Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 8. júni 1973. „Hvíta rósin'' gleymist ekki Afrek Scholl-systkinanna eru eftirminnilegt dæmi um frelsisþrá og virðingu fyrir manninum Eftir Annemarie Renger forseta þýzka sambandsþingsins FYRIR þrjátlu árum, vorið 1943, dæmdi alþýðudómstóll I Múnchen, undir forsæti hins al- ræmda Freislers, systkinin Hans og Sophie Scholl og stúdentinn Christoph Probst til dauða og lét taka þau af lífi. Nafn Scholl-systkinanna er samnefnari lítils hóps stúdenta og háskólakennara i Múnchen, sem stofnaö höfðu mótspyrnusamt ,og neytt allra bragða, með dreifingu flugrita og á annan tiltækan hátt, til að hvetja hugsandi fólk og skoðanabræður til þess að veita einræöi nazista aðgerðarlausa mótspyrnu. Þetta var á vetrar- mánuðunum 1942/43. Ekki var þessari starfsemi veitt sérstök eftirtekt i býzka- landi um þær mundir. Er það reyndar ekki að undra, þegar þess er gætt, hve almenningi var litið skýrt frá henni. Blöðin máttu sem minnst um slikt birta og þá aöeins i þessum venjulega hneykslunartón, sem var orðinn hefð i opinberum fréttaflutningi, þegar sagt var frá hinum „spillta lýð”, sem „sæti á svikráðum við herinn og græfi undan mótstööu- afli hinnar þýzku þjóðar” og „verðskuldaði þvi ekkert annaö en skjótan, smánarlegan dauða”. Hugrekki, heiöar- leiki, viljaþrek. Það var ekki fyrr en að striðinu loknu, að saga Scholl-systkinanna og annarra forustumanna þess- ara samtaka, Willis Grafs, Alex- anders Schmorells og hins hug- myndarika leiðtoga, Hubners prófessors, varð kunn þýzku þjóð- inni og þá sérstaklega æsku landsins, og starf þessa fólks var metið að veröleikum. Hver sá, sem les frásagnir og skýrslur um þessa starfsemi, mun undrast hugrekki, heiöar- leika og viljaþrek þeirra karla og kvenna, sem störfuðu i þessum félagsskap. En sá hinn sami kann að spyrja sjálfan sig, hvort hér væri ekki um að ræða pólitiska einfeldni, jafnvel brjálæðiskennt uppátæki, að ætla sér að vinna á ógnarvaldi einræðisins með flug- ritum einum — þetta hlyti að vera fyrirfram dæmt til að mistakast. Hestamennskan blómstrar einnig ó Akranesi GB, Akranesi, 28. mai — Firmakeppni hestamannafélags- ins Dreyra á Akranesi, fór fram á Garðagrundum innan við kaup- staðinn sunnudaginn 27. þessa mánaðar. Fjörutiu fyrirtæki tóku þátt i þessari keppni, er fór fram i bezta veðri að viðstöddum mörg- um áhorfendum. Fyrstu verðlaun hlaut Mjólkurfélag Reykjavikur, og gæðingurinn heitir Dreyri, eign Sigurðar Kára Samúelsson- ar á Akranesi. önnur verðlaun komu i hlut Þórðar Óskarssonar h.f., og til þerra verölauna vann Glæsir Samúels ólafssonar á Akranesi.Þriðju verðlaun fékk Siidar-og fiskimjölsverksmiðjan. Þau verðlaun átti Bleikur Antons Ottesens, Ytra-Hólmi. Fimm manna nefnd úr hesta- mannafél. Dreyra skipulagði mótið, en áhorfendur dæmdu gæöingana. Einnig fór þarna fram hindrunarhlaup sem skemmtiatriði, og voru lika sýnd- ar hinar ýmsu gangtegundir gæð- inganna. Og að siðustu var börn- unum leyft að fara á bak, og var það vel þegið. Seinna i sumar verða háðar kappreiðar á skeið- velli félagsins við Olver, undir Hafnarfjalli, svo sem verið hefur um langt skeið og þykir ætið hin bezta skemmtun. Formaður þessa hestamannafélags er Sig- urður Björnsson, Stóra-Lamb- haga. Og árangurinn af þessu tiltæki viröist staðfesta þessa skoðun, þvi að öll mótspyrna var kæfð þegar i fæðingunni og vonarneist- inn slokknaði eins og kertaljós i vindi. Hörmungar i ársbyrjun 1943. Þegar dæma skal um og meta árangurinn af starfsemi samtak- anna, verður að gera sér grein fyrir hinu pólitiska og hernaðar- lega ástandi i býzkalandi á þeim tima. Innrásin i Rússlandi hafði stöðvazt. t Rússlandi og i Afriku höföu óvinirnir tekið frumkvæöið i sinar hendur. Þá riðu einnig ófarirnar við Stalingrad yfir. Þann 2. febrúar 1943, eða fyrir þrjátiu árum, lauk orustunni við Stalingrad. Allur þýzki herinn var i upplausn i hinni umkringdu borg, þrátt fyrir fyrirskipanir Hitlers um að berjast meðan nokkur stæði uppi, þótt baráttan væri vonlaus. Þessir ósigrar höfðustyrkt samtökin i þeirri trú, að nú væri stundin runnin upp, timabært væri að fella nazista- stjórnina. Menn vonuðu, að ófar- irrrar i Stalingrad, sem i raun og veru táknuðu straumhvörf i styrjöldinni, og hinn tilgangslausi striðsrekstur Hitlers, mundi vekja reiði þýzku þjóðarinnar. „Með hryllingi hlustar þjóðin á fregnirnar frá Stalingrad og eyð- ingu herjanna .... þjóðin er i upp- námi”, segir i siðasta flugritinu, sem „Hvita rósin” dreifði. Og svo sannarlega hafði það, sem geröist i Stalingrad, vakið hrylling meöal þjóðarinnar, og i fyrsta sinn hafði margur ungur maðurinn farið að hugsa og gera sér grein fyrir hin- um tilgangslausa striðsrekstri nazista og virðingarleysi þeirra fyrir mannslifinu. Þannig lét „Hvita rósin” það opinskátt i ljós, sem aðrir af okkar kynslóð fundu aö visu með sjálfum sér, en gátu ekki eða treystu sér ekki að taka afstöðu til vegna mögulegra af- leiðinga. Gegn ægivaldi nazismans. Auðvitað er það aukaatriði i dag, hvort samtökin hafi beitt skynsamlegum aðferðum frá Annemarie Renger póiitisku sjónarmiði og metið mótstöðumennina, sem hún barð- ist gegn, réttilega. Maður verður að taka það til greina, að Scholl- systkinin og vinir þeirra voru ekki reyndir stjórnmálamenn, heldur stúdentar, sem horfðu beint af augum og réðust til at- lögu án yfirvegunar og eins og samvizkan bauð þeim. Þaö, sem skiptir máli er, að ungt fólk, sem alið var upp undir ægivaldi nazismans, skyldi á þessum tima bindast samtökum og hefja opinbera mótspyrnu gegn þessu ofurefli. Það setti lif sitt aö veði i þessari baráttu, án þess að eiga nokkurn bakhjarl i öðrum skipulögðum samtökum og studdist einvörðungu við trú sina og sannfæringu. Það hafði á eigin spýtur gert sér grein fyrir ástandinu, sem var að skapast með þjóðinni og þvi var ljóst, að samfélag manna gat aðeins byggzt á þvi, að siðferði, andleg verðmæti og virðing fyrir ein- staklingunum væri metin og virt. Krafa um per- sónulegt frelsi. Um þetta vitnar það, sem segir i siðasta flugritinu þeirra: „1 nafni þýzkrar æsku krefjumst við, að riki Adolfs Hitlers veiti okkur á ný persónulegt frelsi, það dýrmætasta sem þjóðin á,en þvi hefur hann rænt okkur á svo hryllilegan hátt ... HJ, SA, SS hafa lagzt á eitt um að eitra hug okkar á viðkvæmum unglings- árum með þvi að færa okkur i einkennisbúninga og æsa okkur til byltingar. „Ný heimsskoðun” hét sú „fræðsla”, þetta fyrirlitlega kerfi, sem átti að blinda hugi okk- ar með endurteknum slagorðum og kveikja sjálfsþótta.” Meðal þeirrar æsku, sem á svo örlagaþrunginn hátt hafði veriö rænd frelsi sinu, vaknaði afl, sem kraföist og þráði frelsi. Það, sem hún heimtaði, var nýskipan, sem ekkert átti skylt við heimsmynd einræðisins, heldur sjálfstæði i skoðanamyndun, sem grund- vallaðist á andlegu frelsi. Þegar hér var komið, var þó aðeins um að ræöa fámennan hóp, vini, sem ekkert samband höfðu sin á milli. Mörgum þeim, sem þátt tóku i samtökunum, auðnaðist ekki að lifa að sjá árangurinn af baráttu sinni. En sá ávinningur, sem þau létu lifið fyrir, er mikils metinn i dag. Hann hefur lagt grunninn að þvi menningarlega samfélagi og þvi siðgæði, sem hið frjálsa sam- félag okkar byggist á i dag. Þvi minnumst við þeirra, sem á tim- um undirokunarinnar börðust einaröri, hugrakkri baráttu og fórnuðu lifi sinu fyrir frelsi og mannréttindi. gjöldin 40%, eftir þvi hvort þau kæmu frá Efta-löndum eða ekki. Þar við bættist svo 13% söluskattur. Eins og sakir stæðu væri ekki heimild i lögum til þess að fella þessi gjöld niður. A hinn bóginn yrðu þau ekki innheimt, heldur færð til skuldar á sérstakan biðreikning i samráði við stjórn viðlagasjóðs, þannig að ákvæðum væri fullnægt, unz ráðrúm ynnist til þess að koma á eðlilegri skipan i þessu tilviki, er heyrir undan- tekningum til. Umsjón: Halldór Kristjónsson skreppur einhver úr hópnum til Kaupmannahafnar til innkaupa. Ef til vill kaupir hann 1 gramm af morfini á 80 krónur og selur þaö út á 180 krónur, þegar komið er til Esbjerg. Það eru félagarnir, sem tiðka þessa álagningu. Annars er gjarnan reynt að rupla næsta lyfjaskáp, ef ekki er annaö fyrir hendi, segir Evy. Það má nota næstum hvað sem fyrir er. Alls konar pillur eru leystar upp i vatni og hafðar i sprautur. — Hefur þú ekki leitað læknishjálpar? — Læknir minn hefur visað mér á eyðibýli á Norður-Jótlandi. Þangað er ég að fara og vona að verða heilbrigð. Ég á von á sam- starfi til hjálpar. Ef það lánast ekki, fer ég. Ég er orðin slikt rekald, að ég þarf eitur daglega. Bara að ég gæti losnað úr þessum kvölum. — Er það svo nokkuð sérstakt, sem þú vildir leggja áherzlu á að lokum? — Já. Við alla unglinga vil ég segja: Forðizt hass. Látið ekki tilleiðast að smakka það „bara að gamni”. Við höldum öll, að við séum svo sjálfstæð og sterk, að við getum hætt þegar við viljum. Það erum við alls ekki.Aður en við vitum af erum við orðin þrælar eiturnautnanna og stjórn- laus reköld og þolum vitiskvalir. AAisskilningur, segir fjórmdlaróðuneytið — ekki innheimt, heldur færð á biðreikning BLAÐIÐ Göteborgs-Posten, sem ötullegast gekk fram við söfnun vegna náttúruhamfaranna I Vest- mannaeyjum birti fyrir skömmu þá frétt, að vegna strangra laga- ákvæða muni rikissjóðurinn isienzki hagnast drjúgum á gjafa- húsunum frá Norðurlöndum, þar sem krafizt verði af þeim inn- flutningstolls og söluskatts. Er reiknað út, hve mikið leigan muni hækka vegna þess arna. Hefur blaðið það eftir Guðlaugi Gislasyni alþingismanni, að það skjóti skökku við, að gjafirnar skuli veröa rikissjóði gróðalind. 1 forystugrein blaðsins, sem fjallar um Islenzk málefni, er siðan vikið að þessu, gætir þar sárinda vegna þess að blaðið hyggur hús verða tolluð og gert þannig mun dýrari en ella hefði orðið. Hér gætir þó misskilnings hjá hinu virta blaði. Timinn spurðist fyrir um þetta mál i fjármála- ráðuneytinu að vissulega væru innflutt hús tolluð um 30- í vítiskvölum 1 DANMORKU kemur út mánaðarblað, sem heitir „Vi unge”. Fjarri fer þvi, að það sé bindindisblað. Hér verður rakið efni úr einni stuttri grein úr þvi blaði. Nýlega var i útvarpi og sjónvarpi fjallað um misnotkun nautnalyfja. Þar var meöal annars byggt á frásögn 12 unglinga á glapstigum. Aðeins 2 þeirra eru nú eftir i meöferð, sem stefnir að lækn- ingu. Hinir 10 eru fallnir aftur niður i bölvun eiturlyfjanna. Til alvarlegrar áréttingar i þessu sambandi segir hér 17 ára stúlka, Evy Larsen frá Esbjerg, frá skelfilegri reynslu sinni af nautnalyfjunum. Skýring hennar á viðtalinu er sú, að hún vilji reyna, að vara aðra við hræðileguni áhrifum eiturlyfjanna. Sautján ára — og komin i skuggalegustu og hræðilegustu glapstigu þjóðfélagsins i stað þess að eiga sér bjarta framtið, fjöl- mörg tækifæri og fjölda yndis- stunda. Sautján ára. Fallin i dimma gryfju, sem næstum ómögulegt er að komast upp úr. — Þrotlaus martröð. Slik er framtið min, segir stúlkan. Hún var ein af þeim, sem fannst það bara gaman, „að prófa hass”. Fyrir rúmur þremur árum reykti hún fyrstu pipuna. Mér féllu áhrifin, segir hún, og þess vegna endurtók ég þetta öðru hverju. En áður en ég vissi, var ég orðin þessu háð. Eitt kvöld, þegar við höfðum ekkert hass, tókum við pillur i staðinn. Heföi ég þá gert mér grein fyrir afleiöingunum, heföi ég aldrei gengiö svolangt.Framh. var LSD en þaö nægði mér ekki til lengdar. Ég byrjaði með sprautur (morfin, heróin, kókain og ópium beint i æö), allt i einu var lif mitt orðiö skelfileg martröð. Ég hafði veriö svo barnaleg að trúa þvi, aö þessar eiturnautnir væru ekki ónáttúrlegri en áfengisneyzla. Maður reynir að róa taugarnar og fjarlægja vandann. — Hvernig var þessu tekið heima fyrir? — Þvi miður hefur sambandið við heimilið aldrei verið sem ákjósanlegast. Ég var svarti sauðurinn. Einhvern veginn fékk ég minnimáttarkennd, en við hana losnaði ég undir áhrifum nautnalyfjanna. Ég tel, að öllum sé vanmáttarkennd betri en eiturlyf. Það er of seint fyrir mig að velja þar á milli. Ég fékk bróður minn til að reyna hass, „bara að gamni”. Hann var lika kominn i sprautur og horfinn frá námi. Eina ljósglætan i lifi minu, siðan ég varð eiturlyfjaþræll, er það, að bróðir minn fékk þá læknismeðferö i tæka tið, að hann er nú aftur kominn i nám og lifir eðlilegu lifi. Þá reyndi ég lika sjálf og gerðist nemandi i bóka- safni. En þegar við erum oröin ’ ofurseld eitrinu er hver dagur án þess lika ægileg martröð. Þegar vinnutimi loks er úti æðir maður af stað til að verða sér úti um sprautu. Samtals hef ég ekki verið i starfi hálfan timann. Ég veit að þetta getur ekki gengið, en hvað skal gera? 1 Esbjerg er það engan veginn fátitt aö eiturlyfjaneytendur steli morfíni eða heroini úr gúmmibjörgunarbátum fiski- skipa. Til að ná þvi, er báturinn stundum skorinn sundur og þá gjarnan gengið þannig frá að ekki beri á skemmdunum. Þetta getur vitanlega kostað lif skipshafnar- innar, ef ekki er eftir skemmd- unum tekið fyrr en nota þarf björgunartækið á neyðarstundu. Nokkrir félagar Evys hafa hlotið þungan dóm fyrir slikan þjófnað og skemmdarverk. Stundum GJAFAHÚSIN TOLLUÐ, SEG- IR GÖTEBORGS-POSTEN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.