Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. júni 1973. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, I lausasölu 18 kr. eintakiö. Biaöaprent h.f ERLENT YFIRLIT Einingarsamtök Afríku tíu ára Hægt hefur miðað, en í rétta átt Geir og Gylfi og verðlagsmálin Eins og vænta mátti, hafa málgögn þeirra Geirs Hallgrimssonar og Gylfa Þ. Gislasonar, rekið upp mikið óp i tilefni af þvi, að orðið hefur nokkur hækkun á landbúnaðarvörum til að tryggja bændum, að þeir fengju hliðstæðar launabætur og aðrar stéttir hafa fengið. Verð- hækkanir eru að sjálfsögðu aldrei æskilegar, en allir sanngjarnir menn hljóta hins vegar að viðurkenna, að meðan visitöluhjólið er látið vera i fullum gangi, er ekki hægt að hafa eina stétt út undan. Fróðlegt væri að fá að vita, hvort það sé nú krafa þeirra Geirs og Gylfa. Annars mun það mál allra, sem til þekkja, að illa fari þeim Geir og Gylfa að látast vera miklir andófsmenn gegn verðhækkunum. Það er alkunnugt að það var eitt helzta baráttumál Geirs Hallgrimssonar siðustu árin, sem hann var borgarstjóri, að fá fram meiri verð- hækkanir á rafmagni, heitu vatni og strætis- vagnagjöldum en verðlagsyfirvöldin vildu fallast á. Ef Geir hefði fengið að ráða yrðu Reykvikingar nú að greiða miklu meira fyrir rafmagnið og heita vatnið en raun er á og mun þó flestum þykja, að þessar greiðslur séu i mesta lagi. Glöggt dæmi þess, hvernig Geir Hallgrims- son hélt á þessum málum i borgarstjóratið sinni, er það, að á árunum 1966-71 hækkaði visi- tala dagvinnutaxta verkamanna um 125% en visitala hita og rafmagns um 162%. Þessar lifs- nauðsynjar hækkuðu þvi miklu meira i verði á þessum tima en kauphækkununum nam. Svo er það hann Gylfi. Hann lætur blað sitt fárast yfir þvi, að launþegar fái vissar verð- hækkanir ekki bættar i tæpa þrjá mánuði. Sjálfur setti hann lög, sem bönnuðu allar visi- tölubætur á kaup, svo að launþegar urðu ekki að biða eftir uppbótum i tæpa þrjá mánuði, heldur árum saman! Hversu mikill launþega- vinur sem Gylfi þykist vera nú, gleymist ekki þessi fortið hans. Og hvernig stóð Gylfi sig svo sem viðskiptamálaráðherra i glimunni við verðhækkanir? Þar er bezt að lita á siðustu stjórnarár hans. Hinn 1. janúar 1968 kom til framkvæmda nýr visitölugrundvöllur og sam- kvæmt honum var framfærsluvisitalan merkt 100. Hinn 1. nóv. 1970 var visitalan komin upp i 155 stig. Framfærslukostnaðurinn hafði m.ö.o. hækkað um 55% á þessum 34 mánuðum eða sem svaraði 18.6% á ári. í nóvember 1970 kom verðstöðvunin til sögunnar og var þá öllum verðhækkunum frestað um skeið og er þvi ekki hægt að taka það timabil inn i samanburðinn. Svo kemur þessi gamli viðskiptamál.aráð- herra, sem lét framfærslukostnaðinn hækka um 18.6% á ári og þykist hneykslast yfir verð- hækkununum! Þekkja menn dæmi um öllu meiri loddaraskap? Það er svo annað mál, að siðustu verð- og kauphækkanir sýna, að stefnt er i hreint óefni nema komið verði nýrri skipan á visitölumálin. Að þvi ber að vinna i sambandi við næstu kaup- samninga. En hver skyldi verða afstaða Geirs og Gylfa þá? FYRIR fáum dögum lauk i Addis Abeba fundi Einingar- samtaka Afriku (OAU), þar sem margir æðstu menn Afrikurikjanna voru mættir i tilefni af þvi, að 10 ár voru lið- in frá stofnun samtakanna. Fundurinn þótti bera þess merki, að enn hefði miðað skammt að þvi takmarki, sem samtökunum er ætlað, en eigi að síður hefði þó miðað i rétta átt og þvi væri ástæða til að vænta meiri árangurs i fram- tiöinni. Það eru senn liðin 100 ár sið- an sú hugsjón kom til sögunn- ar, að ibúar Afriku ættu aö hefjast handa um samvinnu sin á milli. Fyrsti fundur Afrikubúa, sem fjallaði um þessi mál,var haldinn i London árið 1900. Siðan voru haldnir allmargir slikir fundir, en ekki á vegum Afrikjurikja fyrr en i Accra, höfuðborg Ghana árið 1958. Ghana hafði hlotið fullt sjálfstæði árið áður undir leið- sögn Nkrumah, sem lét sig ekki dreyma um minna en ein- ingu allrar Afriku. Hann beitti sér fyrir þvi, að samtök Afrikurikja stefndu að mjög náinni samvinnu og helzt fullri sameiningu að lokum. Um þetta náðist ekki samkomulag og voru þvi um skeið starfandi samtök tveggja rikjahópa. Annars vegar voru Casa- blanca-veldin svonefndu, sem höföu að markmiði sameigin- legar varnir og sameiginlegan markað. Þennan hóp mynd- uðu sex riki eða Ghana, Guinea, Mali, Marokko, Alsir og Egyptaland. Hins vegar voru Monróviuveldin, sem voru 19 talsins, en þar var að finna riki eins og Ethiopiu, Liberiu, Tunis, Nigeriu og flestar fyrri nýlendur Frakka. Þessi riki stefndu að mjög lauslegu bandalagi. Fyrir milligöngu Hailes Selassies, keisara Ethiopiu, tókst að sameina þessi bandalög og mynda ný allsherjar samtök, Einingarsamtök , Afriku (Organisation of African Unity). Stofnfundur þeirra var haldinn i Addis Abeba i mai- mánuði. 1963 með mikilli við- höfn. Stofnendur voru 30 riki, en nú eru þátttökuríkin orðin 41. Vegna áhrifa Hailes Selassies var ákveðið, að mið- stöð samtakanna skyldi vera i Addis Abeba og lagði Ethi- opiustjórn fram mikla fjár- muni til að koma þar upp veg- legri byggingu fyrir samtökin. MARKMIÐ Einingarsam- taka Afriku er að vinna að aukinni samheldni og sam- skiptum Afrikurikja og upp- ræta nýlendustefnu i hvaða mynd, sem hún birtist. Sam- tökin skyldu stuðla að aukinni verzlun milli Afrikurikja, sameiginlegri tæknihjálp, rannsóknum og áætlunum og samræmdri stefnu i félags- málum og menningarmálum. Gert var þvi ráð fyrir all- mörgum sérstofnunum á veg- um samtakanna. Enn hefur litið orðiö úr hin- um glæstu fyrirætlunum um samvinnu á sviöi viðskipta- mála og efnahagsmála. Framfarasóknin hefur lika gengið misjafnlega i hinum ýmsu rikjum Afriku, m.a. vegna tiðra breytinga. Af þeim 30 þjóðhöfðingjum, sem sátu stofnfundinn, eru aðeins sjö enn við völd. Flestum hinna hefur verið steypt úr stóli. Flest rikin hafa lagt Mobutu mikiö kapp á iönvæðingu, en hún gengið misjafnlega. Enn vinna 70% allra ibúa Afriku að landbúnaði, en þó verður að flytja inn landbúnaöarvörur til Afriku.Hægthefur gengið að auka verzlun minni Afriku- rikja. Af samanlagðri utan-' rikisverzlun Afrikurikja, ann- arra en Suður-Afriku og portú- gölsku nýlendnanna, er meira en 90% við lönd utan Afriku. Ef til vill hafa Einingarsam- tökin náð mpstum árangri á þvi sviði, aöþauhafa dregið úr Ihlutun um innanrikismál. Þannig hafa nágrannariki yfirleitt ekki blandað sér i borgarastyrjaldir eða þjóð- flokkadeilur, sem hafa risið i allmörgum rikjum Afriku á þessum tima. Það er eitt af markmiðum samtakanna að forðast slika fhlutun. Þetta hefur átt sinn þátt i þvi, að ekki hefur komiö til striðs- átaka milli Afrikurikja, þótt stundum hafi veriö grunnt á þvi góða. Mest hefur samstaðan verið I andstöðunni gegn nýlendu- stefnu Portúgala og kynþátta- stefnunni i Suður-Afriku. A vegum samtakanna hefur ver- ið stofnað sérstakt freisisráð sem hefur bækistöð sina i Dar- es-Salaam, höfuðborg Tanz- aniu. Á HINUM nýlokna afmælis- fundi samtakanna, fóru fram itarlegar umræður um fram- tiö þeirra og lögðu ræðumenn yfirleitt áherzlu á eflingu þeirra. Það þótti góðs viti, að á fundinum tókst að jafna tvö ágreiningsmál, en að visu ekki nema til bráðabirgða. Fyrir milligöngu Hailes Selassies náöist samkomulag milli þeirra Nyerere, forseta Tanz- aniu og Amin, einræðisherra i Uganda, um að deilur milli þessara rikja skyldi falla nið- ur. Amin varð að vinna það til samkomulagsins að undirrita viðurkenningu um, að hann hefði iátið taka allmarga sak- lausa Tanzaniumenn af lifi og lofaöi hann fébótum i staðinn. Þrátt fyrir þetta er talið, að Nyerere hafi heldur sett ofan viö það að sættast við Amin, sem er nú einna illræmdastur einræðisherra I heiminum. Þá náöist samkomulag um að skipuð yrði nefnd sex af- rikanskra þjóðhöfðingja til að leysa landamæradeilu, sem hefur risið milli Somaliu og Ethiopiu, en fyrrnefnda rikið gerir kröfu til Ogadenfylkis, þvi aö þar búa Somalir og heyri landið þvi landfræðilega og ættfræðilega til Somaliu. Gowon, einræðisherra Niger- iu, átti mestan þátt i þessari bráðabirgðalausn, en hann var kjörinn formaður Eining- arsamtakanna næsta kjör- timabil. Hann lét allmikið á sér bera, enda virðist hann njóta vaxandi álits eftir sigur- inn i Biafra. Aörir þjóöhöfð- ingjar sem sérstaka athygli vöktu á fundinum, voru þeir Mobutu, einræðisherra Zaire (áður Kongo), og Tolbert, for- seti i Liberiu, og svo Nyerere. Amin vakti svo einnig athygli, en af öðrum ástæöum. Það varpaði nokkrum skugga á fundinn, að fulltrúi Libyu réöst harkalega á stjórn Ethiopiu fyrir þægö hennar við Israelsmenn. 1 framhaldi af þessu bar hann fram þá kröfu, að bækistöð samtak- anna yrði flutt frá Addis Abeba. Enginn tók undir þetta nema fulltrúi Tunis. Araba- rikin i Afriku hafa reynt tals- vert til þess að fá hin Afriku- rikin til að slita stjórnmála- sambandi við Israel, en ekki orðiö mikiö ágengt. Auk Arabarikjanna hafa aðeins Burundi, Chad, Congo- Brazzaville, Mali, Nigeria og Uganda ekki stjórnmálasam- band við ísrael. Þetta telja Arabar ekki gott merki um einingu Afrikurikja Þeir hafa þó ekki viljað láta þennan ágreining leiða til þess, að Einingarsamtök Afrfku rofn- uðu. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.