Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 8. júni 1973. Ómar Valdimarsson: Hvenær kemur vor í da EINHVER LIFANDIS býsn er búið að ræða og rita um komandi helgi, hvitasunnuhelgina, ser- staklega með tilliti til þeirrar há- tiðar, sem Ungmennafélag Is- lands kemur til með að halda i Þjórsárdal á 10 ára afmæli „Þjórsárdalsævintýrisins” svo- kallaða. Um þá fyrirætlun hefur sitt sýnzt hverjum, en af ábyrg- um aðilum er það aðeins æsku- lýðsstarf kirkjunnar, sem hefur lýst sig andsnúið hugmyndinni um „Vor i dal,” en svo er fyrir- huguð hátið austur þar kölluð. Verður nánar vikið aö rökum þeirra og annarra siðar. Það, sem hefur einkennt þessar umræður, er að allt hefur snúizt um þessa einu hátið i Þjórsárdal, en þó er margfalt meira að gerast viða um land — en ekki jafn mikið og upphaflega var ætlun þeirra, er mest áhrif hefðu getað haft. Þá hefur það einkennt framkvæmd- ir, að ekki var farið að ræða málin ákveðið og af festu fyrr en mjög skömmu fyrir hvitasunnu, og mun það l'yrsta skjalfesta vera bréf, er Æskulýðsráð Reykjavik- ur sendi Æskulýðsráði rikisins 17. april s.l. Þar segir meðal annars, eftir að minnzt hefur verið á við- leitni Æskulýðsráðs Reykjavikur tvær undangengnar hvitasunnu- helgar: „Vafasamt verður (þó) að teljast, að það geti fallið undir verksvið Æskulýðsráðs Reykja- vikur eins, að vinna að lausn þessa vanda, er um hefur verið rætt i sambandi við hvitasunnu- helgina. Hver sú stórsamkoma, er haldin er i eða i nágrenni við Reykjavik, dregur að sér fólk af öllu Stór-Reykjavikursvæðinu, auk Suður- og Suð-Vesturlandi. Þannig má búast við, að sam- koma á borð við Saltvik ’71 sé sótt af einstaklingum af svæði, sem á búa 70-80% þjóðarinnar. Ef sú er skoðun manna i Reykjavik og öðrum sveitarfélögum á ofan- greindu svæði, að hvitasunnunni kunni að fylgja ákveðin vanda- mál, hvað samkomuhald eða skort á samkomuhaldi snertir, hlýtur það einnig að vera sameig- inlegt hlutverk að áætla, hvernig bregðast skuli við þeim vanda- málum. Frumkvæði ÆR Æskulýðsráð Reykjavikur beinir þvi sem tilmælum til Æskulýðsráðs rikisins, að það hlutist til um athugun á þvi hjá æskulýðsyfirvöldum sveitarfé- laga á Stór-Reykjavikursvæðinu, Suðurlandi og Suð-Vesturlandi, hvort þau telji rétt að taka upp samræmda stefnu og aðgerðir vegna hvitasunnuhelgarinnar og hafi þá jafnframt forgöngu um samtök i þessu skyni.” Æskulýðsráð rikisins snéri sér ti) Ungmennafélags Islands (UMFl) og fór þess á leit við það, að það kannaöi hvort það gæti beitt sér fyrir samkomu utan þéttbýlis S-Vestanlands og eftir einhverjar bollaleggingar innan UMk’l var það samþykkt. UMFl leitaði siðan til tveggja stærstu sambandsaðila sinna, Ung- mennasambands Kjalarnesþings og Héraðssambandsins Skarp- héöins og eru þeir þrir aðilar nú framkvæmdaaðilar hátiðarinnar „Vor i dal.” Þessir þrir aðilar gerðu siðan tillögur að slikri sam- komu og skiluðu til Æskuiýðsráðs rlkisins, ÆRR. Siðan gerðist það, að ÆRR hélt fund hinn 11. mai og samþykkti þar itarlega ályktun I 6 liðum, þar sem nefnd hátið var talinn upp sem 5. liður. Ályktun ÆRR var byggð á eftirfarandi atriðum: ,,óbætanlegt tjón" „Nokkrar undangengnar hvita- sunnuhelgar hafa hópar ung- menna, einkum af þéttbýlissvæð- inu suð-vestanlands, safnazt saman til óskipulagðs skemmt- anahalds og útivistar, svo sem við Laugarvatn, Hreðavatn eða á Þingvöllum. Þetta óskipulagða samkomu- hald hefur oft leitt til þess, að ungmennin hafa beitt athafnaþrá sinni á þann hátt, að það hefur orðið þeim sjálfum og umhverf- inu til óbætanlegs tjóns og dæmi eru um hryggileg óhöpp.vegna lé- legs aðbúnaðar og litillar fyrir- hyggju við þessar hópferðir. Þrátt fyrir að hér er um að ræða endurtekningu svipaðra atburða ár eftir ár, hefur enn ekki tekizt að hafa áhrif á þessa þróun, en til þess að það megi takast þarf yfir- gripsmikil og skipulögð viðbrögð margra aðila. Samkvæmt lögum um helgi- daga eru skemmtanir og dans- leikjahald óheimilt frá kl. 6 e.h. á laugardag og þar til kl. 12 á mið- nætti hvitasunnudags. I augum fjörmikilla ungmenna er þéttbýl- ið á Stór-Reykjavikursvæðinu þvi óaðlaðandi og dauft um þessa helgi, og hefur það vafalaust stuðlað að þeirri þróun, að ungl- ingarnir hafa leitað út fyrir þétt- býlið i leit afþreyingar. Verulegu máli skiptir þó I þessu sambandi hvenær hvitasunnuhá- tiðin er á almanaksárinu, en hún getur verið alit frá þvi um miðjan maí og þar til, eins og á þessu ári, að hún er 10. júni. Sé hvitasunnan I mai, eins og t.d. á siðasta ári, er skólum ekki lokið, próf standa yf- ir og gróður og veðurfar hvetja litt til ferðalaga og viðlegu i tjöld- um. Um næstu hvitasunnu, hinn 10. júni, verður skólahaldi hins vegar að mestu lokið. Ungmennin hafa jafnvel stundað atvinnu um nokk- urn tima og hafa þvi meiri fjárráð en ella. Jörðin verður grónari og veðurfar sennilega hlýrra og má þvi gera ráð fyrir, að ferðahugur fólks verði meiri um þessa hvita- sunnuhelgien margarhinar fyrri. Helgidagalöggjöfin vegartálmi A grundvelli framangreindra atriða ályktar Æskulýðsráð rikis- ins að vinna beri að eftirfarandi, og eru nefnd sex atriði, sem fyrr segir. Fyrsta atriði er ekki „Vor i dal” heldur þetta: „Að yfirvöld heimili, að sam- komu- og skemmtistaðir séu opn- ir laugardag fyrir hvitasunnu, á sama hátt og almennt er venja aðra laugardaga ársins. Kvik- myndahúsum verði jafnframt heimilað að sýna vandaðar kvik- myndir, bæði laugardag fyrir hvitasunnu og hvitasunnudag. Þá verði einnig heimilað, að sund- staðir og önnur iþróttamannvirki verði opin almenningi alla helg- ina, eftir þvi sem við verður kom- ið.” Þetta myndi hafa i för með sér, að gera yrði breytingar á helgi- dagalöggjöfinni eða a.m.k. að hliðrað yrði til i þessu tilfelli. Þegar haft var samband við Ólaf Walter Stefánsson, skrifstofu- stjóra dómsmálaráðuneytisins, i siðustu viku, sagðist hann ekkert hafa um þetta erindi heyrt. „Þetta hefur eitthvað verið nefnt á milli ráðherra, eftir þvi sem mér hefur skilizt, en enn sem komið er hefur þetta ekki verið rætt innan ráðuneytisins. Auk þess stangast þetta hressilega á við helgidagalöggjöfina og i sjálfu sér er þetta að töluverðu leyti á valdi kvikmyndahúseigenda og annarra slikra.” Standað á blindskeri Ætla mætti, að ÆRR hefði skil- að ályktun sinni beint til félags kvikmyndahúsaeigenda, iþrótta- fulltrúa borgarinnar og bæjarfé- laga, en svo reyndist ekki vera. Friðfinnur Ólafsson, formaður fé- lags kvikmyndahúsaeigenda, sagði i viðtali við blaðamann Timans: „Þetta hefur ekki verið nefnt við okkur og auk þess væri þetta ekki hægt vegna starfs- fólksins. Það þarf að fá sin fri eins og aðrir.” Stefán Karlsson, iþróttafulltrúi Reykjavikur, sagði: „Þetta hefur ekki verið borið undir mig og ég hef satt að segja ekki heyrt á þetta minnzt. I fljótu bragði virðist mér ekki nokkur leið að fallast á þetta, starfsfólk sundstaða og íþrótta- mannvirkja verður að njóta sinna lögboðnu leyfa.” Þá mun það að verulegu leyti á valdi krikjuþings og kirkjuráðs hvort hreyft verður við helgi- dagalöggjöfinni, þannig að þessi hluti ályktunar ÆRR var dauða- dæmdur frá upphafi. Á þriðjudag hafði ekkert raunhæft verið gert i málinu, ekkert svar borizt frá dómsmálaráðuneyti, þannig að kvikmyndahús og skemmtistaðir, sundstaðir og iþróttamannvirki, verða lokuð þessa hvitasunnu sem hinar fyrri. Þetta vissi ÆRR. Annar liður ályktunar ÆRR var svohljóðandi: „Að stuðlað verði að þvi, að hljóðvarp og sjónvarp geri hvoru- tveggja, að flytja almenningi helgi hátíðarinnar og stytta fólki stundir með léttu skemmtiefni. Verði leitazt við að vanda sér- staklega dagskrá þessara stofn- ana um hvitasunnuhelgina.” Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri lista- og skemmtideildar sjónvarps, sagði i viðtali við blaðamann Timans: „Við gerum þetta áminningar- laust en þessi tilmæli hafa ekki borizt mér beint. Dagskrá okkar verður að sjálfsögðu vandaðri en venjulega og eitthvað lengri.” Þegar blaðamaður talaði við Hjört Pálsson, dagskrárstjóra hljóðvarps, hafði hann ekki fengið þessi tilmæli sjálfur. — „Ég hef aðeins heyrt að þessu hafi verið beint hingað — en siðan hefur þetta mál verið rætt innan hljóð- varpsins og ákveðið að taka vel i þessi tilmæli. Þannig má búast við þokkalegri dagskrá Rikisút- varpsins um helgina. Þriðji liður ályktunar ÆRR hljóðar svo: „Að fjölskyldur verði hvattar til þess að gera þessa helgi að „ferðahelgi fjölskyldunnar,” þá verði þvi beint til félaga og fé- lagasamtaka um landvernd, að þau skipuleggi sérstakar land- græðsluferðir viða um landið. Einnig verði kynntar vel allar áætlanir ferðafélaga um þessa helgi og fólk hvatt til þátttöku i þeim.” Hjá Landverndfékk undirritað- ur blm. þau svör, að „þessu hefur ekki verið beint sérstaklega til okkar. Það hefur að visu verið óskað eftir áburði og fræi til dreif- ingar i Þjórsárdal og svo skipu- leggjum við almennar ferðir á vegum félaga og bæjarfélaga en það kemur ekki til af þessari ályktun. Við höfum sem sé ekki veriöbeðnir um aðra framkvæmd en þá, sem nefnd var af ÆRR.” Jákvæð fljótvirkni ISÍ Fjórði liður, svohljóðandi, fékk skjóta og góða afgreiðslu: „Að tþróttasamband Islands hlutist til um, eftir þvi sem við verður komið, að iþróttastarf- semi fari fram sem viðast um landið um hvitasunnuhelgina.” Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSt, sagði sam- bandið hafa fengið þessi tilmæli og skrifað þann 18. mai öllum að- ildarfélögum bréf, þar sem skor- að var á alla að halda iþróttamót væri það mögulegt og lýst var yfir stuðningi við ÆRR og tillögur þess i þessu sambandi. — Enn Skógrækt rikisins óttast ekki um land sitt I Þjórsárdai þrátt fyrir þessa mynd úr Saltvik enda ekki sam- an að jafna — eða hvað? (Timamynd: Gunnar.) — Hvitasunnuhelgin er að ganga í garð og efnt hefur verið til mikillar samkomu í Þjórsárdal á 10 ára afmæli ,,hneykslisins mikla”. Um hvað hugsa forráðamenn æskulýðsmála í landinu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.