Tíminn - 23.03.1973, Side 16

Tíminn - 23.03.1973, Side 16
16 TÍMINN Föstudagur 23. marz. 1973 DERBY KOAAST I UNDANÚRSLIT Fjögur ensk knattspyrnulið leika í undan úrslitunum í Evrópukeppnunum þremur ÖLL ENSKU liöin fjögur Derby, Leeds, Liverpool og Tottenham, tryggðu sér rétt til að leika i HELMUT HALLER... leikur í undanúrslitunum mcö Juventus. Evrópukeppnunum þremur i knattspyrnu. Róðurinn hjá Derby var erfiðastur, þvi að liðið þurfti að sigra tékkneska liðið Spartak Trnava meö tveggja marka mun. Ahorfendasvæöiö á Baseball Ground var þéttsetinn á miðviku- dagskvöldið og áhorfendur fengu að sjá æsispennandi leik. Kevin Hector skoraði fljótlega fyrir heimamenn og siðan bætti hann öðru marki við. Þá ætlaði allt um koll að keyra á áhorfenda- bekkjunum, áhorfendur sungu og hvöttu leikmenn Derby til dáða. Tékkneska liðið sótti nær stanzlaust lokaminútur Ieiksins. En landsliðsmiðfram verðirnir Itay McFarland og Colin Todd, stjórnuðu vörn Derby frábærlega. En snúum okkur þá að úrslitunum I Evrópukeppnunum: Þau liö, sem eru skrifuð með feitu letri komust áfram (samanlögð markatala úr báðum leikjum liðanna, innan sviga). Evrópukeppni meistaraliða: B. Múnchen — Ajax 2:1 (2:5) Derby — Spart.Trnava 2:0 (2:1) U.Dozsa—Juvcntus 2:2 (2:2) R. Madrid —Dyn. Kiev 3:0 (3:0) Evrópukeppni bikarhafa: Rapid—Leeds 1:3 (1:8) ■ IajdukSplit—Hibs 3:0 (5:4) Spartak Prag—Schalke 3:0 (4:2) A.C. Milan — Spart. Moskva 1:1- (2:1) UEFA-bikarkeppnin: Dresden—Liverpool 0:1 ( 0:3) Twente Entschede — OFK Belgrad 2:0 (4:3) Setubal— Tottenham 2:1 (2:2) Mönc. gladbach — Kaiserl. 7:1 (9:2) Leeds vann stórsigur i Búkar- est, þó að liðið hafi ekki stillt upp sinu sterkasta. Alan Clarke og Cherry, eru i leikbanni og Billy Bremner er meiddur. Mörk liðsins, skoruðu Mike Bates og Jones (tvö). Juventus, italska liöið, sem Hermut Haller, knattspyrnu- maðurinn ungi frá V-Þýzkalandi, leikur með, stóð i ströngu á mið- vikudaginn. Leikmenn Ujpest Dozsa, skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins fljótlega og allt leit út fyrir stórsigur. En Italirnir með Haller á miðjunni gáfust ekki upp — italska knattspyrnu- snillingnum Pietro Anastasia, sem er undramaður með knöttinn, skoraði tvö stórglæsileg mörk og tryggði Juventus sæti i undanúrslitunum, þar sem úti- mörk reiknast tvöfalt, þegar jöfn markatala er. ttalska liðið A.C. Milan tryggði sér einnig rétt til að leika i undan- úrslitum, þegar þeir gerðu jafn- tefli 1:1 á heimavelli i bikar- keppninni. 1 liðinu leika tveir heimsfrægir knattspyrnumenn, V-Þjóðverjinn Schnellinger og italski galdramaðurinn Rivera. Ajax án Cruyff léku gegn Bayern Múnchen i Múnchen. Leikmenn liðsins tóku forustuna á áttundu min. leiksins. Markið dugði ekki til sigurs, þvi að markaskorarinn Gerd Múller, þrumaði knettinum tvisvar i netið hjá Ajax, en það var ekki nóg — Ajax heldur áfram i keppninni. SKEAAMTILEGT OG SPENNANDI AÐ VERA ÍÞRÓTT AF RÉTT A AA AÐU R NÝLEGA starfaði hjá okkur á íþróttasiðunni ungur piltur úr Garðahreppi, Gisli Karl Karlsson, sem hafði sérstakan áhuga á þvi að kynnast iþróttablaðamennsku, en Gisli Karl er einn af nemendum Gagn- fræðaskólans i Garða- hreppi. Efndi skólinn til starfsfræðslu og gafst nemendum kostur á að kynnast margvislegum störfum. Við spurðum Gísla Karl að þvi, hvernig honum litist á það að gerast iþróttafrétta- maður. Fer svar hans hér á eftir: Mér lízt mjög vel á starfið, og tel ég að mörgum þeim, sem einhvern áhuga hafa á Gísli K. Karlsson. iþróttum henti starfið vel, eöa svo fannst mér meðan ég starfaði sem iþróttafrétta- maður. Mér fannst mjög gaman að starfa að þessu, sér- staklega þegar ég var að fylgjast meö kappleikjum og þegar ég var að skrifa um þá. Starfið er erfitt, eða svo finnst mér og ég tel, að það hafi hjálpað mér mikið, hvað ég hef fylgzt mikið með hand- knattleik i vetur. Ég er sann- færður um að mér hefði ekki tekizt að skrifa neitt, ef ég hefði ekki eitthvert vit á hand- bolta þegar ég skrifaði. Ég hef mikinn áhuga á að starfa sem iþróttafréttamaður i framtiðinni. Ég mundi segja að starfið væri spennandi og skemmtilegt fyrir þann sem befur áhuga á iþróttum. Svo vona ég bara, að ég fái að starfa hjá einhverju dagblað- anna i framtíðinni. Svo vildi ég að lokum þakka þá fræðslu og aðstoð sem mér var veitt hjá blaðinu og þá sérstaklega iþróttafréttariturum þess. Auglýs endur Aöstoö vió gerð auglýsinga. — Handrit að auglýsingum, sem Auglýsingastofu Tímans I® er ætlað að vinna, þurfa að berast tveim ^ dögum fyrir birtingu. Knattspyrnusnillingarnir Rivera og Þjóðverjinn Schnellinger, léku vel með italska liðinu A.C.Milan. íslandsmótið í blaki: Fjögur lið komin í úrslitakeppnina FJÖGUR lið hafa nú tryggt sér rétt til að leika i úrslitakeppni íslandsmótsins i blaki, sem fer fram i byrjun april. Liðin fjögur eru Í.M.A. og U.M.S.E. frá Norðurlandi og í.S. og Hvöt frá Suðurlandi. Um siðustu helgi voru leiknir fjórir leikir, tveir á Akureyri og tveir i Reykjavik. Liðin sem báru sigur úr býtum i leikjunum, tryggðu sér sæti i úrslita- keppninni. Úrslit urðu þessi: Akureyri: l.M.A. — Ú.l.A. 15:4,15:3 U.M.S.E —Ú.l.A. 15:8,15:4 Reykjavik: l.S. —Laugdælir 15:1,15:6, Hvöt —Islendingur 15:13,15:17, 15:8 Úrslitakeppnin fer fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði 31. marz og 8. april og i iþrótta- skemmunni á Akureyri 1. april og 14. april. Við munum segja nánar frá keppninni siðar. Bifreiða- viðgerðir Flfdft og vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bi f reiöasti I lingin Síðumúla 23, sími 81330. Hvað gerist í kvöld? HVAD gerist i kvöld, þegar fslenzka landsliðið leikur gegn norska landsliöinu I hand- knattleik i Laugardalshöllinni. Tekst islenzka liðinu aö bera sigur úr býtum, eða verða að þola tap á heimavelli? Leikur- inn I kvöld hefst kl. 20.30 og verður hann áttundi iands- leikur þjóðanna. Fyrri leikirn- ir hafa farið þannig: ’56 Island — Noregur 22:25 '59 Island — Noregur 20:27 ’69 Island — Noregur 16:18 ’69 Island — Noregur 14:13 ’69 Island — Noregur 17:17 '72 ísland — Noregur 14:14 ’72 Island — Noregur 14:14 ’72 Island — Noregur 12:14 — PÓSTSENDUM — MUNID RAUÐA KROSSINN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.