Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 16. mal 1973
TÍMINN
3
Lítill gróður um allt land —
a.m.k. enn sem komið er
Klp—Reykjavík. — Við
hringdum i gær i nokkra
fréttaritara okkar viðs-
vegar um land til að fá
fréttir um tiðarfar og
gæftir i byggðarlögum
þeirra. Það kom fram
hjá þeim öllum, að
gróður væri litill enn
sem komið væri, og
kenna þeir um slæmri
veðráttu að undanförnu.
Viða væri sauðburður
hafinn og sums staðar
væru bændur uggandi
um sinn hag, þar sem
þeir þyrftu að hafa allt
fé á gjöf. En við skulum
nú heyra hvað þeir hafa
að segja:
Gróðurlaust yfir að líta
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi,
Vatnsleysu Biskupstungum,
ALÞJOÐASAMBAND frjálsra
verkalýðsfélaga hefur sent út
áskorun til allra meðlima sinna,
um að mótmæla og fordæma
fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir
Frakka á Suður-Kyrrahafi. Á
fundi miöstjórnar Alþýðusam-
bands tslands 10. mai s.l. var
einróma samþykkt ályktun þar
sem tilraununum er mótmælt.
Hefur ályktunin verið afhent am-
bassador Frakka i Reykjavik
með ósk um að koma henni á
framfæri viö hlutaðeigandi frönsk
ýfirvöld. Einnig var forsætisráð-
herra afhent ályktun mið-
stjórnarinnar með ósk um, að
rikisstjórn tslands beini þeim
Þann 17. þ.m. kemur i heim-
sókn hingað til lands 45 manna
lúðrasveit, ásamt eiginkonum og
fylgdarliði, frá Niederrimsingen i
Suður-Þýzkalandi. Þeir ætla að
hafa hér sólarhrings viðdvöl, og
dvelja á vegum Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar. Stjórnandi sveit-
arinnar er prófessor dr. Wolfgang
Suppan, sem hefur verið stjórn-
andi hennar siðan 1964.
Lúðrasveitin hefur gert nokkuð
viðreist utanlands og er helzt að
nefna Austurriki, Sviss, Frakk-
land, Kýpur og Sviþjóð.
sagði okkur, að þar hefði gróður
verið að koma til þar til kulda-
kastið kom á dögunum. Siðan
hefði allt staðið i stað, en nú væri
farið að rigna og þá skánaði þetta
vonandi aftur.
„Annars er hálf gróðurlaust
yfir að lita hjá okkur þessa stund-
ina. En ef hann hlýnar og rignir
eitthvað að ráði þá fer senn að
grænka.
Hér er öllu sauðfé gefið enn og
heybirgðir manna eru yfirleitt
góðar. Sauðburður er almennt
ekki byrjaður, en mun hefjast
næstu daga.”
Vegir lokaðir vegna
snjóa
Guðmundur Valgeirsson, bóndi
i Trékyllisvik Strandasýslu, sagði
að á Ströndunum væri gróður
heldur skammt á veg kominn.
„Það kólnaði svo hér i lok
siðustu viku, að nú sést varla
grænn blettur. Það er ennþá held-
ur svalt i lofti hér, en þó ekki eins
og um helgina.
Búið var að opna veginn hing-
að, en hann lokaðist aftur vegna
snjóa. Nú i dag er verið að moka
hann aftur og vonar maður að
ákveðnu tilmælum til frönsku
rikisstjórnarinnar að hún hætti
við fyrirhugaðar kjarnorku-
sprengjutilraunir. .
Ályktun miðstjórnar ASt er
svohljóðandi:
Alþýðsamband Islands, sem
hefur innan sinna vébanda nær
allt verkafólk á tslandi, sem ekki
er i opinberri þjónustu, og er
meðlimur I Alþjóðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga, for-
dæmir harðlega fyrirhugaðar
kjarnasprengjutilraunir Frakka i
suðurhluta Kyrrahafs á næstunni
og lýsir fullum stuðningi við til-
raunir stéttarsystkina sinna og
rikisstjórna á þessu svæði til að
Stjórnandinn er fæddur Austur-
rikismaður, og hóf nám sitt i
Leibnitz og Graz. Hann varð dr.
við háskólann i Graz 1959, og
dvaldist i Freiburg 1961. Siðan
hefur hann verið prófessor i
musikvisindum við háskólann i
Mainz.
Daginn sem þeir koma hingað,
halda þeir gestahljómleika i Bæj-
arbiói i Hafnarfirði, og fýsir ef-
laust marga að hlusta á leik sveit-
arinnar, undir forystu þessa vel
menntaða manns.
Héðan heldur sveitin i hljóm-
leikaför tii Kanada.
ekki þurfi að moka hann á næstu
mánuðum.
Sauðburöur er hafinn hér á
mörgum bæjum, og hefur hann
gengið vel. Þá hafa hrognkelsa-
veiðar mikið verið stundaðar að
undanförnu og hefur veiði verið
góð”.
Enginn ferðast um
gróðurlausar sveitir
Hafsteinn Ólafsson i
Fornahvammi Norðurárdal,
sagði að þar hefði verið leiðinda
tiðarfar að undanförnu, bæði kalt
og hráslagalegt. Gróður væri litill
og ættu sumir bændur hálf erfitt
uppdráttar þessa dagana.
„Sauðburður er hafinn en ekki
er hægt að koma fénu út vegna
gróðurleysis og kulda. Flestir
bændur ættu enn nokkurt hey og
bjargaði það miklu. Annars væri
heldur þungt hljóð ibændum
vegna tiðarfarsins.”
Hafsteinn sagði okkur einnig,
að ferðamannastraumurinn vær
heldur litiÚ, enn sem komið væri,
enda væri litill áhugi hjá fólki
fyrir að ferðast um gróðurlausar
-sveitir i veðráttu eins og hefði
verið undanfarna daga.
stöðva þessar tilraunir með öllum
tiltækum ráöum.
Alþýðusamband Islands bendir
jafnframt á þá hættu, sem stafar
af þvi að vissar stjórþjóöir lita á
úthöfin eins og almenninga, sem
þau megi losa i að vild eiturefni
og úrgang eða geraað tilrauna-
svæðum fyrir gereyðingartæki
sin, án þess að skeyta hót um
afleiðingarnar i nútið og framtið.
Höfin geta orði allsnægtabúr
sveltandi mannkyns, þau geta
ekki og mega ekki vera frjáls
leikvangur stjórþjóðanna.
Alþjóðlegri stjórn veröur að
koma á yfir höfunum og auð-
lindum þeirra með lögsögu
einstakra þjóða yfir nærliggjandi
svæðum. Höfin eru ekki vett-
vangur fyrir eiturefni iðnaðarins
og tortimingartæki striðsins.
Hvaðeina sem i þau er sett, getur
innan skamms verið komið að
bæjardyrum hvers einasta
strandrikis hnattarins, þvi koma
kjarnasprengingar i S-Kyrrahafi
fiskveiðiþjóö i N-Atlantshafi viö
Þess vegna heitir Alþýðusam-
band tslands á frönsk stjórnvöld
að falla frá fyrirætlunum sinum
um fyrirhugaðar kjarna-
sprengjutilraunir.
Verðmætri
myndavél,
segulbandstæki
og útvarps
tækjum stolið
úr bifreiðum
ÞAÐ gerist æ algengara að brot-
izt er inn i bila og stolið úr þeim
verðmætum. Þótt bilar séu skildir
eftir læstir er það engin trygging
fyrir að þjófar geti ekki sprengt
upp glugga eða hurðir til að
komast inn og látið greipar sópa.
1 s.l. viku var brotizt inn i bil
Gunnars Andréssonar, ljós-
myndara Timans, þar sem billinn
stóð við Sölfhólsgötu og stolið úr
honum myndavél af Pentaxgerð.
Einnig var stolið útvarpi úr
bilnum og voru festingarnar bók-
staflega rifnar frá.
Aðfaranótt mánudags var
brotizt inn i bil við Siðumúla og
stolið úr honum útvarpi, segul-
bandstæki og hátölurum.
Hafi einhver orðið þessara
gripa varir i fórum óráðvandra
manna er viðkomandi beðinn að
láta rannsóknarlögregluna vita.
Lambfé kemst ekki
úr húsi
Guðmundur Arason á Breið-
dalsvik, tjáði okkur að þar væri
litill gróður ogkalt i veðri eins og
viðast annars staðar. Bændur
væru velbirgir af heyjum, enda
hefði heyfengur verið góður i
fyrra, en nú gætu þeir vel þegið
meiri gróður til að geta komið
fénu úr húsum.
„Sauðburður er hafinn á
sumum bæjum, og hefur yfirleitt
gengið vel. Nýi togarinn okkar,
Hvalbakur, kom úr fyrstu veiði-
ferðinni i siðustu viku og var með
110 lestir af afla.sem skipt var á
milli Breiðdalsvikur og Stöðvar-
fjarðar. Koma togarans hjálpar
mikið upp á atvinnulifið á þessum
stöðum, og er almenn ánægja
með að hafa fengið hann. Bátarn-
ir eru að búa sig á tog- og
humarveiðar og má búast við að
þeir fari af stað einhvern næstu
dga”.
Græni liturinn hvarf
aftur
Einar Kristjánsson á
Laugavöllum i Dalasýslu, sagði
að þar i Dölunum þætti mönnum
tiðarfarið hafa verið heldur stirt
að undanförnu. Fyrir hálfum
mánuði hefðu tún verið farin að fá
á sig grænan lit, en eftir siðasta
kuldakast væri hann horfinn.
„Sauðburður er hafinn á mörg-
um bæjum en almennt mun hann
þó ekki hefjast fyrr en i þessari
viku. Samgönguerfiöleikar voru
nokkrir um tima i vetur, en sam-
göngur eru nú óðum að komast i
sæmilegt lag. Heilsufar hefur
verið gott, þó hefur mislinga-
faraldur gengið siðustu vikur, og
hefur af þeim sökum veriö mikið
um forföll i skólanum. Þó ekki sé
hægt að tala um harðindi siðast-
liðinn vetur, er þvi samt ekki að
leyna að hann hefur verið mörg-
um þungur i skauti. Er t.d. talið
að þetta sé einn gjaffrekasti
vetur, sem hér hefur
komið lengi.”
Farið að vinna við
garðlönd
Stefán Jasonarson bóndi i
Vorsabæ i Gaulverjabæjarhr.
hafði sömu sögu að segja okkur
og hinir, hvað varöaöi gróöurfar.
Þar væri ekki nokkur hagi fyrir
lambfé og yrði að gefa þvi inni.en
viðast hvar væri sauðburður haf-
inn i Gaulverjabænum.
„Frost hefur verið undanfarnar
nætur og hefur það aö sjálfsögðu
spillt fyrir. Nokkuð er farið að
vinna við garðlönd, sumsstaðar
hafa menn sáö gulrófnafræi og
jafnvel reynt að setja niður
kartöflur.
Undanfarið hefur hópur manna
frá vegagerðinni unnið að þvi,
með stórvirkri mulningsvél, að
mylja hraunið og bera mulning-
inn ofani vegina, sem eru flestir
hálf erfiðir yfirferðar og illa
farnir. Þetta er i fyrsta sinn, sem
þetta er reynt hér hjá okkur, og
verður fróðlegt að vita hvernig
það reynist.”
Misstu grásleppunetin
i veðrinu
Óli Halldórsson, bóndi Gunnar-
stöðum Norður-Þingeyjarsýslu,
sagði, að þar hefði verið kalsa-
veður undanfarna daga, og litill
litur á jörð nema þá helzt hvitt,
þvi þar væri viða snjór.
„Það snjónaði hér i siðustu
viku, og um helgina og undan-
farnar nætur hefur verið þetta 6
til 8 stiga frost. Gamall snjór er
litill sem enginn, og á láglendi var
viða oðrið autt. Snjórinn sem nú
kom var ekki það mikill, að hann
hverfur inæstu rigningum og þar
með vonum við, að við séum
lausir við snjóinn á þessu vori.
Viða er sauðburður hafinn og
hefur hann gengið vel.
Grásleppuveiðar hafa gengið
sæmilega, og afli verið nokkuð
góður. I norðanáttinni, sem gerði
um daginn, misstu menn mörg
net og er þvi hætt við að
grásleppuveiðum sé þar með
lokið að þessu sinni”.
Næstu daga heidur áströlsk stúlka, Patricia Hand, málverkasýningu á
Mokka. Patricia kom hingað fyrst árið 1968 og var hér um tíma. Siðan
fór hún til Bandarikjanna, en kom aftur I janúar 1972, og hefur nú verið
hér siðan. Starfar hún sem einkaritari hjá íslenzkum aðalverktökum.
A sýningu hennar eru 23 mvndir allar frá islandi. Af þeim eru 18 oliu-
málverk. Verð myndanna er frá 1500 krónur i 18 þúsund.
(Tímamynd Róbert)
ASÍ fordæmir fyrirhugaðar
kjarnorkutilraunir Frakka
Lúðrasveitar heimsókn í Hafnarfirði
Málstaður okkar
vinnur á
Þótt brezkir fjölmiðlar hafi
ýinsir verið mjög hlutdrægir
og okkur andsnúnir I skrifum
um landhelgismálið eigum við
þó æði marga vini i Bretlandi,
sem styðja málstað okkár og
mótmæla óheiðarlegum áróðri
togaraeigenda ! málinu.
i Timanum i gær var skýrt
frá skrifum John Ashley Coop-
ers i ýmis virtustu blöð i Bret-
landi. Cooper er mikill is-
iandsvinur pg hefur dvalið
hérlendis við laxveiðar á
sumrum. 1 grein I The Fin-
ancial Times telur hann að
fiskveiðideilan hafi ekki verið
heiðarlega lögð fyrir brezku
þjóðina og bendir á, að fjár-
hagsleg afkonia isiendinga sé
undir þvi komin, að fiskistofn-
arnir á islandsmiðum verði
ekki uppurnir.
í gær skýrir Þjóðviljinn frá
þvi, að stofnuð hafi verið sam-
tök I Bretlandi, sem nefnast
Friends of Iccland eða Vinir
islands. i forystu fyrir þessum
samtökum eru fVeir náms-
menn við háskólana i
Coventry og Birmingham, en
þeir hafa báðir dvalið á is-
landi m.a. við fiskvinnu og
fiskveiðar. Hafa samtökin
sent dreifibréf í alla 64 háskóia
Bretlands og hafa fengið mjög
jákvæðar undirtektir við mái-
stað tslands i landhelgismál-
inu. Hefur þessari starfssemi
fylgt miklar bréfskriftir ein-
staklinga i dagblöðin, þar sem
tekinn er málstaður islands I
málinu.
i könnun, sem sjónvarps-
stöðin Yorkshire Television I
Leeds lét gera á viðhorfum
manna til landhelgismálsins,
kom I ljós, að helmingur að-
spurðra lýstu stuöningi eöa
skilningi á afstöðu islendinga.
Þessi stjónvarpsstöð er aöal-
stjónvarpsstöðin á fiski-
mannasvæðum Bretlands.
„Spectator" snýr
við blaðinu
Þá er að geta mjög óvænts
stuönings við baráttu okkar,
sem fram kemur I siðasta
tölublaði vikuritsins Specta-
tor, sem er Ihaldssamt rit og
hefur áður skrifað mjög and-
stætt okkar máistað fram til
þessa. En nú skorar Spectator
i forslðuleiðara á brezku
stjórnina að gefast upp fyrir
islendingum I landhelgismál-
inu.
Segir blaðið, að Bretar hafi
ekki efni á þvi aö f jandskapast
við íslendinga, þar sem það
gleðji aðeins Rússa. Scgir
Spectator, að Bretar ættu aö
gera sains konar kröfur til
hafsvæðanna umhverfis
strendur sinar og islendingar
liafi gert. Tclur ritið það Bret-
landi til hags, aö viðurkenna
ósigur fyrir islendingum,
ganga að tilboöum islendinga
og greiða brezkum togara-
inönnum bætur og segja skilið
við úreltar hugmyndir um
„frelsi á úthöfunum” áður en
Brctar verði eina þjóðin, sem
virði þær. „Við verðum aö
tapa þorskastriðinu ef við eig-
um að vinna baráttuna, sem
heldur áfram um Atlantshaf,”
segir Spectator.
Noregur
í Noregi hafa verið stofnuð
ný samtök, sem berjast fyrir
fullum yfirráðum Norðmanna
á fiskauölindum yfir norska
landgrunninu. Nefnast þessi
samtök „Aksjon Kyst Norge.”
Þessi samtök héldu ráðstefnu I
Trömsö um siðustu helgi. t yf-
irlýsingu frá samtökunum
segir, að verði ekki gengið að
þessari kröfu samtakanna á
Framhald á bls. 15.