Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 11
Þri&judagur 3. júli 1973. TÍMINN 11 jm, þar sem fólk lifir \eð stuðningi National ídaríski læknirinn tti nokkra þessara staða. rslu hans um ferðina Rannsóknir sýna, aö fæöa sú sem þetta fólk lifir á, hindrar æðakölkun, þ.e.s. fitumyndun i æðunum. Öðruvisi i Káksus Tröllatrú min á heilbrigði mataræðis beið þó hnekki, þegar ég kom til Kákasus. Þar hafði prófessor einn rannsakað matar- æði 1000 manns yfir áttrætt, af hverjum 100 voru yfir 100 ára. Hitaeiningaf jöldinn var að meðaltali 1700-1900 á dag. Fólkið borðaði, ósköpin öll af osti og mjólk, en osturinn var ekki feitur. Þá borðar fólkið mikið af hveiti- brauöi, sem það dýfir i sterkar sósur og einnig er allmikið drukkið af áfengi. Hvar sem ég kom, var mér tekið með kostum og kynjum. Borð svignuðu undan kræsingum og nefna má brauðið, lauk, tómata, gúrkur, nautakjöt kinda- kjöt, sósur, krydd og geitamjólk, súkkulaði, tertur og vin. Svo var mikið skálað, fyrst i heimatilbúnum Vodka, hreinasta eldvatni, eða georgisku koniaki, en slðan i léttum vinum. Máltíðin tók stundum þrjá, fjóra tima og alltaf var verið að skála. Mér var alveg nóg boðið, þegar ég sá einn öldunginn safna saman fimm vlnglösum og tæma þau á nokkr- um sekúndum. Allt þetta át og drykkjan passaði hreint ekki við það sem ég hafði imyndað mér, en ekki er liklegt, að alla ævi þessa fólks, hafi það haft svona mikið til að borða. öldungarnir sögðu oft, að „allt væri miklu betra nú orðið”. Einn sagði mér, að eitt sinn hefði ekkert annað verið til að borða i langan tima en grænar baunir. Tilraunir með dýr hafa sýnt, að hitaeiningasnauður matur á fyrstu æviárum lengir lifið og það getur hafa verið tilfellið með þetta fólk. Eins og áður sagði, voru allir grannir i Vilcabamba og Hunza, en i Georgiu hitti ég margt forgamalt fólk, sem þjáðist af offitu. Það hafði ég talið útilokað. Sonia Kvedzenia er 107 ára og akfeit. Þegar ég spurði hana, hversu lengi hún hefði verið svona, hló hún og svaraði: — Ég fór að fitna, þegar ég hætti að eiga börn. 1 sextiu ár hef ég verið eins og tunna og börnin mln eru það lika. Móðir min var enn feitari. Það var ekki langt siðan móðirin hafði látizt og þá var hún elzt allra á svæðinu. Sem læknir hef ég alltaf haldið og þaö er raunar reynsla min, aö yfirfeitt fólk verður aldrei mjög gamalt. En þetta passaði ekki þarna. Hreyfing gefur hreysti En hvort sem fólkið var feitt eða grannt, átti það eitt sameiginlegt: Það var alltaf að gera eitthvað. Mörg erfiðisverkin varð að gera, bæði utan dyra og innan. Bæði karlar, konur og börn gengu að öllum verkum jafnt. Auk þess hafði landslagið sitt að segja fyrir holla hreyfingu. Það er ekki svo litið yfir daginn, að vera sifellt að ganga upp eða niður brattar brekkur til að sinna daglegum störfum. Georgiskur hjartasér- fræðingur, sem numið hefur mannfræði til fjölda ára, er sann- færður um að hreyfing sé skilyrði til aö ná háum aldri. Hann hefur rannsakað hjörtu og lungu öldunganna og komst að þvi, að flestir þjáðust af einhverjum sjúkdómi. En hvers vegna þolir þetta fólk sjúkdómana betur en við hin? Hann segir, að hin stöðuga hreyfing geri það að verkum, að liffærin séu betur undir allt búin og þess vegna geti þetta fólk fengið hjartaáfall, án þess að taka eftir þvi. Meðan ég var I Abkhazia heyrði ég um mann sem kominn var ýfir 100 ára, sem eyddi sumrinu eins og hann hafði alltaf gert — uppi i beitarlöndunum 1 1500 metra hæð yfir sjó — ásamt geitunum sinum. Þar sem ég vildi gjarnan ræða við manninn, lagði ég af stað upp eftir ásamt nokkrum samferða- mönnum minum Leiðin var hin versta og tveir mannanna gáfust upp og sneru við. Oft hafði ég löngun til að gera slikt hið sama, en beit á jaxlinn og loks eftir marga klukkutima komst ég upp á hinar frjósömu sléttur og hitti Kosta gamla Kashig: Hann bjó þarna ásamt tveimur öðrum og litlum dreng I kofa með leirþaki og geitaskinn- um á gólfi. Matinn elduðu þeir úti. Ég var i hálfgerðum vandræð- um meö viðtaliö, þvi annar þeirra sem gáfust upp, var túlkurinn minn. Ég komst þó að þvi að Kosta var nær þvi að vera níræður en 107, en það ; er samt sem áður talsvert að dvelja fjóra mánuði ársins uppi I þessum ill- færu fjöllum, á hlaupum kring um geitur. Mont mitt af þvi að hafa komizt alla leiðina upp, dvinaði nokkuð, þegar ég fékk að vita, að gamli maðurinn hafði verið helmingi fljótari. Erfðirnar Flestir sem rannsaka aldur, eru sannfærðir um,að hár aldur sé að einhverju leyti arfgengur. Lengi hefur verið vitað, að æva- gamalt fólk, hefur átt foreldra, sem verið hafa langlifir. Þetta fékkst staðfest i viðtölum minum. Næstum allir höfðu átt foreldra, sem komust á aðra öldina. í dag eru ekki þekktir neinir litningar, sem hafa áhr'if á mögu- leika manna til lengra lifs — það sem vitað er, er það að sumir litningar eru ekki til staðar og þess vegna myndast ekki sjúk- dómar og elli. Ég hélt fyrst að þessa „slæmu” litninga vantaði helzt I fólk, sem býr einangrað og gæti þess vegna haldið þeim I burtu. 1 Hunza gat þetta reynzt rétt, en aðra sögu er að segja frá Kákasus. Þar hitti ég hundrað ára gamalt fólk af ótal kynstofn- um — en allir áttu eitt sameigin- legt — þeir höfðu átt mjög lang- lifa foreldra. Mikill áhugi á hinu kyninu er oft talið merki um lifsþrótt, einnig þarna uppi. í Kákasus spuröi ég marga, hversu lengi þeim hefði fundizt þeir vera ungir. Jonashian gamli, 110 ára, varð dálitið feiminn við spurninguna, vegna þess að með mér var kona, læknir frá læknamiðstöð svæðisins. Hann hélt nefnilega að það „að vera ungur” ætti við kyn- lifiö og sagði siðan að hann heföi verið ungur þar til fyrir tiu tólf árum. Prófessor Pitzkhelauri hefur gert könnun sem sýnir, að það er að langmestum hluta gift fólk, sem verður mjög gamalt. Undan- tekningarnar eru örfáar. Auk þess sýna tölurnar að konur, sem eiga mörg börn, verða langlifari. Þetta virðist sýna að hamingju- samt' hjónaband lengir lifið og þetta kom vel fram i einu viðtala minna. Það var maöur, sem hafði kvænzt i sjöunda sinn fyrir þremur árum. — Sex fyrstu konurnar minar voru stórkost- legar konur, segir hann — en þessi siðasta er skapill og dauf og mér finnst ég hafa elzt um tiu ár, siöan ég kvæntist henni. , Hún er 103ja ára og hefur alla sina ævi unniö á ökrunum I Equador, þar til fyrir 7 árum, að hún lét litlu systur sinni eftir crfiðið — sú er 96 ára. Virðing fyrir ellinni Allir þeir staðir, sem ég heim- sótti, höfðu það sameiginlegt, að þar er borin mikil virðing fyrir þeim gömlu. Allir búa með fjöl- skyldunni og eru eins konar mið- punktur hennar. Gamla fólkið er heldur engum til byrði, heldur gerir það gagn. Fjölskyldumeðlimirnir lita upp til hinna öldnu vegna reynslu þeirra og vitneskju um allt i lifinu. í Hunza er meira að segja nefnd tuttugu öldunga, sem hjálpa höfðingjanum til að stjórna. 1 þessum rikjum er engin eftir- launaaldur og gamla fólkinu er ekki. ýtt til hliðar, eins og I „menningarlöndunum” Það missir heldur ekki trúna á sjálft sig sem nýta borgara. Þegar ég spurði Seliac Butba, 121 árs, hvort hann hjálpaði til við hús- byggingu I grenndinni, svaraði hann: „Auðvitaö. Þeir geta það ekki án min.” TemurTarba, sterklegur og vel vaxinn hestamaður i Duripsi, hafði haldið upp á aldarafmæli sitt þremur vikum áöur en ég kom Hann var greinilega stoltur af aö hafa náð þessum áfanga og hélt áfram að starfa eins og fyrr. — Það er náttúrlega bezt að vera ungur, sagði hann — en ég er hraustur og liður ágætlega I alla staði, á indæl börn og nýt lifsins. í könnun Pitxhhelauris kemur einnig fram, að af þeim 15000 manneskjum, sem hann athugaði og komnar voru yfir áttrætt, halda yfir 70% áfram störfum sinum af fullum krafti, en allir gera eitthvað. Ef fólkið hætti að vinna, myndi lifsneistinn slokkna. Margir öldunganna lögðu áherzlu á að vera frjálsir og geta gert það sem þá langaði til. Sonia Kvedzenia, 107 ára, sagði, að fólkið lifði ekki svo lengi núna, ef það lifði ekki frjálsu lifi. Við höf- um svo miklar áhyggjur og get- um ekki alltaf gert það sem okkur langar til, sagði hún. Ef til vill hefur það lika áhrif, hversu lengi fólk býst við að lifa. 1 Bandarikjunum búast allir viö aö verða ekki eldri en 60-70,en I Abkhazia ætlast allir til að verða 100 ára og furðulega margir verða það. Enginn hefur ennþá getað fundið viðunandi visinda- lega skýringu á þessu og ég er sjálfur þeirrar skoðunar, að langt verðir þar til sú gáta leysist. „c Gavriel Chapnian, 117 árablés ekkieinu sinni úr nös eftir að hafagengið upp snarbratta brekkuna, með kartöflur I fötu og poka á bakinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.