Tíminn - 08.06.1973, Page 20

Tíminn - 08.06.1973, Page 20
Föstudagur 8. júni 1973. J Plast-þak- gluggar úr Akryl- gleri ^fGeislaplastsf. YJKn ARMÚLA 23 SÍMI 82140 I I I ] • MERKIÐ SEM GLEÐUR Hittumst i kmtpfélaginu SGOÐI Áf 'yr*r f/óötui mai $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS A sunnudaginn siðast-liöinn var hin nýja kirkja i Miklabæ i Blönduhllð i Skagafirði vigð að viöstöddu fjölmcnni. Biskupinn, Sigurbjörn Einars- son framkvæmdi vigsluna. Stefán Petersen á Sauðárkróki tók myndina af athöfninni. Hópur Norðmanna og íslendinga: Skíðaganga yfir endilangan Vatnajökul Bandaríkjamenn á fiskveiðiróðstefnunni: MINNKA ÞARF VEIDAR í NV ATLANTSHAFI ÖLLU NTB-Kaupmannahöfn — Danmörk lagði i gær fram á ráðstefnu NA-At- lanzhafsnefndarinnar, tillögu um kvótareglur fyrir makrilveiðar og minnkun á kvóta fyrir sild. Þá vilja Danir einn- ig að þorskveiðar við Grænland verði tak- markaðar við 80 þús. tonn á ári og við 10 þús. tonn innan landhelginn- ar. í fyrra veiddust 110 þús. tonn af þorski á þessu svæði. Bandarisku fulltrúarnir hafa endurtekið þá hótun sina að segja sig úr nefndinni, ef veiöarnar við austurströnd Bandarikjanna verði ekki takmarkaðar. i fiskveiðinefndinni eru 16 iönd. Fundirnir á ráðstefnunni f Kaup- mannahöfn fara fram fyrir iokuð- um dyrum. Bandarikin hafa lagt fram tiilögu um minnkun veiða i NV-Atlanzhafinu öllu og m.a. einnig um stækkun möskva i botnvörpum. Nýr samningur um frið íVíetnam S-Víetnam neitar að undirrita NTB-Paris og Saigon — Kissinger og l.e Iluc Tho komust i gær að samkomulagi i grundvallaratriö- um uin áætlun, sem tryggja á frið i Vietnam, að þvi talsmaður S-Victnam stjórnarinnar sagði I Saigon. Leiötogarnir áttu I gær annan fund sinn i Paris. S-Vietnamski talsmaðurinn sagði jafnframt, að landið hefði ekki rofið friðarsamninginn, sem var undirritaður i Paris i janúar og þess vegna sé engin ástæða til að undirrita nýjan samning til tryggingar friði. — Viö viljum ekki undirrita sáttmála, sem kommúnistarnir rjúfa siðan, sagði talsmaðurinn. Eitt atriði, sem þeir Kissinger og Tho hafa rætt i þetta sinn, eru möguleikar á að skipta S-Viet- nam niður i eftirlitssvæði, stöðva skothriðina, fullkomna fanga- skiptin, draga úr hlutverki al- þjóða-eftirlitsnefndarinnar og ákveða dagsetningu stofnunar þjóðarráðs til sameiningar og samvinnu i S-Vietnam. Bandariski ambassadorinn i Saigon átti i gær fund með utan- rikisráðherra S-Vietnam, Tran van Lam og skýrði honum frá gangi samningaviðræðnanna i Paris. VATNAJÖKULL er mestur jökla i Norðurálfu, enda hefur hann margra freistaö. Um þessar mundir eru nær þvi hundrað ár siðan þeir Watts og Páll jökull fóru um þveran Vatnajökui, og nú hefur lengi verið títt, að menn þeystu um hann fram og aftur á vélknúnum farartækjum. En þrátt fyrir aila mannaferð um Vatnajökul hefur hann ekki enn verið genginn endilangur á skið- um. Það kemur kannski ekki á óvart, að nú virðast vera uppi hugmyndir um slíkt meöai fjalla- garpa i fleiri löndum en einu. Flugbjörgunarsveitin er sem kunnugt er skipuð ungum og ötul- um mönnum, og hafa þeir verið við æfingar viða um land, og má til dæmis nefna, aö hún hefur miklar æfingar i Þórsmörk nú um helgina næstu. Menn úr flug- björgunarsveitinni hafa einnig verið á Vatnajökli sumar hvert. Nú er það til umræðu, að fjórir til sex menn úr flugbjörgunar- sveitinni freisti þess að ganga jökulinn endilangan á skiðum, allt þrautvanir skiðamenn, er verið hafa á jöklinum áöur. Þetta mun þó ekki fastráðið. Samtimis eru uppi i Noregi áforni um sams konar göngu. Eru þaö tiu Norðmenn, sem hyggjast koma hingað þessara erinda, og ætla þeir að fara i tveim hópum, fimm i hvorum, austur yfir jökul- inn, og leggja upp frá Jökulheim- um við vesturjaðarinn. Norðmennirnir munu hafa snú- ið sér til Arna Edvinssonar, eins af forystumönnum flug- björgunarsveitarinnar, til þess að fá sem gleggsta vitneskju um jökulinn og skynsamlega tilhögun ferðarinnar, en sjálfir eru þeir væntanlegir til landsins kring um Jónsmessuna eða upp úr henni. Er því liklegt að þeir hefji för sina um næstu mánaðamót, ef heppi- lega viðrar. Borgarstjórn lýsir stuðn- ingi við landhelgisgæzluna — Fylgt verði eftir kærunni til A-bandalagsins A FUNDI bogarstjórnar Reykjavikur I gær var rætt um landhelgismálið og atferli Breta i islenzkri fiskveiðilögsögu. Var þar samþykkt einróma svofelld ályktun: „Borgarstjórn Reykjavikur fordæmir harölega það ofbeldi Breta að senda herflota og flug- vélar inn i fiskveiðilandhelgi Is- lands til þess aö hindra löggæzlu- störf islenzkravaröskipa. Borgarstjórn lýsir yfir stuðn- ingi við landhelgisgæzluna og leggur áherzlu á, að aðstaða hennar verði bætt meö fjölgun varðskipa og betri búnaði. Borgarstjórn telur, að frekari samningaviöræður við Breta komi ekki til mála, nema þeir dragi herskip sin út fyrir fisk- veiðitakmörkin. Þá hvetur borgarstjórn til þess, að ofbeldi Breta verði kært fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fylgt verði kærunni til A-bandalagsins. Borgarstjórn hvetur til órofa samstöðu i þessu lifshagsmunamáli islenzku þjóðarinnar.” Spor í rétta átt KÓPAL í NSCJUM CDG MARGFALX BETRI TDNALTTUM mélaíagi] MÁUMINO HF Dollarinn stígur á ný NTB-Washington — Dollarinn er nú tekinn að hækka i verði á ný og gullið að lækka. Sérfræðingar i London vilja meina, að styrkari staða dollarans nú stafi af þvi, að Nixon hafi á prjónunum að gera nýjar ráðstafanir til að stöðva verðbólguna i Bandarikjunum. Hann kallaöi bankastjórn banda- riska seðlabankans og Shultz fjármálaráðherra heim frá Paris i gær til að halda með þeim fund um málið. Watergate-málið: AAistök í kosn- ingabaráttunni NTB-Washington — Eitt vitnanna i Watergate-málinu sagði i gær, að Haideman, fyrrum fyrirmaður starfsliðs Hvita hússins, hefði i janúar sl. viðurkennt, að i kosningabaráttunni I fyrra, hafi ýmis mistök átt sér stað. Það var Hugs Sloan, fyrrum gjaldkeri endurkjörsnefndar Nixons sem tjáði öldungadeildarnefndinni þetta. Hann kvaðst hafa sagt Halde- man, að hann neyddist til að gefa falska skýringu á greiðslum til Liddys, sem dæmdur hefur verið fyrir innbrotið i Watergate. New York Times sagði i gær, að Nixon hafi i fyrra samþykkt áætlun um aukiö eftirlit, þrátt fyrir aðvaran- ir umtað likt væri ólöglegt. öldungadeildarnefndin segir, að blaðið hafi þessar fréttir ekki frá sér. ARMULA 1A Símar: Matvörudeild 86-111 Húsgagnadeild og gjafavörur 86-112 Heimilistækjadeild 86-112 Vefnaöarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.