Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Miðvikudagur 16. mai 1973
NYJAR KEPPNIS-
GREINAR FÁKS
Myndin er af Óðni, sem sigraði I 250 metra unghrossahiaupi. Knapi er
Sigurbjörn Bárðarson.
Vorkappreiðar Hestamanna-
félagsins Fáks i Reykjavík fóru
fram á kappreiðavelli félagsins,
Viðivöllum, sunnudaginn 13. þ.m.
Keppt var nú i 6 keppnisgreinum,
þar af tveimur, sem ekki hefur
verið keppt i áður hjá félaginu.
Það voru 1500 metra kerruakstur
og stökkhestakeppni á 1500 metra
sprettfæri.
Urslit kappreiðanna
urðu þessi:
t 250 metra skeiði varð fyrstur
Randver á 24,9 sek. Eigandi:
Jónina Hliðar. Knapi, Aðalsteinn
Aðalsteinsson. Annar varð óðinn
á 25,0 sek. Eigandi: Þorgeir Jóns-
son. Knapi, Aðalsteinn Aðal-
steipss. og þriðji varð Blesi á 25,1
sek. Knapi og eigandi Aðalsteinn
Aðalst.
1 kerruakstri varð fyrstur
Kommi, á 3.31,4 min. Eigandi:
Kommafélagið, Borgarnesi.
Knapi Einar Karlesson. Annar
varð Vinur, á 3.45,5 min. Eigandi:
Kristbjörg Eyvindsdótir. Knapi
Hreggviður Eyvindsson, og þriðji
varð Hrimnir 3.45,6 min. Eig-
andi: Eyvindur Hreggviðsson.
Knapi, Kristbjörg Eyvindsdóttir.
1 unghrossahlaupi, 250 m. varð
fyrstur óðinn, á 19,8 sek. Eig-
andi: Hörður G. Albertsson,
Knapi, Sigurbjörn Bárðarson.
Annar varð Muggur á 20,0 sek.
Eigandi: og knapi Sigurbjörn
Bárðarson, og þriðji varð Breki á
20.2 sek. Eigandi og knapi Trausti
Þ. Guðmundss.
1 350 m . keppni stökkhesta varð
fyrstur Hrimnir, á 26,2 sek. Eig-
andi: Matthildur Harðardóttir.
Knapi, Sigurbjörn Bárðarson.
Annar varð Þjálfi, á 26,3 sek. Eig-
andi: Sveinn Sveinsson. Knapi,
Aðalsteinn Aðalsteinsson. Þriðji
varð Svarthöfði á 26,7 sek. Eig-
andi og knapi Kristján Guð-
mundsson.
1 800 m. keppni stökkhesta varð
fyrstur Stormur, á 63,8 sek. Eig-
andi: Oddur Oddsson. Knapi
Oddur Oddsson. Annar varð
Blakkur á 64,4 sek. Eigandi
Hólmsteinn Arason. Knapi Einar
Karelsson, og þriðji varð Ljúfur á
66.2 sek. Eigendur: Sigurður og
Gisli, Vindási. Knapi Guðmundur
Pétursson.
t 1500 m. keppni stökkhesta
varð fyrstur Lýsingur á 2.16,2
min. Eigandi: Baldur Oddsson.
Knapi Oddur Oddsson. Annar
varð Gráni, á 2.18,0 min. Eigandi:
Gisli Þorsteinsson. Knapi Guð-
mundur Pétursson.
Veitt voru verðlaun besta
knapa kappreiðanna. Hlaup þau
Sigurbjörn Bárðarson.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á 68.500 m. af koparvír, af ýmsum
stærðum og gerðum, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavfkur
Otboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. júni
n.k. kl. 11.00.
Utgáfa tónverka
Menntamálaráð íslands veitir á þessu ári
300 þús. kr. til útgáfu á islenzkum tónverk-
um, einkum með hljómplötuútgáfu i huga.
Umsóknir um fjárveitingu þessa sendist Menntamálaráði,
Skálholtsstig 7.
Menntamálaráð íslands.
Sumarbústaður - land
30 fermetra sumarbústaður til sölu og
flutnings.
Land fyrir hendi á góðum stað um 45 min.
akstur frá Reykjavik. Upplýsingar i sima
22827.
Stýrimannafélag
íslands vill hömlur
á undanþágur
til skipstjórnar
Stýrimannafélagi Islands hefir
alllengi verið ljóst enda staðfest
af umræðum og blaðaskrifum
undanfarið, að algjört neyðar-
ástand er rikjandi vegna skorts á
nægilega menntuðum skip-
stjórnarmönnum á islenzka
skipastólinn.
Mjög slæmar horfur eru á að
þetta ástand komist i betra horf á
næstu framtið, að óbreyttu
ástandi. Nokkrar staðreyndir
benda til þess að heldur muni siga
á ógæfuhlið á næstunni. Þar má
nefna að áhugi fyrir námi til skip-
stjórnar virðist fara minnkandi,
Samgönguráðuneytið gefur
hömlulaust út undanþágur i skjóli
verkamannafélaga viðkomandi
byggðarlaga, sem þannig stuðla
sjálf að þvi að koma ekki skipum
sinum á veiðar eftir nokkur ár. Á
farskipunum mun ástandið vera
nokkru skárra en á fiskiskipun-
um, þó er það svo,að ekki er eins-
dæmi að Samgönguráðuneytið
veiti undanþágu til manna til að
gegna stýrimannsstörfum á skip
um i utanlandasiglingum, sem
alls enga skipstjórnarmenntun
hafa hlotið og i einu tilviki til
pilts sem ekki hefir náð lágmarks
aldri, sem lög um atvinnuréttindi
skipstjórnarmanna ákveða um þá
menn, sem uppfylla þó allar
aðrar kröfur, er atvinnuskirteini
krefst. Þá eru og dæmi til að einn
og sami maður hafi fengið undan-
þágur til að vera stýrimaður og
vélstjóri yfir sama timabil. Þetta
sýnir bezt hversu gegndarlausar
og eftirlitslausar undanþágu-
veitingar ráðuneytisins hafa
verið og er dæmigert fyrir þann
hugsunarhátt, sem þar rikir, og
það sjálfdæmi, er ráðuneytið
hefir tekið sér i þessum efnum.
Áður en skipaflotinn verður
meira og minna bundinn vegna
þessa sjálfskaparvitis, skal
Landsambandi isl; útvegsmanna
og öllum öðrum er hagsmuna
hafa að gæta eindregið bent á að
bindast samtökum um tölulega
úttekt á ástandinu. Ljóst þarf að
vera, hve marga skipstjórnar-
menn vantar nú á flotann, hver
aukningin verði, t.d. i næstu fimm
ár, og þar með hve margir
réttindamenn þurfa að koma að
útgerðinni á næstu árum. Að
könnun þessari lokinni ættu
þessir aðilar að leita til stjórn-
valda um mótun á raunhæfum úr-
lausnum til að leysa vandann og
manna rétt skipastól fram-
tiðarinnar.
Nemendur Stýrimannaskólans
hafa lýst tillögum sinum um
undanþáguveitingar. Af raunsæi
hafa þeir gert þessar tillögur þvi
þeim er ljóst, að svo langt hefir
verið gengið i þá átt að brjóta
niður nauðsynlega aðsókn að
Stýrimannaskólanum, að mörg
ár mun taka að koma málinu i
rétt horf.
Félög skipstjórnarmanna hafa
ekki á undanförnum árum viljað
skrifaðar reglur um undanþágu-
veitingar, en hafa fengið loforð
um hömlur á undanþágur frá
ráðuneytinu, en flest þessara
loforða hafa ekki verið efnd.
Allir aðilar, sem mál þetta
snertir, verða að gera sér ljóst að
kröfur til skipstjórnarréttinda
eru i öllum tilvikum lágmarks-
kröfur. Núverandi skipakostur og
skip framtiðarinnar auka stöðugt
þær kröfur, sem gera verður til
skipstjórnarmanna. Allir aðilar
verða aðleggja sinn skerf til þess,
að mennta næga skipstjórnar-
menn til lausnar þessum vanda,
og snúa núverandi óheillastefnu
upp i markvisst uppbyggingar-
starf fyrir framtiðina.
Skálatúnsheimilið i Mosfellssveit óskar
að taka
á leigu húsnæði
i sumar, einhvers staðar á Suð-Vestur-
landi. Upplýsingar gefur forstöðukona i
sima 6-62-49.
Æskulýðsmót
Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum efnir
til æskulýðsmóts á Jótlandi i Danmörku
dagana a-9.júni n.k.
Ferðastyrkur kemur til greina. Umsóknarfrestur er til 25.
mai. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sjálfs-
bjargar L.S.F. simi 25388.
'AVa'B i ^
al ti lanti'
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Simi
sson Æ
i 22804 ,Æ>
SÓLUM
með djúpum slitmiklum munstrum. Hjólbarðaviðgerðir.
Tökum fulla óbyrgð ó sólningunni.
Vörubílamunstur —
Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur.
BARÐINNf
ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501