutn- ing á erlendu kjarnfóðri og aukin votheysverkun gæti orðið stórt skref i þá átt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.