Tíminn - 20.03.1973, Side 5
ÞriBjudagur 20. marz. 1973
TÍMINN
5
Ármenn — nýtt félag
stangveiðimanna
Miðvikudagskvöldið 28. febrúar
var stofnað i Reykjavik félag
áhugamanna um stangveiði með
flugu. Hlaut féiagið nafnið „Ár-
menn” og segir svo um markmið
þess i lögunum:
Aö sameina sem flesta islenzka
fluguveiðimenn i eitt félag til að
auka hróður þeirrar iþróttar að
veiða vatnafisk á flugu.. Að stuðla
að þvi, aö Islenzkri náttúru verði
ekki spillt með illri umgengni og
rányrkju. Að stuðia að þvi, aö ts-
lendingum verði jafnan i reynd
tryggður arfborinn forgangs-
réttur þeirra tii islenzkra land-
gæða.
Tilgangi sinum ætlar félagið að
ná með þvi m.a., eins og i lögum
þess segir:
Að taka á leigu eða eignast
veiðiréttindi til sanngjarnrar
framleigu.
Að vinna að þvi að félagsmenn
fái rétt til veiði á sem flestum
veiðisvæðum landsins gegn sann-
gjarnri greiðslu.
Að stuðla að þvi, aö verðlag
veiðiréttinda á Islandi mótist af
innlendri eftirspurn.
Að koma upp aðstöðu til fisk-
ræktar eitt sér eða með öörum og
stunda fiskrækt i þeim veiði-
vötnum og ám, sem félagið kann
að taka á leigu eða eignast rétt til
á annan hátt.
Að vinna að auknum skilningi
almennings og stjórnvalda á
markmiðum félagsins.
Félagsmenn geta orðið allir ís-
lendingar, 16 ára og eldri, sem
skuldbinda sig til að veiða á flugu
eingöngu á veiðisvæðum
félagsins og undirrita siðareglur
þess.
Að áliti forvigismanna þessa
nýja félags er nú svo komið um
aðstöðu Islendinga til stangveiði,
að flestar beztu veiðiár landsins
hafa verið boðnar upp á erlendum
markaði með þeim árangri, að
innlendir stangveiðimenn þurfa
nú að keppa við auðugustu menn
veraldar i þeim löndum, þar sem
lax- og silungsveiði hefur verið
spillt með mengun frá stóriðju og
vatnsvirkjum. Með þessum hætti
hefur verðlag á veiðileyfum verið
slitið úr sambandi við þau lög-
mál, sem ráða innlendri verð-
myndun að öðru leyti, með þeim
afleiðingum, að islendingar eru
orðnir annars flokks þegnar i
landi sinu hvað þessa iþrótt
áhrærir, og við búið að önnur þau
hlunnindi islenzkrar náttúru, sem
helzt eru til þess fallin að veita
landsmönnum unaðsbót hér á
norðurslóð, fari sömu leið.
Veiðibændur hafa oft bent á, að
auk þess, sem erlendir veiðimenn
greiði hærra gjald fyrir veiðileyfi
en þeir innlendu, þá fari þeir
miklu betur með árnar, þar sem
þeir veiði yfirleitt eingöngu á
flugu og gæti betur hófsemi við
veiðarnar.
Kristján B. Þórarinsson:
Hringlandaháttur
stjórnarandstöðu
HIN furðulegu skrif, sem eiga sér
stað á síöum stjórnarandstöðu-
blaðanna, eru farin að vekja ugg
hjá mörgum. Halda þessir menn
virkilega, að þeir séu að vinna
þjóð sinni gagn með þvi að tæta
niður það, sem aðrir leggja nótt
við dag til að byggja upp. Ég held
svona í alvöru, að þessir menn
ættu að fara að athuga sinn gang
frekar, ef þeir ætla sér ekki að
eyðileggja þá samþykkt, sem
staöið var að 15. febrúar 1972 meö
einróma ákvörðun Alþingis um
útfærslu landhelginnar.
Hvernig stóð á þvi, að þeir
menn, sem sátu i viöreisnar-
stjórninni sálugu i 12 löng ár, láta
nú eins og ráövilltir menn. Það
er vegna þess, að þeir eru farnir
að sjá fram á, að saga þeirra
verður ekki svo falleg á blöðum
næstu bókar, sem kann að verða
gerð um Islendinga 20.
aldarinnar.
Sem dæmi um óábyrga
stjórnarandstöðu, langar mig til
að benda á forsiðu Morgun-
blaðsins, 15. þ.m., en þar eru
tekin fyrir skrif brezkra togara-
eiganda um islenzku landhelgina,
en á þriðju siðu, kemur i ljós að
við eigum málsvara i brezka
þinginu, en það er Willis
lávarður, sem er þingmaður
brezka verkamannaflokksins.
Svona dæmi er hægt að finna i
blaðinu langt aftur i timann.
bað er ljósara en frá þurfi að
segja og hefur verið að sýna sig,
aö sú friðun, sem landgrunnið út
af Vestfjörðum hefur fengið i
vetur er nú farin að koma i lj6s
með auknu fiskirfi á linu og net,
þótt ekki sé lengra frá útfærslunni
en raun er á.
Það trúir þvi enginn, að þeir
fulltrúar þjóðarinnar, sem nú
sitja á Alþingi séu ekki færir um
að standa við þá samþykkt sem
þeir stóðu einhuga að. Sú barátta
sem islenzka þjóðin hefur átt i
öldum saman fyrir sjálfstæði sinu
og tilverurétti, má aldrei hjaðna.
Þegar barizt er fyrir tilveru-
rétti þjóðarinnar, mega menn
ekki koma þannig fram, að það sé
þjóöinni til vansæmdar.
Þjóðinni er lifsnauðsyn á
samstöðu i útfærslu landhelg-
innar i 50 milur. Það er kominn
timi til að hætta öllum niðurrifs-
skrifum og reyna i þess stað að
standa saman eins og menn og
minnast þess sem er þjóðinni
fyrir beztu.
Hundabók Watson
(The Iceland Dog 874-1956)
Þeir, sem eiga fjölritaðar þýðingar úr ofangreindri bók,
eru beðnir að hafa samband við Hilmar Foss, löggiltan
skjalaþýðanda og dómtúlk, Hafnarstræti 11, Reykjavik,
simar 1-48-24 og 1-21-05.
Hundavinafélag íslands.
Nú er það markmið Armanna
að fylkja undir sinu merki þeim
innlendum stangveiðimönnum,
sem reiðubúnir eru til að uppfylla
hinar ströngustu kröfur um prúð-
mennsku og hófsemi i veiði, — og
vilja jafnframt ganga i lög með
bændum um verndun ánna og
ræktun þeirra. — Samtimis mun
svo félagið reyna á það, hvort eigi
geti, að svo búnu náðst þess
háttar samkomulag við
veiðiréttareigendur, að borgið
verði sjálfsögðum forgangsrétti
íslendinga til þessara landsgæða
sem annarra.
Til þess að geta nú þegar tekizt
á herðar skuldbindingar, sem af
leigu veiðivatna og ræktunarað-
gerðum leiða, var ákveöiö á
stofnfundi að félagsmenn skyldu
skuldbinda sig til greiöslu inn-
göngugjalds, sem nemur 25
þúsund krónum og greiðist að
jafnaði á tveimur árum. Þó var
stjórn félagsins veitt heimild til
að veita lengri greiðslufrest i sér-
stökum tilvikum. Aformað er að
misjöfn greiðslugeta komi ekki i
veg fyrir, að þeir stangveiöi-
menn, sem vilja hlita reglum
félagsins, geti gengiö i þaö án til-
lits til greiðslugetu.
1 lögum Armanna er svo ráð
fyrir gert, að veiðimenn, sem
þeim vilja hlita, geti gengið i
félagiö,hvar svo sem þeir kunna
að vera búsettir á landinu, og er
kveðið svo á, að tilnefning til
stjórnar og sjálft stjórnarkjörið
skuli fara fram bréflega, þannig
að allir sitji við sama borö, án
tillits til búsetu.
Þá skal tekið fram, aö Armenn
ætla sér ekki að keppa við innlend
stangveiðifélög um veiðileigu,
heldur sækjast eftir samstarfi við
þau.
1 stjórn Armanna voru kosnir:
Jón Hjartarson viðskipta-
fræðingur formaður, Vilhjálmur
Lúðviksson, efnaverkfræðingur
varaformaður, Bjarni Kristjáns-
son rektor, Jón Ingimarsson lög-
fræðingur og Arni Guðjónsson
húsgagnasmiður.
UR
i URvali
ÚR OG SKARTGRIPiR:
KORNELlUS
JÖNSSON
SKÖLAVÖRÐUSTlG 81
BANKASTRÆTI6
^»18588-18600
Laxveiðimenn
Tilboð óskast í lax- og silungsveiðirétt i
Langadalsá i Nauteyrarhreppi,
Norður-ísafjarðarsýslu.
Tilboðum sé skilað til Veiðifélags Langadalsárdeildar,
Kcikjubóli Nauteyrarhreppi, fyrir 9. april nk.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Steindórsson
simstöðvarstjóri, Kirkjubóli, Langadal.
Tilskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Stjórn Veiðifélagsins.
Verkamenn óskast
til starfa hjá Bæjarsjóði Akraness.
Upplýsingar veittar i sima 1211.
Bæjarsjóður Akraness.
ÚTBOÐ S||
Tilboð óskast um sölu á steinullareinangr-
un á pipur fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað 11. apríl n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frílcirkjuv*gi 3 — Sími 25800
ÁLAFOSS GÓLFTEPPI
mynstrin
oglitimir
oru kominfram
ÁLAFOSS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2. REYKJAVÍK, SÍMI 22090