Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 8. júní 1973. Hestamannafélagið Fékur: VÖLLUAA ANNAN í HVÍTASUNNU HESTAMANNAFALAGIÐ Fákur muri að venju efna til kappreiða á 2. dag hvitasunnu. Keppt verður á velli félagsins við Vlðivelli, er hann nú I mjög góðu ástandi og má búast við að mörg met verði i hættu. Hefst góðhestasýning kl. 14,30, en sjálfir góðhestadómarnir fara fram laugardaginn 9. júni kl. 14,30. Kappreiðarnar sjálfar hefj- ast kl. 15,00. Alls munu um 90 hestar koma fram og má búast við mjög spennandi keppni. 1 250 m. skeiði eru skráðir 12 hestar, þ.á.m. Randver Jóninu Hliðar, Óðinn Þorgeirs i Gufunesi, sem getiðhafa sér góðan orðstir á undanförnum árum. I 250 m. stökki unghrossa eru margir efnilegir folar og hryssur, en erfitt er að spá um úrslit, þar sem allir hestar eru litt kunnir. í 350 m stökki eru 12 þátttak- endur. Þar skal fyrstan nefna Hrimni Matthildar Harðardóttur, sem sigraði á vorkappreiðum Fáks, en margir aðrir eru liklegir til sigurs. t 800 m. stökki eru skráðir 8 þrautþjálfaðir hestar, m.a. Stormur Odds Oddssonar, sem vann hlaupið á vorkappreiðum Fáks á mjög góðum tima og Skör- ungur Gunnars M. Árnasonar, bikarhafinn frá hvitasunnukapp- reiðunum i fyrra. 1 1500 m stökki taka þátt 5 hest- ar, sigurstranglegastir eru Lýsingur Baldurs Oddssonar Reykjavik, sem vann á vorkapp- reiðum Fáks og Gráni frá Vindási I Rangárvallasýslu, sem vann 2000 m hlaupið á Hellu siðastliðið sumar. 8 hestar taka þátt í 1500 m kerruakstri, sem nú fer fram i annað sinn, þ.á.m. Kommi frá Borgarnesi methafinn frá i mai. Hér hafa nýir hestar komið fram á sjónarsviðið, svo sem Hrefnu- Blakkur Erlings Sigurðssonar, þekktur vekringur. Keppt verður um bikara i al- hliða góðhestakeppni, 800 m. stökki og 1500 m. kerruakstri, en þann bikar gaf Matthias V. Gunnlaugsson. Verðlaun eru mörg og hæstu verðlaun kr. 15.000,- fyrir 1. hest i 250 m. skeiði og 1500 m. stökki. Veðbanki starf- ar allan timann og kostar hver veðmiði kr. 100,- A slðustu kapp- reiðum gáfu veðmálin hæst 9-falt, én nú eru hestar fleiri og vafinn þá meiri um leið. Fákskonur munu selja happ- drættismiða, en aðalvinningurinn er leirljós gæðingur og verður dregið I lok kappreiða og vinning- ur birtur um leið. Einhver fer þvi hesti rikari en hann kom. Vetrarstarfsemi Fáks fer nú að ljúka, hafa öll hús félagsins verið fullskipuð og útreiðar stundaðar af kappi. Aberandi er, hve ungt fólk leggur mikla stund á hesta- mennsku, og má sjá hópa ungs fólks á -reið á fögrum vor- kvöldum. Reiðskóli hefur verið starfandi i vor og færri komizt að en viljað hafa. 1 sumar verður samvinna milli Æskulýðsráðs og Fáks um starf- rækslu reiðskóla I Saltvik og mun hann starfa þar i júni og júli og getur tekið um 100 börn á dag. Þá áætlar Fákur að fara i sumar- ferðalög upp i Borgarfjörð og ör- æfaferð norður Kjöl i Stafnsrétt, auk Jónsmessuferðar að Kol- viðarhóli og i Marardal. „Ég er sýkill, sjúk dómanna vinur" A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ mun heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sýna hálfrar minútu mynd I aug- lýsingatima sjónvarpsins, til þess ætlaða' að hvetja fólk til meira hreinlætis við meðferð matvæla. Jafnframt verða spjöld, sem stefna að sama marki, hengd upp i öllum fyrirtækjum, þar sem matvara er meðhöndluð, unnin eða seld. Talsverður misbrestur er sums staðar á þvi, að nægjan- legs hreinlætis sé gætt á slikum stöðum, og einmitt þess vegna er þessi herferð gerð, jafnhliða ströngu aðhaldi eftir öðrum leiðum. 4. júni 1973. Laus staða Menntamálaraðuneytiö, l.ektorsstaða i efnafræði i efnafræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla lslands er laus til um- sóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik,fyrir 10. júli n.k. Verksmiðju Snorrabraut 59 — auglýsir: • • KAPPREIÐAR OG FLEIRA Á VÍÐI- Keflavík Keflavikurbær óskar eftir að ráða mælingamann / tæknifræðing til ýmis konar mælinga og annara verkefna vegna framkvæmda á vegum bæjarsjóðs. Umsóknum um starfið skal skila til bæjar- stjórans i Keflavik að Hafnargötu 12, Keflavik, fyrir 15. júni 1973. að gera góð kaup d lítið gölluðum vörum frd verksmiðjum Sambandsins d Akureyri og Borgarnesi — Síðasti dagur EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVORU A GJAFVERÐI VERKSMIÐJUUTSALAN - SNORRABRAUT 56 - REYKJAVÍK GlIDJÓN Stvhkárssdsi hæstaréttarlögmaður Aðalstræti 9 — Simi 1-83-54 __________IvinnsunMwi ”711’ *IJ11 "'TT|1''; i| i| 111 "lT] p N 'UTTTT 11 r i ^ .v.. ^ 1111 ^ jZssoj ATHUGIÐ. Aður litil ferðamannaverzlun. nú nýr og rúingóður veitingaskáli. Fjiilþættar veitingar og margs- konar vörur. (ias og gasáfylling- ar. Renzin og oliur. — Þvottaplan — Velkomin i istleg húsakvnni. Brú. g _ • Veitingaskálinn M Hrútafirði. ______________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.