Tíminn - 31.07.1973, Qupperneq 20

Tíminn - 31.07.1973, Qupperneq 20
20 TÍMINN Þriöjudagur 31. júli 1973. Forn- leifa- fræð- ingar að störfum TíMINN fylgdist með því, þegar tekin var upp vikingaa Idaröxin, sem nýlega fannst í Reykjavík. Þessar myndir gefa ofur- litla innsýn í starfshætti fornleifafræðinganna og sýna, hvert nákvæmnis- og þolinmæðisverk slíkar rannsóknir eru — þar verður ekki hlaupið að nokkrum hlut. En þannig verður þetta að vera, ef rannsóknin á að koma að gagni. Þó er sá þáttur rann- sóknanna, sem hér er sýndur, einungis lítill hluti þess sem gera verður, því að hluturinn sem slíkur hefur auðvitað minnst gildi — það er sú saga sem hann hefur að segja okkur af lífi og störfum forvera okkar í landinu, sem sótzt er eftir, og hún fæst ekki nema með frekari rannsóknum. (Texti: HHJ) 8 Ljósm.: M.S.) Öxin lá að hálfu hulin undir vænu hellublaði, svo að Guðmundur Ólafsson varð að taka á honum stóra sinum. Þá var að hreinsa alla mold frá öxinni af mikilli varkárni, þvi að öxin var öll bólgin og brunnin af ryði og mátti þess vegna ekki við hnjaski. í slikum tilvikum beitir fornleifafræðingurinn finum sköfum og burstum. Hér er búið að bursta burtu hverja moldarörðu, en þá er eftir að mæla, teikna og ljósmynda, áður en hægt er að hreyfa öxina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.