Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. júni 1973. TÍMINN 11 hafa okkur ekki borizt öll þau svör, sem við eigum von á, sagði Hermann i siðustu viku, — en hingað til hafa viðbrögö verið mjög góð. Við lýsum yfir ein- dregnum stuðningi við þessa ályktun Æskulýðsráðs rikisins.” Og nú loksins var vikið að þvi atriði, sem hvað mest athygli hef- ur verið veitt: ,,Vor i dal.” Æsku- lýðsráð rikisins hefur vafalaust gert rétt i að leggja meiri áherzlu á fyrri atriöi, sé reiknað með að ályktun ráðsins sé gerð til langs tima. Þó má ræða það fyrirkomu- lag, að vera með slika langtima- áætlanagerð á þessum tima, þeg- ar mest riður á að finna lausn á þeim vanda, sem hvitasunnan er talin vera. Fimmti liður ályktun- ar ÆRR hljóðar svo: Hafizt handa er 1 1/2 mán. var til stefnu ,,Að Ungmennafélag tslands komi upp um þessa helgi aðstöðu til útivistar og afþreyingar utan þéttbýlis s-vestanlands og sam- kvæmt þeim áætlunum, sem samtökin hafa þegar lagt fram við Æskulýðsráð rikisins.” Hafsteinn Þorvaldsson, for- maður UMFt sagði i viðtali við blaðamann Timans, að hann hefði persónulega verið beðinn um að kanna grundvöll fyrir slikri að- stöðu 23. april s.l. Þá var aðeins hálfur annar mánuður til stefnu. ,,Ég hóf þegar könnun á undir- tektum hjá Héraðssambandinu Skarphéðni og Ungmennasam- bandi Kjalarnessþings,” sagði Hafsteinn, ,,og siðan lögðum við fram okkar tillögur við ÆRR. Ég er sjálfur — og reyndar við allir — bjartsýnir á að þetta takist vel og kviði i sjálfu sér engu. Við vinn- um þetta eins vel og okkur er mögulegt.” Samkomustaðurinn verður Sandártangi i Þjórsárdal, i landi Skriðufells i Gnúpverjahreppi, sem er i eigu Skógræktar rikisins. Svartsýnismenn hafa rekið upp stór augu við að heyra það og telja Skógrækt rikisins þar með vera að ,,gera tóma vitleysu”, en Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, er ekki á sama máli: ,,Við höfum engar áhyggjur af þessu”, sagði hann i viðtali. „Þetta er gert algjörlega á ábyrgð UMFt og svo má náttúrlega segja að ein- hvers staðar verða vondir að vera”, sagði Hákon ennfremur og hló við. „Okkur þykir óþörf þessi sifellda hræðsla við ungt fólk og teljum okkur þvi ekkert hafa að óttast. Annars vitum við ekkert um þetta mál og skipuleggjum hvorki eitt né neitt i þessu sam- bandi”. UMFt hefur gefið út nokkrar fréttatilkynningar um hátiðina „Vor i dal” og var sú fyrsta i tiu liðum. 1 þeim niunda var minnzt á „viðamikla þætti, sem eru ýmist i undirbúningi eða framkvæmd: a) Gerö bflastæða. b) Vatnsveita og hreinlætisað- staða. c) Rafvæðing. d) Heilbrigðisþjónusta. e) Varzla samkomusvæðisins. f) Pallasmiði, gerð leiðbein- ingarspjalda o.fl.” Náðhús fyrir 5—8000 manns? - Hafsteinn Þorvaldsson sagði framkvæmdaaðila reikna með 5—8000 manns á hátiðina, „tæp- lega meira”. Hefur UMFt látið hefla austur þar svæði á stærð við sex knattspyrnuvelli, að sögn Hafsteins, og Vegageröin upplýsti Timann um,að vegir austur og á þessum slóðum væru góðir. „Við komum þó ekki til með að gera neitt sérstakt, að þvi að ég bezt veit”, sagði talsmaður Vega- gerðarinnar. Helzta vandamálið i sambandi við umferð i Þjórsárdal virðist vera, að þar bjóða vegir ekki upp á hringakstur en fram- kvæmdaaðilar eru bjartsýnir á að allt takist vel og segja það ekki verða neitt vandamál. „Það verð- „Vor i dal” á ekki að verða popphátið eins og Saltvikurhátiðin forðum, heldur á að byggja á almennri þáttliiku samkomugesta. i auglýsingum hátiðarinnar er þó mest talað um „skemmtiatriði”. (Timamynd: Gunnar.) ur vafalaust mikill umferðar- þungi um sýsluna”, sagði Jón Guðmundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, „en enn sem komið er höfum við ekki skipulagt neina sérstaka umferðarstjórn. Við verðum að minnsta kosti 20 lög- reglumenn frá Selfossi og fáum likast til liðsauka úr Reykjavik”. Hreinlætisaðstöðu á útisam- komum sem þessari hefur yfir- leitt verið mjög ábótavant, en samkvæmt upplýsingum Péturs Einarssonar, blaðafulltrúa UMFI, hefur verið séð fyrir öllu sliku i þetta skipti. „Þvottaað- staða verður góð”, sagði Pétur, „náðhús viða og svo framvegis. Hafsteinn Þorvaldsson segir góða heilbrigðisþjónustu einnig hafa verið tryggða: „A svæðinu verða að staðaldri tveir læknar og hjúkrunarkonur með þeim”, sagði hann. „Auk þess njótum við aðstoðar skáta og annarra hiálparsveita, sem þjálfun hafa i að leysa ýmis þau vandamál, sem upp geta komið á samkomum sem þessari”. Þess má geta, að næsta sjúkrahús er á Selfossi. Sýslumaður tekur UMFI hátíðlega Undir e)-lið, vörzlu samkomu- svæðisins, heyrir liklega öll lög- gæzla. Ýmsir eru þeirrar skoðun- ar, að hún eigi að vera sem mest og eru i þeim hópi að sjálfsögðu helztu svartsýnismenn. Páll Hall- grimsson, sýslumaður i Árnes'- sýslu, telur sig þó ekki hafa neina ástæðu til að hafa áhyggjur. „Við tökum ekki fram fyrir hendurnar á UMFÍ”, sagði hann i viðtali við blaðamann Timans. „Við tökum slikan félagsskap i landinu nokk- uð hátiðlega og reynum að styðja við þá eins og okkur er framast unnt og þeir kæra sig um. Annað hef ég ekki um þetta mál að segja”. Jón Guömundsson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi, sagðist bú- ast við 6—8000 manns á samkom- una, en þó taldi hann ekki ástæðu til að vera með neina svartsýni. „Við gerum náttúrlega allar hugsanlegar aögerðir”, sagði hann, „helzt þó i sambandi við al- menna löggæzlu. Viö komum til dæmis til með að taka úr umferð ölóða, þar sem algjört vinbann verður á samkomunni og að sjálf- sögðu leitum við að vini hjá öll- um.Að öðrum fikniefnum eins og hassi leitum við ef okkur þykir á- stæða til. „Þvi er ekki að neita”, hélt Jón áfram, „að ýmsar blikur eru á lofti i sambandi við áfengisneyzlu én það er i sjálfu sér ekki annað en það.sem gerist i höfuðborginni flestar nætur. Annars er kannski bezt að segja sem minnst”. Aðstöðu fyrir starfsemi sina kemur lögreglan til með að hafa i Arnesi og að sögn Péturs Einars- sonar munu framkvæmdaaðilar fara þess á leit við lögregluna, að hún haldi sig sem mest utan svæðisins. „Það vita jú allir hver áhrif einkennisklæddur lögreglu- maður getur haft á fólk, svo ekki sé minnzt á tápmikla og upp- reisnargjarna unglinga”. Ótti kirkjunnar Mesta svartsýni hefur látið i ljósi skrifstofa æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Guðmundur Einarsson, aðstoðaræskulýðsfull- trúi, sagði i viðtali við blaðamann Timans: „Það er sjónarmið skrifstofunnar að þetta fyrirtæki sé varhugavert og við búumst við miklu vandamáli þarna austur i Þjórsárdal. Þó viljum við ekki, sem ábyrgur aðili, hætta öllum afskiptum af þessu eftir að búið er að samþykkja þetta og munum að sjálfsögðu hjálpa til við fram- kvæmd eftir megni. Við erum hræddir um, að þarna verði hóp- drykkja barna og unglinga. Salt- vikurhátiöin tókst illa og við telj- um ekki vera eðlismun, heldur aðeins stigsmun á framkvæmd- inni i ár. Þetta er leikur að vanda- málasköpun. Okkar sjónarmið er að samkomur af þessu tagi um hvitasunnuna ættu að vera fleiri og smærri. Þessi hátið er áætluð kosta 3 milljónir króna, minnst, og við teljum að þá peninga megi nota á annan hátt. Fram að bessu hefur vanda- máliö veriö 3-400 manns og þvi er spurningin hvort æskulýðsstarf eigi að bjóða upp á þessa þjónustu þegar vandamálið er til staðar. Væri betra að hafa þetta litið vandamál, eftirlitslaust, heldur en stórt vandamál undir eftirliti?” //Nauösynleg lausru ekki fullkomin" Reynir Karlsson, æskulýðsfull- trúi rikisins, viðurkennir að þessi framkvæmd sé „ekki fullkomin lausn, en nauðsynleg. Helzt ætti náttúrlega að dreifa fólkinu um landið en það er erfitt viðureign- ar. Ég er sjálfur bjartsýnn á að þessi samkoma takist vel en veð- urfar getur ráðið miklu þar um, eins og alltaf er i okkar landi. Eins er hætt við að fjöldinn verði of mikill, svo að hægt sé að ráð-yið það með góðu móti. Eg vona þó helzt, að hægt verði að viðhafa nákvæmari og fullkomnari við- leitni við að koma i veg fyrir mikla áfengisneyzlu”. Æskulýðsráö Reykjavikur, sem i upphafi beindi þeim tilmælum til Æskulýðsráðs rikisins, að það hefði forgöngu um samtök i þvi skyni, að samræma stefnu og að- gerðir vegna hvitasunnuhelgar- innar, lýsti þegar eftir gerð álykt- unar ÆRR yfir ánægju sinni „með þær hugmyndir um aðgerö- ir, er þar koma fram og heitir fullum stuðningi sinum við þau atriði, er það kann að geta haft jákvæö áhrif á, „eins og sagði i samþykkt, bókaðri á fundi ÆR 14. mai. Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjórj ÆR, sagði i viðtali, að hann væri persónulega fylgj- andi þessari hátið og að hann teldi afstöðu ÆRR „ábyrga og ákveðna”. Hinrik sagði: „Ef vel tekst til með að skipta svæðinu i einingar, þar sem alltaf veröi eitthvað i gangi, þá lizt mér vel á og ekki siður lizt mér vel á, að þessi samkoma eigi að vera vin- laus. Ég tel aö þarna hafi valizt hæfustu menn til framkvæmda en helzta vandamálið gæti orðið að fá fólk til almennrar þátttöku. //Áfengisvandamálið aöeins eitt og munstur- afleiðing af aldarandanum" Ég veit ekki almennilega hvað ætti að gera til að leysa þetta eilifa vandamál, svokallaða. Stærsta skrefið yrði þó tvimæla-' laust að heimila eðlilegt framboð dægrastyttingar á þéttbýlissvæð- unum, likt og er um hverja aðra helgi ársins. Sjálfur myndi ég mest fagna þvi að fjölskyldur færu saman i útilegur og ég geri mér vonir um að um það verði að ræða i þetta sinn. Hvað þetta fyrirhugaða áfengisvandamál snertir, þá er málið þannig vaxið, að væntan- legir gestir i Þjórsárdal eru hluti af þjóðinni og framkoma þeirra verður eftir þvi. Ég er alveg á móti þvi að skipta áfengisvanda- málinu i vandamál unglinga ann- ars vegar og fullorðinna hins veg- ar. Vandamálið er aðeins eitt, munsturafleiðing af aldarandan- um. Svo er náttúrlega fásinna að halda að til-sé eitthvert apparat, sem gjörbreytir öllu á svip- stundu. Ef vel er unnið, kann að vera að þetta tilbúna vandamál hverfi úr sögunni”. Svo fórust Hinrik Bjarnasyni orð. Eftir helgina vitum við hvernig til tókst, en rétt er að birta hér úrdrátt úr lokaorðum fyrstu fréttatilkynningar UMFt um „Vor i dal”: „Allri tilraunastarfsemi fylgir nokkur áhætta... Eigi tilráunin að takast, verður samstarf og sam- vinna fjölda aðila að takast, það gerum við okkur ljóst. Hér verða engir aðilar nafngreindir en spyrjum að leikslokum”. Væntanlega verður einnig ljóst eftir helgi hverja UMFI hefur i huga i þessu sambandi! Hvar eru langtima- áætlanirnar? Mergurinn málsins felst liklega i sjötta og siðasta lið ályktunar ÆRR, þar sem segir að vinna beri að þvi: „Að athugað verði, hvort æsku- lýðsfélög og sambönd geti fram- vegis haft samvinnu um sameig- inlega aðstöðu til útivistar utan þéttbýlissvæðisins þær hvita- sunnuhelgar, sem verða i mailok eða byrjun júni”. Eins og fram hefur komið var ekki farið að undirbúa og ræða á breiðum grundvelli þessa hvita- sunnuhátið fyrr en um mánaða- mótin april—mai. Iteynir Karls- son, æskulýðsfulltrúi rikisins, sagði i viðtali við undirritaðan, að strax eftir helgina yrði farið að undirbúa þá næstu, en stærsta vandamálið væri, sem fyrr, að hvitasunnan væri ekki alltaf á sama tima á almanaksárinu. Það er svo sannarlega óskandi að ráðamenn æskulýðsmála i landinu — og reyndar félagsmála yfirleitt — færu loks að gera lang- timaáætlanir, þar sem hvita- sunnuhátiðin yrði aðeins einn lið- ur. Hingað til hefur allt starf ver- ið tilraunastarf en aldrei neitt byggt á niðurstöðum tilraunanna. Tilraunir eru að visu nauðsynleg- ar en endalausar tilraunir eru varla til mikils, raunhæfs gagns. Tilraun er aðeins upphaf og þá er út i bláinn að hætta við starfið ef eitthvað smávægilegt fer úrskeið- is, eins og dæmið er um Saltvik — en þar er efni i aðra grein: hvers vegna leyfir ekki sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu sam- komu hald i Saltvik? Aftur kemurvor idal Reynir Karlsson er með hug- myndir um drög að langtima- áætlun: „Það þarf bráðnauðsyn- lega að gera auknar ráðstafanir til að efla heilbrigt félagslif ung- menna”, sagði hann i viðtalinu við undirritaðan, „og ÆRR hefur og mun vinna að þvi á þrennan hátt: með menntun leiðtoga, með öflun húsnæðis, samræmingu skólahúsnæðis og svo framvegis og með þvi að fara fram á aukinn fjárhagslegan stuðning”. Takist svo hörmulega til, að illa fari i Þjórsárdal nú um helgina verður án efa spurt og spýtt að leikslokum. Unglingar kenna for- eldrum um og foreldrar börnum sinum en öllum ætti okkur að vera holltaöhafa i huga, að aftur kem- ur vor i dal. ó.vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.