Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 8. júni 1973. Smástúlka ársins kj Þessi dálaglega smástelpa var fyrir nokkru kjörin Smástúlka ársins i Englandi. Hún heitir Rachel Atkinson og er með vinstri fótinn i gipsi, vegna meðfædds galla i mjöðm, en þrátt fyrir það er hún brosandi frá morgni til kvölds segir faðir hennar Alan, Mamma, Kath- leen, gat ekki verið viðstödd, þegar tilkynnt var um úrslitin i ★ Auðæfi suður heimskautsins Sovézkur leiðangur til Suður- Heimskautsins, sem unnið hefur þar frá þvi i fyrra, er nú á leið heim með rannsóknarskipinu „Prófessor Subov” að loknu verkefni sinu. Megintilgangur leiðangursins var að rannsaka Prins Charls fjallgarðinn — stærsta fjallgarðinn, sem teygir sig upp úr ishellunni. Visinda- mennirnir hafa kortlagt fleiri þúsund ferkilómetra þessa óárennilega fjallgarðs. Gerð voru bæði landfræðileg og jarð- efnafræðileg kort. Mælingar hafa verið gerðar i fjöllunum og sérfræðingarnir hafa fundið og staðsett mörg stór lög af járn- grýti, en gæði þeirra er talið mikið. Auk þess hefur fundizt bæði glimmer og ýmsir kristallar. Sovézku rann- sóknirnar á Suður-Heim- skautinu, sem hafa staðið i 17 ár, er haldið áfram. orm smástúlknakeppninni, og hún haföi fullgilda fjarvistarsönn- un: Hún var einmitt að fæða i heiminn litinn bróður handa Rachel, eða það höfðu að minnsta kosti allir haldið, en þegar allt kom til alls var það * Fækkun fugla veldur skordýra plágu á Korsíku Óhrjálegt ástand rikir nú á eynni Korsiku. Kálormar eru á góðri leið með að eyðileggja alla uppskeruna á Cap Corse, sem er nyrzti hluti eyjarinnar. Sér- fræðingar telja, að ör fækkun fugla —ýmist af völdum ofveiði eða skæðra sjúkdóma — sé orsök þessa kálormafaraldurs. Þessi þróun hefur átt sér stað nokkurn tima. Nú má svo heita, að enginn fugl fyrirfinnist lengur á Cap Corse, meðan kálormum fjölgar að sama skapi. Það var þó fyrst i fyrra, að ormarnir ollu verulegu tjóni. Ein bót er lika i máli: Kálormunum falla ekki olifu- tré, en olifu-olia, er ein aðalút- flutningsvara eyjarskeggja. Frönsk yfirvöld segja að ekki svari kostnaði að dreifa skordýraeitri yfir þau svæði, sem verst hafa orðið úti, svo ibúar Korsiku verða að sitja uppi með kálormana. Verða Frakkar fimari? Frakkar hafa ákveöið að þjálfa nýja gerð af kennurum, sem að hálfu leyti eiga að vera venju- legir menntaskólakennarar, en að hálfu leyti iþróttakennarar. Iþróttir hafa lengstum ekki ver- ið hátt metnar i frönskum skól- um og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að gera á þvi breytingu, hafa nánast verið kák eitt. Þegar rikisstjórn Petains var við völd lofuðu stjórnvöld að greiða kennurum aukapeninga, ef þeir væru fúsir til að standa fyrir leikfimi- kennslu eftir skólatima. Þetta var nokkur framför, en þó batn- aði ástandið ekki verulega. Það var loks árið 1969 sem yfirvöld ákváðu að láta málið til sin taka. Þá var sett fram djörf áætlun um grundvallar- breytingar á iþróttakennslu i öllum skólum landsins. En það er ekki nóg að segja fram góðar áætlanir, þvi það verður lika að framkvæma þær. Þegar fjárlög undanfarinna ára hafa litið dagsins ljós hefur aldrei verið gert ráð fyrir nægu fjármagni til að áætlunin gæti orðið að veruleika. Nemendur urðu sem fyrr að gera það upp við sig sjálfir, hvort þeir ættu að nota þann tima, sem á stundaskrám þeirra var ætlaður fyrir iþróttir, á þann hátt eða einhvern annan. Sumir notuðu timann eins og til var ætlazt, en flestir tóku lifinu með ró i „leikfimitimunum”. Nú er sem sagt loks ætlunin að takast á við vandann. Útskrifa á kennara með menntun, sem er alveg tvihliða, þ.e. kennararnir kenna hinar venjulegu skóla- greinar hluta dagsins, en verða siðan að kenna iþróttir það sem eftir er. Yfirvöld fræðslumála i Frakklandi eru mjög bjartsýn á að straumur nemenda að hinum nýja skóla, sem á að útskrifa hina tvihliða kennara, verði mjög mikill. bara önnur stelpa. Kathleen varð samt hin ánægðasta, og sagði að þau myndu senda litlu Jane i smástúlknakeppnina næsta ár. ★ Kóngafólk verður að láta sem það hafi áhuga á h.umb. öllu milli himins og jarðar, þvi svo til daglega verður það að koma fram opinberlega við opnun sýninga, heimila, húsa og alls annars, og alltaf verður áhuginn að lýsa út úr svipnum. Hér er Ólafur Noregskonungur að horfa á vefnað eftir Frida Han- sen, sem er þekkt vefnaðar- kona. Á myndinni með kon- unginum er Anniken Thue, sem safnað hefur saman verkum Fridu Hansen, að skýra út fyrir konunginum, þgð sem fyrir aug- un ber á sýningunni. Hefur áhuga á vefnaði DENNI DÆAAALAUSI — Ekki ÞENNAN! Hún borðar nú svona ALEIN!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.