Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 16. maí 1973 Séra Guðmundur Sveinsson, skólastjór-, afhendir skóladúxinum, Ernu S. Snorradóttur frá Hvammstanga bókaverðlaun fyrir frábæran árangur i námi, en hún fékk 9.27 á lokaprófi. Ræða Guðmundar Sveinssonar skólastjóra, flutt vlð slit Samvinnuskólans Bifröst 1. maí síðast liðinn Nemandi minn, sem á þessum degi hverfur burt úr skólanum eftir erfiði vetrar og annir prófa, til þin beini ég að lok- um 'jnokkrum orðum. Þau orð eru frá minni hendi tvennt i senn: óskir og endurmat. Ég óska þér til hamingju, að dagur uppskeru og árangurs er upprunninn. Þú ert þér þess meðvitandi að lokið er starfi og þú getur i huganum metið framlag þitt og þau tæki- færi, sem gefin voru. Ég óska þér til hamingju að þú hefur sótt á brattann, vikið til hliðar löngun þinni að njóta daga i værð og á- byrgðarleysi, en kosið að reyna á þolinmæði þina og þrautseigju. Ég óska þér til hamingju, að þú hefur reynzt þessari mennta- stofnun trúr og tekið á þig kvaðir og kvöl hennar vegna i trausti þess að verið væri að gera tilraun til að greiða götu þina siðar. Ég sannara, að allt, sem stórt er, verður þvi aðeins skynjað og hlut- ur þess greindur, að það hafi ver- ið nálgazt með virðingu og vel- vild. Allt það bezta, sem lifið fær okkur boðið, er lokað og hulið þeim hug, sem neikvæður er. Þar eiga við orðin, að hægt er að gera allt að engu. II. Albert Einstein lagði eitt sinn fyrir sjálfan sig spurninguna: Hver til tilgangur lifsins? — Hann svaraði henni á þessa leið: „Eng- inn getur svarað þessari spurn- ingu án þess að eiga trú. Þú spyrð, segir hann: Er þá nokkurt vit i þvi að bera slika spurningu upp? Svar mitt verður: Sá mað- ur, sem telur lif sitt og samferða- manna sinna tilgangslaust, án merkingar og innihalds, er ekki aðeins ógæfusamur og vansæll, hann er lika naumast um það fær lifsins þágu. Það er i öðru lagiallt það, sem við metum þess virði að gera að eign okkar og eðli, það sem við tökum og þiggjum úr sjóði lifsins. Og siðast en ekki sizt er það afstaða okkar og viðbrögð andspænis þvi, sem ekki verður umflúið, hinni harmrænu þrenn- ingu mannlegrar tilveru: Þján- ingu, dauða og sekt. — En i öllu þessu ber að hafa i huga telur Frankl hina margræðu staðhæf- ingu, sem heimspekingurinn Martin Heidegger ritaði i gesta- bók hins fyrrnefnda, er þeir höfðu átt langt viðtal sáman um samtið, fortið og framtið. Orðin, sem Heidegger skrifaði, voru þessi. Das Vergangene geht Das Gewesene kommt - Hið orðna kemur. hið orðna kemur. Liðið og orðið — Hið liðna er fortiðarinnar einnar, hin orðna ÞEKKING ER DYGGD, VALD OG BREYTING Merki skólans, Lifsorka. óska þér til hamingju að þú ert nemandi minn, ungur og átt lifið framundan i birtu þess hugar, sem er þinn. Birta hugar þins er dýrmætasti fjársjóðurinn, sem þér getur hlotnazt. En með óskunum, reyndar i óskunum, felst endurmat. Það segir sig sjálft, að hvorki hefur þér sé heldur mér fundizt sam- skipti okkar skuggalaus. Ekkert er fullkomið á jörðu, heldur ekki ég né þú, og þá að sjálfsögðu ekki sú stofnun sem við reyndum sam eiginlega að skapa, skólinn og skólaheimilið. Það er hvorki stað- ur né stund til þess nú að endur- meta alla þætti, enda margt, sem framtiðin ein getur leitt i ljós. Tvær spurningar ber okkur samt skylda til að bera fram við leiðar- lok og svara hver fyrir sig. Sú fyrri er þessi: Varð framiag þitt og mitt á þessum vetri til að stækka og gera hlut þessarar menntastofnunar stærri eða minni, hefur birtan og ljóminn vaxið eða hefur skuggi og lágkúra sigið yfir. Siðari spurningin verð- ur persónulegri: Komum við, þú og ég frá þessum vetri bjartsýnni, viðsýnni og frjálsari, lausari við ok okkar eigin niðurrifshneigða, lausari við duttlunga þess hverf- leika sem i okkur býr sjálfstæðari og sannari I dómum og dreng- skap. Svör augnabliksins skipta ekki máli, i starfi og trú verður reikningsskilin að finna. — En sé það svo, sem sagt hefur verið, að forsenda þess, að hvað eina sem manninn varðar öðlist ást og virðing sé að þekkja og reyna, þá er tryggt að aldrei framar getur okkurstaðiðá sama um neitt það, sem tryggði okkur raun og reynslu. En kannski er hitt þó að lifa sem mannvera”. Sé lifið skopleikur þeim sem hugsar, harmleikur þeim sem finnur til, þá er það sigur þeim sem treystir og trúir. Mig langar, nemandi minn, sem héðan brautskráist i dag, að fara örfáum orðum um nokkrar þeirra spurninga sem mæta þér, þann hugblæ sem býr I samtiðinni og þú færð ekki umflúið. Þar verður spurningin, sem Einstein leitaðist við að svara, spurningin um merkingu og tilgang áleitin i ýmsum myndum, margvislegum búningi. Þú munt mæta henni i þeirri framsetningu, sem skáldjöfur- inn Pindar bjó henni: „Leitastu við að verða það, sem þú ert i raun og veru. „Vertu. sannur og þá mun lif þitt öðlast þann tilgang aö leiða i ljós hvað i þér býr. En þú munt lika mæta sömu spurningu, sama hugblæ i aðvör unarorðum Goethes. „Ef við sættum okkur við mannveruna aðeins eins og hún er, þá.hljótum við að smækka hana og gera hana verri. Ef við aftur á móti litum mannveruna i ljósi þess sem hún gæti orðið, sjáum hana i fegurð draumsins, munum við gera okk- ar til að fegurð þess draums ræt- ist”. En spurningin um merkingu og tilgang mun lika birtast þér i bún- ingi Viktors E. Frankls, austur- riska sálfræðingsins og geðlækn- isins: Þrennt getur gefið Hfinu gildi, segir Frankl og leitt undur þess i ljós.: Það er i fyrsta lagiallt það, sem við leggjum sjálf af mörkum i ber framtiðina i skauti sér. — Hefur þessi,- vetur i raun skólans aðeins liðið eða hefur hann orðið þér eitthvað, sem aldrei glatast, ungi nemandi minn? Leiddi hið nauðsynlega og óhjákvæmilega til einingar, knúðu vafaatriðin og spurningarnar mörgu, sem engin svör fundust, við þig til frelsis og sjálfstæðis, urðu allir hlutir, öll reynsla til þess að gera þig rikari af mannelsku og miskunn? III. Til er franskur fræðimaður að nafni Jacques Lacan. Hann hefur vakið mikla athygli á siðari ár- um, ekki sizt vegna þess að fræði hans eru víðfeðma taka til margra svokallaðra fræðigreina, en það gerist nú æ algengara en menn kunna heldur illa við sig i þröng- um básum sérfræðinnar. — Það er ekki ætlun min að gera tilraun til að lýsa fræðum og skoðunum Lacans itarlega. Til þess er hvorki staður ne stund i stuttu á- varpi til þin, kæri nemandi, sem brautskráist á þessum degi frá Samvinnuskólanum Bifröst. — Ég ætla hins vegar að gera tveim sjálfstæðum þáttum fræða Lacans örlitil skil. Annar þáttur- inn fjallar um það, sem Lacan kallar „hina þrenns konar skip- an”. Hinn þátturinn um það, sem hann nefnir „ása eða hverfiskaut- in þrjú”. Það er sannfæring Jacques Lacans, að mennsk tilvera búi yf- ir þrenns konar skipan, i henni megi greina þrenns konar niður- röðun. — Sú er hin fyrsta skipan mennskrar tilveru, að fela allt i viðfeðmi imyndarafls og hugar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.