Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 24.08.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART NORÐAUSTAN TIL Hálfskýjað eða skýjað annars staðar og yfirleitt þurrt. Hiti víða 10-18 stig að deginum. Sjá síðu 6 24. ágúst 2004 – 229. tölublað – 4. árgangur JAFNRÉTTI EKKI MÁLIÐ Varaþing- maður Fram- sóknarflokks- ins segir að það hefði verið van- traust á þann ráðherra sem hefði verið lát- inn standa upp fyrir Siv Friðleifsdóttur. Framsóknarkonur reiðast ummæli hans. Sjá síðu 2 BÖRN ÁN GÆSLU Ekki fá öll grunn- skólabörn í Reykjavík heilsdagsgæslu. Þetta skapar foreldrum mikinn vanda. Unnið er að úrlausn málsins og standa vonir til að öll börn fái heilsdagsvist. Sjá síðu 4 NEMENDUM FÆKKAR Um 15 pró- sent landsmanna hófu nám í grunnskólum landsins í gær. Börnin velta lítið fyrir sér yfirvofandi verkfalli. Fræðslustjóri Reykjavík- ur segir aldrei auðveldara að ráða kennara. Sjá síðu 6 TIL HÖFUÐS ÍBÚÐALÁNASJÓÐI KB banki kynnti í gær íbúðarlán með 4,4 pró- senta vöxtum. Bankinn segist vera að standa við gefin loforð. Vextirnir eru 0,1 prósenti lægri en vextir Íbúðalánasjóðs. Sjá síðu 8 Pálmi Sigurhjartarson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Syndir á hverjum degi ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 UTANRÍKISMÁL Hillary og Bill Clint- on koma til landsins í dag og munu meðal annars hitta forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson forsætisráðherra áður en þau fara af landi brott í kvöld. Hillary Clinton er í sendinefnd bandaríska þingsins sem undan- farna daga hefur heimsótt Úkra- ínu, Eistland, Lettland og Noreg. Formaður nefndarinnar er John McCain, öldungardeildarþingmað- ur repúblikana. Nefnarmenn munu baða sig í Bláa lóninu um hádegisbil og snæða síðan hádegisverð í boði Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra. Að honum loknum mun fulltrúi frá Íslenskri nýorku fræða nefndarmenn um mögu- leika vetnis sem orkugjafa. Sendinefndin mun að kynning- unni lokinni halda áfram ferð sinni til Bandaríkjanna en Hillary Clinton mun hitta eigin- mann sinn og dvelja hér ásamt honum fram eftir degi. Bill Clint- on, fyrrum forseti Bandaríkj- anna, er hingað kominn í einkaer- indum en hann er á leiðinni til Írlands að kynna nýútkomna bók sína, My Life. Í gær var sendinefnd öldungadeildarinnar stödd á Svalbarða og þótti að sögn nokkuð koma til náttúrufegurðar þar. ■ Á FERÐ Í NAJAF Í GÆR Fregnir bárust af því í gærkvöld að íbúar Najaf væru margir hverjir á flótta undan loftárásum Bandaríkjahers. Bill og Hillary Clinton til landsins í dag: Hitta Davíð og Ólaf Ragnar Najaf í Írak: Bardagar harðna ÍRAK, AP Bardagar hörnuðu á milli bandarískra hermanna og íraskra skæruliða í borginni Najaf í gær. Bandaríkjamenn hafa fylkt sér fram og þrýst á skæruliðana að yfirgefa grafreit sem herskáir sjíamúslimar hafa komið sér fyrir við. Skriðdrekar voru í 250 metra færi við grafreitinn og leyniskytt- ur á þökum í nágrenninu og var skipst á skotum. Skæruliðum við grafreitinn hefur fækkað mjög eftir því sem Bandaríkjamenn hafa sótt fram. Að sögn vitna lét- ust að minnsta kosti tveir skæru- liðar og fjórir slösuðust. Á myndinni hér til hliðar sem tekin var í gær má sjá bónda á asnakerru í Najaf. Hann heldur klút hátt yfir höfði sér til marks um að hann fari í friðsamlegum tilgangi á því svæði sem hörðustu bardagar bandarískra hermanna og herskárra vígamanna hafa átt sér stað í borginni. ■ Meðal verka á efnisskrá kammersveitarinn- ar Ísafoldar sem heldur tónleika í kvöld er nýtt verk eftir Úlfar Inga Haraldsson. Tón- leikarnir verða haldnir í Listasafni Íslands og hefjast stundvíslega klukkan átta. SJÁVARÚTVEGUR Bergur Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur að fyrirtæki í Vestmannaeyj- um hafi orðið af að minnsta kosti fjögur hundruð milljónum króna á síðustu tveimur til þremur árum vegna sértækra aðgerða í sjávarút- vegi. Sé litið lengra aftur er upp- hæðin yfir einum milljarði. Að sögn Bergs hafa margvísleg- ar ráðstafanir í sjávarútvegi eink- um bitnað á þeim byggðarlögum þar sem sjávarútvegur byggist á aflamarksbátum í kvótakerfinu. „Þetta er hrein og bein mismunun í garð Vestmannaeyja,“ segir Berg- ur. Hann telur að sé litið lengra en tvö ár aftur í tímann hafi kostnað- ur af sértækum aðgerðum valdið milljarða tekjuskaða fyrir Vest- mannaeyjar. Bergur nefnir sérstaklega svo- kallað útflutningsálag á ferskfiski. Ef skip flytja til útlanda ferskan fisk frekar en til hafnar á Íslandi þá dragast tíu prósent aukalega frá kvóta viðkomandi skips. „Ég sé bara engin rök fyrir þessu að einu eða neinu leyti. Þetta hefur komið afskaplega illa fyrir okkur Eyja- menn,“ segir Bergur. Hann segir þessa reglu bitna á þeim sem starfa í ferskfisksút- flutningi og útilokar ekki að slík mismunun kunni að brjóta í bága við reglur Evrópska efnahags- svæðisins. Þá segir hann að tilflutn- ingur fiskveiðiheimilda frá afla- marksskipum, einkum til smábáta, bitni mjög á Vestmannaeyjum. „Þetta bitnar á stöðum sem hafa spjarað sig. Eins og landsmenn vita þá eru Eyjarnar byggðar upp á sjávarútvegi og ekki í svo mörg önnur hús að venda. Menn hafa gert þetta af miklum þrótti og myndarskap og það virðist vera þannig að menn séu að draga úr okkur tennurnar með þessum að- gerðum og draga máttinn úr grunnstoðum okkar byggðarlags. Það get ég ekki sætt mig við,“ seg- ir Bergur Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir að bæjaryfirvöld hyggi á aðgerðir til að bregðast við þeim niðurstöðum sem bæjarstjóri hefur komist að. thkjart@frettabladid.is Hlunnfarnir um milljarð Aðgerðir til stuðnings línubátum og landvinnslum hafa kostað Eyjamenn að minnsta kosti fjögur hundruð milljónir á síðustu tveimur árum, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. JOHN MCCAIN OG HILLARY CLINTON John McCain, formaður sendinefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna og Hillary Clinton gáfu sér tíma í myndatöku þar sem þau voru stödd á Svalbarða. ● úr leik eftir þrjár þrautir Ólympíuleikarnir: ▲ SÍÐA 20 Er Jón Arnar orðinn of gamall? Anita Briem: Fékk aðalhlutverk í spænskum hrolli ● óskabyrjun hjá nýútskrifaðri leikkonu Menntastofnanir: Hugað að sameiningu MENNTAMÁL Forystumenn Tækni- háskólans og Háskóla Reykjavík- ur hafa átt viðræður undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna skólanna tveggja. Mennta- málaráðu- n e y t i ð hafði frum- kvæði að viðræðun- um. Er það mat ráðuneytisins og skólanna tveggja að með sameiningu skól- anna felist sóknarfæri fyrir ís- lenskt samfélag. Nú eru 14 hund- ruð nemendur í Háskóla Reykja- víkur og tæplega eitt þúsund í Tækniháskólanum. Skólarnir hafa báðir unnið að uppbyggingu náms í rekstrar- og viðskiptafræði og eru greinarnar kenndar í báðum skólunum. ■ Julianna Rose Mauriello: Leikur Sollu stirðu í Latabæ ● ætlar að læra íslensku áður en hún fer heim SÍÐA 30 ▲ ▲ SÍÐA 38

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.