Tíminn - 24.03.1973, Side 21

Tíminn - 24.03.1973, Side 21
Framarar réðu ekki við landsliðstríóið Eyjamenn unnu Fram 3:1 í Meistarakeppninni VESTMANNAEYINGAR sigruðu Fram i fyrsta leik Meistarakeppni K.S.Í. sem fór fram á Melavellinum á fimmtu- dagskvöldið 3:1. Leikurinn iofar góðu, þegar miðað er við að- stæður, snjókoma var og strekkingsvindur á sunnan. Það er greinilegt að lið IBV og F'ram verða sterk i sumar, en liðin eru örugglega okkar sterkustu knatt- spyrnulið i dag. Leikmenn þeirra virðast vera i mjög góðri æfingu. Þeir sýndu oft skemmtilegan samleik og baráttuþrek. Leikurinn var „heimaleikur” Eyjamanna og það var furðulegt hvað margir áhorfendur komu til að sjá leikinn, þegar tillit er tekið til veðráttunnar. Það voru Framarar, sem byrjuðu að skora i leiknum og komu Eyjamönnum yfir 1:0. Agúst Guðmundsson, bakvörður Fram, sendi knöttinn með þrumuskalla i sitt eigið mark, án þess að Tömas Kristinsson, markvörður Fram, ætti mögu- leika að verja. Það var á 15. min. leiksins. Hásending kom fram völlinn, Agústogörn Óskarsson kepptust við knöttinn, sem Ágúst ætlaði að skalla út fyrir enda- mörk — en tókst ekki betur en það, að knötturinn hafnaði uppi i bláhorninu i eigin marki. Framarar voru aftur á ferðinni á 31. min. Þá gaf Guðgeir Leifs- son, sem lék sinn fyrsta leik með Fram, góða sendingu inn á Eggert Steingrimsson, sem þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn með góðri spyrnu i netið, — óverjandi skot. Staðan var 1:1 i hálfleik. 1 siðari hálfleik skoraði marka- kóngurinn Tómas Pálsson, tvö góð mörk fyrir Eyjamenn og tryggði þeim sanngjarnan sigur. Eyjaliðið var mjög sprækt i leiknum, sérstaklega framlinan, sem er sú bezta, sem við eigum. Leikmennirnir Tómas Pálsson, örn Óskarsson og Ásgeir Sig- urvinsson eru fljótir og ákveðnir. Þarna erum við búnir að eignast landsliðstrió, sem erfitt er að ráða við. NOKKRIR stórleikir verða leiknir i ensku knattspyrnunni I dag. í Lundúnum fara fram tveir stórleikir i 1. deild* Lundúnaliðin Crystal Palace og West Ham mætast á Selhurst Park og má þar búast við spennandi leik. Tekst C. Palace, sem er i fall- hættu, að sigra Lundúnalið i 1. deildarkeppninni, en það hefur þvi ekki tekizt fyrr. Á heima- velli Tottenham. White Hart Lane, fá þeir Manchester United i heimsókn. Það er ekki að efa, að leikur þessar tveggja af frægustu liðum Englands verður góður. Á sama tima og M a nc hes ter-lið heimsækir London heimsækir Lundúnaliðið Arsenal Manchester og leikur gegn City á Maine Road. Efsta liðið i 1. deild Liverpool fær létta andstæðinga iheimsókn á Anfiele Road. Eitt af botnliðunum, Norwich heimsækir toppiiðið. Leeds fær smá próf fyrir undan- úrslitaleikinn i bikarkeppninni, liðið fær ncfnilega mótherja sina i bika rkeppninni, Woolves, i heimsókn. CHIVERS....borinn alvarlega slasaður af leikvelli 1968. Þá var knatt- spyrnuferill hans talinn á enda. 1 dag leikur hann með Tottenham gegn Manchester United og á morgun verður sagt frá honum á iþróttasiðu Timans. SPURS MÆTIR UNITED VERÐUR ÍR- LIDIÐ BARÁTTUNNI UM Liðið leikur gegn Armanni annað kvöld og gegn toppliðinum Val, FH og Fram í apríl TVEIR LEIKIR verða leiknir i 1. deild Islandsmötsins i hand- knattleik annað kvöld. Þeir verða leiknir i Laugardalshöllinni og hefjast kl. 20.15. 1 fyrri leiknum mætast KIÍ og Haukar, en i þeim siðari Ármann og 1R. IR-liðið hefur aðeins lcikið tiu leiki i 1. deildarkeppninni. Liðið hefur möguleika á að næla sér i annað sætið i islandsmötinu og þar með að tryggja sér silfurverðlaunin. 1R á eftir fjóra leiki, gegn Ar- manni, annað kvöld og svo þrjá erfiða leiki gegn toppliðunum Val, FH og Fram. Eins og svo oft áður eru IR-ingar óútreiknan- legir i handknattleik og þeir standa sig oft vel gegn sterkustu liðunum. Menn muna eftir þvi, þegar þeir stálu Islands- meistaratitlinum af Val 1970, er þeir unnu með niu marka mun. Endurtaka þeir þetta i ár, þegar MEÐ I SIFRIÐ þeir leika gegn Val i næstsiðasta leik mótsins? Þvi velta menn fyrir sér. Leikur KR og Hauka annað kvöld, hefur enga þýðingu i mótinu, KR-liðið er nú þegar fallið i aðra deild. Áður en leikirnar i 1. deild fara fram verður mjög þýðingarmikill leikur i 2. deild. Þá mætast Fylkir og Breiðablik og hefst sá leikur kL 19.00. Ef Fylkir tapar er liðið fallið i 3. deild. STAÐAN V'alur 11 9 0 2 223: 167 18 FH 11 8 1 2 217: 196 17 Fram 11 7 1 .3 209: 192 15 ÍR 10 6 0 4 198: 175 12 Víkingur 13 5 2 6 278: :278 12 Haukar 11 3 2 6 182: : 199 8 Ármann 11 3 1 7 183: : 212 7 KR 11 0 1 10 192: : 263 1 Einar hefur skorað flest mörkin í ár LANDSLIÐSMAÐURINN Einar Magnússon, er markhæsti leik- maður 1. deiidar um þcssar mundir. Hann hefur skorað 91 mark I vetur, scm þykir mjög góður árangur. Þá hefur hann átt 20 linu- sendingar, sem liafa gefið mörk. Hér á eftir birtum við lista yfir 53 markhæstu leikmenn tslandsmótsins. Fyrst eru mörkin og hve mörgum skotum, leikmennirnir hafa skorað mörkin I. Þá koma tölur yfir, hve oft hafa verið varin skot frá þeim (eingöngu eru talin skotin, þcgar knötturinn tapast). Stangarskot eru einn- ig talin og svo hvað leikmennirnir hafa skorað mörg mörk úr vitaköstum. En hér kemur þá listinn yfir markhæstu menn 1. deildar: MARKHÆSTU MENN: Mörk Skot VariðStöng Viti Einar Magnússon, Viking 91 146 27 9 36 Geir Hallsteinsson, FH 73 119 25 9 18 Ingólfur Óskarsson, Fram 63 93 13 4 37 Bergur Guðnason, Val 61 86 12 2 33 Brynjólfur Markússon, IR 56 91 17 5 1 Haukur Ottesen, KR 56 110 15 9 11 Guðjón Magnússon, Viking 51 98 30 8 0 Ólafur Ólafsson, Haukum 50 80 20 3 30 Vilberg Sigtryggsson, Arm. 49 65 9 4 23 Björn Pétursson, KR 48 111 30 9 10 Vilhjálmur Sigurgeirss. ÍR 46 73 6 6 22 Viðar Simonarson, FH 41 82 23 3 4 Hörður Kristinsson, Armann 37 75 22 6 3 Ólafur Jónsson, Val 34 61 16 4 1 ÁgústSvavarsson, IR 32 56 8 1 0 Axel Axelsson, Fram 32 55 17 4 1 Gunnar Einarsson, FH 32 60 18 2 0 Björgvin Björgvinsson, Fram 29 37 4 0 0 Agúst ögmundsson, Val 26 37 9 2 0 Björn Jóhannsson, Armann 26 74 26 8 0 Jón Karlsson, Val 26 46 14 1 1 Björn Blöndal, KR 25 54 13 6 0 Sigurbergur Sigsteinss, Fram 24 33 6 0 0 Auðunn Óskarsson, FH 22 30 . 4 2 0 Gunnsteinn Skúlason, Val 22 37 13 1 1 Jón Astvaldsson, Ármann 22 47 16 2 0 Jón Sigurðsson, Viking 22 32 5 2 0 Gisli Blöndal, Val 21 41 8 2 1 Ólafur Friðriksson, Vik. 21 33 7 2 1 Páll Björgvinsson, Vik. 21 43 13 1 0 Stefán Halldórsson, Vik. 21 35 7 2 0 Stefán Jónsson, Haukum 21 45 13 5 3 Sigfús Guðmundsson, Vik. 20 31 7 4 0 Guðmundur Haraldsson, Hauk. 19 34 11 0 0 Viggó Sigurðsson, Viking 19 40 8 1 0 Þórarinn Tyrfingsson, IR. 19 35 2 4 0 Þórður Sigurðsson, Haukum 19 48 14 2 0 Gunnlaugur Hjálmarsson, IR. 18 31 4 2 0 Jóhannes Gunnarsson, IR 18 27 7 2 0 Ragnar Jónsson, Armann 17 38 12 1 0 Stefán Gunnarsson, Val 17 30 5 2 0 Bjarni Kristinsson, KR 14 22 6 0 0 Guðmundur Sveinsson, Fram 14 34 8 5 0 Sigurgeir Marteinsson, Hauk 14 26 2 1 0 Andrés Bridde, Fram 13 21 3 0 2 Ólafur Einarsson, FH 13 28 5 1 0 Sigurður Jóakimss. Hauk. 13 17 2 0 0 Pétur Jóhannsson, Fram 12 17 3 0 0 Guðmundur Sigurbjörnss. Árm. 11 14 2 0 0 Sturla Haraldsson, Haukum 11 18 3 1 0 Þorvarður Guðmundss. KR 11 31 12 2 0 Svavar Geirsson, Haukum 10 21 5 1 0 Þórir Úlfarsson, Haukum 10 21 5 3 0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.