Tíminn - 03.07.1973, Page 2
2
TÍMINN
Þriðjudagur 3. júli 1973.
Norðurá
VEIÐIFÉLAG NORÐURÁR i Borgarfirði
auglýsir hér með eftir tilboðum i veiðirétt
i Norðurá frá og með 1974.
Tilboð skulu hafa borizt á skrifstofu Jón-
asar A. Aðalsteinssonar, hrl., Laufásvegi
12 i Reykjavik fyrir kl. 17.00 hinn 1. ágúst
n.k. og munu þau tilboð, sem berast,
opnuð þar kl. 17.15 sama dag.
Allar nánari upplýsingar, þar á meðal um
fyrirhugaðan leigutima, veitir undir-
ritaður.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
F.h. Veiðifélags Norðurár
Jónas A. Aðalsteinsson, hrl.,
Laufásvegi 12, Reykjavik.
Frá Samvinnu-
skóianum Bifröst
Samvinnuskólinn Bifröst er fullskipaður
næsta vetur, 1973-74.
Þeir sem óska eftir skólavist, skulu þvi
sækja um hana fyrir veturinn 1974-75.
Umsóknir skulu sendast skrifstofu skól-
ans, Ármúla 3, Reykjavik.
Endurnýja þarf eldri umsóknir. —
Umsóknum þurfa að fylgja ljósrit af próf-
skirteinum, þó ekki endurnýjuðum um-
sóknum, þegar slik ljósrit hafa áður verið
send.
Skólastjóri.
YATNS-
HITA-
lagnir
og síminn er
2-67-48
Þakpappa
Asfaltpappa
Veggpappa
Ventillagspappa
Loftventla
Niðurföll fyrir
pappaþök
Þakþéttiefni
Byggingavöru-
verzlun
TRYGGVA
HANNESSONAR
Suðurlandsbraut 20
Sími 8-22-90
Bffl iSlf ,Ib! ! 981111111.
Áhrif aukins straums erlendra ferðamanna
Heill Landfari.
Fjölmiðlarnir okkar, sem svo
eru nefndir og ekki þarf frekari
skýringar, hafa verið að bera um
landið fréttir af umræðum á Al-
þingi, um ferðamál, eflingu og
endurbætur þeirra i ljósi þeirrar
aöstöðu og reynslu, sem fengizt
hefir, á undanförnum árum. Það
er vissulega ekki ófyrirsynju, að
huga að þessum málum, og færa
til betri vegar það sem áfátt kann
að þykja, að beztu manna yfirsýn,
eins og sagt var i gamla daga, en
sjaldnar nú, — bæði vegna er-
lendra og innlendra ferðamanna.
Þetta virðist þegar á góðri leið
meö að verða verulegur gjaldeyr-
isaukandi atvinnuvegur, þar sem
islenzkt vinnuafl m.m. er útflutn-
ingsvaran, þ.e. þjónustan við er-
lenda ferðafólkið i ýsmum mynd-
um. Við Islendingar höfum heldur
ekki allir setið um kyrrt siðustu
áratugi. Mikill fjöldi fólks héðan
hefir sótt i sólarhitann i Suður-
löndum, til að svamla þar i
ylvolgum sjónum og sækja sér
suöræn litarefni i húðina, og við
það eytt obbanum af þeim gjald-
eyri, sem erlendu ferðamennirnir
hafa fært i þjóðarbúið, og sum ár-
in riflega það. Kynslóðir nútim-
ans i þessu þjóðfélagi okkar telja
það lika úreltan hugsunarhátt, að
fjármunir séu til langlifis, a.m.k.
lausir aurar, og munu hinar si-
endurteknu gengisfellingar krón-
unnar okkar eiga ekki litinn þátt i
þvi hin siðari ár.
Um mörg undanfarin ár hefir
verið héðan uppi hafður mikill
landkynningaráróður á erlendum
vettvangi, i blöðum og bækling-
um, til kynningar og löðunar er-
lendra ferðamanna að landi voru,
og hefir það vissulega borið
árangur, þar sem þeim hefir
mjög fjölgað, ár frá ári. Það hafa
m.a. komið fram i fjölmiðlum
rökstuddar skoðanir um, að innan
fárra ára mundu erlendir ferða-
menn, sem heimsæktu okkur ár-
lega, verða eins margir og fólkið,
sem i landinu býr, og jafnvel
fleiri. Mundi þá ekki mörgum
þykja verða þröngt fyrir durum,
svo sem eitt sinn kvað Einar
Þveræingur. En þetta er vist ekki
neitt ótrúleg spásögn. I erlendu
þéttbýli, stórborgum Banda-
rikja N-Ameriku, og miklu viðar
um heim, þjakar mannfólkið hin
alkunna mengun lofts og lagar
m.m., svo ekki er það með nein-
um ólikindum, þótt fólkið sæki
hingað á norðurhjarann til þessa
eylands, sem hefir að bjóða
ómengað andrúmsloft, vatn og
fæðutegundir, sem þessu þjakaða
fólki finnst gulls igildi, og ekki
standa samgöngurnar hér i vegi.
Hingað berast hrúgur af bandg-
risku gulli, eða gullsigildi, fyrir
alls konar þjónustu við þennan
ferðamannafjölda, veiðiskap o.fl.
landsnytjar. En er allt fengið með
miklum peningafúlgum? Fyrir
peninga fæst matur en ekkignat-
arlyst, o.s.frv. sagði Benjhmin
Franklin fyrr á tið, og hefir sú
kenning staðizt til þessa dags. Og
hvað verður um ástkæra ylhýra
málið okkar og þjóðernið, þegar
þessi áætlaði erlendi ferða-
mannaflaumur er yfir okkur
skollinn? En þetta viröist mikið
áhugamál, einkum þéttbýlis-
manna og sérstaklega yngri kyn-
slóöanna, meðal þeirra. Þetta á
vafalaust nokkurn rétt á sér inn-
an skynsamlegra marka, en
verður auðráðið við það? Verður
það ekki eitthvað svipað og sagt
er frá i þjóðsögunum, þegar upp
voru vaktir draugar með tak-
markaðri getu og fyrirhyggju?
En svo er uppi annað mál, sem
ókyrrð nokkurri veldur, en þar er
ekki sérhver sál sammála að
heldur, en það eru ibúarnir á Mið-
nesheiði, og þeirra tilvera, þar i
sveit. t þetta fólk rekur lang-
skólalýður Reykjavikur sérstak-
lega sin horn, og kallar það „her-
námslið.” Þetta er þó i raun að-
eins vistráðið fólk hjá okkar
þjóðfélagi, með sérstökum hætti,
að visu með nokkuð óvenjulegum
kjörum, þar sem aðrir greiða
vinnulaunin, og njóta lika nokk-
urs af starfinu, en við nokkurs
lika, þvi að miklir fjármunir hafa
runniö i islenkzt þjóðarbú af Mið-
nesheiði á umliðnum árum. Auk
þess hafa herliðsmennirnir þarna
veriö ávallt boðnir og búnir til alls
konar hjálparstarfsemi, á sjó og
landi, sem að hefir kallað, með
sinum mikla og fullkomna tækja-
búnaði, sem bæði ber að virða og
þakka. Frá þjóðernislegu sjónar-
miði, vil ég telja mikið erlent
ferðamannaflóð yfir okkar fá-
menna land miklu hættulegra en
nokkra sjóliða, að mestu við frið-
samleg störf, á einu litlu lands-
horni, með þeim takmörkunum,
sem þeim hafa verið sett um
feröafrelsi og önnur viðskifti hér
innan lands. Það eru einkum
nokkur hluti langskólasetumanna
sem virðast hafa orðið viðskila
við brjóstvitið, sbr. umsögn Pét-
urs Thorsteinssonar, — og atóm-
skáld, sem hafa ruglazt i riminu,
sem staðið hafa fyrir upphlaup-
um og áróðri fyrir brottvisun
„varnarliðsins,” svonefnda, og
fengið til liðs nokkuð stóran hóp
reynslulitilla ungmenna, sem litið
skyn eru farnir að bera á alvöru
lifsins, og hafa vanizt á að
heimta flest af öðrum. Stjórn-
málamennirnir hafa orðið hrædd-
ir um sætin sin, og þvi heitið, I
núv. stjórnarsáttmála, endur-
skoðun á „varnarliðssamningn-
um,” og brottför útlendinganna,
af Miðnesheiði. Það er sjálfsagt
ekki úrhættis, að endurskoða
samninginn og e.t.v. væri leið að
klæða starfsmennina þarna úr
hermannabúningnum, og i aðrar
flikur. En á meðan Islendingar
ekki vilja, eða geta tekið að sér
störfin á „Vellinum,” verðum við
að hlita þar þjónustu erlendra
manna. úr þessu máli ætti að
skera með þjóðaratkvæði. Ef
„Varnarliðið” verður látið hverfa
brott af Keflavikurflugvelli er
það spá min, að á okkur sannist
hið forna spakmæli: „Enginn veit
hvað átt hefir, fyrr en misst hef-
ir”.
Raufarhöfn 7. april 1973.
Hólmsteinn Helgason.
MFinMnrtriMFiF'iPinMMMFinnnMMPipiMFinM
F1
Gnl
P1
bd
M
(»1
Trúlofunarhringar
Fjölbreytt úrval af gjafavörum úr £2
gulli, silfri, pletti, tini o.fl. önnumst
viðgerðir á skartgripum.
Sendum gegn póstkröfu.
Gullsmíðaverkstæði ólafs G.
Jósefssonar
Óðinsgötu 7 (Rafhahúsinu) ( Sími 20032 n
CmI
M
CmI
M
CmI
M
Cnl
P9
CmI
P9
CmI
______ ÍMPflPQMPflMMMMMPQMMMMMMMMMM
CmICmI CmICmS CiJImICmICmI CmSCmI CmICmI CmICmI CmSCmI CmICmI b«9Cf«l Cnlbl blbl blblbí
Veljið yður í hag —
Nivada
©MEGA
©HHjll
JUpina.
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Slmi 22804
úrsmíði er okkar fag
Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu.
SUMARDEKK — SNJÓDEKK
Ýmsar stærðir á fólksbila ó mjög hagstæðu
verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni.
Sendum um allt land gegn póstkröfu.
ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK,