Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. júni 1973. TÍMINN 17 Koma heimsmeistararnir til íslands í júlí? Albert Guðmundsson, formaður KSÍ heldur í dag til Ítalíu, þar sem hann ræðirvið Brasilíumenn, sem keppa þar á sunnudaginn í dag heldur Albert Guðmundsson, for- maður Knattspyrnu- sambands íslands til ttaliu, i boði italska knattspyrnusam- bandsins, sem heldur upp á 75 ára afmælk sitt á sunnudaginn. Albert, treysti sér ekki til að fara upphaflega vegna anna. En er hann frétti, að heimsmeistararnir i knattspyrnu frá Brasiliu léku þar við italska landsliðið, afréði hann að halda utan og freista þess að ná samningum við Brasiliumenn, um að þeir kæmu hingað til HEIMSMEISTARARNIR FRÁ FRASILÍU....hér sjást þeir áður en þeir léku úrslitaleikinn gegn ítaliu i heimsmeistarakeppninni 1970. Brasi- liumenn unnu leikinn 4:0. landsins og léku á Laugardalsvellinum i byrjun júli. Brasiliska iandsiiðið er nú á keppnisferðalagi I Evrópu, þar sem það mun leika nokkra lands- leiki. T.d leika heims- nieistararnir gegn Skotlandi i Glasgow laugardaginn 30. júni n.k. i tilefni 100 ára afmælis skozka knattspyrnusambandsins. Mun Albert leggja áherzlu á, að heimsmeistararnir komi til Is- lands frá Glasgow og leiki hér einn leik gegn islenzka landsliðinu. Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja að svo stöddu um hvort Albert nái samningum við Brasiliumenn. Það þarf ekki að kynna heims- meistarana frá Brasiliu fyrir Is- lendingum. Hverjir þekkja ekki nafnið Pele og hvað hann hefur afrekað um árin. Brasiliumenn. hafa verið i fremstu röð i knatt- spyrnunni. Landslið Brasiliu hefur unnið heimsmeistara- keppnina þrisvar sinnum. Fyrst 1958 i Sviþjóð, þá i Chile 1962, og liöið vann hina frægu Jules Rimet-styttu til eignar i Mexikó árið 1970. Með liði Brasiliu.leika margir af beztu knattspyrnumönnum heims, sem eru hreinir galdra- menn með knöttinn. Brasiliu- menn hafa nú komið sér upp mjög sterku liði, sem hefur verið ósigrað frá árinu 1968. Ef af þvi veröur, að Brasiliumenn komi hingað, verður koma heims- meistaranna, mesti iþróttavið- burður hér á Islandi fyrr og sið- ar. Nú er ekki annað hægt að gera, en að biða og vona, að Albert Guðmundsson, formaður KSI komi heim með góðar fréttir frá ttaliu. HANN ER BYRJAÐUR AÐ BROSA AFTUR breytti liðinu og stjórnaði þvi til sigurs, eins og fyrr segir. Nú hafa Spánverjar levft, að lið megi kaupa tvo erlenda leikmenn til að leika með þeim en það hefur ekki mátt i mörg ár — og er Max byrjaður að horfa aftur til V-Þýzkalands. Ekki til að gerast þar þjálfri, heldur hefur hann augastað á leikmönnum þar, sem hann vill fá til Atletico Madrid. Einn kunnasti knattspyrnuþjálfari Evrópu stjórnaði Atletico Matrid til sigurs í spönsku 1. deildinni. Hann hefur stjórnað þremur liðum til sigurs í meistarakeppni á sjö árum MAX MERKEL....hefur stiórnað þremur liöum til sigurs I meistarakeppni á sjö árum. nafn sem þjálfari, þegar hann var með 1860 Munchen. Þá stjórnaði hann liðinu i Evrópukeppni bikarhafa 1965 og kom þvi i úrslit. Árið eftir sigraði liðið „Bundesligunna” (1. deild) i Vestur-Þýzkalandi. Áriðeftir (1967) hættir Max að þjálfa 1860 Múnchen, þegar liðið lenti i öðru sæti. Hann tók þá við 1. FC Núrnberg. 1. FC Núrnberg undir stjórn hans náði frábærum árangri. Liðið sigraði hvern leikinn á fætur öðrum og tryggði sér V- Þýzkalandsmeistaratitilinn 1968. Þá lék Max Merkel á alls oddi og var kallaður — bros- andi þjálfarinn. En það var ekki lengi, sem hann var kallaður þvi nafni. V-Þýzka- landsmeisturunum 1. FC Núrnberg gekk mjög illa árið eftir i 1. deildinni. Liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum, endirinn varð sá, að liðið féll úr 1. deildinni. Max Merkel var hættur að brosa og hann varð niðurbrotinn maður, eins og hann hefði verið dæmdur til dauða i Núrnberg-réttarhöldunum frægu i striðslok. Max Merkel yfirgaf V- Þýzkaland og fór til Spánar, þar sem hann tók við liðinu FC SeVilla. Þetta var árið 1969, en árið 1972 hætti hann hjá Sevilla og tók við Atletico Madrid. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann gjör- ATLETICO Madrid varð Spánarmeistari i knattspyrnu i ár. Maðurinn á bak við vel- gengni liðsins er tvimælalaust v-þýzki þjálfari liðsins Max Merkel, sem er nú einn kunn- asti knattspyrnuþjálfari i Evrópu. Hann á sérkennilega sögu að baki sem þjálfari. Max Merkel hefur á sl. sjö árum, stjórnað þremur liðum til sigurs i meistarakeppnum. Tveimur v-þýzkum, 1860 Múnchen og Núrnberg. Og nú siðast Atletico Madrid. Max Merkel, sem er nú 53ja ára að aldri, vann sér fyrst A þessari mynd sést Max Merkel stjórna æfingu Atletico Madrid.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.