Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 16. mai 1973
Framkvæmdastióri -
Þörungavinnsla
Ungur maður með góða tæknilega eða við-
skiptalega menntun og nokkra starfs-
reynslu óskast i stöðu framkvæmdar-
stjóra hjá fyrirhugaðri þröungavinnslu-
stöð á Reykhólum við Breiðafjörð.
Fyrsta árið er gert ráðfyrir búsetu i Reykjavík.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. júni n.k. til:
Undirbúningsfélag Þörungavinnslu hf.
c/o Iðnaðarráðuneytið
Arnarhvoli Reykjavik
Veljið yður í hag —
Nivada.
OMEGA
©rmm
JUpina.
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 — Sími 22804
úrsmíði er okkar fag
PIERPOÍIT
Aðalfundur
Vélstjórafélags íslands verður haldinn að
Hótel Sögu fimmtudaginn 17. mai og hefst
kl. 20
Fundarefni:
1. l.ýst kjöri nýrrar stjórnar
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins,
Bárugötu 11.
Stjórnin.
Höfn við Dyrhólaey
ÞESSI er yfirskrift greinar i
Morgunblaðinu 4. mai 1973.
Höfundur greinarinnar er Pálmi
Jóhannesson verkfræðingur. Til-
gangur hans meö greininni er að
leiðrétta misskilning vegna
kostnaðaráætlana um hafnargerð
við Dyrhólaey. Það, sem um
ræðir er annars vegar áætlun
Pálma sjálfs og hins vegar áætlun
Hafnarmálastofnunar rikisins.
Misskilninginn segir hann fólginn
i þvi, hvort hönnunin er gerö eftir
bandariskri venju eða norður-
evrópskri venju. Pálmi miðar
sina við hina evrópsku, sem hann
telur skynsamlegri, þvi að hún
geri ráð fyrir, aö ódýrara sé að
lagfæra skemmdir, sem tölfræði-
lega komu á 25 ára timabili,en
tryggja sig gegn þeim. Þannig fá-
ist bezt nýting fyrir útlögðum
kostnaði.
Þessi skoðun kemur ekki heim
við mitt leikmannssjónarmið og
einnig brýtur hún i , bága við
málsháttinn: Það vel þarf að
vanda, sem lengi á að standa.
Betur treysti ég sjónarmiði
Hafnarmálastofnunarinnar, að
hanna verkið i upphafi til fram-
búðar en fyrirfram ráðgerðum
óvaranleika. Grein Pálma er þó
að þvi leyti mjög athyglisverð, að
hún leiöir i ljós þann grundvallar-
mun, sem er á markmiðum hans
og Hafnarmálastofnunar rikisins
um hafnargerðina. Aætlun
Hafnarmálastofnunarinnar
byggist á þvi, að innsigling
(brimvarnargarðar) sé gerð i
einum áfanga, en Pálma aftur á
móti i áföngum. Þannig segir
hann i grein sinni:
„Varðandi ákvörðun á
„minnstu” stærð fyrsta áfanga
ytri hafnar mannvirkja er álitið,
að ef fyrsti áfangi ætti að standa
einn og óstuddur áratugi, þá
þyrftu brimvarnargarðar að ná
út á um 11 m dýpi”.
Öfullkomna höfn um áratugi tel
ég algerlega óhugsandi. Enn
segir Pálmi i sama dúr: „Þar
sem fjárframlög til hafnarfram-
kvæmda að öllu jöfnu byggjast á
litlu til handa sem flestum, hafa
heimamenn lagt sérstaka áherzlu
á að byggja höfnina út i áföng-
um”. Hér staldra ég við með at-
hugasemd. Það er rétt hjá
Pálma, aö fjárframlög til hafnar-
framkvæmda hafa dreifzt til
hafnarbóta og nær auðvitað engri
átt, að nýtt hafnarmannvirki sé
látið koma undir þann hatt.
Þennan skilning á málefninu
reyndi Jón Kjartansson þingm.
Skaftfellinga að túlka og fram-
kvæma á Alþingi 1956. Aðrir þing-
menn siðan hafa látið sig þetta
mál of litlu skipta, sem raun ber
vitni. Ég held að flestir
heimamenn hafi frá upphafi litiö
svo á, að sérstök fjárveiting hlyti
og yrði að koma til hafnargerðar
við Dyrhólaey. Aherzla þeirra að
byggja höfnina út i áföngum mun
enginn fótur fyrir, nema þá af
þeirri illu nauðsyn að verða að
hlita þvi úrræði frekar en alls
engu.
Nú á dögum held ég, að þessi
hönnunargerð Pálma á höfninni
og þessu litla handa mörgum
komi ekki til greina. Þess vegna
ætti hann að stokka spilin upp að
nýju og spila öðru út og mætti það
verða gagnlegt. Sá skilningur er
lika að ryðja sér til rúms meir og
meir, að Dyrhólahöfn varði þjóð-
ina alla i rikara mæli en Skaftfell-
inga. Þá efast ég um að fjárveit
ing til aö gera höfnina i áföngum,
verði auðfengin. Reynsla i- þvi
efni er neikvæð. Hafizt var handa
i Þorlákshöfn með nógu litið, þó
að hugsað væri stórt til fram-
tiðarinnar. Þar er búið að verja
miklu fé til endurbóta, en árang-
urinn þó ekki betri en svo, að
vöruskip Sambandsins geta ekki
alltaf fengið þar afgreiðslu um
hásumarið og verða að bíða eftir
góðu veðri og kyrrum sjó.
Skoðanamunur heimamanna
kann aö vera nokkur um það,
hvort gera eigi innsiglingu i höfn-
ina, austan eða vestan megin við
Eyna ellegar taka hana gegnum
Lágeyna. En hverjar, sem skoð-
anir þeirra eru, koma þær ekki til
greina við hönnun hafnarinnar
nema til ábendingar. Það sama
held ég að sumu leyti um tillögur
og uppdrátt Helga Benónýssonar
um hafnargerð við Dyrhólaey.
Hann hefur þó að ég ætla hannað
innsiglinguna i einum áfanga.
Það sjónarmið hans hlýt ég að
meta mikils. Þá ber að þakka
Helga sérstaklega áhuga hans á
Dyrhólahöfn, sem hann hefur
fórnað miklu fé og tima. Þetta
fórnarstarf skyldi muna og meta.
Kostnaðaráætlanir hafa aldrei
reynzt nákvæmlega raunhæfar,
enda vist ekki litið á þær sem
aðalatriði, heldur verkið, sem
augljós nauðsyn er að fram-
kvæma.
Dyrhólahöfn mun margborga
sig furðulega fljótt, ef hún er svo
úr garði gerð i upphafi, að hún
fullnægi kröfum timans.
Þórarinn Helgason 8/5 1973
EF
DÚ
REYKIR
EINN PAKKA Á DAG
MESTAN HLUTA
ÆVINNAR eru líkurnar fyrir því
að þú látist af völdum
lungnakrabbameins