Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. mai 1973 TÍMINN 13 Frímerkjasýning og landsþing frímerkja- safnara á Selfossi LANDSSAMBAND islenzkra fri- merkjasafnara mun halda 6. landsþing sitt á Selfossi 19. mai n.k. Þingið verður sett i Gagn- fræðaskólanum kl. 14.30. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar aðildarfélaga L.Í.F., sem nú eru ‘niu svo og stjórn og fram- kvæmdaráð L.l.F. ásamt vara- fulltrúum eða alls 34 fulltrúar. Þá hefur Félagi frimerkjasafnara, Reykjavik, verið boðið að senda gest til þingsins. Félag frimerkjasafnara Sel- fossi gegnst jafnframt fyrir frimerkjasýningu á Selfossi sama dag og er hún haldin i Gagnfræða- skólanum. 1 sambandi við sýning- una mun pósthúsið á Selfossi hafa i notkun sérstimpil laugardaginn 19. mai. Félag frimerkjasafnara Selfossi hefur i samvinnu við L.l.F. gefið út sérstök umslög, sem verða til sölu fyrir sýninguna i frimerkjaverzlunum i Reykja- vik og á sýningarstað. Upplag umslaganna er 1700. Minnispeningur Landssamband islenzkra frimerkjasafnara hefur ákveðið að gefa út minnispening i tilefni 100 ára afmælis islenzka frimerk- isins. A framhlið minnispeningsins stendur islenzka frimerkið 100 ára 1873, 1973 auk póstlúðurs, á bakhlið er merki L.l.F. Stærð er sama og 10 krónu myntarinnar. Upplag verður 100 eintök úr gulli og 500 eintök úr silfri. Hver gull- peningur kostar kr. 6000.00 og silfurpeningur kr. 1000.00 Pöntun- um er veitt móttaka i Frímerkja- húsinu, Lækjargötu 6B og Frimerkjamiðstöðinni, Skóla- vörðustig 21A. Til staðfestingar pöntun þarf að greiða fyrirfram helming andvirðis pöntunar. Reykjavik 11.5 ’73. Electrolux Frystikista 3IO Itr. Electrolux Frystikista TC114 310 lítra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vorumarkaðurinn hf. ARMÚLA IA. SÍMI BGII2. REVKJAVÍK. Bifreiða- viðgerðir Flfóttog vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bi freiöasti llíngin Síðumúla 23, sími 81330. Frá Vinnuskóla Hafnarf jarðar Vinnuskóli Hafnarfjarðar tekur til starfa i byrjaðan júni og verður starfræktur á svipaðan hátt og siðast liðið sumar. í vinnuskólann verða teknir unglingar fæddir 1958 1959 1960. Vinna i skólagörðum hefst i byrjun júni. Sú starfsemi er ætluð 9-12 ára börnum. Þátttökugjald tilkynnist við innrit- un. Innritun fer fram i æskulýðsheimilinu við Flatahraun kl. 4-7 siðdegis dagana 21. og 22. mai næstkomandi. Iþrótta og leikjanámskeið fyrir 6-12 ára börn hefjast 4 júni. Innritun á námskeiðin fer fram á Hörðuvöllum frá og með 1. júni næst komandi. Allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans verða veittar i æskulýðsheimilinu á innritunartima svo og 17.og 18. mai kl. 9-12 Forstöðumaður. Sumardvalarheimili Sjómannadagsins að Hrauni i Grimsnesi tekur til starfa 20. júni n.k. og starfar i 9 vikur. Tekin verða börn á aldrinum 5-8 ára. Heimilt er að skipta dvöl eftir 4 vikur. Gjald er hið sama og hjá Rauða krossinum 1.800.- á viku auk fargjalds,sem greiðist við brottför. Forgangsrétt að dvöl hafa munaðarlaus börn sjómanna og þau sem við erfiðar heimilisástæður búa. Skriflegar umsóknir sendist Sjómannadagsráði Hrafnistu fyrir 10. júni næst komandi. Stjórnin. framboð v.þýzka flutningabílaiðnaðarins S Vöru-eöa sendibíll verður aö henta því verkefni, sem honum er ætlaö. Stærö skiptir máli, einnig vélarorka, palllengd, burðarþol og eöli notkunar, s.s. undir hús, pall eöa geymi. öxulþungatakmarkanir og þungaskattsákvæöi þarf að ihuga, einnig fjölda öxla og mismunadrifslása. Fram- hjóladrif kemur til álita-og svo má lengi telja. Fjölbreytni í framleiöslu Hanomag- Henschel hefur þvi tilgang. Þann, aö bjóöa yður einmitt bilinn, sem yður hentar bezt. Þér eigiö því erindi til okkar-verið velkomin. 2>Aó££a^kvé£a/t Á/ SUOURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SIMI 86500 • SIMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.