Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Miðvikudagur 16. mai 1973
Urh jökla
Jöklafræðingur Visindaaka-
demiu Kazakhstan hafa talið
2720 jökla i fjöllunum i suð- og
suðausturhluta lýðveldisins. 1/3
hluti af þessum jöklum hefur
verið uppgötvaður á s.l. 15
árum. Það hefur verið sannað,
að i jöklum i Kazahkstan eru 8
rúmkilómetrar vatns og eru það
stóráreins og Syr-Darja, Irtysh
og úral sem færa ibúum lands
ins þennan raka. Eannsóknir-
nar á jöklunum hafa mikið gildi
fyrir þjóðarbúskapinn. Þær
gera kleyft að byggja áveitu-
framkvæmdir á visindalegum
rannsóknum. Jöklakortið yfir
Kazakhstan verður sett inn i
„Visindalegan landfræðiatlas
Kazakhstan”, sem kemur út
fljótlega.
☆
Fórnaði lífi sínu
Ungur maður i Lyon i Frakk
landi, sem var að gefa nýra til
þess að bjarga lifi systur sinnar
dó á skurðarborðinu þar. Hann
hét Maurice Pecot, 22 ára, en
nýra hans var flutt eins og til
stóð i * systur hans, Chantal,
þrettán ára að aldri. Henni var
ekki sagt strax frá dauða hans.
Dr. Jean Perrin, skurðlæknir
við Antiquaille Hospital, sagði,
að hjarta hins unga Pecot hafi
skyndilega hætt að slá, meöan
stóð á uppskurðinum. Endur-
lifgun heppnaðist aðeins
skamma stund og Pecot lézt tiu
k1ukkustundum siðar.
Læknirinn lét þess getið, að
þetta væri fyrsta dauðsfallið
hjá nýrnagefanda meðan á
flutningi stæði i sjúkrahúsi
hans, siðan byrjað var á upp-
skurðum af þessu tagi þarna
árið 1966. Aðrir franskir sér-
fræðingar telja hættuna á dauða
fyrir nýrnagjafa vera einn
möguleika á móti 1.250.
☆
Fólksf lutningar
Straumur fólks til Frakklands
frá Norður-Afriku og Pyrennea-
skaga, sem hefur verið mikill
siðastliöin tuttugu ár, er að
þverra, eftir þvi sem franska
félagsmálaráðuneytið greinir
frá. Samkvæmt nýjum skýrsl-
um komu 120.000 útlendingar til
Frakklands á siðasta ári. Þetta
var dálitlu meira en árið 1971,
en færri leituðu nú eftir atvinnu
— aðeins um 90.000. Meðal inn-
flytjenda i atvinnuleit var fækk-
unin mest hjá Portúgölum. Inn-
flytjendum frá Alsir, Marokko,
Túnis og Spáni hefur fækkað, en
aftur á móti hafa Tyrkir og
Júgóslavar aukið komur sinar.
Frá Efnahagsbandalaginu
komu alls 8.000 verkamenn,
aðallega ttalir og Þjóðverjar.
Að sögn ráðuneytisins er
heildartala útlendinga, sem bú-
settir eru i Frakklandi um það
bil 3.200.000 og af þeim vinna
1.500.000 fyrir kaupi.
☆
Að hluta sundur
kjöt
Franskar stórverzlanir hafa
undanfariö verið að auglýsa
mjög mikið „ameriskan skurð”
á nautakjöti, sem þær segja
betri en þann, sem næst með
hinni hefðbundnu frönsku að-
ferð. Amerisku sneiðarnar eru
stærri, hæfilegar til steikingar
og húsmæðrum er sagt, að það
sé sparnaður að kaupa þær.
Sneiðarnar eru vafðar inn i
plast. En eftirlitsmenn frá
neytendasamtökunum hafa lýst
striði á hendur amerisku
sneiðunum, sem þeir segja, að
séu svik. Þeir segja, að mikið af
kjötinu i hinum lokkandi pakkn-
ingum sé lakara, eða algjörlega
óætt. Ef amerisku sneiðarnar
eru skornar niður i viður-
kenndar franskar sneiðar,
kemur i ljós, að kjötið kostar
meira, heldur en ef það hefði
verið keypt i litlum bitum i
venjulegri franskri kjötbúð.
☆
Bardttan gegn
krabbameini
Alþjóða vinnumálastofnunin
ILO, er nú að skipuleggja her-
ferð til að berjast gegn krabba-
meini, en tiðni þess sem at-
vinnusjúkdóms hefur farið
vaxandi að undanförnu. Mörg
hættuleg efni, sem notuð eru i
iðnaði, eru talin geta valdið
krabbameini, þeirra á meðal er
efnið benzidin. A ársþingi ILO.
sem haldið verður i júni
mánuði, verður sérstaklega um
þessi mál fjallað og hvernig
hafa megi eftirlit með notkun
þeirra efna, sem talin eru geta
valdið krabbameini. Það hefur
verið vitað allt siðan á árinu
1775 að ákveðin efni geta valdið
krabbameini, en það ár komst
- visindamaður að þeirri niður-
stöðu, að krabbamein i eistum
væri miklum mun algengara
hjá sóturum, en öðrum starfs-
hópum.
Skór
af öllum gerðum
Richard Fenchel i Hessisch i
Hessisch-Oldendorf i Þýzka-
landi hefur gert mikiö aö þvi að
búa til alls konarsögufræga skó,
er hinar og þessar merkilegar
persónur hafa gengið i i lifanda
lifi. Richard vinnur annars sem
sniöameistari i skóverksmiðju.
Hann á nú mikið og merkilegt
safn af alls konar skóm, allt frá
„fyrsta skónum”, sem maður-
inn á að hafa notað, sem er að-
eins smáleðurpjatla til stigvéhs
geimfarans, sem fyrstur steig
fæti sinum á tunglið. Hann hefur
sjálfur gert allt þetta safn, og er
það i stærðarhlutfallinu einn á
móti þremur. I safni hans má
finna skó forn-Grikkja, Persa og
Kinverja og þarna eru lika hinir
fagurlega skreyttu skór Karla-
Magnúsar, sem hann gekk i
þegar hann var krýndur. Þá
geta þeir, sem ekki hafa áhuga
á sagnfræði fundið þarna skó,
sem þeir hefðu gaman af að sjá,
þvi skór Uwe Seeler knatt-
spyrnustjörnu eru þarna einnig.
Hér á myndinni sjáið þið skó-
smiðinn með hluta af skósafni
sinu, og heldur hann á stgvéli
frá 17. öld. Fenchel hefur haft
óslökkvandi áhuga á skógerð
allt frá bernsku sinni, og hann
hefur lesið sér til um skó eins og
hann hefur frekast getað i öllum
bókum, sem hann hefur komizt
yfir.
— Þegar þú varst ekki komin
klukkan 12, hélt ég að þú hefðir
skipt um skoðun.
— Fyrirgefðu að ég vek þig,
pabbi, en ég get ekki munað,
hvort ég er búin að lesa bænirnar
minar.
DENNI
DÆAAALAUSI
Ég hélt einu sinni, að ég hefði
séð annað hund alveg eins og
hann, en þá var það bara Snati
að koma heim úr hundastússi.