Tíminn - 03.07.1973, Page 6
6
TÍMINN
Þriöjudagur 3. jilll 1973.
. . . en þegar sýnt var, aft Baldvin hafnaði lampanum góða,þyngdist brúnin á Þorvarði.
Það er mikið meyjaval f Kabarett! Eftir sýninguna kepptust þær um að fá að kyssa Baidvin, svo að það
erekkinema von að hann sé hýr á svip. (Tlmamynd Gunnar)
Baldvin hefur ávarp sitt — áhorfendur og Þorvarður Helgason, leikdómari Morgunblaðsins áttu sér
ekki annars von en venjulegrar þakkarræðu...(Þorvarður lengst t.h. þá Edda Þórarinsdóttir og Herdis
Þorvaldsdóttir á milli hans og Baldvins.)
r \
SAAAVIZKU
MINNAR
VEGNA
SEGI ÉG
NEI TAKK
— sagði Baldvin Halldórsson
og þá slokknaði á kolunni
V______________________)
HHJ-Rvik. A sunnudagskvöld
var scngleikurinn Kabarett sýnd-
ur i sfðasta sinn á leikárinu. Þjóð-
leikhúsið var fullsetið og leikend-
um óspart klappað lof I lófa.
Að leiknum loknum steig Þor-
varður Helgason formaður I Fé-
lagi islenzkra leikdómenda og
leikdómandi Morgunblaðsins,
fram á sviðið og tilkynnti, að leik-
listarverðlaun Félags íslenzkra
leikdómenda — Siifurlampinn —
hefðu að þessu sinni fallið Bald-
vini Ilalldórssyni i skaut.
Þá steig Baldvin fram nr hópi
leikenda og tók til máls. Þegar
nokkuð var liðið á ræðu Baldvins,
varð ljóst, að til tiöinda mundi
draga, enda lauk hann máli sinu
með þvi að afþakka verðlaunin.
Baldvin sagði:
Nei takk . . .
Baldvini fórust svo orð:
Virðulegu leikhúsgestir, leik-
listargagnrýnendur!
Frá alda öðli hefur leikhúsið
verið snar þáttur i menningu og
lifi þjóðanna i gleði og harmi. Það
hófst með þvi, að einn maður tók
sig út úr hópnum og hóf andsvar
við hrópum hópsins. Þannig varð
leikhúsið til, og það varð eins og
Shakespeare orðar það i Hamlet,
i þýðingu snillingsins Helga Hálf-
dánarsonar, „ágrip aldarinnar og
spegill dagsins”.
A seinni timum kemur svo gagn
rýnandinn til sögunnar og gagn-
rýnir eða dæmir það, sem fram
fer I leikhúsinu.
Það eru mörg dæmi um það, að
gagnrýnandinn hafi haft mikil á-
hrif á framvindu leikhússins og
þroska áhorfendanna, en ég held,
að það hafi ekki getað gerzt,
nema hann hafi borið virðingu
fyrir og þótti vænt um leikhúsið
og unnið starf sitt af alúð og al-
vöru.
Hin dæmin eru fleiri, að gagn-
rýnandinn hafi engin áhrif haft,
nema kannski til tjóns.
Flest okkar.sem höfum valið
okkur lifsstarf innan veggja leik-
hússins, gerðum það, af þvi að
okkur þótti vænt um starfið og við
viljum, að leikhúsið sé og haldi á-
fram að vera „spegill dagsins”,
og við reynum að vinna starf okk-
ar eftir beztu getu.
Það hefur lengi verið skoðun
min, að islenzkir leiklistargagn-
núendur hafi á undanförnum ár-
um skrifað af miklu ábyrgðar-
leysi og oft af litlum rökum um Is-
lenzkt leikhús. Og þó sérstaklega
þessa stofnun, sem ég hef starfað
við I 23 ár. Þess vegna get ég
hvorki né vil, verið svo ósam-
kvæmur sjálfum mér að taka við
þessari viðurkenningu ykkar.
Ég tek það fram, að ég geri
þetta algerlega á eigin ábyrgð, ó-
háður öllum umræðum og sam-
þykktum um leiklist og leiklistar-
gagnrýni.
Þorvarður minn Helgason, mér
þykir það leitt, en samvizku
minnar vegna segi ég nei takk”.
. . . og Silfurlampinn
var allur.
Ekki hafði Baldvin fyrr lokið
máli sinu en feiknamikið lófa-
klapp og fagnaðaróp kváðu við I
leikhúsinu, svo að ekki fór milli
mála, hver hugur áhorfenda og
leikenda var, þótt ræða Baldvins
kæmi mönnum sýnilega á óvart.
Þá tók Þorvarður til máls á
nýjan leik og sagði, að nú væri
saga Silfurlampans öll — hann
yrði ekki veittur oftar.
Blaðamaður Timans kom að
máli við þá Þorvarð Helgason og
Halldór Þorsteinsson leiklistar-
gagnrýnendur að sýningunni lok-
inni og spurði, hvernig þeim hefði
orðið við. Þeir sögðu, að i raun-
inni hefði mátt búast við ein-
hverju af þessu tagi — ekki sizt
eftir þá ályktun Félags islenzkra
leikara um leikgagnrýni, sem
Haraldur Björnsson hlaut Silfurlampann fyrstur manna árið 1954.